Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 37 Elín Guðrún Einars- dóttir - Minning Fædd 16. júní 1905 Dáin 16. nóvember 1993 Það er erfitt að sjá á eftir ástvin- um sínum en þeir lifa áfram í huga manns og það er ætíð hægt að ylja sér við minningarnar. Amma mín var hlý og hjarta- góð. Hún var alltaf til saðar og tilbúin að hjálpa manni ef eitthvað bjátaði á. Hún var brosmild og bros hennar nægði oft til að ryðja öllum neikvæðum tilfínningum úr vegi og ylja manni um hjartaræt- ur. Hún var hörkudugleg og sá ætíð vel um sig og sína. Amma mín var sterk persóna og gafst aldrei upp þrátt fyrir erfið veikindi. Amma mín, þú lifir áfram í huga mínum. Þinn dóttursonur, Arngrímur. Elín lést eftir langa legu hinn 16. nóvember, 88 ára að aldri. Hún var fædd á Húsavík, en flutt- ist til Akureyrar fimm ára gömul, þar sem hún síðan bjó alla tíð. Foreldrar hennar voru Einar Ein- arsson skósmiður, eyfirskrar ætt- ar, af Thorlaciusum kominn í föð- urætt, og Ólöf Jakobína Siguijóns- dóttir, Mývetningur að ætt. Einar fer til Noregs fyrir fyrri heims- styijöld pg hverfur þar með úr lífi þeirra. Ólöf elur Elínu ein upp. Árið 1926 fer Elín að vinna innan- búðar hjá KEA. Hún reisir sér íbúðarhús í Oddeyrargötu 13 af einstökum dugnaði, þar sem þær mæðgur búa jafnan síðan. Elín giftist 1939 Arngrími Bjarnasyni, er starfaði lengi hjá KEA og síð- ast sem aðalfulltrúi. Þau ættleiddu nýfædda stúlku 1945, Ólöfu Stef- aníu, konu undirritaðs. Hættir Elín þá að vinna utan heimilis og ger- ist húsmóðir til ársins 1958 þegar þau Arngrímur skilja. Þá fer Elín aftur að vinna og vinnur hjá Sjöfn allt til ársins 1971. Ég sá hana fyrst sem glæsilega konu á upphlut við afgreiðslu í vefnaðarvöruversluninni á ungl- ingsárum mínum. Elín var mjög heilsteypt persóna. Hún var fríð kona og fyrirmannleg. Hún var vinur vina sinna og stóð með þeim í hveiju sem á gekk. Hún var ákaflega frændrækin og gott að leita til hennar. Hún var mikil húsmóðir og naut sín við hannyrð- ir. Hún var sæmilega hraust, þangað til í ársbyijun 1989 að hún flyst að Seli sökum versnandi heilsu. Hún fékk heilablóðfall fyrir fjórum árum og var að mestu rúm- föst síðan. Þrátt fyrir að sjúkdóm- Minning Guðlaug Jónsdóttir Fædd 29. júní 1917 Dáin 18. nóvember 1993 Guðlaug frænka mín fæddist í Skíðsholtalíoti í Hraunhreppi á Mýrum. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson bóndi og Marta Jónsdóttir. Marta lést 1920. Faðir Guðlaugar giftist svo Soffíu Jóns- dóttur og ólst Guðlaug upp hjá þeim í Laxárholti í Hraunhreppi. Guðlaug átti tvö systkini, Guð- björgu og Jón, sem létust úr barna- veikinni á barnsaldri. Guðlaug veiktist einnig af þessum skæða sjúkdómi en náði fullum bata. Ég minnist Laugu frænku fyrst frá þeim tíma sem hún starfaði á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, en þar var hún á árunum 1944- 1951. Það hefur líklega verið 1949 þegar ég var þriggja ára að ég fór í heimsókn með móður minni til Laugu frænku en hún bjó þá á Grund eins og margt annað starfs- fólk þar. Af einhveijum ástæðum man ég ennþá nokkuð vel eftir þessu og er ég viss um að það stafar af þeim jákvæðu áhrifum sem Lauga hafði á mig. Árið 951 urðu breytingar á hög- um Guðlaugar en þá réðst hún sem ráðskona til föðursystur sinnar, Guðríðar Guðmundsdóttur, og sona hennar, Guðlaugs og Kjart- ans Eggertssona í Einholtum í Hraunhreppi á Mýrum. Það var sumarið 1951 að Lauga var svo elskuleg að létta undir með móður minni og taka mig þá fimm ára til stuttrar sumardvalar í Einholt- um. Mér er ennþá minnisstæð löng rútuferðin vestur á Mýrar sem mér fannst vara að eilífu og svo þegar Lauga tók á móti mér við brúsapallinn með tvo til reiðar og teymdi undir mér niður eftir. Sumrin mín í Einholtum urðu svo alls níu. í minningu minni fannst mér allir dagar mínir í Einholtum hafa verið sólardagar og allar nætur bjartar sumarnætur með þessari ólýsanlegu kyrrð. Ég fæ seint að fullu metið það mannbæt- andi uppeldi sem ég fékk á þessum árum hjá Laugu og Einholtaheim- ilinu. Guðlaug hafði mikla mannkosti til að bera. Hún var einkar rögg- söm og hafði góða reglu á öllum hlutum. Um leið var hún hlý og sérlega óeigingjörn í öllu fari sínu. Ég hafði stundum gaman af því hvað hún var hreinskiptin ogjafn- vel beinskeytt og gat verið sérlega ákveðin. Mér er það ljóst að hjá Laugu frænku var velferð annarra ávallt í fyrirrúmi. Guðlaug bjó í Einholtum allt þar til hún veiktist alvarlega fyrir skömmu og var þá flutt á Sjúkrahús Akraness þar sem hún lést. Við fráfall Guðlaugar er söknuður í bijóstum okkar sam- ferðafólks hennar og innilegt þakklæti fyrir allt sem hún veitti okkur af yfírlætislausu örlæti sínu. Guð blessi minningu hennar. Arngeir Lúðvíksson. Uppsetning Þjónusta ^ NÝHERJI tKATTAHLlO 24 - SlMI SS 77 a Alltaf skrtfl á undan urinn fjötraði bæði líkamsburði og mál, hélt hún andlegum styrk og sýndi okkur ástúð sína til hinsta dags. Miklir kærleikar voru milli sonar okkar, Arngríms, og ömmu hans. Hann varð þegar mjög elsk- ur að henni. Hún hafði unun af að gæta hans þegar hann var lít- ill og foreldrar skruppu af bæ. Blessuð sé minning hennar. Þú góða kona og milda móðir, mikil var trú þín og heit þín ást. - Þótt fennt hafi nú í fomar slóðir, fulltingi þitt mér aldrei brást. Þú kyntir þann eld við arinhlóðir, að ætíð skulu þess menjar sjást. (Þóroddur Guðmundsson frá Sandi.) Baldur Jónsson. Amdís Kristrún Krist- leifsdóttir - Fædd 26. nóvember 1913 Dáin 17. maí 1993 í dag, 26. nóvember, hefði Dísa amma mín orðið áttræð ef hún hefði lifað. Hún varð bráðkvödd 17. maí síðastliðinn, aðeins fimm dögum fyrir brúðkaupið mitt og Bjössa, en hún hafði hlakkað mjög til þess dags. Amma var jarðsett 25. maí, á afmælisdaginn minn. Hún var okkur barnabörnunum einstök amma. Kolli afi og Dísa amma bjuggu lengst af á Hofteigi 36 og þaðan á ég margar góðar minningar. Afi og amma áttu þijá syni. Þeir eru: Kristleifur, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Stefaníu Erlu Gunn- arsdóttur og eiga þau fimm börn; Kjartan, búsettur á Akureyri, kvæntur Helgu Stefaníu Haralds- dóttur og eiga þau tvö börn; Guð- mundur Arnar, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Kolbrúnu Jóhanns- dóttur og eiga þau tvö börn. Fyrir hjónaband átti amma einn son, Martein Guðlaugsson, hann er bú- settur í Reykjavík, var kvæntur Oddbjörgu Júlíusdóttur og eiga þau þijú börn. Þegar amma dó voru barnabarnabörnin orðin sjö. Nú þegar líður að jólum minnist ég jólaboðanna hjá afa og ömmu á jóladag, en þá var mikið fjör hjá okkur barnabörnunum. Ég minnist þess líka að ég bakaði mínar fyrstu kökur undir handleiðslu Dísu ömmu, en það var fyrir jólin 1977. Þá var mamma á fæðingardeildinni að eiga bróður minn. Það var lítil Minning en stolt stelpa sem fór í heimsókn til mömmu sinnar með nýbakaðar kökur í poka. Amma var mikil hannyrðakona og nutum við barnabörnin og síðar barnabarnabörnin góðs af því. Eftir að amma og afi fluttust í þjónustu- íbúð við Jökulgrunn og síðar á Hrafnistu tók amma virkan þátt í starfi íbúanna þar. Hún eyddi dijúg- um tíma í föndurstofunni og bjó þar til margt fallegt. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir alla hlýjuna sem þú gafst okk- ur og minnist þín með virðingu og þökk. Guð blessi þig. Stefanía Kjartansdóttir. ■Hi . Fyrírtækí og félagasamtök í Reykjavík Styrkir til nýrra viðfangsefna Atvinnumálancfnd ReyCjavíkur lýsir hér með eftir hugmyndum um ný viðfangscfni fyrirtækja og félagasamtaka í borginni með vísan til reglna nr. 31/1993 um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Til að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: Skýrt afmarkað og tímabundið (ekki til lengri tíma en 6 mánaða) Nýtt viðfangsefni Unnið af fólki af atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá hafa forgang að starfi við verkefnið. Styrkhæf verkefni yrðu unnin á vegum umsækjenda en á ábyrgð Reykj avíkurborgar. Fjárhæð styrks yrði jafnhá þeim atvinnuleysisbótum, er ella hefðu verið greiddar þeim einstaklingum, sem falla af atvinnuleysisskrá vegna þátttöku í verkefninu. Umsóknir skulu sendar borgar- hagfræðingi, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 7. desember næstkomandi. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.