Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 35 KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOG TÚPA Orkubú Vestfjarða eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Fátt er ævintýralegra en lífsorka: Finna hana streyma um sig, taka sig og veita ómælanlega lífsgleði. „Kraft und Freude", segir þýzkar- inn — kraftur og gleði: I kraftstöð eins og á ísafirði er áhugi á heilsu- rækt og lífsorkugjöf. Sumir koma á hveijum degi til að stunda tækja- leikfimi og stunda jafnframt út frá því skokk, göngu og leikfimi. „Það er líf og ijör í Studio Dan undir kommandó Stefáns Dan, vestur- húnvetnsks Vestfirðings af Líndals- kyni, gamals togarajaxls, sem far- inn er að nálgast fimmtugt, þótt ekki sé það að sjá. Stefán gefur fordæmi í dugnaði og viljastyrk. Hann keppir meira að segja við Vestfjarðameistara í „squash", „veggtennis“, já, oftlega, en Vest- fjarðasjampíóninn er tuttugu árum yngri en di Stefano, en svo nefnir 85 ára Sæmundur Sæmunds- son verslunarmaður „Und was auch des Filz von dem Leibe sich schmorgt, so bleibt fúr den Heitern doch immer gesorgt.“ (Goethe.) Helstu hugsuðir veraldarsögunn- ar hafa allir staðnæmst við gleðina sem hið æðsta hnoss. Boðberar hinnar fögru gleði eiga alltaf von í brjósti, hvernig sein annars freyð- ir ölið, eins og Göthe sagði. Einn slíkur gleðigjafi, Sæmundur Sæ- mundsson, er 85 ára í dag og köll- un sinni trúr hefur hann lengi hiakkað til að halda uppá það. Egill Skallagrímsson talar um, að örlögin hafi of snemma orðið honum þung. Sæmundur tók nafn föður síns við kistu hans, yngstur sjö systkina, sem öllum var komið í fóstur við dauðsfallið austur í sveitum, nema Sæmundi, sem fylgdi móður sinni til Reykjavíkur. Sæmundur kynnist Friðriki Frið- rikssyni í KFUM og dáði hann mjög. Varð Valsari, en á sumrum var hann í Landsveitinni. Hann varð sendisveinn tíu ára og síðan vann hann hjá versluninni Liverpo- ol í tíu ár. Hann stofnaði eigin verslun, Aðalbúðina, og vann líka í Kiddabúð. Síðustu starfsárin var hann hjá Járnsteypunni í Ána- naustum. Eðliskostir Sæmundar, gleðin, jafnlyndið og bjartsýnin, eiga sér djúpar rætur í ættarfylgjunni. Móð- ir hans, Sigríður Theódóra, var dóttir Páls hreppstjóra á Selalæk á Rangárvöllum, Guðmundssonar hreppstjóra á Keldum, Brynjólfs- sonar, sem hin kunna Keldnaætt er kennd við, af Víkingslækjarætt- inni. Föðurforeldrar Sæmundar voru aftur á móti Sæmundur Guð- brandsson, hreppstjóri á Lækjar- botnum á Landi og Katrín Brynj- ólfsdóttir ljósmóðir frá Þingskálum, en við þau er hin upplitsdjarfa Lækjarbotnaætt kennd með gleðig- jöfunum Bubba Morthens söngv- ara, Signýju Sæmundsdóttur söngvara, Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttardómara og Gulla Berg- mann náttúrulækni. Bróðir Sæ- mundar á Lækjarbotnum var hinn einstaki Ampi, sem lagðist út um hávetur í Veiðivötnum og fékkst ekki til þess að koma til byggða fyrr en hann var búinn að sprengja fylfulla meri við að sundríða uppi álft á Ampapolli í Veiðivötnum. Minnir reyndar á annan Sæmund hinn fróða, sem sundreið andskot- anum til Islands eftir námsdvöl í Sorbonne og kom honum síðan fyr- ir við Landeyjasand með Biblíuna eina að vopni. Svo mikið um ættfræðina en karlleggur Lækjarbotnaættarinnar beinn er rakinn um Brynjólf Jóns- son lögréttumann á Skarði á Landi í Torfa sýslumann í Klofa og áfram um Loft ríka Guttormsson hirð- stjóra á Möðruvöllum í Ólaf feilan Þorsteinsson landnámsmann í Hvammi í Dölum, sem kominn var sem kunnugt er af Skotlandskon- ungum, írlandskonungum, Noregs- konungum og Svíakonungum. Þetta eru auðvitað framættir allra íslendinga og fyrir þá sem enn dreymir um það að veita Evrópu greinarhöfundur vin sinn oggamlan gleðibróður frá Flateyri (og Isafirði) frá því haustið 1975 og ’78. Dag eftir dag frá 8-9 að morgni er farið gegnum tækin, brugðið sér á þrekhjólin, svitnað, andað jógískt og aukið við þyngd lóða í samræmi við aukinn kraft. Greinarhöf. hefur fundið glænýtt áhugamál sem gefur meiri útrás en allt annað hingað til. Árangur? Hvorki meira né minna en „Kraft und Freude“, lífsgleði og lífsorka og hlökkun til hvers nýs dags. Garp- urinn aldni Stefán i Vorsabæ, sem drýgði dáð í sumar er leið með því að ganga hrin'gveginn, sagði við undirskráðan, þegar þeir hittust í Staðarskála: „Hlakkarðu ekki alltaf til nýs dags?“ Stefán sýnir manna bezt árangur af íþróttum. Það er gaman að vera til þegar maður er laus við tóbak og átök við Dionys- os, en fundin stefna á jákvæð mið og hittir fyrir sterkt og skemmtilegt fólk daglega, horft á glæsilegar lín- ur í saltbörðu landslagi, mætt glæsilegum konum með fallegustu augu í heiminum. Þetta er stórkost- legt líf. Og fyrir vestan ríkir vinnu- siðgæði. Stefán Dan, stjórnandi Studio Dan, býður upp á nudd, nálarstungu við tóbaksneyzlu og nálarstungu við offitu — og hann býður upp á aerobik, veggtennis og allt sem nafni má nefna varðandi heilsu- og líkamsrækt. Konur á unga aldri, ungmiðaldra og mið- aldra og eldri koma og takast á við tækin. Ein kona missti 45 kíló síðan í janúar síðastliðnum — og önnur missti 30 á sex mánuðum og alltaf eykst úthaldið og hreystin. Af hverju veit þjóðin ekki betur, hver vitsmunalega forystu er mjög auð- velt að rekja þetta í Karlamagnús og Rómveija, sem sameinuðu víst Evrópu fyrstir, eða reyndu það. Sæmundur hefur staðfastar skoðanir á pólitík og er mikill jafn- aðarmaður og spyr jafnan- hvernig gangi í Alþýðuflokknum þegar við hittumst — sem er oft. Ástin til landsins er heit og sveitarinnar sem fóstraði hann. Hann getur því tek- ið undir með bóndanum á upp- foksárunum, sem horfði á þúfurnar sínar fjúka, en sagði að á þessu hefðu forfeðurnir lifað og hann ætlaði sér að lifa á þeim líka. Upp- gjöf er ekki fyrirferðarmikið í sálu Sæmundar, heldur hefur hann svip- aða afstöðu til þeirra sem yfirgefa sveit sína og Canio í Paglacci, sem stynur upp tárvotum augum: „Sei tu forse un uom? Tu se’ Pagliaccio“ — ég verð að vera maður, en ég er bara trúður. Hinn 11. nóvember 1930 telur Sæmundur sinn mesta gæfudag, en þá giftist hann Helgu Fjólu Pálsdóttur, sem nú er nýlega látin. Hún var dóttir Páls Friðrikssonar sjómanns í Reykjavík, af Bergsætt og konu hans, Margrétar Árnadótt- ur hreppstjóra á Meiðsstöðum í Garði og síðar bónda í Innra-Hólmi hjá Akranesi. Voru bræður hennar leikfélagar Sæmundar í æsku. Börn þeirra eru þijú: Sigríður Theódóra húsfreyja í Skarði á Landi, gift Guðna hreppstjóra Kristinssyni, Margrét hjúkrunarframkvæmda- stjóri við Kleppsspítalann, gift Jóni Marvin Guðmundssyni kennara frá Karlsá við Dalvík, og Sæmundur vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur frá Siglu- firði. Barnabörnin eru níu, barna- barnabörnin ellefu og svo er eitt lítið barnabarnabarnabarn. Sæmundur er einn af þessum yndislegu mönnum, sem auðnan hefur fært manni i lífinu. Glaðvær og hlýr, tillitssamur og bjartsýnn. Ekkert er betra en að eiga góðan vin segir í óðinum til gleðinnar. En þegar vinirnir samfagna Sæ- mundi í kvöld, mun heyrast tístað á grein: En sætust af öllum og sigrandi blið hún söng mér þar Ijóðin um dalbúans næði, um lundinn sinn kæra og lynggróna hlíð, þó lftil og fátækleg væru þau bæði, en svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð í syngjandi snjótittlings vornæturkvæði. (Þorsteinn Erlingsson.) Guðlaugur Tryggvi Karlsson Studio Dan, ísafirði. Missti sex kíló eftir mánuð. sé lykill að því, hvar hreysti sé að finna? Það er skroppið suður, komið við á Selfossi og leitaður uppi staður sem býður upp á svipað og Studio Dan fyrir vestan. Gamall sæfari hefur sett á laggirnar heilsustöð er kallast Styrkur. Tæki voru prófuð undir leiðsögn. Næsta dag var kom- ið aftur og nú þjálfað undir leiðsögn ungrar konu úr Rangárvallasýslu sem hafði numið fagið í Þýzka- Iandi. Þetta var hálfgerð herþjálfun og gaf mikinn styrk. Svo var lagzt á bakið og gengizt undir nudd, sem manni skilst að sé þýzkt kerfi, ekki búlgarskt eða japanskt eins og vin- kona mín og frænka kann út í hörg- ul. Engu að síður var maður hress eftir aðgerðina og fær í allan sjó, Og nú var haldið vestur á ný, þar sem Studio Dan á ísafirði beið og ákveðin verkefni framundan. Og hamingjukenndin lifir og grær. Sóltúni á ísafirði. Höfundur er listmálari og rithöfundur. Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa Allur hagnaður rennur til líknarmála. eru komin á alla útsölustaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.