Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 1
88 SIÐURB/C 270. tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíuframboð óbreytt eftir OPEC-fund Veðjað ákulda í vetur Singapore. Reuter. OLIUVERÐ lækkaði á heims- markaði í gær eftir að að- ildarríki OPEC, samtaka olí- uútflutningsríkja, tóku eina mestu áhættu, sem þau hafa tekið í 33 ára sögu samtak- anna, með því að neita að draga úr olíuframleiðslunni í vetur. Olíuverðið í Asíu hefur ekki verið jafn lágt í fimm ár. Haft var eftir forseta samtak- anna, Abdullah Bin Hamad al- Attiyah frá Katar, að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma. „OPEC hefur veðjað öllu á von- ir um slæmt veður í vetur þannig að orkunotkunin aukist,“ sagði sérfræðingur í olíuviðskiptum í Singapore. „Ef við fáum ekki langt kuldaskeið á verðið eftir að lækka enn meira. Fjármálamenn gera sér nú grein fyrir að OPEC vill ekki koma [framleiðendum] til bjargar og halda verðinu uppi.“ Brent-hráolía úr Norðursjó var seld á 14,70-14,75 dali fatið í Asíu, 20 sentum hærra en í Lund- únum og New York, en 70 sentum lægra en daginn áður. Búist er við að olíuverðið lækki um 50 sent til viðbótar í næstu viku. 20% lækkun á árinu Olíuverðið hafði þegar lækkað um 20% á þessu ári þegar olíu- málaráðherrar samtakanna ákváðu á miðvikudag að minnka ekki framleiðslukvótana. Mikil framleiðsla í Norðursjó og hægur efnahagsbati í heiminum veldur offramboði á olíu. Fyrrverandi sovétlýðveldi mótmæla hótunum vegna minnihlutahópa Rússar sagðir vilja eiidur- reisa gamla heimsveldið Kíev, Moskvu. Reuter. RAÐAMENN í flestum fyrrverandi sovétlýðveldum utan Rússlands eru einhuga um að fordæma óbeinar hótanir stjórnvalda í Moskvu um að beita vopnavaldi ef þrengt verði að hagsmunum rússneskra minnihlutahópa í löndunum. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði fyrr í vikunni að Moskvustjórnin myndi „verja Rússa og rússneska hagsmuni af harðfylgi hvar sem þess verður þörf og hver sem á í hlut, jafnvel þótt um vini okkar verði að ræða“. Utanríkisráðherra Eistlands, Toivo Klaar, sagði í gær að Rússar hefðu verið í forystu fyrir „sovéska heimsveldinu“ og Eistlendingar ótt- uðust að heimsveldið yrði endur- reist. Um 10.000 rússneskir her- menn eru enn í Eistlandi þrátt fyrir mótmæli landsmanna og hafa Rúss- ar ýmist borið því við að ekki sé til húsnæði fyrir hermennina heima fyrir eða sagt að tryggja verði betur réttindi rússneska minnihiutans sem er um 30% íbúa Eistlands. Talsmaður forseta Lettlands sagði Rússa, sem einnig hafa her- námslið þar í landi, beita landsmenn þrýstingi með herskáum ummælum af áðurnefndum toga en Rússar hafa m.a. farið fram á að hafa her- stöðvar í Lettlandi. Utanríkisráð- herra Georgíu sagði réttindi allra þjóðarbrota í landinu, einnig Rússa, vera höfð í heiðri og landið þyrfti ekki aðstoð annarra ríkja til þess. Leiðtogar Úzbekístans, þar sem búa nokkrar milljónir Rússa, eru sagðir hafa tekið það óstinnt upp er Kozyrev vildi ræða réttindi þjóð- arbrota þegar hann var þar á ferð fyir rúmri viku. Moldovar eiga í höggi við rúss- neska aðskilnaðarsinna í Dnéstr- héraði er njóta stuðnings rússneskra hetja og hafa lýst yfir sjálfstæði. Fulltrúi þingsins í Moldovu sagði að sérhver tilraun annarra ríkja til að skipta sér af málefnum þjóðar- brota í landinu væri árás á landið og brot á alþjóðalögum. Úkraínu- menn fordæmdu einnig ummæli Kozyrevs. „Hverju myndu Rússar svara ef Úkraína segðist ætla að veija fimm milljónir Úkraínumanna í Rússlandi?“, spurði talsmaður ut- anríkisráðuneytisins í Kíev, höfuð- borg Úkraínu. Um 20 milljónir manna af rúss- • neskum ætturn eru búsettar í ná- grannalöndunum. Stjórn Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta sam- þykkti fyrir skömmu nýja varnar- stefnu sem túlkuð er svo á Vestur- Iöndum að kveðið sé á um rétt ríkis- ins til að hlutast til um innri mál- efni fyrrverandi Sovétríkja. Líkt við Hitlers-Þýskaland Rússar eru um 40% íbúa í Kaz- akhstan. Nursultan Nazarbayev, forseti landsins, réðst í fyrradag harkalega á nýja og harða stefnu Rússa gagnvart nágrönnum sínum. Nazarbayev sakaði rússneska stjórnmálamenn um að slá á strengi tilfinninga og lýðskrums vegna kosninganna í desember. „Þegar þeir tala um að veija Rússa, ekki í Rússlandi, heidur í Kazakhstan, þá minna þeir mann á Hitler, sem byrj- aði með því að veija Súdeta-Þjóð- veija í Tékkóslóvakíu," sagði Naz- arbayev og fullyrti að Rússar í Kaz- akhstan hefðu ekkert að óttast. Sjá einnig frétt á bls. 24. Leyniskýrslur sýna sigurvissu Adolfs Hitlers 1941 Taldi klofning ríkja með- al Breta og innrás óþarfa YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, kom til Noregs í gær til viðræðna við þarlenda ráðamenn og sést hér með Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra. Norðmenn gegndu lykilhlutverki í viðræð- unum sem leiddu til þess að gerður var samningur um takmarkaða sjálfsstjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum fyrr í haust. Vel hefur miðað í viðræðum ísraela og PLO þrátt fyrir að öfgamenn úr röðum beggja deiluaðila beijist gegn friðarsamningum. Hefur- samist að mestu leyti um fiskveiðar, trúmál og skilríki. Stefnt er að undirritun nýs áfanga í friðarviðræðunum 13. desember. London. Reuter. NASISTALEIÐTOGINN Adolf Hitler hélt að sundurþykkja væri orðin svo mikil í Bretlandi árið 1941 að óþarft væri að gera innrás, Bretar myndu senn gefast upp og semja frið við Þjóðveija. Þetta kemur fram í leyniskýrslum sem bresk yfirvöld hafa nú gert opinberar en þær voru á sínum tíma af- hentar Winston Churchill, for- sætisráðherra Breta og þjóð- heiju í síðari heimsstyrjöld. Alls eru skjölin um 1.300. Bresku leyniþjónustunni tókst að ráða dulmál Þjóðverja og eru skjöl- Churchill Hitlcr in talin mikill fjársjóður fyrir sagn- fræðinga. í safninu eru m.a. skýrsl- ur þýsku lögreglunnar og fram kemur að bresk stjórnvöld vissu að rúmlega 8.000 manns hefðu látið lífið í Auschwitz-útrýmingar- búðunum á einum mánuði árið 1942. Skjölin sýna að Hitler var fullur sjálfstrausts 1941, hann taldi sig mundu ná heimsyfirráðum og ætl- aði að knýja Breta til uppgjafar án þess að gera innrás. Siðan hugð- ist hann sundra breska heimsveld- inu. Þýskir ráðamenn töldu að traust á Churchill færi minnkandi, íhaldsflokkurinn væri klofinn og Verkamannaflokkurinn væri til vandræða. Þetta kemur fram í skýrslu sem japanski sendiherrann í Berlín sendi til Tókýó um samtal sitt við Joacnim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Hitlers. Arafat í Noregi Reuter Jólabann var aftur- kallað Toronto. Reuter. YFIRVÖLD í Ontario í Kanada urðu í gær að aftur- kalla bann sem þau höfðu sett við jólaskreytingum á opin- berum skrifstofum. Vakti bannið geysilega hörð við- brögð og var stjórnvöldum líkt við sögupersónu rithöf- undarins Charles Ðickens, Skrögg, sem taldi réttast að banna jólin. íhaldsmenn, pólitískir and- stæðingar stjórnvalda, segja bannið sýna að þau hafí tekið pólitíska rétthugsun of alvar- lega. í tilskipuninni var lagt bann við „helgimyndadýrkun í tilefni jólanna“ og hvatt til þess að skreytingarnar endurspegl- uðu þá „margbreytilegu menn- ingu sem er í þjóðfétagi okkar“. íhaldsmenn sögðu að verið væri að banna jólin. Stjórnvöld svöruðu því til að embættismað- urinn sem ritaði tilskipunina væri lágt settur og hefði brugð- ist of hart við áhyggjum fólks sem ekki væri kristið og kynni ekki að meta jólaskreytingar. Honum hefði nú verið skipað að afturkalla bannið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.