Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 13 Sagan af Hringadróttni Bókmenntir Sigurjón Björnsson Hringadróttínssaga eftír J.R.R. Tolkien I, Föruneytí hringsins Þorsteinn Thorarensen íslenskaði Ljóðaþýðingar: Geir Kristjánsson Fjölvaútgáfan 1993, 416 bls. Hringadróttinssaga er mikið verk og langt og er þessi stóra bók ein- ungis fyrsta bindi af þremur. Um- sögn um þetta ritverk, ef hæfileg á að vera, útheimtir kunnáttumann i Tolkienfræðum. Lítt dugar til nægilegrar umfjöllunar þótt maður hafi eitt sinn fyrir löngu lesið á enskunni Hobbitasögu og Hringa- dróttinssögu og bæti nú við fyrsta hluta íslenskrar þýðingar á þeirri síðamefndu. En því verður að tjaida sem til er. Hringadróttinssaga er ekki rit- verk sem samið var á „einni nóttu“. Að baki því liggur áratuga löng Þýsk- íslensk ljóða- dagskrá ÞÝSK og íslensk ljóð verða lesin og sungin í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sunu- daginn 28. nóvember ld. 16. Að dagskránni standa Germaína og Goethe Instit- ut. Arnar Jónsson leikari les íslenskar þýðingar ljóða eftir Goethe, Schiller, Heine og Brecht. Tómas Elsa Waage. Tómasson. Söngvararnir Elsa Waage, alt, og. Tómas Tómasson, bassi, syngja þessi sömu ljóð á þýsku við lög eftir m.a. Schubert, Schumann og Weill. Píanóleikari er Davíð Knowles Játvarðsson. Áhugafólki um söng þarf vart að kynna nánar þessa ágætu söngvara, því skemmst er að minnast mjög góðrar frammistöðu þeirra á fjölum Islensku óperunnar. Elsa Waage heldur strax að loknum þessum tónleikum til Italíu í frekara nám og vinnu við sönginn. Tómas Tómasson stundar nú framhaldsnám við óperu- deild Royal Cellege of Music og syngur þessa dagana við óperuuppfærslu þar, auk þess undirbýr hann önnur verkefni, en hann hefur verið ráðinn til að syngja í Lundúnum í vetur. Aðgangur er ókeypis. Nýjar bækur Ævintýri bangsabarnanna, fjórar bækur í þessum flokki eru komnar út og heita þær; Draumalandið, Óvænt afmælisgjöf, Frækileg björgun og Danstíminn. Þetta eru harðspjaldabækur ætlaðar yngsta fólkinu. Útgefandi er Krydd í tilveruna. Þórdís Bachmann þýddi. Bækurnar kosta 1.540 krónur. vinna. Tolkien var hámenntaður málfræðingur og lærður í mörgum tungumálum. Ungur að árum hóf hann að búa til „forntungu", ímynd- aði sér þjóðir, sögu þeirra, þúsund- ir ára aftur i tímann og landssvæði eða heimsbyggð. Allt var þetta þaulhugsað og skipulagt út í æsar. Nafngiftir allar bæði á persónum og stöðum voru byggðar á þessu forna máli og setti höfundur þýð- endum nákvæm og ströng fyrir- mæli um hvernig með skyldi farið. Hobbitasagan og Hringadróttins- saga hafa orðið tilefni mikillar fræðimennsku meðal margra lær- dómsmanna víða um heim. Á seinni árum hafa þeir fengið úr miklu að moða því að megnið af skrifum Tolkiens hefur verið gefið út. Nema öll ritverk hans a.m.k. hálfum öðr- um tug binda. Heyrt hef ég einnig að samin hafi verið sérstök orðabók. En hér er viðfangsefnið Hringa- dróttinssaga í íslenskum búningi. Einkennileg og óvenjuleg eru sagan sú, svo að ekki sé meira sagt. Höf- undur lét svo ummælt að sumum sem skrifuðu um söguna þegar hún kom fyrst á prent hafi fundist hún „leiðinleg, fáránleg og fyrirlitleg“, en aðrir hafi raunar verið mildari í dómum þó að þeir finndu henni sitt- hvað til foráttu. Þá gat hann þess að ýmsir hafi reynt að lesa úr henni innri merkingu eða „boðskap" og skilja hana táknrænum skilningi. Engu slíku sé þó til að dreifa og hann hafi meira að segja „einlæga andúð á öllu táknrænu í hvaða mynd sem það birtist". Eitt er þó víst, en það er að rit Tolkiens hafa farið mikla sigurför um heiminn, verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið lof og aðdáun miljóna lesenda. Það er kannski ekki auðvelt að gera sér grein fyrir þvi hvað hefur valdið þessari vel- gengni. í bókum þessum birtist heil veröld margra þjóða, mikillar sögu og margvíslegra atburða. En allt er þetta með eindæmum fram- andlegt og einkennilegt, enda afurð sérstæðs ímyndunarafls, sem á sér hvergi stoð í raunveruleika. Enginn getur lesið bækurnar án þess að ganga inn í þennan heim, gangast honum á hönd a.m.k. á meðan á lestrinum stendur og leyfa honum að orka á sig. Það krefst yfirlegu, góðrar athygli og töluvert langs tíma. Hvers vegna skyldu menn leggja það á sig af fúsum og frjáls- um vilja? Víst er sagan sögð af frá- sagnarsnilld mikils meistara og þaulhugsuð er hún frá'upphafi til enda. Sem slik er hún snilldargott ævintýri gætt miklu seiðmagni og auk þess óvenjulega langt. Ber þá að líta á lestur hennar sem eins konar upphafna afþreyingu? Varla myndi það hafa dugað henni til þessarar miklu frægðar. Ég hygg að flestir hljóti að finna þar, auk góðrar skemmtunar, einhverja dulda skírskotun, þrátt fyrir yftrlýs- ingar höfundar, sem þó er næsta örðugt að skilgreina. í henni er fólginn mikill sálfræðilegur sann- leikur eins og raunar í öllum hinum bestu ævintýrum og dugað hefur þeim vel til langlífis. Hún höfðar á sinn sérstæða hátt til þess sem er ævarandi í mannlífinu, baráttunnar milli góðra og illra afla, togstreit- unnar milli töfrablandinnar visku, ráðkænsku, barnslegrar einfeldni og raunsæis. Hún lýsir einkenni- legri og krókóttri vegferð mannsins um innlönd sálarlífsins. - En hér getur hver og einn haft sína skoð- un. Nóg er fyrir alla. Þýðing Hringadróttinssögu á ís- lensku á sér langan aðdraganda. Fremst í bók er hluti þeirrar sögu sagður. Þar segir að Fjölvaútgáfan J. R. R. Tolkien hafr upphaflega samið „við þá Ey- stein Björnsson og Magnús Rafns- son um þýðingu á megintexta bók- arinnar, en ósætti varð um málið. Ég [Þorsteinn Thorarensen] hef því unnið verkið að nýju frá rótum, en þó byggt á undirbúningsverki og rannsóknum þeirra tveggja á ýmsan hátt, sérstaklega að öllu því sem lýtur að nafngiftum. Hefði verið fráleitt að ég færi að byggja upp algerlega nýtt nafnakerfi. Þar tel ég að þeir hafi verið búnir að vinna frábært verk og þakka ég fyrir það. Ég hef þó metið nafngiftimar og stafsetningu þeirra einnig sjálf- stætt... Ég hefði helst kosið að til- greina þá Eystein og Magnús sem samþýðendur, enda met ég þá mik- ils, en eins og allt er í pottinn búið væri það ekki rétt“. Það getur virst óþarft í svo stuttri umsögn að tilgreina þetta svo ná- kvæmlega. En þá er þess að gæta að hér ræðir um stórt og frægt verk sem mjög er vandmeðfarið í þýðingu. Mér er kunnugt um að Magnús og Eysteinn hafa unnið árum saman að þýðingunni og lagt í hana óhemjumikla vinnu og miklar undirbúningsrannsóknir, einkum á „forntungu“ Tolkiens enda lærðir vel í málvísindum. Mér býður í grun að þeir eigi öllu meira í þessari þýðingu en fram kemur. Er raunar dapurlegt að þeir skyldu ekki ljúka verki sínu. En hver sem á hvað er það mat þess sem þetta ritar - og vel að merkja svo til eingöngu byggt á lestri þýðingarinnar í nokkrum fljót- heitum - að hún sé einkar vel gerð. Hún er á góðu máli, lipur, áferðar- falleg og stílhrein. Oft lýsir hún skemmtilegum frumleika í málnotk- un (ef til vill stöku sinnum teflt á tæpt vað). Sérstaklega á meðferð sérnafna, persóna og staða, lof skil- ið. Ekki fór þó hjá því að maður rækist á hnökra. Hér eru nokkrir tíndir til. Tumi Bumbaldi er til sög- unnar nefndur. Ósamræmi er í því að í kvæði á 133. bls. er hann kall- aður Tom Bombadilló og í kvæði á 135. bls. er hann svo nefndur Tumi. Þá er það hinn skemmtilegi gest- gjafi á Fáknum fjöruga sem aug- ljóslega heitir Barlómur Blóðberg- ur. Hann er þó kynntur á 161. bls. undir nafninu Barlómur Blóðberg líkt og síðara nafnið væri ættarnafn sem það er alls ekki. Þá er ein villa sem Tolkien hefði áreiðanlega sárn- að. ísildur kemur allnokkuð við sögu. Það er karlnafn. Ætla mætti að ofðið skiptist í ís-ildur (hildur), en svo er ekki. Það á að vera Isil- dúr ef varðveita á merkingu forn- tungunnar eins og höfundur vildi að þýðendur gerðu. Hnökra sem þessa og einhverja fleiri sem ég hirði ekki að nefna hefðu nákvæmn- ismennirnir Eysteinn og Magnús áreiðanlega ekki sætt sig við. Geir Kristjánsson rithöfundur, sem nú er látinn, þýddi ljóðin í bók- inni. En í þessu bindi eru þau all- mörg. Leynir sér ekki að þar hefur skáld verið að verki. Þau eru sjaldn- ast flöt, oft góður og rismikill skáld- skapur. Er mikill munur á að lesa þessar ljóðaþýðingar og hið flata leirhnoð sem sumir þýðendur láta frá sér fara. Ég get ekki lokið þessari umsögn öðruvísi en með því að þakka fyrir móttöku góðrar bókar og lýsa ánægju yfir að hafa fengið hana til lesturs á móðurmálinu. Verksmjbju/heildsölu stórútsala abeins laugardag og sunnudag □ Herraföt frá kr. 9.900,- □ Stakir herrajakkar frá kr. 6.900,- □ Stakar herrabuxur frá kr. 2.900,- □ Dömujakkar frá kr. 6.900,- □ Dömupils frá kr. 2.900,- □ Snjósleöagallar frá kr. 6.900,- □ Herravattúlpur frá kr. 3.900,- □ Gallabuxur frá kr. 990,- □ Hvítar herraskyrtur frá kr. 990,- □ Og margt, margt fleira ---sr / r 4,, SÓLIN saumastofa Æá NV^V^VEGUR DALBREKKA AUÐBREKKA Opib: Laugardag kl. 10-17 Sunnudag kl. 13-17 Einstakt tœkifœrí SAUMASTOFA-HEILDVERSLUN Nýbýlavegi 4, (D albrekkumegin) Kópavogi, sími 4S800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.