Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
UM HELGINA
Myndlist
Form Island II
Á sýningunni Form ísland II í Nor-
ræna húsinu eru verk eftir 28 höfunda.
Sýningin spannar svið listhönnunar
sem mest kveður að á íslandi um þess-
ar mundir, enda hefur henni verið ætl-
að að kynna hver staða hönnunar á
Islandi er. Sýningin tekur til leirlistar,
veíjar- og textíllistar, gull- og silf-
ursmíði, glerlistar, húsgagnahönnunar
og augiýsingahönnunar. Sýning er opin
daglega kl. 14-19 og stendur til 19.
desember.
Jón Garðar í Borgar-
kringlu
Dagana 12.
nóvember til 24.
desember sýnir
Jón Garðar Henr-
ýsson á Götugrill-
inu í Borgar-
kringlunni upp-
stillingar sem
innihalda „sæ-
kalda blómanna
angan“. Hann
segir um þrjár
sýningar að ræða;
frá 12. til 25. nóv-
ember, frá 26. nóvember tii 9. desem-
ber og frá 10. desember fram á að-
fangadag.
Mynd eftir Jón
Garðar Henrýsson
í Götugrillinu.
Listmunahúsið
Sýning Ingvars Þorvaldssonar í List-
munahúsinu, Tryggvagötu 17, lýkur
sunnudaginn 28. nóvember. List-
mannahúsið er opið virka daga frá
10-18 og um helgar frá kl. 14-18.
Aðgangur er ókeypis.
Listmunahús Ófeigs
Sýningu finnsks hönnuðar og málm-
listarmanns Jouni Jappinen í Listmuna-
húsi Ófeigs að Skóiavörðustíg 5, lýkur
í dag. Jouni Jappinen er af ungri kyn-
slóð finnskra myndlistarmanna. Á sýn-
ingunni eru verk frá tveimur síðustu
árum. Þau eru úr margskonar efnivið.
Smámyndasýning í
Hafnarfirði
Myndlistarkonumar Erla Sigurðar-
dóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Katrfn
Pálsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir og
Steindóra Bergþórsdóttir opna sýningu
á smámyndum í Gellerí Kletti, Hellu-
hrauni 16, Hafnarfirði (efri hæð Húsa-
smiðjunnar) laugardaginn 27. nóvem-
ber kl. 10. Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 5. desember og verður opin um
helgar kl. 10-16 og virka daga kl.
16-19.
Gallerí II
Björg Sveinsdóttir opnar málverka-
sýningu í Gallerí II, Skólavörðustíg 4a
á laugardag 27. nóvember kl. 15. Björg
nam í Myndlistarskóla Reykjavíkur og
Myndlista- og handíðaskóla íslands og
útskrifaðist þaðan frá málunardeild
1987. Hún hefur tekið þátt í einni sam-
sýningu og haldið einkasýningu í Ás-
mundarsal 1989. Sýningin verður opin
daglega frá 14-18 til 9. desember. Við
opnun mun Ólöf Ingólfsdóttir dansa
fyrir framan galleríið kl. 15.
Kringlan. Listiðnaðar-
sýning ’93
Þann 2. desember nk. veðrur opnuð
Listiðnaðarsýning ’93 í verslunarmið-
stöð Kringlunnar. 18 listamenn munu
sýna listiðn sína og vera á staðnum.
Hér má nefna sem dæmi: glerlist,
rennda trémuni, leirlist, vatnmslitamál-
un, postulín, skartgripi og skúlptúra.
Þetta er annað árið í röð sem listiðnað-
arsýning af þessu tagi er haldin í
Kringlunni. Sýningin sem er sölusýning
verður opin daglega sýningardagana
frá fimmtudegi 2. desember til sunnu-
dagsins 5. desember.
Norræna húsið
Stig Tomehed, heldur tvo fyrirlestra
í Norræna húsinu um helgina. Á laug-
ardag 27. nóvember kl. 16 heldur hann
fyrirlestur með litskyggnum í fundarsal
Norræna hússins um málaða veggdúka
sem gerðir voru í Suður-Svíþjóð fyrr á
öldum og tenjast jólum. Á sunnudag
28. nóvember kl. 16 ætlar hann að fjalla
um sænsku óperusöngkonuna Christinu
Nilsson, en á þessu ári eru 150 ár liðin
frá fæðingu hennar. Með fyrirlestrinum
verða sýndar af myndbandi kaflar úr
sjónvarpsmynd sem Stig Tomehed
gerði um Christinu Nilsson fyrir nokkr-
um árum síðan. Stig Tomehed hefur í
fórum sínum sýningu á máluðum
veggdúkum frá Suður-Svíþjóð og verð-
ur sýningin opnuð á laugardag kl. 15
á undan fyrirlestri hans. Veggdúkamir
munu prýða anddyri Norræna hússins
fram til jóla á sama hátt og veggdúk-
arnir prýddu stofur bændabýla víðs
Jólateppi verða til sýnis í Nor-
ræna húsinu.
vegar í Svíþjóð á 18. og 19. öld og var
myndefnið sótt til biblíunnar.
Sópransöngkonan Christina Nilsson
fæddist 1843 í Smálöndum. Hún söng
í helstu ópemm söngbókmenntanna f
stærstu óperuhúsum Evrópu og í
Bandaríkjunum allt til 1891. Frægð
hennar náði um allan heim og var hún
ein af dáðustu söngkonum nítjándu
aldar.
Dönsk kvikmynd
Sunnudaginn 28. nóvember verður
sýnd danska kvikmyndin Otto er et
næsehorn eftir sögu Ole Lund Kirke-
gaard.
Vinimir Topper og Viggo búa í dæ-
migerðum dönskum hafnarbæ. Dag
einn fínna þeir töfrablýant sem getur
töfrað fram hina ólíklegustu hluti, m.a.
stóran gulan nashyming og með til-
komu hans fara að gerast ýmsir kynleg-
ir hlutir í bænum. Myndin er ætluð
börnum á öllum aldri. Hún er með
dönsku tali. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Kóramót á aðventu
„Hátíð fer að höndum ein“ — Út-
gáfutónleikar.
Laugardagínn 27. nóvember kl. 16
vgrða tónleikar í Langholtskirkju. Þar
syngja Skólakór Kársness og kór Kór-
skóla Langholtskirkju undir stjórn Þór-
unnar Björnsdóttur og Jóns Stefáns-
sonar aðventu- og jólaiög úr nýútkom-
inni söngvabók „Hátíð fer að höndum
ein“, sem Skálholtsútgáfan hefur gefið
út. Aðgangseyri verður mjög stillt í hóf
og aðeins innheimtur af fullorðnum. í
fréttatilkynningu segir að söngelsk
börn séu hvött til að koma og að sjálf-
sögðu fullorðnir einnig. Söngbókin
verði til sölu og auk kórsöngsins muni
allir syngja saman og fagna komu að-
ventu og jólahátíðar.
Garðar Cortes á ljóða-
tónleikum
Á „Ljóðatónleikum Gerðubergs"
laugardaginn 27. nóvember syngur
Garðar Cortes, tenórsöngvari með Jón-
asi Ingimundarsyni, píanóleikara.
Garðar Cortes hefur verið mikilvirkur
í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár,
sem söngvari, kór- og hljómsveitar-
stjóri og kennari. Hann hefur á undan-
fömum árum sungið mörg tenórhlut-
verk óperubókmenntanna og í kirkju-
legum verkum en ekki á ljóðatónleikum
í áratug. Efnisskráin á laugardaginn
sem er fjölþætt, hefst á fimm gömlum
ítölskum lögum og lýkur á safni laga
eft.ir Harold Fraser-Simsdn við texta
úr sögunum af „Winnie-the-Pooh and
Christopher Robin“ sem er eins og
margir vita sagan af hinum eina og
sanna „Bangsimon". Þessi .lög og ljóð
eru fyrir löngu orðin þekkt víða, en
hafa aldrei verið flutt á ljóðatónleikum
hér á landi fyrr. Einnig verða fiutt átta
lög eftir fjögur íslensk tónskáld, Jón
Ásgeirsson, Þórarin Jónsson, Pál ísólfs-
son og Jórunni Viðar. Tónleikarnir hefj-
ast í Gerðubergi á laugardaginn kl. 17
og verða ekki endurjeknir. Miðasala er
í bókaverslunum Eymundssonar og á
skrifstofu Gerðubergs.
Tónleikar gítarnema
Tónskóla Sigursveins
Gítarnemendur í framhaldsdeild
Tónskóla Sigursveins halda tónleika í
sal skólans Hraunbergi 2 sunnudaginn
28. nóvember kl. 15. Á efnisskránni
verða verk eftir Luis de Narváez, Alon-
son Mudarra, Femdando Sor, Daniel
Fortea, Leo Brower o.fl. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Tónleikar Hamrahlíð-
arkórsins
Hamrahlíðarkórinn heldur tónleika í
Listasafni Islands laugardaginn 27.
nóvember kl. 20.30. Á efnisskrá tón-
leikanna er tónlist frá 16. og 17. öld,
madrigalar og dansar endurreisnar-
tímans. Fluttir verða madrigalar eftir
Byrd, Morley, Bennet, Marenzio, Or-
lando di Lasso o.fl. Öll ljóðin era sung-
in á frummálunum. Gítarleikarinn Arn-
geir Heiðar Hauksson ieikur dansa eft-
ir Dowiand og Mudarra. 56 kórfélagar
skipa nú Hamrahlíðarkórinn. Á tónleik-
unum í Listasafninu munu kórfélagar
koma fram í búningum sem minna á
endurreisnartímann og syngja við ker-
taljós.
Aðgöngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
Tónleikar í Breið-
holtskirkju
Svanhildur Sveinbjörasdóttir,
mezzósópransöngkona og Steinunn
Bima Ragnarsdóttir, píanóleikari halda
tónleika í Breiðholtskirkju í Mjóddinni
þriðjudagskvöldið 30. nóvember og
hefjast þei kl. 20.30. Á efnisskrá tón-
leikanna er ljóðasöngur, m.a. úr Sí-
gaunaljóðum eftir Antonín Dvorák, auk
þess sem flutt verða verk eftir Richard
Wagner, Johannes Brahms og Antonio
Vivaldi. Þá eru á efnisskránni áslensk
sönglög, m.a. eftir Björgvin Þ. Valdi-
marsson, Jón Þórarinsson og Eyþór
Stefánsson. Svanhildur Sveinbjöms-
dóttir stundaði nám við Söngskólann í
Reykjavík og var aðalkennari hennar
þar Guðmunda Elíasdóttir. Einnig hef-
ur Svanhildur stundað nám við Nýja
tóniistarskólann og í Vínarborg. Að
undanförnu hefur Svanhildur einkum
komið fram með Skagfírsku söngsveit-
inni, bæði sem kórfélagi og einsöngv-
ari með kórnum. Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir stundaði nám í píanóleik við
Tónlistarskólann í Reykjavík og fram-
haldsnám við „New England Conser-
vatoiy" í Boston. Aðalkennarar Stein-
unar voru Ámi Kristjánsson hér hcima
og Leonard Shure í Bandaríkjunum.
Steinunn starfaði um tíma á Spáni, þar
sem hún hlaut „Gran Podium" verð-
launin, sem veitt eru af „Juventus del
Musicals" í Barcelona. Tónleikarnir í
Breiðholtskirkju eru fyrstu sameigin-
legu tónleikar þeirra Svanhildar og
Steinunnar Bimu.
Sinf óníuhlj óms veit
áhugamanna
Næstkomandi sunnudag, 28. nóvem-
ber kl. 17 heldur Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna tónleika í Háteigskirkju.
Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar
Jónasson en einleikari á selló er Bryn-
dís Halla Gylfadóttir. Á efnisskránni
eru forleikurinn að Skepnum Promet-
eusar eftir Beethoven, sellókonsert í C
dúr eftir Haydn og Ófullgerða sinfónían
eftir Schubert. Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna var stofnuð 1990 og held-
ur nú tónleika í 7. sinn. Hún er skipuð
fóiki sem stundar hljóðfæraleik í frí-
stundum, auk nokkurra tónlistarkenn-
ara og nemenda. Félagar em um 30
talsins.
Astarbréf til Lúxemborgar
síðasta sýning fyrir jól
Mögrileikhúsið gefur út geisladisk og snældu með jólaævintýrum
fyrir börn.
Geisladiskur og snælda
með jólaævintýrum
UM þessar mundir er leikhópurinn Möguleikhúsið að gefa út á geisla-
diski og snældu barnaleikritið Smið jólasveinanna, sem er íslenskt jóla-
ævintýri með söngvum. Höfundar eru Pétur Eggerz, sem hefur samið
handrit og söngtexta, og Ingvi Þór Kormáksson, sem samdi tónlistina.
1 kjölfar útgáfunnar mun Möguleikhúsið sýná leikritið í Tjarnarbíói og
Leikritið Ástarbréf eftir A.R.
Gurney, sem sýnt hefur verið á
Litla sviði Þjóðleikhússins undan-
famar vikur, hefur ennfremur ver-
ið sýnt á nokkrum stöðum utan
leikhússins. Nú um mánaðamótin
bætist ein slík sýning í þann hóp
þegar þau Herdís Þorvaldsdóttir
og Gunnar Eyjólfsson halda til
Lúxemborgar. Ástarbréf er
óvenjulegt sviðsverk í einfaldleika
sínum einkum vegna þess að per-
sónur leiksins lesa bréf hvor til
annarrar allan tímann. Sýningin
hefur hlotið mjög góðar undirtekt-
ir áhorfenda og hafa þau Herdís
og Gunnar fengið mikið lof fyrir
túlkun sína.
Persónur leiksins Melissa og
Andy byija að skrifast á sem börn
— að því er virðist að undirlagi
foreldra sinna. Sambandið þróast
með árunum gegnum bréfin, verð-
ur sífellt nánara og innilegra, en
það er svo margt sem kemur í veg
fyrir að þau nái almennilega sam-
an. Þegar upp er staðið hafa áhorf-
endur fengið að skyggnast inn í
samtvinnuð líf tveggja afar ólíkra
einstaklinga. Leikstjóri sýningar-
innar er Andrés Sigurvinsson en
hann stjórnar einnig leikritinu
Seiður skugganna sem er næsta
verkefni Litla"sviðsins.
Síðasta sýning á Ástarbréfum,
sem verður á Litla sviðinu fyrir
jól, verður á laugardaginn kemur.
Félagasamtökum og öðrum utan
Reykjavíkur, sem hafa hug á að
fá sýninguna til sín, er bent á að
hafa samband við Þjóðleikhúsið hið
fyrsta. *
a leikskolum.
Smiður jólasveinanna segir frá
Völundi gamla, smiðnum sem smíðar
leikföngin fyrir jólasveinana. Þegar
síðustu jólasveinarnir fara til byggða
situr hann einn eftir í kofanum sínum
og hefur engan til að halda jólin
með. Þá ber að garði tröllabömin
Þusu og Þrasa. Þau era raunar
óvenju lítil og góðleg af tröllum að
vera, en þurfa sífellt að vera að ríf-
ast. Þusa og Þrasi hafa ekki hug-
mynd um að það eru að koma jól.
Völundur fer að segja þeim frá jólun-
um, en í sama mund ber að garði
sjálfan jólaköttinn. Hann reynistekki
grimmur og vondur eins og álitið
hefur verið til þessa, heldur mesta
meinleysisgrey. Völundur segir nú
þessum óvæntu gestum frá boðskap
jólanna og saman leika þau sína út-
gáfu af jólaguðspjallinu. Síðan býr
Völundur til lítið jólatré og þau dansa
kringum það og syngja. Að lokum
fer hver til síns heima með jólaboð-
skapinn í hjartanu.
Flytjendur á geisladisknum eru
Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson,
Felix Bergsson, Jóhann Sigurðarson,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pétur Eg-
gerz, Ragnheiður Steindórsdóttir og
Stefán Sturla Siguijónsson. Stjórn
upptöku og hljóðfæraleikur var í
höndum Vilhjálms Guðjónssonar og
Pétur Eggerz annaðist leikstjórn.
Ljósmynd/Grímur
Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum.
MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT.
<£Tír HJÁLMRSTOFNUN
Vlf) KIRKJUNNAR
- mef) þinni hjálp