Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 33 foreldrana að standa á því að ungl- ingarnir eigi ekki að vera úti svo og svo lengi. Ég vil benda á að ég veit ekki hvað oft ég hef heyrt alkó- hólista tala um að „ég vildi að ein- hver hefði stoppað mig af þegar ég var unglingur" og að öllum þyk- ( ir visst öryggi að lúta vissum aga, hvort sem þeir eru smábörn eða fullorðnir. Til ykkar unglinganna Sjálfsímyndin verður yfírleitt I mjög léleg af mikilli áfengisneyslu. Það er mjög ánægjulegt að ræða við ungling sem hefur farið í áfeng- ismeðferð hvað hann er miklu ör- uggari með sig og sæll, þrátt fyrir þessa annmarka sem nefndir er að framan. Prófið einhvern tímann að skemmta ykkur án áfengis, það er líka gaman að heyra í unglingunum sem að prófa slíkt og komast að því að það sé hægt. Þið megið líka reyna að hafa áhrif á áfengis- neyslu foreldra ykkar, benda þeim á að þeir hafi líka sínu hlutverki að gegna. Reynið líka að hafa áhyggjur af þeim félögum ykkar sem þið sjáið að eru komnir i | ógöngur, þ.e.a.s. farnir að drekka um hveija helgi og lenda í slags- málum, „black out“, þ.e. muna ( ekki neitt hvað gerðist eða gerandi eitthvað af sér. Það eru oft sterk hættumerki. Ef þið finnið sjálf fyr- ( ir þessu hikið þá ekki við að leita aðstoðar, þið getið farið margar leiðir, það má byija hjá sálfræð- ingi, presti, lækni, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi eða að fara beint í það áfengisbatterí sem að allir landsmenn þekkja. Ég vil líka benda á að áfengisneysla hefur slæm áhrif á afreksgetu í íþróttum. Sjálfur er ég þjálfari og hef kynnst því af eigin raun. Áfengi er böl. Að lokum: Ég er ekki dæmigerður fanatík- us, ég nota áfengi sjálfur, ég vildi bara óska að ég gæti gefíð fallegri mynd en ég hef gefið hér að fram- ) an en það væri ekki sanngjamt eða raunhæft. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum ogyfirlæknir á Heilsugæslustöð ( Vestmannaeyju. < I < ætla að kenna börnum sínum drykkjumenningu en uppsker stundum allt annað. Menn vakna einfaldlega upp við vondan draum og sjá að sá sem átti að læra hóf- sama drykkju er allt í einu orðinn alki og þarf jafnvel að fara í afvötn- un. Máltækið segir: „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni." Það má til sanns vegar færa þegar um er að ræða áfengismálin. Við vitum ekki hveijir verða ofdrykkjumenn en oft er það svo að ef einn út ættinni ofnotar áfengi þá má finna fleiri. ( Talið er að einkennin geti gengið í ættir þó það sé ekki fullsannað ennþá. Aðstandendur alkohólista ( ættu því að láta áfengi vera öðrum fremur. Algengi er að áfengisnotkun sé ( frá ellefu til átján ár að því er að- spurðir segja. Þá er ekki óeðlilegt þó spurt sé um aðgengi. Er aðgengi ekki of auðvelt þrátt fyrir það að aldurstakmark sé 20 ár til kaupa á áfengum drykkium Áfengismeðferðin er í hættu eftirÞórarin Tyrfingsson í „Frumvarpi til fjárlaga 1994“ koma fram þau áform að draga enn saman framlög til áfengismeðferð- ar, þriðja árið í röð. í frumvarpinu stendur orðrétt: —Áformað er að draga saman útgjöld til áfengis- meðferðarstofnana og fækka vist- rýmum auk þess sem innheimta á gjald fyrir áfengismeðferð.“ Meðferð vímuefnasjúklinga skorin niður Eftir að Alþýðuflokkurinn tók við heilbrigðisráðuneytinu hafa fjár- framlög ráðuneytisins til áfengis- og vímuefnameðferðar lækkað úr rúmlega 520 milljónum króna árið 1991 í 370 milljónir króna árið 1994 eða um 30%. Framlögin til vímuefnameðferðar hafa þannig verið lækkuð miklu meira en önnur útgjöld ríkisins. Alþýðuflokkurinn hefur því mótað nýja stefnu í áfeng- is- og vímuefnameðferð. Samdrátt- arstefnu. Fagleg rök fyrir Jiessari stefnubreytingu eru engin. I grein- argerð stjórnnefndar Ríkisspítal- anna til fjárlaganefndar Alþingis er skýrt frá því að á fundi með heilbrigðisráðherra þann 29. okt. 1992 hafí komið fram að ekkert faglegt mat hafi legið til grundvall- ar fyrirhuguðum breytingum á þjónustu við vímuefnasjúklinga sem gengið hefur eftir. Vandséð er einn- ig hvernig hægt er að leggja fagleg- an grunn að slíkri stefnubreytingu án þess að ræða við þá sérfræðinga sem vinna að þessum málum í land- inu. Það var ekki gert eða mark tekið á athugasemdum þeirra. Grundvöllur nýju stefnunnar er einfaldlega sá að Alþýðuflokks- menn telja að almenningur hafi litla samúð með vímuefnasjúklingum og niðurskurðurinn sé því auðveldur. Trúir þessari hugmynd sinni ætla þeir til viðbótar niðurskurðinum einnig að láta vímuefnasjúklinga eina sjúklinga greiða fyrir sjúkra- húsvist á árinu 1994 sem nemur 25 milljónum króna. úr áfengisverslunum ríkisins. Þá vaknar önnur spurning, er ekki eðlilegra að fækka útsölustöð- um áfengis fremur en að fjölga þeim eða gefa alla sölu fijálsa eins og sumir vilja. Áfengisnotkun ungl- inga getur haft skaðleg áhrif á heilastarfsemi þeirra. Þau ná ekki eðlilegum þroska og hætta er á að þau verði illa þroskuð og ístöðulaus- ir einstaklingar á fullorðinsárunum. Einnig hefur notkun áfengis skað- leg áhrif á fóstur í móðurkviði. Allir ætla að stjórna sinni drykkju, unglingarnir líka. Drykkjumynstrið er kannski svolítið öðruvísi. Þeir ætla að vera svalir og vekja á sér athygli en fara stund- um yfir markið. Þeir þola minna magn, sturta í sig víni, missa jafn- vel minnið og deyja áfengisdauða stundum. Þegar þeir missa minnið hefst ógæfan. Kannanir sem gerðar hafa verið á innbrotum og ofbeldi hafa leitt það í ljós að alloftast hefur afbrota- maðurinn verið undir áhrifum vímu- efna. Auk þess sem ótal fleiri óhöpp eiga sér stað þegar fólk er undir áhrifum en annars. Áfengisneysla leiðir alloft af sér neyslu sterkari og alvarlegri vímu- efna. Þegar neysla er orðin stjórn- laus dregur úr þreki mannsins, námsgeta minnkar og oft gætir þunglyndis og leiða hjá viðkomandi. Allt bendir til þess að okkur líði betur án áfengis, hugsun skýr og óskert þrek. Munum það að unga fólkið er þess virði að hinir full- orðnu sýni þeim fyriimynd sem ekki er til heilsufarslegs skaða. Stöndum fast saman í baráttunni gegn áfengisbölinu, þannig getum við átt heilbrigða sál í heilbrigðum líkama, styrka, heilbrigða þjóð í heilbrigðu samfélagi. Borgar sig að skera niður? Vegna þessarar stefnubreytingar og áforma hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að stjórnmálamenn geri sér grein fyrir hversu kostnað- arsöm vímuefnamisnotkun er fyrir sveitarfélög og ríkissjóð. Fjármun- irnir sem notaðir eru til reksturs áfengis- og vímuefnameðferðar eru einungis brot af því sem borga þarf. Þessir ijármunir draga úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis- og fé- lagsþjónustunni. Skammtímasparn- aður í áfengismeðferð getur orðið þjóðinni dýrkeyptur þegar til lengd- ar lætur. Það er líka varasamt að fara óvarlega í þessum málum því að það hefur tekið langan tíma að byggja upp meðferðarstarfið og ná árangri. Á sama hátt mun það taka langan tíma að ná aftur utan um vandann ef við missum tökin að nýju. Olíkt höfumst við að Það er hægt að tína til mikið af tölulegum upplýsingum og rann- sóknum sem allar mæla gegn því að draga úr meðferð fyrir vímuefna- sjúklinga og sýna þvert á móti fram á hversu þjóðhagslega hagkvæmt væri að auka hana. Það segir þó meira en flest annað að bera saman framvindu mála í Bandaríkjunum og hér. Á meðan Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra boð- ar niðurskurð hér, ávarpar Clinton Bandaríkjaforseti þingið og þjóð sína og leggur áherslu á að allir eigi rétt á vímuefnameðferð sem þurfi og eykur framlög til slíkra mála. Tölurnar sem hann leggur til grundvallar eru að 18 milljónir Bandaríkjamanna þurfí á áfengis- meðferð að halda og aðrar 5 milljón- ir þurfi meðferð vegna ólöglegra vímuefna. Ef þessar tölur væru heimfærðar á ísland þyrfti að koma 23 þúsund einstaklingum í áfengis- eða vímuefnameðferð hið snarasta. Kostnaðurinn sem bandaríska heil- brigðiskerfið er talið bera vegna vímuefnamisnotkunar er 100 millj- arðar dollara og gróflega heimfært væri það 7 milljarðar króna á ís- landi. Vandinn er hins vegar ekki eins stór eða kostnaðarsamur hjá okkur og Bandaríkjamönnum, vegna þess að við höfum stundað áfengismeð- ferð af krafti í ein 16 ár og það Þórarinn Tyrfingsson „Á meðan Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra boðar niðurskurð hér, ávarp- ar Clinton Bandaríkja- forseti þingið og þjóð sína og leggur áherslu á að allir eigi rétt á vímuefnameðferð sem þurfi og eykur framlög til slíkra mála.“ ■1 i • hefur skilað árangri. Heilbrigðis- ráðherrann undrast samt að 5% þjóðarinnar skuli hafa farið í áfeng- is- eða vímuefnameðferð og botnar ekki neitt í neinu. Hann vill staldra við eins og hann segir, sem þýðir á Alþýðuflokksmáli þessa dagana að skera hressilega niður. Eru svona margir vímuefnasjúklingar? Ráðgjafar heilbrigðisráðherra virðast ekki hafa séð þær tölulegu upplýsingar sem liggja fyrir um tíðni þessa vandamáls hér á ís- landi. Þeir virðast ekki vita — að 2% pilta og 1% stúlkna sem fædd eru á árunum 1970 til 1973 komu í meðferð á Vogi áður en þau urðu 20 ára. — að á árinu 1983 skall á ísland alda ólöglegrar vímuefnaneyslu sem ekki sér fyrir endann á. — að frá árinu 1983 hafa komið 1.200 einstaklingar sem eru að lejta sér meðferðar í fyrsta sinni hjá SÁÁ og eru fyrst og fremst háðir ólög- legum vímuefnum, eða 0,5 % þjóð- arinnar. — að annar eins fjöldi nýliða hefur komið á þessu árabili sem fyrst og fremst er háður róandi lyfj- um. — að 7% karla á aldrinum 20 til 30 ára hefur komið til áfengis- og vímuefnameðferðar síðustu 10 árin. — að þá eru ótaldir þessir venju- legu alkóhólistar. Aðrar þjóðir greiða meira Aðrar þjóðir þurfa að greiða hlut- fallslega meira vegna vímuefna- sjúklinga en við. Það er vegna þess að þar eru vímuefnasjúklingar á almennum sjúkrahúsum og sjúkra- stofnunum. Við íslendingar höfum haft vit á því að bjóða vímuefna- sjúklingum upp á ódýra meðferð sem hæfir þeim. Við höfum sem sagt ekki verið að bagsa við að lækna afleiðingar af neyslunni á dýrum sjúkrastofnunum sem þarf að nota til annars. Við höfum ekki eins og margar nágrannaþjóðir okk- ar verið að moka í botnlausa tunnu. Við höfum snúið okkur beint að vandanum og stöðvað neysluna með viðeigandi meðferð. Þetta hafa margir Norðurlandabúar séð og undrast árangur okkar. Þeir hafa dáðst að meðferðinni og árangri hennar. En við höfum líka séð hina, sem undrast, líkt og ráðgjafar ráð- herrans, hversu margir Islendingar hafa farið í áfengismeðferð en þeir eru þá líka oftast að jafna sig eftir næturlíf Reykjavíkurborgar. Það er alvörumál þegar ráðamenn komast upp með að fara offari í viðkvæmum málaflokkum án samráðs við fag- fólkið sem að þeim málum vinnur. Þeir stefna með því velferðinni í voða jafnvel þó að hún hafi staðið á varanlegum grunni. Það er groddaleg pólitík sem drepur af sér allt fylgið og ber því dauðann með sér. Slíka pólitík reka nú þeir sem ráða ferðinni í heilbrigðisráðuneyt- inu. Höfundur er formaður SÁÁ og yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. Canoti T i SERTILBOÐ FAXTÆKI FYRIR VENJULEGAIVÍ PAPPÍR OG HRAOVIRK LJOSRITUniARVEL Á J\GEIl\JS "798. 700 stgr- m/i/sk Canon Jk. PC-11 LJOSRITUIXIARVEL •Fyrirferðarlítil •Hraðvirk -10 Ijpsrit á mínútu •Stækkar oq minnkár •Ekkert reqrubundiö viöhald •Mjög hljóolát í vinnslu B 200 FAXTÆKI • Notar yenjulegan pappír •Tenqinq fyrir sírhsvara •20 bls. skjalaminni. •37 skammvalsminni •Innbyggður faxdeilir JWL... SKRIFVELIN HF SUÐURLANDSBRAUT 6, SlMI 685277, FAX 689791 ▲ Höfundur er hiúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.