Morgunblaðið - 31.10.1993, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.10.1993, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 Kirkjuþing' fjallaði uppbyggingu í Skálholti fyrir um 300-450 milljóna króna Ríkið leggitil 10 millj. árlega KIRKJUÞINGI lauk í á fimmtudag, en þar voru m.a. ræddar tillögur um framtíðaruppbyggingu í Skálholti. Framkvæmdakostnaður gæti orðið á bilinu 300 til 450 milljónir króna. Þingið samþykkti fjölmargar ályktanir þar á meðal um nauðsyn þess að styrkja tengsl þingsins og safnaðanna í landinu, um aukna húsnæðisþörf biskupsembættisins og ráðningu prests til að þjóna íslendingum í Gautaborg og Osló. Skálholt í framtíð Á síðasta degi kirkjuþings voru ræddar tillögur fjárhagsnefndar um framtíðaruppbyggingu Skálholts en miðað er við framkvæmdakostnað á bilinu 300 til 450 milljónir króna. Kirkjuþing lýsti yfir samþykki við íjáröflunarleiðir, þ.á.m. að andvirði sölu iands Garðakirkju renni að öllu leyti til Skálholts, Kirkjuráð láti 11% af tekjum jöfnunarsjóðs sókna ganga til Skálholts meðan uppbygging fer fram og óskað verði eftir því að ríkis- sjóður leggi Skálholti til 10 milljónir króna árlega vegna uppbyggingar og framkvæmda. Um forgangsröð framkvæmda tel- ur kirkjuþing brýnt að malbikun bíla- stæða, heimkeyrslu og hlaðs við kirkju og skóla hafi forgang og verði unnin svo fljótt sem verða má. Hvað byggingar varðar bendir kirkjuþing á eftirfarandi forgangsröðun: íbúðar- hús fyrir rektor skóla, viðbyggingu við skóla, þjónustumiðstöð og safna- hús, starfsmannaíbúðir, viðbyggingu við Skálholtsbúðir og uppbyggingu Þorláksbúðar. Tengsl þingsins og safnaðanna Kirkjuþing ályktaði um nauðsyn þess að styrkja tengsl þingsins og safnaðanna í landinu og tók undir ósk biskups um að prófastar boði kirkjuþingsmenn og ætli þeim tíma á héraðsfundi til að gera grein fyrir störfum kirkjuþings og taka við til- lögum héraðsfunda um málefni sem þeir óska að flutt verði á kirkju- þingi. Fái þeir ferðakostnað greidd- ann úr héraðssjóði. Kirkjuþing ályktaði að heimila biskupi og kirkjuráði að ráða upplýs- ingafulltrúa. Samþykkt var álytun um að kanna skuli alla möguleika varðandi fyrirsjáanlega húsnæðis- þörf fyrir starfsemi biskupsembætt- isins og aðra starfsemi kirkjunnar. Varðandi kristnitökuminningu vís- ar kirkjuþing eftirfarandi hugmynd- um til kirkjuráðs: í tilefni kristni- tökuminningar aflar þjóðkirkjan fjár- muna til efnurreisnar biskupsstól- anna foru og til Guðs þakka. Söfnuð- ir þjóðkirkjunnar setji sér það mark- mið að afla á tíu árum ij'ár sem nemi 50 til 100 krónum á mannsbarn í sókninni á ári. Kirkjuþing beinir því tii kirkjuráðs að ráða prest í hlutastarf eða fullt starf til að þjóna íslendingum í Gautaborg og Osió. Stj órnlagaþing í ræðu sinni við lok kirkjuþingsins þakkaði Ólafur Skúlasson biskup gott samstarf á þinginu. Sagði hann að ef gefa ætti þessu þingi sérstaka yfirskrift væri ekki fjarri lagi að nefna það stjórnlagaþing, svo veiga- miklar ákvarðanir hefðu verið teknar og fengnar ráðherra í hendur tii að vinna þeim brautargengi á Alþingi. Þó hæst hefði risið afgreiðsla á mál- um varðandi kirkjumálasjóð og prest- setur hefðu mörg önnur veigamikil mál verið til umræðu. Mætti þar minna á skipulagsmál kirkjunnar, meðferð kirkjueigna og samskipti sóknarnefnda og sóknarpresta. Biskup vék að launakjörum preSta og sagði m.a.: En því hreyfi ég þessu nú við þingslit, að ég tel þarna eitt- hvert mesta hættuefnið fyrir kirkj- una á næstu árum. Kirkjan á ekki allt undir prestum sínum. Við eigum allt undir Kristi og forsjá hans. En geti presturinn ekki sinnt starfi sínu, án þess þjónustan bíði tjón af vegna ytri aðstæðna, þá erum við að svíkja hann, sem er í hverri signingu við skírn og styrkir hendi í krossins tákni yfir hinstu hvílu látins og er sá, sem heyrir bænir. Og sú er hvatning mín til kirkjuþingsmanna, sem eru í fararbroddi í leiðtogasveit þjóðkirkj- unnar, að þeir skoði þessi mál út frá þeirri þrengingu, sem þjónustan er hneppt í, verði ekki ráðin bót á vanda presta". RAÐAUGÍ YSINGAR Fiskiskip til sölu 75 rúmlesta stálskip, sem útbúið er fyrir neta-, rækju- og humarveiðar. Varanlegar aflaheimildir fylgja um 200t. þorskig. auk humar- og rækjuleyfa. Skattsýslan sf. Brekkustíg 39, sími 92-14500, fax 92-15266. Tilboð Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn- um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land. Upplýsingar í símsvara 91-671285. Ijónashqðunaislin * ■ * Draxhátsi H-t6, t!0 Rr fkja vik. jími 671120. lelrfax 672620 WTJÓNASKODUNARSTÖD Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur Sími 683400 (simsvari utan opnunartfma) - Telefax 670477 Tilboð óskast í bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn 1. nóvember 1993, kl. 8-16. Tilboðum sé skilað samdægurs. Vátryggingafélag íslands hf. - Tjónaskoðunarstöð - WA Útboð Hita- og vatnsveita Akureyrar óskar eftir til- boðum í einangruð stálrör (hitaveiturör). Um er að ræða u.þ.b. 10.800 m (900x 12 m) 175 mm stálrör einangrað í plastkápu, ásamt tilheyrandi samsetningum. Útboðsgögn fást hjá V.S.T., Glerárgötu 30, Akureyri. Tilboðsfrestur er til 23. nóvember nk. Hita- og vatnsveitustjóri. B 0 Ð »> Eftirfarandi útboð eru til sölu á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, Reykjavík. 1. Útboð nr. 4011 prentun eyðublaða. Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk. Opnun 11.11. 1993 kl. 11.00. 2. Útboð nr. 4015 fellihurðir. Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk. Opnun 3.11. 1993 kl. 11.00. 3. Útboð nr. 4016 ómskoðunartæki. Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk. Opnun 16.11. 1993 kl. 11.00. 4. Útboð nr. 4018 búnaður fyrir eldhús, þvottahús, skol og bað hjúkrunar- heimilis. Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk. Opnun 23.11 1993 kl. 11.00. BORGARTÚNI 7. I 05 REYKJAVÍK SÍMI 9 1-26844, BRÉFASÍMI 91-626739 Aðalfundur Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi heldur aðalfund i Óðinsvéum fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sveitarstjórnarkosningar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Skrifstofuhúsnæði til leigu. Hentugt fyrir fasteignasölu eða bók- haldsstofu. Húsnæðið er tilbúið með fundar- herbergi, kaffistofu o.fl. Upplýsingar í síma 53466 og 51574. Iðnaðarhúsnæði óskast Fjársterkur aðili óskar að kaupa 5-800 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð í Reykjavík eða nágrenni. Húsnæðið þarf að vera með stór- um innkeyrsludyrum og rúmu útisvæði. Upplýsingar eru veittar í síma 624252. Sundaborg Mjög gott atvinnuhúsnæði í Sundaborg er til leigu. Um er að ræða 150 m2lager með góðri að- keyrslu og 75 m2 skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið er laust strax. Upplýsingar í síma 686677. Prentsmiðja - húsnæði Sérhæfð prentsmiðja óskar eftir langtíma- leiguhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Húsnæðið þarf að vera á jarðhæð, bjart, hafa innkeyrsludyr og góða aðkomu fyrir við- skiptavini. Stærð 180-200 fm. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Prentsmiðja - húsnæði - 8831“ fyrir 10. nóvember. Hagstætt leiguverð á Viðarhöfða, 351 fm óinnréttað skrifstofu- húsnæði. Húsnæðið er súlulaust, bjart, býð- ur uppá frábært útsýni og því fylgja 174 fm suðursvalir. Lyklar á skrifstofu LL. Opinbera stofnun vantar húsnæði > Við leitum að 130-180 fm atvinnuhúsnæði fyrir opinbera stofnun. Húsnæðið þarf að skiptast til helminga í skrifstofur og aðstöðu fyrir háa sendiferðabíla með innkeyrsludyr- um og niðurfalli. Góð aðkoma nauðsynleg. Höfum leigjendur að: - Vöruskemmum með góðri lofthæð á Stór- Reykjavíkursvæðinu. - Einbýlishúsum, eða öðrum sérbýlum - allt fjársterkir aðilar. LLeigumiölun, Borgartúni 18, * 3 hæö, 105 Reykjavík, EIGULISTINN Síml 622344 - Fax 629091 Félagsfundur Verkakvennafélagið Framsókn heldur félags- fund í Hreyfilshúsinu fimmtudaginn 4. nóv- ember 1993 kl. 20.30. Sýnum samstöðu og fjölmennum á fundinn. Stjórnin. Haustfundur Ráðstefnu- skrifstofu íslands Haustfundur aðildarfélaga Ráðstefnuskrif- stofu íslands verður haldinn miðvikudaginn 10. nóvember 1993. Fundurinn verður haldinn á hótel Holiday Inn kl. 14.00. Dagskrá skv. samþykktum félagsins. Stjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.