Morgunblaðið - 26.11.1993, Side 39

Morgunblaðið - 26.11.1993, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 39 Hjörtur Hjálmars son - Mínning Fæddur 28. júní 1905 Dáinn 17. nóvember 1993 Hjörtur nafni minn og móður- bróðir var fremstur meðal hinna góðu í hópi föður-, stjúpföður og móðurbræðra. í mínum huga náði frændi þessu • tignarheiti strax í bernsku. Ég var látinn heita í „höf- uðið á honum“. Auk þess var hann á heimili foreldra minna öll bernsku- árin, utan þess er hann var í far- kennslunni. Á afmælisdögum okkar systkin- anna og við ýmis tækifæri kenndi hann okkur vísur, sem ávallt vöktu mikinn fögnuð. Hann var næmur fyrir skopskyni barnanna. Fyrstu sex kennsluárin startaði hann sem farkennari í Reykhólaskólahéraði. Á þessum árum vann hann að heyskap og vorverkum hjá systur sinni og mági. Hann var afkastamikill í hey- skap, verklaginn og hagsýnn. Hann kunni „að dengja ljáinn sinn“. Það beit vel bæði þar sem hann brá orfi eða orði. í félags- og framfaramál- um í Reykhólasveitinni var hann framsýnn forystuaðili. Þegar hann ákvað að skipta um starfsvettvang 1931 og taka við kennarastöðu á Flateyri við Önundaríjörð, þá ætlaði hann að reyna að létta af sér hinum ýmsu félagsstörfum. Sú ráðagerð átti nú ekki eftir að rætast næstu áratugina. Flateyring- ar fundu brátt að þennan aðkomu- mann mætti virkja til góðra verka og félagsstarfa. Enda reyndist þessi Skagfirðingur jafn vel við kennarap- últið sem utan kennslustofunnar. Á Flateyri réðust örlög hans og lífs- hlaup. Þar kynntist hann konuefni sínu, Rögnu dóttur Sveins Gunn- laugssonar skólastjóra. Þeir tengda- feðgar byggðu sér saman reisulegt steinhús. Hjörtur var eftirsóttur til •starfa á sumrin. Hagsýni hans og samviskusemi en ekki síst aðlaðandi viðmót hans leiddu til þess að hann var eftirsóttur til allra verka. Á vinnustað var hann hrókur alls fagn- aðar og lét þá leiftrandi skopskyn tindra í bundnu máli. Dæmi um það var þegar tveir smiðir voru stundum meira utan vinnustaðarins en innan. Þá sagði Hjörtur: Týndur fannst, en fundinn hvarf að fundnum týndur leita þarf, týndist þá, en fundinn fer að finna þann sem týndur er. Á fyrsta Fjórðungsþingi Vest- firðinga sátu frægir andstæðingar saman, Einar Guðfinnsson og Hannibal, og ræddu í bróðerni. Þá sagði Hjörtur: Það var ljóst á þeirri stundu að þjóðargæfa loks er vís, er Hannibal og Einar undu sem úlfur og lamb í Paradís. Ljóðagerð var snar þáttur í dag- legu lífi hans allt frá barnæsku. Þrátt fyrir mikið annríki árið um kring gleymdi hann ekki systkina- börnum sínum í Reykhólasveitinni. Ljóðabréfin bárust jafnt og þétt frá frænda á Flateyri. Á þessum árum var erfitt að komast áfram í ungl- ingaskóla eftir að farkennslunni lauk. Þetta leystu þeir tengdafeðgar og konur þeirra á eftirminnilegan hátt. Okkur systkinunum var boðin vetrardvöl í unglingaskólanum þeirra. Við vorum þar tvö og tvö sinn hvorn veturinn. Kennslan var síðdegis eftir að barnakennslunni lauk. Við Hrefna vorum þarna hjá þessum tengdafjölskyldum veturinn 1939-1940 en Lilja og Anna næsta vetur. Þessi vetrardvöl er mér enn ógleymanleg. Flesta daga þegar skíðafæri var þá brá ég mér eitt- hvað á skíði fyrri hluta dags. Úti- vistin var fyrst og fremst unaður augnabliksins, en hitt sem reyndist varanlegt var að njóta þeirra miklu uppeldis- og menningaráhrifa sem heimili þeirra veittu okkur. Þar var hlutur þeirra Rögnu og Sigríðar, konu Sveins, ekki síðri. Frá þessu samstillta og einstaka menningar- heimili get ég rakið áhrif sem mörk- uðu lífsýn og lífsstíl minn og upp- haf að ævistarfi mínu. Á þessu stigi í minningarferlinum fer ég að nálgast kjarnann, sem stendur upp úr þegar góðs drengs er minnst og gæfuslóð hans og fjöl- skyldu hans er rakin. Þessi hjón áttu mikla hugsjón í menningar-, félags- og fræðslustarfí. Mikill kær- leikur og ósérhlífni einkenndi fram- kvæmd þeirra í öllum störfum. Samfelld og óslitin dvöl þriggja ættliða í allt að sex áratugi hlýtur að teljast forréttindi hveiju byggð- arlagi á íslandi. Flateyringar þekktu sína menn, þeir sýndu virðingu sína og þökk er þeir tilnefndu Hjört heiðursborg- ara sinn á sjötugsafmæli hans. Hjörtur var gæfumaður. Hann þurfti ekki að bíða æviloka og þess- arar kveðjustundar að samferða- menn vottuðu honum fyllstu virð- ingu og þökk og tjáðu honum hversu mikið þeir virtu hann. Hafi Flateyringar margfalda þökk fyrir. Við og fjölskylda hans, sem fylgdumst með mjög skertri heilsu og tjáningarmætti hans sl. tvö ár samfögnum honum á leið til aukins frama á brautum eilífðarinnar. Við Reykhólasystkinin kveðjum Hjört frænda með þökk og virð- ingu. Blessuð sé hans minning. Fjölskylda Hjartar og afkomend- ur: 1.3. Hjörtur Hjálmarsson, f. 28. júní 1905, fv. skólastjóri og spari- sjóðsstjóri, Flateyri. Maki: Áðal- heiður Ragna Sveinsdóttir (söngstj.), f. 29. október 1911, d. 2. júní 1980. 2.1. Emil Ragnar, f. 23. apríl 1936, kennari, Mosfellsbæ. Maki: Anna Jóhannsdóttir, f. 13. október 1937. 3.1. Halldóra Kristín, f. 14. ágúst 1960, húsm., Svíþjóð. Maki: Valur Helgason, f. 2. ágúst 1956 bifreiða- smiður, Svíþjóð. 4.1. Emil Helgi, f. 16. desember 1978. 4.2. Ragnar Elías, f. 18. nóv- ember 1981. 4.3. Arnar Ingi, f. 22. júlí 1986. 3.2. Jóhann Hjörtur, f. 11. apríl 1963, físktækninemi, Mosfellsbæ. 3.3. Guðrún Ragna, f. 2. apríl . 1965, húsm., Reykjavík. Maki: Óli Zophanías Gislason, f. 11. ágúst 1953, rafeindavirki. 4.1. Aðalheiður Ragna, f. 22. ‘júní 1988. 3.4. Sigríður Anna, f. 28. janúar 1972, menntaskólanemi, Mos- fellsbæ. 2.2. Grétar Snær, f. 7. ágúst 1937, starfsmannastj., Mosfellsbæ. Maki: Sigrún Sigurðardóttir, f. 7. janúar 1940, innh.stj. 3.1. Sigurður Magnús, f. 11. október 1960, fulltrúi, Mosfellsbæ. 3.2. Hjörtur Sveinn, f. 26. nóv- ember 1961, húsasm. nemi, Mos- fellsbæ. 4.1. Ólafía Mjöll, f. 1. apríl 1982 (móðir Hanna María Ólafsdóttir). Maki 1: Guðlaug Gísladóttir, f. 10. ágúst 1956 (skilin). 4.2. Sigrún Ragna, f. 21. apríl 1986. 4.3. Grétar Snær, f. 14.júlí 1989. 3.3. Dóróthea Heiður, f. 29. sept- ember 1968, skrifstofust., Mos- fellsbæ. Hjörtur Þórarinsson. í dag fer fram útför Hjartar Hjálmarssonar skólastjóra á Flat- eyri. Hann fæddist 28. júní 1905' á Þorljótsstöðum í Vesturdal í Skaga- firði. Foreldrar hans voru Hjálmar Þorláksson og kona hans, Kristín Þorsteinsdóttir. Þau hættu að halda heimili saman þegar Hjörtur var ungur að aldri. Leiðir hans lágu þá ásamt Kristínu móður hans og eldri systur, Steinunni, og manni hennar, Þórarni Árnasyni vestur í Reykhóla- sveit þar sem þau Steinunn og Þórar- inn bjuggu á Miðhúsum. Hjörtur lauk gagnfræðaprófi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1922. Eftir það var hann kennari í Reykhólasveit en fór svo í kennara- nám óg lauk því 1926. Þá varð hann aftur kennari í Reykhólasveit 1926- 1931. Hjörtur tók mikilli tryggð við Reykhólasveit og var henni bundinn traustum böndum. Það fór því vel á því að þar ætti hann athvarf farinn að heilsu og kröftum og þaðan væri gerð síðasta ferðin. Haustið 1931 varð Hjörtur kenn- ari á Flateyri og þar vann hann síð- an lífsstarf sitt. Sveinn Gunnlaugs- son varð þá skólastjóri á Flateyri en hann hafði verið eiriskonar náms- stjóri í Barðastrandarsýslu eða kennsluprófastur eins og almenning- ur orðaði það. Sveinn hafði því fylgst með kennslu Hjartar og vildi fá hann með sér til Flateyrar. Þar urðu þeir svo samstarfsmenn þar til yfir lauk. Hjörtur tók svo við skólastjórn þegar Sveinn hætti fyrir aldurs sakir. Hjörtur kvæntist 15. deaember 1934 Rögnu dóttur Sveins Gunn- laugssonar. Þeir tengdafeðgar byggðu sér hús.saman og þar fædd- ust synir þeirra Hjartar og Rögnu, Emil og Grétar Snær. Ragna andað- ist 1980. Næstum hálfa öld var Hjörtur Hjálmarsson störfum hlaðinn á Flat- eyri, allan þann tíma var honum fyrir mörgu trúað og öðrum ekki betur treyst. Hann var oddviti, hreppstjóri, sýslunefndarmaður, sparisjóðsstjóri og margt annað. Verður það ekki allt nefnt hér. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum 1959-62 og tók tví- vegis sæti á Alþingi. Það hefur löngum verið talið lík- legt til mannhylli á íslandi að menn væru gamansamir. Þar má nefna til dæmis frá fyrri öldum menn eins og Sighvat Sturluson og Jón biskup Arason, en þeim var lagið að tengja alvörumál spaugi. Hjörtur Hjálmars- son hafði góða kímnigáfu. Hann var ágætlega hagorður og nýtti þá gáfu vel til skemmtunar græskulaust. Af stökum hans er sennilega vísan um týndan og fundinn frægust: Týndur fannst en fundinn hvarf, að fundnum týndur leita þarf en týndist þá og fundinn fer að finna þann sem týndur er. Öðru sinni var lýst svo eftir manni: Til eftirlits er hver einn hvattur, hefur tapast fundarmaður. Stuttfættur og borubrattur, breiðmynntur og sjálfumglaður. Svo er þessi afrekaskrá: Dani slyngur dró á þing, drjúgur þæfði hið besta, málin kringum hring af hring hökti og svæfði flesta. Þetta sýnishorn verður hér látið nægja en oft var góð fagnaðarbót að framlagi Hjartar Hjálmarssonar á mannamótum. En gamansemi hans breytti því ekki að hann var alvörumaður og gerði kröfur til sjálfsy sín og annarra. Hann var bindindismaður vegna þess að hon- um þótti öll staupagleði aumur hégómi móts við allt það auðnu- leysi sem áfengi veldur. Hann sá og skildi ábyrgð manns í þeim efn- um. þar vildi hann ekki vísa á villi- götur. Enginn sér fyrir hrakfalla- sögu þess sem ánetjast áfenginu. Þar er manndyggð að vera til varn- ar. Slíkt er viðHorf hins félagslega þroskaða manns sem skynjar ábyrgð samfélagsins. Síðustu árin dvaldi Hjörtur eins og áður er vikið á elliheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Þegar fundum okkar bar fyrst saman var það í Reykhólasveit fyr- ir 63 árum. Þá sagði hann mér að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum þegar hann sá Barmahlíð fyrst. Kjarrið þar var ekki samboðið því sem Jón Thorvaldsen kvað um hlíð- ina sína fríðu. Má vera að henni hafi hrakað á þeim 100 árum sem liðin voru frá því að skáldið sá hana fyrst. En síðan þetta var hefur ver- ið unnið að skógrækt í hlíðinni með góðum árangri. Birkið hefur tekið við sér og grenitré vaxa vel í skjóli þess. Byggt hefur verið dvalarheimili aldraðra á Reykhólum og gefið nafn hlíðarinnar fríðu. Vel fer á því að þar naut fóstursonur og tryggð- arvinur sveitarinnar, sá sem hér er kvaddur, hvíldar og skjóls þegar krafta þraut. Jafnframt þökkum við hálfrar aldar starf Önfírðingsins Hjartar Iljálmarssonar, heiðursborgara sveitar sinnar þar. Hann er gott að muna. H.Kr. Látinn er á Dvalarheimilinu Bannahlíð á Reykhólum Hjörtur Hjálmarsson fyrrum skólastjóri og sparisjóðsstjóri á Flateyri. Hjörtur lést 17. nóvember sl. á 89. aldursári. Hjörtur var skagfirðingur, fædd- ur á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905, sonur hjónanna Hjálmars Þorlákssonar og konu hans, Kristín- ar Þorsteinsdóttur. Hjörtur stundaði almennt ungl- inganám á Sauðárkróki, síðan gagn- fræðanám í Flensborgarskóla í Hafnarfírði og lauk almennu kenn- aranámi frá Kennaraskólanum árið 1926. Hjörtur átti kjarnmikinn frændgarð í Reykhólasveit og hóf hann kennslu þar 1922 og síðan aftur að loknu kennaranámi. Reyk- hólasveitin, frændfólkið og vinahóp- urinn. Það var honum ávallt mjög mikils virði og dvaldist hann þar oft í frítíma sínum og naut þess mjög. Eitt vorið var Hjörtur að kenna sund í F'latey á Breiðafirði. Þar kynntist hann ungri stúlku, Aðal- heiði Rögnu Sveinsdóttur. Ragna fór eftir það suður til Reykjavíkur í tónlistarnám. Það var árið 1931 að Hjörtur flyst til Flateyrar og gerist kennari við Barnaskóiann, fýrst sem almennur kennari og árið 1959 tekur Hjörtur við skólastjórn og gegnir því starfi til ársins 1970 að sonur hans, Emil Ragnar, tekur við því starfí af hon- um. Eftir að til Flateyrar kemur tekur við mikill anna- og ánægjutími fyrir Hjört, þar endurnýjar hann kynni sín við væntanlegt konuefni sitt og 15. desember árið 1934 kvæntist hann Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þá- verandi skólastjóra á Flateyri og eignuðust þau tvö syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra. Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari hér á Flateyri. Fljót- lega eftir að Hjörtur kom til Flateyr- ar kom í ljós tryggð hans og atorka og hlóðust því fljótlega á hann ýmis samfélagsleg verkefni bæði í at- vinnumálum, menningarmálum, sveitarstjórnarmálum og almennum félagsmálum. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hjörtur sat í stjórn og var lengi stjórnarformaður Kaup- félags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumað- ur í vel flestum félögum og samtök- um hér á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf hér um langt árabil. Hjörtur var ekki einn í öllum þess- um störfum, hann naut mikils stuðn- ings og ástríkis eiginkonu sinnar og tók hún virkan þátt í vel flestum störfum hans og var heimili þeirra á Grundarstígnum í senn félagsmið- stöð og samkomustaður flestra hópa hér í þorpinu um langt árabil. Flat- eyringar vildu þakka Hirti hans margvíslega framlag til framfara- mála þorpsins og var hann á 70 ára afmæli sínu gerður að heiðursborg- ara Flateyrarhrepps. Hjörtur var mikill og sannur jafn- aðarmaður alla sína tíð og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Al- þýðuflokkinn bæði heima í héraði og á landsvísu, sat lengi í flokks- stjórn Alþýðuflokksins ogl sat um tíma á Alþingi sem varamaður fyrir flokkinn á Vestfjörðum. Ég minnist Hjartar fyrst sem kennara og skóla- stjóra við Barnaskólann hér á Flat- eyri, bæði við kennslu og uppsetn- ingar og stjórnun á skólaskemmtun- inni sem haldin var á hveijum vetri. Uppáhalds kennslugreinar Hjart- ar voru landafræði og saga Islands og stærðfræði og notaði hann oft þá kennsluaðferð í stærðfræðinni að þjálfa menn í hugarreikningi með því að skipta bekknum í tvö eða fleiri lið og láta menn keppa sín á milli. Margir nemendur biðu þess alla vikuna hvort ekki yrði „reiknings- kapp“ hjá Hirti og hlökkuðu jafnan mikið til. Skólaskemmtanirnar hjá Barna- skólanum undir stjórn þeirra Hjart- ar og Rögnu, konu hans, voru líka ávallt tilhlökkunarefni því þá fengu allir að leika í ævintýraleikriti eða syngja fyrir pabba og mömmu. Hjörtur var strangur en góður leik- stjóri og hjálpaði mörgum sem þar stigu sín fyrstu leikspor. Víst er að þar yfirvann margur sinn fyrsta sviðsskrekk og fékk góða tilsögn í tjáningu og framkomu og hefur það vafalaust komið mörgum til góða síðar á lífsleiðinni. Eitt held ég að flestum sé minnisstætt frá þessum skemtunum, en það er stundvísin. Það var alveg föst regla að byrja á auglýstum tíma og lærðist okkur fljótt að það þýddi ekki að koma of seint því að þá var skemmtunin byrjuð og ekki vildum við missa af byrjuninni. Síðan skilja leiðir okkar Hjartar næstu 14 árin og það er ekki fyrr en ég ræðst til starfa hjá Sparisjóði Önundarfjarðar árið 1980 að kynni okkar hefjast að nýju og milli okkar tekst mikil vinátta. Það var árið 1980 að ég flyst til Flateyrar og tek við af Hirti sem sparisjóðsstjóri. Líf og starf Hjartar og Sparisjóðs Ön- undarfjarðar féllu vel saman um langt árabil, hann var kosinn í stjóm sjóðsins árið 1949 og sat þar sam- fellt í 40 ár og síðustu 12 árin var hann jafnframt sparisjóðsstjóri. Það er á engan hallað þótt skrifað sé að Hjörtur hafí lagt grunninn að starfi og stöðu sparisjóðsins eins og hann er í dag. Hirti þótti mjög vænt um sparisjóðinn og bar hag hans ávallt mjög fyrir bijósti enda blómstraði sjóðurinn meðan hann stjórnaði þar. Ég kynntist Hirti mjög vel þau ár sem við störfuðum saman og lærði margt af honum. Það snerti ekki allt peninga og umsýslu þeirra, heldur miklu frekar margbreytileika mannlífsins og gleðina yfir því að vera til. Það var auðvelt og það var gaman að ræða við Hjört um öll heimsins mál því að hann hafði svo • mikið að segja og lá aldrei á skoðun- um sínum, hann var hagmæltur vel og svaraði oft fyrir sig í bundnu máli. Hann samdi mikið af gaman- málum sem víða voru flutt, bæði á skemmtunum og í útvarpi, oft var efniviðurinn góðlátlegt grín að sjálf- um sér og samferðamönnum sínum. Hjörtur gekk ekki einn í gegnum lífíð. Hans mesta gæfa var að eign- ast Rögnu fyrir konu og með henni synina tvo en lífið fór ekki alitaf um þau mildum höndum. Ragna lést árið 1980 eftir margra ára erf- ið veikindi. Mestan þann tíma bjó hún á heimili þeirra og hjúkraði hann henni ásamt fjölskyldunni með sömu hlýju og virðingu og hún hafði sýnt honum alla þeirra sambúð. Hjörtur var heilsuhraustur mest allt sitt líf og þakkaði hann það oft en síðustu þijú árin voru honum erfið vegna veikinda og er ég sann- færður um að hanri var tilbúinn og sáttur að kveðja þennan heim sem gaf honum svo margt. Nú við leiðarlok vil ég fyrir hönd Sparisjóðs Önundarfjarðar þakka Hirti hans mikla og heilladijúga starf fyrir sparisjóðinn. Ég vil að lokum færa mínum góða vini, Hirti Hjálmarssyni, þakk- ir mínar og ijölskyldu minnar og ég þakka forsjóninni fyrir það að hafa á síðastliðnu sumri lagt lykkju á leið mína þannig að ég gat kvatt þennan aldna höfðingja og heiðurs- mann. Öllum aðstandendum hans votta ég og fjölskylda mín okkar innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Hjartar Hjálmarssonar. Ægir E. Hafberg, Flateyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.