Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Ottast um Sophiu Hansen ÓTTAST var um Sophiu Hansen í gær þegar hún fór ásamt systk- inum sínum frá íslandi um Stokk- hólm til Istanbúl í Tyrklandi, en þau komu ekki fram í Istanbúl á áætluðum tíma. Samkvæmt áætlun áttu systkinin að fara með flugvél Turkish Airwa- ys sem lenda átti í Istanbúl kl. 16 að íslenskum tíma. Þegar þau komu ekki fram var farið að kanna hveiju það sætti, en að sögn Sigurðar Péturs Harðarsonar stuðnings- manns Sophiu staðfesti SAS í Stokkhólmi að þau hefðu farið með umræddri vél. Lögreglan í Istanbúl kannaði málið að beiðni Sigurðar Péturs, en um kl. 23 í gærkvöldi kom í ljós að systkinin höfðu farið með annarri flugvél sem millilenti í Amsterdam og tafðist þar vegna vélarbilunar. Sátu þau föst í vélinni og liðu sjö klukkustundir frá áætl- aðri lendingu þar til ljóst varð um afdrif þeirra. Morgunblaðið/Þorkell Teresa Berganza með Sinfóníuhljómsveitinni Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar íslands í gærkvöldi var flutt spönsk tónlist undir stjóm Enrique Garcia-Asensio. Aðalstjarna kvöldsins var hin heimsfræga mezzosópransöngkona Teresa Berganza og söng hún eingöngu spönsk lög og heillaði áhorfendur með glæsilegum söng. A myndinni tekur hún við þakk- læti Szymonar Kurans annars konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitarinnar að söng loknum. Grétar Mar Jónsson, skipstjóri á 36. þingi Farmanna og fiskimannasambandsins Frjálst kvótaframsa! neyð- ir okkur í harðar aðgerðir 15 mánaða fangelsi fyrir lík- amsárásir SAUTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi fyrir að stinga mann í kviðar- holið með vasahníf í miðbæ Reykjavíkur í september síðast- liðnum og fyrir að slá vagnstjóra hjá Almenningsvögnum í andlitið í janúar. Gæsluvarðhald frá 11. september kemur til frádráttar. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa stungið 27 ára gamlan mann í Austurstræti aðfaranótt 11. septem- ber síðastliðinn. Voru að hefjast ryskingar í hópi þegar Qórir lögreglu- menn komu á staðinn og gripu inn í um það leyti sem pilturinn stakk manninn með vasahníf neðarlega í kviðarhol. Maðurinn sem fyrir hnífsstungunni varð var fluttur á slysadeild Borgarspítalans og síðan á Landsbankann. Hann gat byijað að vinna aftur á miðvikudegi. Pilturinn viðurkenndi verknaðinn í fyrstu en bar síðar við minnisleysi, sagðist hafa verið ölvaður og hafa neytt sveppa. Dóminum þótti, með hliðsjón af framburði vitna, þar á meðal lögreglumannanna, að piltur- inn hafi stungið manninn. Atlagan hafi verið hættuleg og tilefnislítil eða tilefnislaus og tilviljun að meiðsl hafi ekki orði meiri en raun bar vitni. Pilturinn var einnig dæmdur fyrir að hafa slegið vagnstjóra hjá Al- menningsvögnum þar sem hann sat í vagninum við Lækjargötu laust eft- ir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 30. janúar síðastliðinn. MIKIL óánægja með stjóm fiskveiða kom fram á 36. þingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands við framsögn um kjaramál og stjórn fiskveiða í gær. Síðasta þing FFSI hafn- aði kvótakerfinu og virtist sami tónninn í mönnum við fram- lagningu tillagna, sem síðan var visað til nefnda til frekari útfærslu. Tiilögumar verða síðan samræmdar I nefnd og lagð- ar fram til endanlegrar afgreiðslu í dag. Meðal annars er nú lagt til að þingið mótmæli núverandi framkvæmd kvóta- kerfisins, sem ýtir undir brask með aflaheimildir. Grétar Mar Jónsson, skipstjóri, sagði við þessar umræður að fleiri leiðir væru færar við stjórn físk- veiða en kvótakerfíð og hefði FFSÍ meðal annars bent á aðrar. „Frelsi til athafna og gjörða er ekki fyrir hendi í núverandi fískveiðikerfí. Frekar er það líkara rússnesku miðstýringarkerfi, “ sagði Grétar. „Stjómvöld hafa sett okkur úr- slitakosti í fiskveiðistjómun. Fijálst framsal á kvóta er að neyða okkur til að fara í harðar aðgerð- ir, enda getum við ekki unað því hlutskipti að vera leiguliðar. „Það er algjörlega óviðunandi fyrir okkur að sjá fyrir okkur þá framtíð að kvótinn verði verzlun- arvara og hann skuli dreginn frá skiptum og sífellt fleiri sjómenn verði leiguliðar þeirra, sem kvóta- réttinn hafa,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, meðal annars er hann hóf umræður um kjaramál og stjórn fískveiða. Ólöglegar færslur Guðjón sagði ennfremur að sú framkvæmd kvótatilfærslna sem viðgengist í dag og áhrif hennar á kjarasamninga sjómanna væri algjörlega ólögleg, en væri engu síður beitt gagnvart sívaxandi fjölda sjómanna. Yrði þetta kerfi áfram við lýði endaði það með því að flestallir sjómenn á íslandi væru famir að greiða útgerðar- mönnum auðlindaskatt fyrir fisk- inn í sjónum. Meðal tillagna á þinginu má nefna að lagt er til að fijáls sókn verði leyfð í þær fiskitegundir, sem ekki er útlit fyrir að veiðist í leyfi- legan heildarkvóta, til dæmis af ýsu, ufsa, skarkola og úthafs- rækju. Því er beint til Alþingis að sett verði lög um að allur ferskur fisk- ur fari um fiskmarkaði. Lagt er til að að heimild til að framselja leigukvóta verði afnum- in, nema þegar um er að ræða jöfn skipti á kvótum milli skipa. Frumskógarlögmál Lagt er til að þingið mótmæli núverandi framkvæmd kvótakerf- isins, sem ýtir undir brask með aflaheimildir. í greinargerð með þeirri tillögu segir meðal annars svo: „Ljóst er að mikil óánægja er meðal sjómanna með kaup og sölu á aflaheimildum og þá sér- staklega hvernig sjómenn eru látn- ir taka þátt í slíkum kaupum. Þá er einnig talið óeðlilegt að einstak- ar útgerðir geti hagnazt verulega á sölu aflaheimilda. í núverandi framkvæmd ríkir nánast frum- skógarlögmálið eitt í þessum við- skiptum." Þessi tillaga var sam- þykkt orðrétt á nýafstöðnu þingi. Þingi Farmanna- og físki- mannasambands lýkur í dag með afgreiðslu ályktana og stjórnar- kjöri. í dag Hundur skotinn_______________ Hæstiréttur fellir niður refs- ingv 4 Morðingjar James Bugler Deilt um áhrif ofbeldismynda 24 Magnús Gunnarsson SÍF Fyrirtækið eykur umsvif ytra 26-27 Leiöari Raunsætt stöðumat á Flateyri 26 Fasteignir ► Hjúkrunaríbúðir - Markaður- inn - Lækkun bygingarkostnaðar - Hringstigar - Hús við Laugaveg gert upp Daglegt líf Þ Vottar Jehóva og blóðgjafir - Beirút á batavegi - Dagur í Vy- borg - Gagnsemi rafsteins - Hverfa Japanir - Hitt húsið - Gallerí Ingu - Sálfræðimiðstöðin Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Nokkuð rígaðir HOSKULDUR Ástmundsson t.v. og Sveinbjörn Jónsson voru komnir á fullt í viðgerðir en sögðust nokkuð rígaðir eftir 5 tima austur. Leki kom að Sæstjornunni SH 35 Stóðu við aust- ur í fimm tíma Suðureyri. TVEIR sjómenn á Sæstjörnunni SH 35 frá Súgandafirði lentu í hrakn- ingum í fyrradag eftir að leki kom að bátinum úti fyrir Vestfjörð- um. Stóðu þeir við austur í fímm tíma eftir að sjór hafði flætt upp á vélina svo að ekki var hægt að lensa bátinn. tíma, en þá var sjór nokkuð farinn Sæstjaman sem er sex tonna frambyggður plastbátur lagði upp í línuróður frá Suðureyri að morgni til í fyrradag og lagði línuna 12 sjó- mílur út af Súgandafírði. Skömmu seinna varð skipstjórinn, Sveinbjöm Jónsson, var við torkennileg hljóð frá vélinni, og við nánari athugun kom í ljós að sjór var kominn í vélarrým- ið og náði upp á miðja vél svo að hún jós sjónum um allt vélarhúsið. Eftir að drepið hafði verið á vélinni fór hásetinn, Höskuldur Ástmunds- son, niður í vél og náði að þreifa eftir öllum inntakslokum og loka fyrir þá. Sjór var þá nokkur í lestinni. Ausið með fötum Að sögn Sveinbjöms var ekki um annað að ræða en að byija að ausa upp úr lest og vélarrými bátsins með fötum þar sem ekki var hægt að gangsetja vélina til lensingar. Eftir að hafa kallað á aðstoð nærstaddra báta var tekið til við að ausa í þijá að minnka í bátnum. Ssestjaman var síðan tekin í tog til Súgandafjarðar af m/b Alla Vill, en á landstíminu varð að grípa tvisvar til fótunnar og ausa. Þar sem engin skýring fannst á lekanum þótti ekki rétt að opna fyrir botnloka bátsins svo að hægt væri að gangsetja vélina. Þegar komið var til hafnar kom í ljós að bolti sem hafði verið settur í gat aftur a skut bátsins hafði ryðgað í sundur og streymdi sjórinn ,þar óhindrað inn í bátinn. Að sögn Svein- bjöms virkaði ekki aðvörunarkerfi sem átti að gefa til kynna ef sjór kæmist í bátinn. Ef það hefði virkað hefði mátt bregðast miklu fljótar við og afstýra þeirri hættu sem hjá þeim félögum hefði skapast. Vinna við viðgerðir á bátnum er þegar hafin en ljóst er að nokkurt tjón hefur orðið á rafkerfi og öðrum búnaði. - Sturla Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.