Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 21

Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 21 Ólafur Ragnar Grímsson í stefnuræðu á landsfundi Alþýðubandalagsins Morgunblaðið/Þorkell Formaður flytur stefnuræðu sína ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, flytur ræðu við setningu landsfundar Alþýðubandalagsins á Hótel Sögu síðdegis í gær. Hlítt á ræðuhöld LANDSFUNDARGESTIR hlíða á setningarræðu formanns Alþýðu- bandalagsins i gær. Fremst á myndinni er Guðrún Þorbergsdóttir eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar. Bjálkar flokkakerfis- ins eru óðum að hverfa „VIÐ erum vissulega mótuð af hinu liðna en prófsteinninn er dugur okkar og þor til að skapa hið nýja,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, í setningarræðu sinni við upphaf landsfundar flokksins í gær. Ólafur vék að breyttri heimsmynd sein- ustu ára og sagði m.a.: „Og auðvitað mun þetta umrót bylta sljórn- málunum hér. Þeir bjálkar sem löngum héldu flokkakerfinu í skorð- um eru óðum að hverfa. Ekkert er öruggt. Það sem sumir töldu eilíft gufar nú upp á skömmum tíma.“ „Sambandið, já SÍS, annað af tveimur fósturforeldrum Framsókn- arflokksins er nú að leggjast til grafar í kirkjugarði gjaldþrotanna. Og Mikligaður og KRON farin sömu braut. Ungmennafélögin sem fyrr á öldinni ólu upp foringja Fram- sóknar, Jónas og Tryggva, Her- mann og Eystein og aðra þá sem færðu flokknum völd, UMFÍ hefur nú helgað sig íþróttunum einum,“ sagði ðlafur Ragnar: „Verkalýðshreyfingin sem áður var vettvangur harðra átaka um kjör og lífsskoðun teflir nú fram skrifstofusveit úr sérfræðiskólum. í þverpólitísku bandalagi foringja úr öllum flokkum er hún hætt að gera stóran greinarmun á hægri og vinstri í landsstjórninni. Ávarp í tilefni af bind- indisdegi fjölskyld- unnar sem er í dag MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ávarp i tilefni af bindindisdegi fjölskyldunnar: „Á erfiðum samdráttartímum leitar sú spurning á hugann hvað heimili og fjölskyldur geta gert til að ráða bót á málum. Hvernig get- ur íslenska þjóðin með skjótum hætti gert líf sitt betra? Þessu má svara með ýmsum hætti því margs er að gæta þegar horft er fram á veginn. Fljótvirk- asta úrræði til bóta væri að minnka neyslu áfengis. Það hafa menn í hendi sér ef þeir vilja og það þarf ekki neitt að kosta. Það mundi þegar í stað bæta fjár- hagsstöðu margra heimila. Það myndi þegar í stað draga mjög úr slysum og óhöppum í um- ferð og samkvæmum. Það myndi fljótlega bæta heilsu- far og mjög verulega þegar fram í sækti. Gætum þess líka að áfengi er undanfari neyslu annarra vímu- efna. Það eru alltaf og alls staðar til- tæk mörg rök fyrir hófsemi og að- gæslu en í árferði eins og nú verð- ur ennþá biýnni ástæða til að þau rök séu viðurkennd og í heiðri höfð.“ Benedikt Davíðsson, Alþýðusam- band íslands, Gunnar Eyjólfsson, Bandalag íslenskra skáta, Ög- mundur Jónasson, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Páll Halldórsson, BHMR, Unnur Hall- dórsdóttir, Heimili og skóli, landssamtök foreldra nemenda í grunnskólum, Jónas Þórisson, Hjálparstofnun kirkjunnar, Ingi- bergur Jóhannsson, lslenskir ungtemplarar, Ellert Schram, íþróttasamband íslands, Svan- hildur Kaaber, Kennarasamband íslands, Einar Siguijónsson, Slysavarnarfélag íslands, Björn Jónsson, Stórstúka íslands IOGT, Þórir Jónsson, Ungmennafélag Islands, Magnús Gunnarsson, Vinnuveitendasamband Islands. Kvennalistinn sem fyrir áratug gerði tilkall til að verða sterkasta tækið til að bæta hag kvenna verð- ur nú að mæla sig við árangur þing- kvenna okkar og hinna. Þegar verk- in eru skoðuð er það þá ekki stað- reynd að Guðrún Helga og Margrét Frímanns, Jóhanna og Rannveig, Ingibjörg Pálma og Valgerður Sverris hafa í reynd verið áhrifarík- ari í réttindamálum og hagsmuna- baráttu kvenna á Alþingi en sá þingflokkur sem kennir sig við kon- ur,“ sagði Ólafur Ragnar í ræðu sinni. Miðstöð heimsviðskipta í sjávarútvegi Óiafur varði stórum hluta ræðu sinnar í umfjöllun um útflutnings- leiðina, tillögugerð flokksins í efna- hags- og atvinnumálum, sem hann sagði flétta saman sókn í atvinnu- lífi, ábyrga hagstjórn og félagslegar umbætur, þar sem samstarf at- vinnulífs, launafólks og stjórnvalda væri mikilvæg forsenda þess að árangur næðist. „Við eigum jafnframt að tileinka okkur það besta úr hagstjórn þeirra ríkja sem skarað hafa fram úr, tengja það við aðalsmerki jafnaðar- stefnunnar og velferðarhyggjunnar sem fært hafa löndin í norðan- verðri Evrópu í fremstu röð hvað snertir samfélagslegt réttlæti og manneskjulega þjóðfélagshætti," sagði hann. „Alþjóðavæðing sjávarútvegsins gæti gert ísland að miðstöð heim- sviðskipta með sjávarafurðir, vélar og tæki í útgerð og vinnslu. Það sem Hollendingar gerðu með blómin getum við vissulega einnig gert með fiskinn," sagði Ólafur Ragnar einn- ig í umfjöllun sinni um útflutnings- leiðina. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórnina í ræðunni og sagði að hennar tími væri liðinn þótt formlegri kveðjuat- höfn hefði kannski verið frestað um sinn. Ekki vettvangur átaka Ólafur Ragnar sagði ennfremur að Alþýðubandalagið væri ekki lengur vettvangur átaka eða flokk- ur sem skiptist í arma. „Það kunna að vera fréttir sem verka á fjand- menn okkar sem alvarlegt áfall en engu að síður er það skýr staðreynd að Alþýðubandalagið býr nú að meiri samhug og meiri samstöðu en aðrir flokkar á íslandi," sagði Ólafur Ragnar. Að lokinni setningu landsfundar í gærkvöldi fór fram kynning á útflutningsleiðinni á landsfundin- um. I dag verður tillaga að stjórn- málaályktun lögð fram og verður tekið til við að ræða hana. Er búist við að þar verði sjávarútvegsmálin ofarlega á baugi. Eftir hádegi verða kjördæmamál til umræðu og fjallað verður um útflutningsleiðina í starfshópum til kvölds. Þá ætlar áhugahópur um stofnun kvenna- hreyfingar innan flokksins að halda stofnfund sinn annað kvöld. HER og NU sterkir, lipi krómaðir I stólar með bólstruðu baki og setu - ótrúlega ódýrir... HERoc NU ------- Sterk, falle töh'uborð. Verð með prentaraplöHT kr. 10.950.- Tréplata og hvitmálað stál - ótrúlega ódýr.. HER og NU - Hvítir klæðaskápar með 4 hillum, hattahillu og síá, breidd: 100 cm, hæð: 205 cm, dýpt 56 cm, skuggalega ódýrt... iÐ Gásar Borgartúni 29, Reykjavík S: 627666 og 627667 • Fax: 627668 Trygging- arauki í desember LÍFEYRISÞEGAR með tekju- tryggingu fá uppbót þegar bætur almannatrygginga vegna desembermánaðar verða greiddar út 3. desem- ber. Uppbótin er í samræmi við kjarasamninga á vinnu- markaði um greiðslu lág- launabóta og desemberupp- bótar. Fulla uppbót, 20.705 kr. hjá ellilífeyrisþegum og 21.074 kr. hjá öryrkjum, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimil- isuppbót og sérstaka heimilis- uppbót. Tekjutryggingaraukinn skerðist í sama hlutfalli og þess- ir bótaflokkar lífeyrisþega, og þeir sem ekki njóta tekjutrygg- ingar fá enga uppbót. Á greiðsluseðli verður uppbótin lögð við upphæð hvers bóta- flokkanna*þriggj a. Biblía sem börnin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.