Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 16

Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Korpúlfsstaðir — hvað er verið að varðveita? eftir Ragnheiði H. Þórarinsdóttur í fréttum undanfarið hefur mik- ið verið talað um hugmyndir að endurbyggingu Korpúlfsstaða sem menningar- og listamiðstöðvar. Korpúlfsstaðir, þetta einstaka stór- býli Thors Jensens, hafa í áratugi verið í niðurníðslu og verið lítill sómi sýndur af eiganda sínum, Reykjavíkurborg. Hugmyndin um endurbyggingu kom fyrst fram af alvöru eftir að Erró hafði ánafnað Reykjavíkurborg stórum hluta listaverka sinna. Sá bögull fylgdi þó skammrifí, að vegna hinnar nýju nýtingar hússins stóð til að breyta mjög öllu fyrirkomulagi inn- anhúss, setja glerþak á hluta húss- ins og gera fleiri róttækar breyt- ingar. Núna, þegar lokið er athugun á húsinu, hefur komið í ljós, að lítið sem ekkert er nýtilegt af útveggj- um þess. Því hefur Korpúlfsstaða- nefndin lagt til að rífa skuli húsið og endurbyggja það í sömu mynd, vel að merkja að utanverðu. Innan- húss á öllu að breyta, enda hljóta að vera gerðar allt aðrar kröfur til listasafns nú á tímum en bónda- bæjar á 3. áratugnum, þó í stærri kantinum sé. Formaður Korpúlfsstaðanefndar og jafnframt menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar, Hulda Valtýsdóttir, hefur sagt, að það sé ekki ætlunin að varðveita neina steinsteypu, og borgarstjóri, Mark- ús Örn Antonsson, er þeirrar skoð- unar, að hér sé um eina af viður- kenndum aðferðum við varðveislu húsa að ræða, og vísaði í máli sínu Barnast. 120-170 cm Verð kr. 5.990 Ungbarnasamfestingar Verð frá kr. 2.990 Fullorðinssamfestingar Verð frá kr. 7.400 »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Símar 813555 og 813655 Þú svalar lestrarþörf dagsins til endurbyggingar Bessastaða. Bæði hafa talað ijálglega um að það verði að halda minningu hins mikla athafnamanns, Thors Jens- ens, á lofti. Það er út af yrir sig bæði rétt og tímabær athugasemd. Ekki skal ég segja neitt um hvern- ig staðið var að endurbyggingu forsetasetursins, enda ekki kunnug henni í smáatriðum, en ég get ekki stillt mig um að gera nokkrar athugasemdir við þessa fyrirhug- uðu „húsverndun“ borgaryfirvalda. Það er engum blöðum um það að fletta, að Korpúlfsstaðir eru einstakir í sinni röð og þá ber vissu- lega að varðveita. En það er mis- skilningur að halda, að það sé útlit- ið, sem sé svo sérstakt. Burstabæj- arstílinn má víða sjá á steinsteypt- um húsum til sveita, þótt auðvitað séu þau ekki sambærileg hvað stærð snertir. Það, sem gerir húsið á Korpúlfsstöðum svo merkilegt, er öll tilhögun innanhúss, og þær haganlegu innréttingar, sem Thor Jensen lét gera, svo reka mætti „Korpúlfsstaði ætti tví- mælalaust að endur- reisa innanhúss sem utan og- nýta sem menn- ingarmiðstöð, hverfis- miðstöð, ráðstefnuhöll, útibú frá Arbæjarsafni eða annað, sem haldið getur lífi í húsinu.“ býlið á sem hagkvæmastan hátt. T.d. lét hann leggja brautarteina fyrir vagna, svo flytja mætti heyið úr hlöðunni út í fjósið á fljótlegan hátt. Þessi sérkennilegi, innri heimur hússins mun hverfa með fyrirhugaðri endurbyggingu. Thor Jensen lét reisa nokkrar byggingar í atvinnuskyni, t.d. ís- húsið við Tjörnina, Kveldúlfshúsið við Skúlagötu og Korpúlfsstaði, og áttu þau það öll sammerkt, að inn- rétting þeirra var af ótrúlegri út- Ragnheiður H. Þórarinsdóttir sjónarsemi sniðin að þeirri fram- leiðslu, sem þar skyldi fara fram. Borgaryfirvöld hafa því miður ekki borið gæfu til að varðveita þessi hús, og er þess skemmst að minn- ast, þegar Kveldúlfshúsin voru rif- in fyrir örfáum árum. Þá fannst þeim hinum-sömu, sem nú vilja halda minningu Thors Jensens við lýði, ekki ástæða til að spyrna við fótum. Ég er ákaflega hlynnt endur- byggingu Korpúlfsstaða en þær áætlanir, sem Korpúlfsstaðanefnd- in hefur á prjónunum, finnast mér út í hött. Til hvers að rífa hús og endurbyggja það síðan með svip- uðu sniði að utanverðu, þegar byggingin sem slík hentar alls ekki fyrirhugaðri starfsemi? Og hvað er það, sem heldur minningu Thors Jensens á lofti í sambandi við Korp- úlfsstaði, þegar nær allt það, sem ber vott um stórhug hans og fram- sýni, þ.e. tilhögunin innanhúss, er horfið? Ég er viss um að Lista- safni Errós yrði miklu meiri sómi sýndur ef það fengi utan um sig sérhannað húsnæði, með eða án möguleika á annarri menningar- starfsemi. Auk þess sem það yrði sennilega mun ódýrari kostur fyrir Reykj avíkurborg. Korpúlfsstaði ætti tvímælalaust að endurreisa innanhúss sem utan og nýta sem menningarmiðstöð, hverfismiðstöð, ráðstefnuhöll, útibú frá Árbæjarsafni eða annað, sem haldið getur lífi í húsinu. Þá mætti hæglega hafa þar m.a. safn til minningar um Thor Jensen, sem starfsmenn Árbæjar- safns örugglega vilja setja upp. Aðrir og ómerkari menn hafa nú verið heiðraðir á þann hátt. Höfundur er mag. art., fyrr- verandi borgarmjiýavörður og forstöðumaður Árbæjarsafns. Áskorun á ríkisstjóm Davíðs Oddssonar eftir Júlíus Hafstein Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem haldinn var nú fyrir skömmu var samþykkt meðal ann- ars ályktun um jöfnun atkvæðis- réttar og fækkun þingmanna og hvatt til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn gangi til viðræðna við aðra flokka um breytingu á kosningalög- um sem hafí þessi markmið. Með þessu var landsfundurinn að hreyfa afar mikilvægu máli, því löngu er ljóst að Alþingi endurspeglar ekki vilja kjósenda þar sem um 35% þjóð- arinnar kjósa meirihluta þing- manna. í grein hér í Morgunblaðinu fyrir stuttu reifaði ég helstu annmarkana á því kosningakerfí sem þjóðin hef- ur búið við og dró þá ályktun að kerfið væri orðið landsmönnum fjöt- ur um fót og torveldaði þeim að takast á við knýjandi viðfangsefni í efnahags- og atvinnumálum. Mun „Hvers eiga sjálfstæðis- menn í Reykjavík að gjalda, sem leggja flokknum til um 47% atkvæðanna, en eiga einungis þriðjung þing- mannanna, þ.e. 9 af 26?“ ég því ekki íjölyrða meira um það hér, en vil vekja sérstaka athygli á ályktun landsfundarins um þetta efni. Að mínu viti er brýnt að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi frumkvæði að því starfi sem vinna -þarf til að eyða misvægi atkvæðisréttarins, en um leið vara ég við því að menn gleymi sér í karpi um fjölda þing- manna og ráðuneyta. I því sam- hengi tel ég fjölda þeirra aukaatriði og í reynd mál sem taka þurfí sér- staklega á, þegar jöfnuði hefur ver- ið náð. Það sem máli skiptir er að þingmennirnir komi úr þeim kjör- dæmum sem leggja til atkvæðin. Hvers eiga sjálfstæðismenn í Reykjavík að gjalda, sem leggja flokknum til um 47% atkvæðanna, en eiga einungis þriðjung þing- mannanna, þ.e. 9 af 26? Það sjá auðvitað aílir að engin sanngirni er í þessu fólgin. Leiðrétting er orðin brýn, því alls staðar kraumar óánægja undir, ekki bara í röðum sjálfstæðismanna heldur einnig inn- an annarra stjómmálaflokka. íbúar höfuðborgarsvæðisins eru löngu orðnir leiðir á því að á þá sé litið sem annars flokks borgara í þessum efnum. Sjálfstæðisflokkur- inn þarf að hafa forgöngu um rót- tæka breytingu á kosningalöggjöf- inni og má segja að hann eigi kjós- endum sínum skuld að gjalda, sér- staklega í Reykjavík og á Reykja- nesi. Júlíus Hafstein Vil ég því skora á ríksstjórn Davíðs Oddssonar að vinna af al- efli að breytingu á kosningalöggjöf- inni sem hefur það markmið að jafna atkvæðisréttinn eins og ráð er fyrir gert í starfsáætlun hennar. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir SjálfstæðisHokkinn í Reykjavík. Áfengismál - fjölskyldumál eftir Önnu Ólafs- dóttur Björnsson í dag er bindindisdagur íjölskyld- unnar. Eflaust munu einhveijir láta hann fram hjá sér fara án þess að staldra við og velta áfengismálum fyrir sér. Hugtakið bindindi virðist vera hálfgert feimnismál eða einka- mál templara og þeirra sem farið hafa í áfengismeðferð. En áfengis- mál snerta hveija einustu fjölskyldu og því er vel til fundið að halda bindindisdag fjölskyldunnar í upp- hafi jólaföstunnar til að vekja um- ræður um þessi mál. Erum við til dæmis sátt við það ef einhveijum unglingum þykir það hallærislegt að eyða æskunni án áfengis? Er það viðunandi að á vissum árstíma þyki það bara eðlilegt að fjölskyldumeð- limir komi heim úr vinnunni hálfslompaðir eða þaðan af dapur- legri? Jólaglögg Framundan eru vinnustaðateiti „Slík boð geta'verið upphaf á drykkju sem nær yfir allar hátíðirn- ar með jólaglöggi. Þessi nýlegi siður setur mark sitt á jólaundirbúning margra fjölskyldna. Þau eru kannski ekki mörg heimilin, en þó allt of mörg, þar sem slík boð geta verið upphaf á drykkju sem nær yfir allar hátíðirnar. Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar á með- aistórum vinnustað leynist yfirleitt a.m.k. eitthvert slíkt tilvik. Áfengið og jólin Áfengi hefur nánast verið útrýmt úr fermingarveislum og er það vel. Hins vegar er enn nokkuð um glasa- glaum í kring um hátíðirnar, eink- um fyrir jól og um áramót. Það ætti að vera ómarksins vert að íhuga hvaða fyrirmynd fullorðnir eru að gefa unglingum með því að tengja áfengisneyslu og hátíðir með þessum hætti. Anna Ólafsdóttir Björnsson Forvarnir og sparnaður Forvarnir og meðferðarstarf er hvort tveggja nauðsynlegt til að vinna gegn því fjölskylduböli sem ofneýsla áfengis er. » » » » » » » » í forvörnum vegur það þyngst að mínu mati að byggja upp sjálf- stæði og sjálfsöryggi barna og ungl- inga. Drykkja unglinga er oft fikt ósjálfstæðs einstaklings sem vill „vera með“ í hópnum. Námsefnið „Að ná tökum á tilverunni“ er vel til þess fallið að styrkja sjálfsmynd unglingsins. Enn er það svo að ekki eiga allir unglingar kost á þessu námi, enda víða þrengt að í skóla- starfi. Ur því verður að bæta. Enn hefur forvörnum verið of lítið sinnt. Við þurftum því að bjóða upp á góða áfengismeðferð og getum það. Þekking og árangur áfengismeð- ferðar hér á landi hefur vakið at- hygli út fyrir landsteinana. Að þessu starfi má ekki þrengja. Lang- tímamarkmið hlýtur þó að vera að efla forvarnir verulega. Þannig má spara íjármuni og draga úr þeim skaða sem áfengisneysla veldur, bæði áfengissjúklingum og fjöl- skyldum þeirra. Höfundur er þingkona Kvcnnalistans. » » » I I I f-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.