Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
Björgvin Ólafsson
bifreiðarsljóri,
Akranesi - Minning
Fæddur 22. mars 1907
Dáinn 19. nóvember 1993
Hvað er að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs-
ins svo að hann geti risið upp í mætti síhum
og ófjötraður leitað á fund guðs síns.
(Kahlil Gibran)
Björgvin Ólafsson var fæddur 22.
mars 1907 að Katanesi á Hvalfjarð-
arströnd, sonur hjónanna Guðrúnar
Rögnvaldsdóttur og Ólafs Jónssonar
bónda þar. Bam að aldri (1911)
missir Björgvin móður sína og ári
síðar föður sinn. Er honum komið
fyrir hjá vinafólki foreldra sinna að
Dægru, Innri-Akraneshreppi. Að
Dægru dvelur hann sín uppvaxtar-
ár, en fijótlega eftir fermingu fer
hann að vinna fyrir sér, frá heimil-
inu, m.a. á Ytra-Hólmi og í Hvíta-
nesi. Björgvin syrgði foreldra sína
sárt alla tíð.
Árið 1930 byijar hann akstur á
vörubifreið, sem varð hans ævistarf
upp frá því. Þótti hann góður bíl-
stjóri og var hann lánsamur í því
starfi. Björgvin var laginn við það
sem hann vann við. Til marks um
það, keyptu þeir Valgarður frændi
hans hvor sína Ford-vörubifreiðina
árið 1947 í kössum, ósamsetta.
Unnu þeir við það frændurnir að
setja þá saman í bílskúrnum heima
í Uppkoti.
Björgvin var sá gæfumaður að
eignast yndislega konu, Önnu Mýr-
dal Helgadóttur. Þau giftust 16.
júní 1933. Hún var minnisstæð þeim
sem hana þekktu fyrir glaðlyndi sitt
og hjartahlýju. Hún var hrein og
bein og elskuleg við alla jafnt, bæði
þá sem henni stóðu nær og líka
hina sem óskyldari voru. Hún var
bömum sínum, tengdabörnum og
barnabörnum ástrík og góð móðir.
Mat Björgvin hana mikils. Það var
gaman og gott að heimsækja þau
hjónin á Suðurgötu 94, þar sem þau
bjuggu, bæði samhent um að taka
vel á móti gestum.
Árið 1956 varð Björgvin fyrir því
að raflínustaurar hrandu yfír hann
og stórslösuðu hann. Bar hann
aldrei sitt barr eftir það. Anna stóð
þá við hiið hans og var honum stoð
og styrkur. Missir hans var þvi mik-
ill er Anna lést eftir erfið veikindi
24. ágúst 1970. Hennar var sárt
saknað.
Börn þeirra Björgvins og Önnu
era: Helgi, kvæntur Ingibjörgu Sig-
urðardóttur, Guðrún, gift Snæbirni
Snæbjömssyni, og Sigrún, gift
Gunnari Lárussyni.
Björgvin gekk dóttur Önnu, Þor-
björgu Laufeyju, í föðurstað. Hefur
hún alla tíð reynst honum sem hin
besta dóttir. Þótti honum innilega
vænt um hana, svo og öll sín börn,
tengdabörn og bamabörn. Þorbjörg
er gift Helga Ibsen. Einnig ólu þau
Björgvin og Anna upp dóttur Guð-
rúnar, Valgerði Önnu, sem sér nú
eftir góðum afa.
Björgvin átti alla tíð taugar til
sveitarinnar sinnar og hefði hann
gjaman óskað þess að verða bóndi,
ef aðstæður hefðu leyft það. En
alla tíð átti hann skepnur til fram-
færis sínu heimili. Síðustu árin var
hann með kindur. Hann vildi alltaf
vera sem mest sjálfbjarga og öðrum
óháður.
Árið 1972 fær Björgvin til sín
góða konu, Svanlaugu Pétursdóttur.
ERFIDRYKKJUR
■ÍTBLISJA
sími 689509
V __________/
Áttu þau saman heimili, fyrst á
Suðurgötu 94 og síðar á Dvalar-
heimilinu Höfða, þar til hún lést 3.
febrúar 1991. Hún reyndist Björg-
vin traustur og góður vinur. Annað-
ist hún hann og heimilið svo að
ekki varð á betra kosið. Björgvin
var þakklátur fyrir þau ár sín, sem
hann dvaldist á Höfða, ekki síst
vegna þess hve starfsfólkið reyndist
honum frábærlega vel. Minntist
hann oft á það og ber það að þakka.
Björgvin var mikill sómamaður,
drenglyndur og hófsamur, hlýr og
góður. í veikindum hans kom fram
meðfædd þrautseigja. Einbeitni og
ótrúlegur andlegur styrkur, sem
kom honum hvað eftir annað á fæt-
ur, þótt oft liti ekki vel út með bata.
Síðasta daginn, sem hann lifði, var
hann sem fyrr ákveðinn í að kom-
ast einu sinni enn á fætur og studdi
sonardóttir hans Ása hann, þar sem
hann þjálfaði sig á göngu um morg-
uninn.
Mig langar að lokum til að þakka
Björgvin vini mínum hjartanlega
fyrir hans hugulsemi, góðvild og
umhyggju fyrir mér og mínum alla
tíð. Læt ég ljóð föðursystur minnar
verða kveðju mína til hans:
Er hinsti svefninn hjarta stöðvar mitt
herra, sál mín þráir ríki þitt.
í arma þína andinn glaður flýr,
um eilífð sæll í návist þinni býr.
(Guðrún Jóhannsdóttir,
Brautarholti.)
Guð blessi minningu Björgvins
Ólafssonar.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Engan skyldi undra þótt skamm-
degisdrangi hvíli yfír hugum íslend-
inga þessa mörgu illveðursdaga
skammdegisins. Oft virðist aldur-
hnigið lasburða fólk eiga erfitt með
að yfírstíga þetta erfíðasta tíma-
skeið ársins, en verður þá að ósk
sinni, sem er að fá að sofna svefnin-
um eilífa og sæla. Þetta kemur fyrst
í hugann þegar mér berst dánar-
fregn aldraðs frænda, föðurbróður
míns, Björgvins Ólafssonar vist-
manns á Dvalarheimilinu Höfða.
Hann var búinn að liggja rúmar
þijár vikur á sjúkrahúsinu þegar
hann Iést að áliðnum degi hinn 19.
þ.m.
Björgvin varð fyrir slysi 18.
febrúar 1956, er hann varð fyrir
stóram raflínustauram, sem verið
var að lyfta af bíl. Hann lærbrotn-
aði illa, fékk högg á höfuð og víð-
ar, svo að hann lamaðist, þó mest
á apnarri hendinni. Hann lá lengi á
sjúkrahúsi vegna þessa slyss og
náði aldrei fullri heilsu á ný. Síðar
varð hann að gangast undir aðgerð
vegna blöðrahálskirtils. í framhaldi
af því í stranga lyfjameðferð, sem
háði honum mjög. Allt varð þetta
til að lama líkamsþróttinn, en hann
sýndi mikla þrautseigju. Hann hvarf
aftur að sínu starfí, vann í mörg
ár, oft illa haldinn. Þessu til viðbót-
ar fór ellin að, svo að hann var orð-
inn mjög lasburða og þarfnaðist
meiri umönnunar en hægt var að
veita í heimahúsi. Mér leist satt að
segja ekkert á þetta, þegar ég heim-
sótti hann, og vildi að hann kæmist
inn á Höfða, þar væri allt annað
að vera. Hann var tregur til, því
að hann hefur alltaf heimakær ver-
ið. En við erum alda vinir, hann
virti oft mín ráð, sem hann gerði
nú, og inn á Höfða kom hann í sept-
ember 1988.
Hann fann strax muninn og varð
jákvæður og duglegur. Hann hresst-
ist, þó mest þegar hann losnaði við
lyfin. Nú fór hann í gönguferðir,
leikfimi o.fl. Þannig öðlaðist hann
mun betri líðan og kunni vel að
meta. Hann varð dáður af góðum
heimilisanda þama og frábæru
starfsfólki, sem sýnir vistmönnum
ómældan mannkærleik og veitir
þeim góða umönnun. Hann var
virkilega orðinn líkur sjálfum sér
þegar hann var kominn með sína
einkamuni í einsmanns íbúð, með
fögru útsýni yfir höfnina, völlinn,
Langasand og gamla bæinn. Þarna
leið honum vel og var ánægjulegt
að koma til hans. Hann naut þess
að búa á þessu góða heimili og var
mikið þakklátur fyrir allt sem fyrir
hann var gert. Ég heyrði stúlkurnar
bera honum gott orð og lofa hans
prúðu framkomu, sem honum var
meðfædd, því að hann var glaður í
viðmóti og glaður í hjarta sínu þeg-
ar honum leið vel. Hann gerði ekki
kröfur fyrir sjálfan sig en var mjög
sæll og glaður þegar tii hans var
litið og við hann rætt.
Hann var dulur og hlédrægur
maður, hafði aldrei illt orð um nokk-
urn mann, var hægur og stilltur,
gestrisinn og góður vinur vina sinna.
Góður fjölskyldufaðir. Ég minnist
hans frá mínum æskuáram sem
mjög nærgætins og góðs vinar.
Hann var okkur börnunum í sveit-
inni aufúsugestur og sannur vinur.
Björgvin var fæddur í Katanesi
22. mars 1907, fjórða og yngsta
barn hjónanna sem þar bjuggu í 12
ár, Ólafs Jónssonar og Guðrúnar
Rögnvaldsdóttur. Þau fluttust að
Katanesi vorið 1899 frá Geitabergi
í sömu sveit. Þar bjó Ólafur rausnar-
búi í 18 ár, áður á Þorbjarnarstöðum
í Straumsvík við Hafnarfjörð í 12
ár, reri þaðan einnig til fískjar. Ólaf-
ur var fæddur í Lambhaga í Mos-
fellssveit, sonur búandi hjóna þar,
Jóns Jónssonar, f. 1806 í Laxnesi,
og Maríu Eyjólfsdóttur, f. þar 1804.
Jón Jónsson bóndi í Breiðholti, nú
borgarhluti í Reykjavík, var sonur
Lambhagahjóna og bróðir Ólafs.
Skyldfólk Ólafs afa míns er hér víða
ofan Hvalíjarðar. T.d. vora þeir
systkinasynir Ólafur afí og Ólafur
Magnússon bóndi á Þórisstöðum, frá
Eyjum í Kjós. Guðrún, kona Ólafs
og móðir Björgvins, var ein af 18
börnum Rögnvalds Jónssonar út-
vegsbónda í Skálatanga. Konur
hans vora alsystur, Guðrún dó frá
12 bömum, en með seinni konunni,
Arnbjörgu, átti Rögnvaldur 6 böm.
Guðrún, móðir Björgvins, var þeirra
elst.
Það var 33 ára aldursmunur á
foreldram Björgvins. Hún dó þó ári
á undan bónda sínum, á útmánuðum
1911, á spítala í Reykjavík og er
jörðuð þar syðra. Ólafur lést í Kata-
nesi 22. maí 1912. Böm þeirra hjóna
vora fjögur. Jón og Guðfríður, fædd
á Geitabergi, Guðný og Björgvin í
Katanesi. ðlafur leysti heimili sitt
upp þegar kona hans dó 1911. Hann
var orðinn bæklaður af slitgigt og
þreytu. Tvö eldri börnin unnu fyrir
sér, en Guðnýju var komið í fóstur
að Kalastaðakoti, en Björgvini að
Dægru í Innri-Akraneshreppi til
Guðjóns Sigurðssonar og Signýjar
Jónsdóttur. Þau voru vinafólk for-
eldra Björgvins. Guðjón var reyndar
skyldur Guðrúnu Rögnvaldsdóttur.
Björgvin fékk svolítinn arf eftir for-
eldra sína. Þeir peningar voru settir
í bankabók og honum afhentir með
áunnum vöxtum þegar uppeldinu
var lokið. Þessi fátæku hjón tóku
því ekkert gjald fyrir uppeldið á litla
frænda, það segir okkur að mann-
Fæddur 27. desember 1904
Dáinn 20. nóvember 1993
Okkur systrunum langar til að
minnast afa okkar, sem lést á Vífils-
staðaspítala 20. nóvember síðastlið-
inn. Hann hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða þannig að fráfall
hans hefði ekki átta að koma á óvart,
samt setur mann hljóðan. Það er þó
huggun harmi gegn að nú hefur
hann fengið hvíldina og þjáist ekki
meir.
Afí gekk að eiga ömmu okkar,
Sigríði Jónatansdóttur, og hefði
mamma okkar, þá fímm ára ekki
getað fengið betri föður, né við síðar
afa. Það var ávallt stutt í kímnina
hjá honum, og þá sagði amma okkar
alltaf að taka ekkert mark á þessu,
hann væri bara að grínast. Afi var
kærleikurinn er ekki í neinum
tengslum við efnahag.
Árið 1921, fermingarár Björg-
vins, vora stúlkurnar fermdar fyrst,
en þá skeði það að sr. Jón Sveins-
son varð bráðkvaddur í einni ferm-
ingarveislunni, svo að drengirnir
biðu til haustsins eftir fermingunni
og þá var sr. Þorsteinn Briem kom-
inn hér prestur. Eftir fermingu fer
Björgvin að vinna sér út af heimil-
inu. Hann er tíma að vetrarlagi í
Katanesi hjá bróður sínum 1923.
Veturna 1924 og 1925 var hann
vetrarmaður á Ytra-Hólmi hjá Pétri
Ottesen. Árið 1926 er hann vetrar-
maður í Katanesi, fór 11. maí tveim
dögum eftir mikla bylinn sem gerði
9. maí og varð mörgum eftirminni-
legur. Nýbúið var að sleppa fé og
urðu því sumir fyrir skaða, en þeim
bræðram tókst að bjarga okkar fé.
Fljótlega stytti upp og jörðin kom
græn undan snjónum og komið gott
veður. Veturinn 1927 er hann vetr-
armaður hjá Þórði á Hvítanesi í
Skilmannahreppi, vorið það hjá
Guðna, föður Þórðar, og kaupamað-
ur hjá Þórði um sumarið.
Veturinn 1928 var fyrsti veturinn
hans á Skaganum. Veturinn 1929
var hann í Sandgerði og vann við
lifrarbræðslu. Árið 1930 tekur hann
bílpróf, kaupir nýlegan Ford-vörubíl
og þar með hófst ævistarfið, því að
upp frá því var hann vörabílstjóri á
eigin bíl, líklega í hálfan sjötta ára-
tug og það án óhappa eða slysa og
má það teljast farsælt lífshlaup og
öðram til eftirbreytni.
Þegar Björgvin var fluttur á
Skagann leigði hann sér herbergi á
loftinu á Kringlu. í þá daga hétu
húsin á Skaganum nöfnum, sem
eykur á virðinguna, alveg eins og
þegar landinu era gefín örnefni, það
er menning. Tvær systur Davíðs
stórbónda á Arnbjargarlæk og Þor-
steins Dalasýslumanns bjuggu þar.
Þær hétu Guðrún, kona Valda, og
Málfríður ekkja. Björgvin var hjá
Guðrúnu einnig í fæði. Jón Helgason
frá Uppkoti, sem er þama næsta
hús, giftist Guðrúnu dóttur Málfríð-
ar, en hún lést eftir mjög skamma
sambúð. Þama var því góð vinátta
á milli heimila Uppkots og Kringlu
alltaf fullur áhuga á öllu því sem var
að gerast í lífi okkar, og ávallt tilbú-
inn að rétta hjálparhönd. Söknuður
okkar og missir er mikill.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma og mamma við biðj-
Guðmundur Steinsson,
Vegamótum, Selljam-
arnesi - Minningarorð
og samgangur. Þannig munu þau
hafa kynnst Björgvin og Anna
Helgadóttir í Uppkoti.
Hjónin í Uppkoti voru Helgi Jóns-
son og kona hans, Guðrún Sæ-
mundsdóttir, hún lést í október
1930. Uppkotshúsið stóð upphaf-
lega framarlega á sjávarbakkanum.
Árið 1928 byggir Helgi og Valgerð-
ur dóttir hans og Þórarinn, maður
sem hún bjó með, en varð bráð-
kvaddur á besta aldri, og nú var
húsið fært að götunni, þar sem það
stendur enn. Eftir að Helgi er orðinn
ekkjumaður býr Anna dóttir hans
með honum. Ánna var þá búin að
verða fyrir því áfalli að missa unn-
usta sinn í sjóinn. Hann fórst í
Hálaveðrinu mikla 8. febrúar 1925,
á togaranum Leifí heppna. Þau ætl-
uðu reyndar að halda brúðkaup sitt
þegar hann kæmi úr þessum túr og
stofna heimili í Reykjavík. Þetta
vora ungri stúlku þung örlög. En
ljós í myrkrinu var þó að hún eignað-
ist yndislegt barn eftir þennan ást-
kæra vin sinn, það var sólargeislinn
hennar Önnu í þungri þraut. Stúlkan
ber nafn föðurins, Þorbjörg Laufey
Þorbjörnsdóttir, kona Helga Ibsens
framkvæmdastjóra. Þarna urðu þijú
dauðsföll eða fleiri varðandi þessa
fjölskyldu með stuttu millibili.
Svo gerðist það að dugmikill son-
ur Helga, Kjartan, var byijaður út-
gerð í félagi við aðra og orðinn for-
maður. Hann fékk að veðsetja hús
föður síns og systur fyrir verði
skipsins. Það fór kreppa í hönd og
útgerðarfélög fóru mörg á höfuðið,
einnig þetta. Þar með var kominn
nýr eigandi að Uppkotinu. Þannig
standa málin þegar Björgvin og
Anna ákveða að verða lífsförunaut-
ar. Eigandi hússins hét Gunnlaugur
kaupmaður í Reykjavík. Nú varð
eitthvað að gera til að tryggja sama-
stað fyrir fólkið. Björgvin leitaði til
Jóns, bróður síns, sem hann bar
mikið traust til, en Jón var vanur
kaupsýslumaður, nema þeir fóru á
fund Gunnlaugs. Þetta var hinn
besti maður og samdist þeim vel,
svo að Björgvin var orðinn eigandi
að Uppkotinu. Hann stóð í góðum
skilum svo að allt varð þetta hið
besta mál.
Hinn 16. júní 1933 voru þau gef-
in saman Anna og Björgvin. Þeirra
börn eru þijú, Helgi, kv. Ingibjörgu
Sigurðardóttur, Guðrún, gift Snæ-
birni Snæbjömssyni, og Sigrún, gift
Gunnari Lárassyni. Nú svo er heill
hópur af yngri afkomendum. Allt
er þetta vinsælt og traust fólk sem
býr við góðan orðstír, duglegt og
fyrirmyndar gæðafólk. Anna lést
24. ágúst 1970.
Þeim vegnaði vel þessum hjónum,
þeirra sambúð var farsæl og giftu-
rík, þau ólu börn sín upp í miklum
kærleika og ástúð og fylgdust vel
með allri fjölskyldunni. Það var allt-
af ánægjulegt að koma á heimili
þeirra. Þar var alltaf sönnun vinum
að mæta.
Guð blessi minningu þeirra með
eilífri þökk fyrir allt og allt. Minn-
ingin lifir.
Samúðarkveðja frá mér og mín-
um.
Valgarður L. Jónsson.
um Guð að blessa ykkur á þessari
sorgarstundu og leitum okkkur
huggunar í því að hann afí sé nú
í himnaríki.
Selma, Sigrún og Dagný.