Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 43

Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTOBER 1993 43 eftir Eltnu Pálmadóttur Syngjandi sjó- menn á sviði Menningin er komin á fullt skrið, eins og jafnan á haustmánuðum. Nýjar bækur að bytja að koma út og fleiri boðað- ar. Þar sýnist vera ýmislegt gimilegt að hlakka til. Ætlar kannski að verða minna um sjálf- skrifaðar minningabækur en oft áður? Þó hlýtur að vera örugg- ast að ljúka þessu sjálfur fyrirfram. Það kemur í ljós. Vel fara af stað myndlist- arsýningarnar. Sjaldan hefur rekið á okkar fjömr betri feng en sýning- in- á verkum Augusts Rod- ins á Kjarvals- stöðum. Ósjaldan hefur maður stungið sér þreyttur á göngu í París inn í garðinn við Rodinsafnið og brýnt and- ann við gróður og fagrar stytt- ur. Það var vel tímasett hjá sjónvarpinu að sýna einmitt nú á föstudagskvöldið kvikmyndina um Camille Claudel og ástir þeirra Rodins með frá- bærustu leikumm Frakka í aðal- hlutverkum. Þau höfðu áhrif á verk hvors annars. Hans verk gefst okkur nú kostur á að sjá. En hennar verk lágu lengi í geymslum, allt þar til Orsey- safnið var opnað og þau voru dregin fram til sýnis. Þangað til hafði ekkert rúmast í söfnum frá þessum tíma af höggmyndum í Frakklandi utan verk Rodins. í hennar verkum má sjá þau átök sem fóm vaxandi í sál hennar eftir því sem á leið. Tónleikar vetrarins em komnir í gang og fjölgar þegar nær dregur jólum, ef að líkum lætur. Og í vor er von á fyrstu Wagn- eróperunni á listahátíð. Við fær- umst í aukana hér á Islandi. Vel á minnst, ætli íslendingum hafi aldrei dottið í hug að setja upp annað verk Wagners, Hollend- inginn fljúgandi? Efnislega er hann eins og sniðinn að þjóð- arsálinni. Persónumar eru sjó- menn - syngjandi sjómenn - kon- urnar koma að skipshlið og vinna fiskinn. Og þarna eru draugar, sem eru ómissandi í okkar þjóð- arsál. Varla nokkur íslensk kvik- mynd án drauga. Hollendingurinn fljúgandi er maður í álögum, sem gert er að sigla um eilífð um höfín og má ekki frelsast nema fyrir trygga ást konu. Þetta kom fram í hug- ann við að sitja í nýju Parísaró- perunni við Bastilluna og horfa á þessa heimalegu sviðsmynd: skip í ís og sjómenn í stökkum. Ætli okkur finnist það ekkert nær okkur en glæsidansleikir með aðalsfólki og daðurdrósum í heimsborgunum á síðustu öld, sem er svo tíð umgerð í óperun- um sem við höfum valið að setja upp? Kannski er betra að láta sig dreyma um glæsidansleiki. Samt fannst mér þegar borgarí- sjakinn reis ógnandi hærra og hærra upp úr sviðinu og þegar í honum brá fyrir flöktandi sjó- drukknuðum mönnum, sá veru- leiki af einhveijum ástæðum nær. Þegar sjómennirnir við skipshlið uppi á sviðinu sungust á við draugana, komu raddir þeirra síðarnefndu úr hljómveit- argryfjunni. Við sem sátum á fyrsta bekk gátum séð hvemig hluti af kórnum hafði læðst þar inn og raðað sér á bak við þessa fjölmennu hljómsveit. Kannski finnst okkur eitthvað óraunveru- legt við svo stóra hópa af syngj- andi sjómönnum. Og þó, því ekki syngjandi sjó- menn rétt eins og syngjandi skagfírskir bændur? A móti kemur að þarna voru þeir ekki á sí- felldum hlaupum fram og aftur um sviðið eins og við eigum að venjast í óperusýning- um. Þeir hreyfðu sig hægt og yfír- vegað, eins og norðlægum sjómönnum ber. Stóðu mikið á svið- inu, svo mað- ur gat hlustað ótmflaður af því að snúa höfðinu í sífellu eftir því sem er að ger- ast í þessu homi þess eða hinu. Sýnilega var lagt upp úr því að halda athyglinni ótruflaðri, þó þetta þriggja þátta verk væri flutt í einu lagi, ekkert hlé. Satt að segja tók ég varla eftir því þegar það var búið og liðnir 2 tímar og 15 mínútur. Ég hafði aldrei komið í þetta nýja glæsilega ópemhús, sem er í nútímastíl og gersamlega ólíkt gömlu ópemnum, þar sem stúk- unum var snúið þannig að höfð- ingjarnir í þeim gætu sýnt sig, þótt illa sæju þeir á sviðið. Sum- ir segja nýju Ópemna dálítið kuldalega. Én þessi gríðarstóri salur er allur í gráum, svörtum og hvítum litatónum. Óg þannig hafði Hollendingurinn fljúgandi einmitt verið settur upp á sviðið líka, í hvítum og gráum tónum, svo sviðsmyndin varð eins og hluti af salnum. Enda er ekki mikið um heita, sterka liti hér norður á úfnu hafí. Þessar hug- renningar og spumingar lædd- ust að á heimleiðinni. Hollend- ingurinn flúgandi hafði gárað sinnið. Og eitt enn, þegar litið var betur í prógrammið með al- þjóðlegum nöfnum stjórnanda og söngvara, sem sungu á þýsku, þá kom nafn í þessari 100 manna hljómsveit kunnuglega fyrir: H. Guðmundsd. Hlýtur hún ekki að vera íslensk? Makalaust hve ís- lenskir söngvarar og tónlistar- menn starfa orðið víða í óperu- húsum Evrópu. Kannski er ekkert skrýtið þótt þetta efni hafí ekki höfðað sér- staklega til íslensks ópemfólks. 1 raun enn kynlegra hve lítið af okkar skapandi verkum fjalla um sjóinn og sjómennina, sem em þó undirstaða lífs okkar hér norður á þessari eyju. Hvort sem litið er til tónverka, skáldverka eða kvikmynda. Helst að mynd- listarmennimir hafi túlkað þenn- an efnivið. Eitt skáld skapaði þó sígilda setningu, sem lifír: Lífíð er saltfiskur! Énda óhætt að segja að Halldór Laxness hafði fingurinn á púlsi íslendinga og skynjaði þjóð sína betur en nokk- ur eftirkomendanna í listum - ennþá. t i I b o d bókabúdu m f s I á t t u r MANAÐARINS SnilJdaNeg skaldsaga eftir Guðberg Bergsson fæst i næstu bókabud í kjallaraherbergi úti í bæ kúrir miðaldra maður og bíður þess aö ástin berji aö dyrum. Þar leitar hann nautnar sem er ósýni- leg heiminum, rammflæktur í íslenskum hnút innst í völundar- húsi ástarinnar. Hvert nýtt skáldverk frá hendi Guðbergs Bergssonar sætir tíðindum í íslenskum bókmenntaheimi. í þessari meistaralegu skáldsögu leiðir hann okkur um völundarhús ástríðnanna, og þar fáum við að gægjast í hugskot mannsins sem ráfar einn í rökkrinu og leitar að Ijósinu. En rökkrið er eldfimt og kveikir sterkar tilfinningar hjá lesandanum. F O R L A G I Ð IVI A O G M E N N I N G

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.