Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
Minning
Guðbjörg Jónsdóttir
frá Sjónarhóli
Fædd 20. október 1894
Dáin 21. nóvember 1993
Ung var hún, eins og Mona Lisa
með sérstakt blik í augum og tví-
rætt bros, en það er önnur saga.
Þegar ég fæddist var amma 65
ára, lítil kona sem veður tímans
höfðu leikið um, hendurnar knýttar
eins og veðraðar birkihríslur, tíst-
andi hlátur og öll gullkornin sem
frá vörum hennar komu: „Geymdu
aldrei til morguns það sem þú getur
gert í dag.“ Starfsgleðin með ólík-
indum. Astfangnir fíngur skópu
galdurinn syngur hann Bubbi svo
ljúft á plötunni Von, betri samlík-
ingu á ég ekki yfir öll þau listaverk
sem frá henni komu, hvort sem það
voru dúkar svo fíngerðir að manni
virtust þeir prjónaðir með títupijón-
um, sokkar á barna-, barnabarna-
eða bamabarnabamabörnin, hand-
bragðið var einfaldlega fullkomið.
Bernskuminningar streyma
fram, aldrei man ég eftir því að hún
amma hafi byrst sig og ekki var
ég há í loftinu komin með heklunál
inn í dyngju ásamt frænkum og
frændum. Með orði og æði kenndi
hún amma okkur að skapa, vinna
og nýta, og sem bami míns tíma
fannst mér alveg makalaust þegar
hún lét okkur taka fjólubláu krep-
blöðin sem voru utan um appelsín-
ur, slétta þau og raða og nota sem
saíemispappír. Að kasta einhveiju
á glæ var ekki hennar siður. Að
klára ekki matinn sinn hefði maður
aldrei vogað sér hjá ömmu, það var
svo mikið af svöngum börnum úti
í heimi.
Já, hún amma vissi svo margt,
hún var nefnilega til í gamla daga
líka. Alla tíð elskaði hún að veita
og bæri við að maður væri ekki
svangur kom ævinlega setningin
þessi: „Mikið er gott að fá satt fólk.“
Og var ekki laust við að einhver
undirtónn lægi að baki, allavega
gat maður alltaf á sig blómum
bætt hjá henni.
Fyrir þremum árum áttum við
ijölskyldan heima á Nýja-Sjálandi
og hvað' birtist í póstkassanum,
nema bréf með bænum og sokkar
til langömmubarnanna frá henni.
Fæðing og dauði, lífshlaup stór-
kostlegrar formóður minnar er
runnið, hún varð 99 ára gömul.
Fyrir 20 árum var hún búin að taka
til klæðin fyrir hinstu hvílu, fyrir-
hyggjan í fyrirrúmi.
Sem lokaorð vil ég nota þau orð
ömmu, sem hún líklegast lét sér
oftast um munn fara við alla sem
til hennar komu: „Guð geymi þig.“
Ævistarf Pálínu var mjög merki-
legt, í senn göfugt og gjöfult. Hún
var ekki einungis Ijósmóðir litlu
bamanna sem hún tók á móti við
fæðingu, heldur oft og tíðum bæði
stoð og stytta fjölskyldna þeirra þar
sem hjálpar var þörf. Hún bar heill
allra fyrir bijósti.
A efri árum eftir að hún hætti
GERIST FASTIR
STYRKTARMENN
OG TAKIÐ
ÞÁTTÍ
ÁHUGAVERÐU
HJÁLPARSTARFI.
<SlT hjálparstofnun
hr/ KIRKJUNNAR
1 - mcri |>inni lijálp
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Emma og fjölskylda.
Nú er hún amma okkar farin til
Föðurins. Frá hjörtum okkar
streymir þakklæti fyrir að hafa átt
ömmu að. Okkur fínnst það vera
forréttindi að hafa átt aðgang að
visku hennar og kærleika. Amma
var mjög trúuð kona og fengum
við krakkarnir að sjá og fínna, að
Jesú er raunverulegur og að Hann
var hennar styrkur og uppspretta.
Amma kenndi okkur bænimar og
hafa þær oft gefið okkur ró og frið
í hjarta okkar þegar óróleiki eða
sorg hefur heijað á líf okkar. Hún
bað á hveijum degi til Drottins,
kvölds og morgna, um styrk, kraft
og leiðsögn. Og alltaf minntist hún
allra sinna afkomenda og vina. Og
í dag vitum við, að við eigum henni
mikið að þakka fyrir hversu trúföst
hún var að biðja um náð og mis-
kunn fyrir okkur öll.
Við erum svo þakklát fyrir sáð-
kornin sem amma sáði inn í líf okk-
ar, það eru sáðkorn trúarinnar, sem
við munum alltaf varðveita i hjört-
um okkar. Það stendur í Biblíunni,
að þeir munu erfa Guðs ríki sem
hafa ávexti andans, en þeir eru:
Kærleikur, gleði friður, langlyndi,
gæska, góðvild, trúmennska, hóg-
værð og bindindi. Galatabréf 5.22.
Og það voru ávextir sem hún bar.
Við vitum að amma er hjá Jesú.
En það var hennar innsta bæn, að
fá að hvílast í faðmi Jesú eftir langa
lífdaga. Við látum fylgja eina af
kvöldbænunum hennar, sem hún
bað frá hjarta sínu á hveiju kvöldi:
í náðarnafni þínu, nú vil ég sofna Jesú,
bið ég í bijósti mínu, blessuð hvílist í Jesú,
sveip oss svo úr klæðum, þíns réttlætis Jesú,
að á himnahæðum, hjá þér lendi ég Jesú.
Mér í mótgangs mæðu, miskunn veittu Jesú,
sú er huggun sama, sífellt mín ó Jesú,
hvað sem að vill ama, að ondu minni Jesú.
Eftir grát skal gefa, gleði elsku Jesú,
svo skal gjörvallt sefa, sútakífi Jesú.
Nú skyggir nótt á, nú vil ég kalla Jesú,
nem því staðar hér hjá, hvflu minni Jesú,
ástarörmum þínum, um mig vefur Jesú,
mér og öllum mínum, miskunna góði Jesú.
Amen.
„Undrist þetta ekki. Sú stund
kemur, þegar allir þeir, sem í gröf-
unum eru, munu heyra raust hans
og ganga fram, þeir, sem gjört
hafa hið góða, munu rísa upp til
lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið
illa, til dómsins." (Jóhannes
5.28-29.)
Magnús, Sólveig og Laufey.
störfum sem ljósmóðir gerðist hún
matráðskona hjá Blindrafélaginu en
þar var ekki um tilviljun að ræða
því að hún þekkti þar vel til. Rósa
Guðmundsdóttir, mikil merkiskona
sem látíri er fyrir nokkrum árum,
var frænka hennar. Rósa var blind
eins og við segjum en sá þó oft bet-
ur en margur. Hún var ekkja og bjó
með lítilli dóttur sinni, Helgu, í húsi
Blindrafélagsins. Pálína og systur-
dóttirin Rósa voru mjög nánar og
oft heyrðist sagt í sömu setningu:
„Já, Rósa, Helga og Pálína.“ Pálína
var fljót að koma þegar brýn þörf
var á hjálp í eldhúsi félagsins.
Aðstoð hennar átti aðeins að vara
í stuttan tíma, en I eldhúsinu starf-
aði hún í fjórtán ár, fór ekki fyrr
en heilsan tók að þverra, þá rúmlega
áttræð að aldri. Eldhúsið hennar var
alltaf sem nýtt, svo vel var allt snyrt
og þvegið. Maturinn hennar fram á
síðasta dag í þessu starfí var hreint
frábær. Notalegur og kjarngóður
fyrsta flokks matur eins og best
Nú legg ég aupn aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku amma mín, alltaf þótti mér
gaman að koma til þín á Sjónarhól,
þaðan sem ég á einar af dýrmæt-
ustu minningunum mínum. Við vor-
um oft mörg barnabörnin sem kom-
um saman við kaffíborðið hjá þér
til að gæða okkur á þeim bestu
pönnukökum sem ég hef smakkað.
Það voru margar stundirnar sem
við sátum tvær einar saman í Dyngj-
unni þar sem þú kenndir mér að
hekla dúka. Seinna kenndir þú mér
að hekla barnaföt, og skírnarskó
sem margir þekkja. Eg man hvað
mér þótti erfitt að læra að hekla
skímarskóna, en þú, elsku amma
mín, sýndir mér mikla þolinmæði
og sagðir alltaf við mig: „Þú getur
þetta."
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
Þó að dauðinn sé óumflýjanlegur
getum við verið viss um að hann
er alltaf jafn sár og erfitt að sætta
sig við hann. Þrátt fyrir það geymi
ég góðar minningar um þig, elsku
amma mín, með gleði í huga og
hjarta mínu.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þín Guðbjörg Jónsdóttir
(Boða).
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesú veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér
að ganga í dag, svo líki þér.
(Ók. höf.)
Hún amma okkar á Sjónarhól í
Háfnarfírði hefur lokið jarðvist
sinni.
Okkar ljúfustu minningar æsk-
unnar og allt til þessa dags eru
tengdar henni sem var höfuð ættar-
innar. Það var sama hvort komið
var í Sjónarhól eða seinni árin á
Hrafnistu, það voru sömu góðu
móttökumar, pönnukökur og klein-
ur sem enginn gat betur bakað. Hún
var lígsglöð hún amma okkar, orðin
99 ára. Var af engu slegið og fram
á síðasta dag sat hún með hekluná-
lina hafandi í huga hvern vantaði
húfu, sokka eða eitthvað til að gleðja
aðra.
Það eru mikil forréttindi að lifa
svona lengi og halda sínum andlegu
og líkamlegu kröftum. Við systurn-
ar og börnin okkar erum þakklát
fyrir að njóta hennar öll þessi ár.
Við óskum hennar velfamarðar á
nýju tilverustigi þar sem hún vissi
að hún átti örugga höfn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
gerist á góðum heimilum.
Öll hennar vinna bar vott um
fágun og listrænt eðli. Ljúfmennsk-
an hennar, hin góðu öfl sem frá
henni streymdu og góður hugur
hennar til allra verka og til alls lífs
sem andann dró gerði það að verkum
að allir báru mikla virðingu fyrir
mannkostum hennar. Hún bjó í sinni
eigin íbúð svo lengi sem hún mögu-
lega gat. Síðasta heimili hennar var
í Skjóli, dvalarheimili aldraðra, og
þar frétti maður að hún léti sér
mjög annt um grannfólk sitt og
stæði meðan stætt var í því að gefa
frá sér hlýju og elsku til allra sem
á þurftu að halda.
Pálína giftist ekki né eignaðist
eigin börn, en fjölskyldan var henni
afar kær. Það er mikil lán að hafa
þekkt slíka manneskju og mikið lán
þeirra sem fengu að kynnast henni
og eiga að vini. Það urðu allir að
betri mönnum í návist hennar. Þeir
sem þekktu Pálínu vita að hér er
ekkert ofsagt og mætti óátalið lofa
hana margfalt meira.
Þau sem búa eða starfa í Hamra-
hlíð 17 og nutu návistar og aðstoðar
þessarar góðu konu kveðja hana og
þakka samfylgdina í gegnum árin.
F.h. íbúa og starfsfólks Blindra-
félagsins,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(H. Pétursson.)
Guð geymi þig, elsku amma okk-
ar.
Gréta, Guðbjörg, Hafdís og
Jóhanna Boðadætur.
Ó, Jesú bróðir besti
og bamavinur mesti
æ, breið þú blessun þína
á bamæskuna mína.
(P. Jónsson.)
Langamma okkar er dáin. Hún
dó 21. nóvember og allir sakna
hennar. Hún lifði 99 ára afmælið
en ekki 100 ára afmælið. Við þökk-
um Guði fyrir að hafa vemdað hana.
Við héldum að hún myndi lifa Ieng-
ur, en nú er hún dáin.
Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn til þess að hver sem á hann
trúir glatist ekki heldur hafí eilíft líf.
Guð geymi þig, elsku amma.
Kveðja Bylgja, Hrönn og
Boði.
Kveðja frá Fimleikafélagi
Hafnarfjarðar
í dag kveðjum við hinstu kveðju,
dugnaðar- og sómakonuna Guð-
björgu Jónsdóttur frá Sjónarhþli í
Hafnarfírði, sem lést 21. nóvember
sl. á hundraðasta aldursári, en hafði
verið vel em og heilsuhraust allt
fram á síðustu daga.
Heimili Hennar á Sjónarhóli var
ein af aðalbækistöðvum FH-inga á
mestu gullaldarárum félagsins á 5.
og 6. áratugnum. Allir Hafnfírðing-
ar, sem muna þennan tíma, þekkja
og tengsl FH við Sjónarhólsfjöl-
skylduna. Fjórir synir þeirra Sjónar-
hólshjóna voru virkir félagar í FH,
keppnismenn, stjórnarmenn og fúsir
til starfa við hvaðeina, er þurfti að
vinna í félaginu. Á Sjónarhóli var
oft mætt fyrir og eftir leiki, lagt á
ráðin fyrir næstu átök. Einnig var
ósjaldan mætt og fagnað stórsigr-
um. Vom þá borð oft hlaðin kræs-
Nú kveðjum við okkar ástkæru
vinkonu Ástu Thorarensen. Við
kynntumst henni fyrir tæpum 40
ámm f Kópavoginum. Við vorum
svo heppin að eiga hana og fjöl-
skyldu hennar fyrir nágranna, en
þá var stijálbýlt í Kópavoginum og
fólkið sem bjó þar þekktist meira
og hafði meira samband hvert við
annað en í dag. Það var oft glatt
á hjalla hjá Gísla og Maríu en þau
vom líka okkar næstu nágrannar.
En þessar fjölskyldur og fleiri sem
ég nefni ekki voru og eru okkur
mjög kærar.
Elsku Ásta, við áttum margar
góðar stundir saman. Ferðin sem
við fómm í febrúar fyrir 34 ámm
er ógleymanleg. Þá var snjór yfir
öllu og fallegt veður, en inn að
Hvítárvatni fórum við. Þú varðst
svo hrifin af öræfunum og talaðir
alltaf um það síðan að fara aftur í
öræfaferð, en þú ætlaðir líka að
ferðast lengra sem þú og gerðir og
dvaldist á Indlandi í nokkur áp og
fleiri löndum.
ingum og veitt af rausn og sem
endranær var tekið vel á móti mönn-
um.
Ekki verður rakin hér öll sú
rausn, sem Sjónarhólshjónin, Bjöm
og Guðbjörg, veittu FH og FH-ing-
um, en aldrei skal því gleymt, er
þau ánöfnuðu FH hús sitt Sjónarhól
í október 1966. Sú stund er ógleym-
anleg þegar Axel heitinn í Rafha,
þá formaður í FH, boðaði til fundar
í „Gamla Mjólkurfélagshúsinu“ við
Lækjargötu, með sýslumann Björn
Sveinbjömsson sér við hlið, og til-
kynnti um gjöfina. Þetta var ein-
hver sú magnaðasta og stærsta
stund, sem við munum i starfi FH
og hafa þó stjórnarmenn FH upplif-
að margar stundir, stórsigra í íþrótt-
um og á félagsmálasviðinu. Til er
stórkostleg lýsing af þessum stjórn-
arfundi og afhendingu á Sjónarhóli
í bréfasafni félagsins.
í ræðu, sem Bjöm Eiríksson hélt
er hann afhenti gjöfína, lýsti hann
viðhorfum þeirra hjóna til FH og
þeirri ímynd, sem þau vildu sjá af
félaginu. Seinna sá hann að haldið
var áfram öruggum höndum og
stefnt að stórhuga uppbyggingu í
Kaplakrika, sem þeim hjónum líkaði
vel.
Sjónarhólshjónin voru • gerð að
heiðursfélögum í FH 1966, fyrir ein-
staka velvild og rausnarskap í garð
félagsins. Það var svo okkur FH-
ingum sérstakur heiður og ánægja
að hafa frú Guðbjörgu með okkur
31. mars 1990, er FH vígði nýtt og
glæsilegt íþróttahús með félagsað-
stöðu í Kaplakrika. Þar sá hún ræt-
ast þá ósk þeirra hjóna félaginu til
handa og æsku bæjarins til heilla.
Og ekki spillti það ánægju frú Guð-
bjargar að sonur hennar Birgir er
forstöðumaður þessa mikla mann-
virkis. Þess skal hér og getið að
félagsaðstaða FH í þessu húsi er
nefnd Sjónarhóll. Þar yfír er gamla
merki húsins frá Reykjavíkurvegi
22.
Einn var sá þáttur í fari Guð-
bjargar Jónsdóttur, sem seint verður
þakkaður eða metinn, en það var
tryggð hennar og góðvild til þeirra
mörgu ungu FH-inga, sem nutu
þess að fá að kynnast heimili henn-
ar hér á áram áður. Síðar endur-
speglaðist svo tryggð hennar við
þann hóp, er hún sendi börnum
þeirra og jafnvel barnabörnum
pijónaðar flíkur, sem unnar vora
af mikilli natni og umhyggju. Sú
elja og vinartryggð, sem fólst í
þessu, var einstök. Þannig var hún
þessi heiðurkona, sem átti barn-
margt, stórt heimili og hlýtt hjarta.
Með þessum fáu orðum viljum við
í FH kveðja heiðursfélaga okkar, frú
Guðbjörgu Jónsdóttur, og þakka
hennar veigamikla þátt í uppbygg-
ingu félagsins okkar.
Við vottum fjölskyldunni okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Guðbjargar
Jónsdóttur.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar.
En alltaf komstu aftur heim og
komst þá í heimsókn. Svo var líka
gaman að koma í heimsókn til þín
þú áttir svo marga fallega hluti sem
þú hafðir yndi af, hluti sem þú
hafðir eignast á ferðalögunum þín-
um, þú varst svo mikill fegurðar-
unnandi.
Við viljum þakka fyrir að hafa
átt þig að vini og við söknum þín,
elsku vinkona.
Þar í himnanna fögru, björtu borg
við hinn blikandi eilífðar sjó,
§arri veraldar eymd og synd og sorg
lifir sál vor í eilífri ró.
Ei þar hnígur af auga angurtár,
Drottins auglit þar munum sjá,
þar sem Ijósenglar Guðs um eilíf ár
sínar ómblíðu gullhörpur slá.
(W. Hyde - S.S.X.)
Elsku Stebba, Óli, Gunna Maja
og Solla og fjölskyldur, við vottum
ykkur og börnum alla okkar samúð
og óskum ykkur Guðs blessunar.
Ida, Smári og fjölskylda.
Pálína Guðlaugs-
dóttír — Minning
Minning
* _____
Asta Thorarensen
Dóra Hannesdóttir.