Morgunblaðið - 31.10.1993, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Léttari
flugvélar
"minnka
tekjumar
ALLS varð 15 milljóna króna tap
á rekstri Flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli á siðasta ári
og var það í fyrsta skipti um ára-
tuga skeið sem tap var á rekstrin-
um. Lækkuðu tekjur stofnunar-
innar um 26,2 millj. kr. á seinasta
ári frá árinu á undan vegna stöð-
ugt minnkandi tekna af lending-
argjöldum frá árinu 1989. Lend-
jngargjöld reiknast af þunga
loftfars og hafa minnkað þrátt
fyrir að lendingum flugvéla hafi
fjölgað um 9% á sama tímabili.
Stafar það af því að meðalþyngd
flugvéla hefur lækkað úr 83 tonn-
um árið 1989 í 65 tonn 1992.
Þessar upplýsingar koma fram í
skýrslu yfirskoðunarmanna ríkis-
reiknings og ríkisendurskoðunar fyr-
ir árið 1992. Þar er bent á að þótt
tekjur Flugmálastjórnar hafi dregist
saman um tæp 12% á seinasta ári
-^þafi rekstrargjöld aftur á móti hald-
ist óbreytt á milli ára og voru 210,8
millj. kr. árið 1992. Telur ríkisendur-
skoðun nauðsynlegt að endurskoða
gjaldskrá flugvallarins enda sé ekki
útlit fyrir að lendingum fjölgi nægi-
lega til að vega upp tekjutapið en
gjaldskrá Keflavíkurfiugvallar hefur
verið óbreytt frá árinu 1989.
♦ ♦ ♦
Sumarblíða
á Dalatanga
MIKIL hlýindi hafa verið víða
um norðan- og austanvert landið
undanfarna daga og komst hitinn
hæst í 15 stig á Dalatanga.
„Það er oft hlýtt hér fram eftir
hausti," sagði Marsibil Erlendsdótt-
ir sem sá um að taka veðrið í fjar-
veru föðurs síns. „Þetta er að vísu
óvenju seint en sumarið kom líka
seint, ekki fyrr en í lok ágúst. Hér
var spretta fram eftir öllu og er enn
grænt á túni en aðeins farið að
sölna. í dag er sjö stiga hiti, heið-
skírt og um tvö vindstig."
Morgunblaðið/RAX
Buslað í Bláa lóninu
HUNDRAÐ þúsundasti gesturinn í ár heimsótti Bláa lónið á föstudag
þangað sem innlendir og erlendir ferðamenn fjölmenna sér til hressingar
og heilsubótar og einnig til skemmtunar eins og mæðginin á myndinni.
Grímuklæddur
maður með hníf
nauðgaði stúlku
LOGREGLA leitar að manni sem grímuklæddur ógnaði stúlku á
16. ári með hnífi og nauðgaði henni við hús Landvéla við Skemmu-
veg í Kópavogi um miðnætti í fyrrinótt. Maðurinn var ófundinn
um hádegi í gær. Hann er talinn 17-18 ára gamall.
Stúlkan var á leið úr Breiðholti
heim til sín í Kópavogi og fór um
undirgöng undir Reykjanesbraut
og þar var setið fyrir henni. Eftir
að maðurinn hafði komið fram
vilja sínum komst stúlkan heim til
sín og þar var hringt á lögreglu
sem flutti hana á neyðarmóttöku
Borgarspítalans fyrir fórnarlömb
kynferðisafbrota.
Rannsókn málsins var að hefj-
ast hjá RLR í gær. Sú lýsing lá
fyrir á manninum sem leitað var
að hann væri 17 til 18 ára, um
175 sm á hæð, grannur og með
ljóst stutt hár. Hann var talinn
klæddur í svartar snjáðar galla-
buxur, í svartan taujakka og brúna
skó.
Landsbankinn tapar
300 millj. á Miklagarði
Heildartap bankans á viðskiptum við Sam-
bandið metið á um 600 milljónir króna
LANDSBANKI íslands áætlar að heildartap bankans á viðskiptum
hans við Miklagarð, vegna gjaldþrots fyrirtækisins, nemi tæpum
300 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
innan úr Landsbanka meta endurskoðendur bankans stöðuna á
þann veg að tap vegna Miklagarðs reynist vera 295 milljónir króna,
en stjórnendur Landsbankans munu telja að sú tala eigi eftir að
hækka óverulega, þannig að niðurstöðutala tapsins losi 300 milljón-
ir króna.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að endurskoðendur Landsbank-
ans meti heildartap bankans á við-
skiptum við Samband íslenskra
samvinnufélaga nálægt 600 millj-
ónum króna, þegar öli kurl verði
komin til grafar, en það er umtals-
vert lægri fjárhæð, en reiknað hafði
verið með.
Skýringar þess að tap Lands-
bankans á viðskiptum hans við SÍS
verður ekki meira en þetta munu
m.a. fólgnar í því að eignasala hafi
gengið mun betur fyrir sig en áætl-
að hafði verið. Auk þess hefur
Morgunblaðið upplýsingar um að
duldar eignir í fyrirtækjum Sam-
bandsins, m.a. í Regin hf., hafí
reynst umtalsvert meiri en menn
höfðu ætlað.
Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra um vaxtalækkanir
Viðskiptíibankar verða
að bregðast skjótt við
SIGHVATUR Björgvinsson, viðskiptaráðherra, segir að viðskipta-
bankarnir hafi ekki langan tíma til stefnu að ákveða vaxtalækkan-
Úr í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar. Akvörðun þeirra verði að
liggja fyrir fyrir 10. nóvember næstkomandi.
„Ég héf ástæðu til þess að ætla
að bankarnir muni bregðast mjög
skjótt við, sem þeir líka verða að
gera,“ sagði Sighvatur þegar hann
í gær var spurður álits á viðbrögð-
um banka, lífeyrissjóða og aðila
•Tinnumarkaðarins við vaxtaaðgerð-
um ríkisstjórnarinnar. Sighvatur
sagði að það kynni að vísu að valda
einhverjum áhyggjum að haft væri
eftir forráðamönnum tveggja bank-
anna í Morgunblaðinu í gær að
þeir ætluðu sér að bíða og sjá hver
þróunin yrði.
„Ég held að þeir megi ekki bíða
í marga daga, því ein forsenda þess
að þetta gangi upp og aðgerðirnar
skili því sem til er ætlast, er sú að
enginn skerist úr leik.
Þetta verður að hafa gengið fram
fyrir 10. nóvember, enda finnst mér
engin ástæða fyrir bankana til þess
að bíða fram á síðasta dag,“ sagði
Sighvatur er hann var spurður hvað
hann gæfi bönkunum marga daga
til þess að fylgja vaxtaákvörðunum
ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka.
„Fyrir þann tíma verður ákvörðunin
að liggja fyrir um vaxtalækkun og
sú lækkun verður að vera umtals-
verð.“
Sighvatur benti á að það yrði
athyglisvert að fylgjast með því
hver viðbrögð lífeyrissjóðanna yrðu
við næsta ríkisverðbréfaútboði.
„Munu þeir þá tjá sig reiðubúna til
að kaupa ríkisskuldabréf með 5%
ávöxtun, eða munu þeir halda að
sér höndum, sem þýðir að farið
verður á erlendan markað? Þá mun
koma í ljós hvort lífeyrissjóðirnir
eru tilbúnir til þess að styðja við
þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
til lækkunar vaxta.“
Þorlákshöfn
Þjófur tek-
ínnáflótta
23 ÁRA maður sem braust
inn í grunnskólann og
íþróttahúsið í Þorlákshöfn
og talinn er hafa brotist inn
í bílaverkstæði í Hveragerði
var handtekinn á flótta í
Þrengslunum í gærmorgun.
Maðurinn olli miklum
skemmdum en hafði litlu
stolið.
Fólk í Þorlakshöfn sá til
ferða mannsins og þóttu þær
grunsamlegar. Lögreglu var
tilkynnt um bíl mannsins og
stúlku sem var með honum og
veitti fólk á ómerktum bíl þeim
eftirför út úr þorpinu. Lögregla
náði bílnum í Þrengslunum og
stöðvaði flótta mannsins sem
var ökuréttindalaus og undir
áhrifum að sögn lögreglu.
Talið er að maðurinn hafi
stolið 3 þúsund krónum úr
íþróttahúsinu og grunnskólan-
um en tjónið sem hann olli
nemur tugum eða hundruðum
þúsunda. M.a. hafði hann
skemmt tvær tölvur í skólanum
og rafmagnstöflu íþróttahúss-
ins.
Maðurinn, sem áður hefur
komið við sögu lögreglu, var
fluttur á lögreglustöðina á Sel-
fossi. í gærmorgun var einnig
tilkynnt um innbrot í bílaverk-
stæði i Hveragerði og lék grun-
ur á að hann bæri einnig
ábyrgð á því.