Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Hjálmar Kristinn Helgason - Minning Fæddur 16. júní 1920 Dáinn 22. nóvember 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. ■ Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mánudaginn 22. nóvember síðast- liðinn var hringt í okkur, afi er dá- inn. Þessi frétt kom okkur ekki á : óvart þar sem afi hafði verið mikið veikur, en samt sem áður var ekkert okkar viðbúið þegar fréttin barst. Þegar til baka er litið munum við ávallt minnast þess hversu velkomin við vorum alltaf á Hofsvallagötunni hvenær sem var, og hversu sjálfsagt það var að vinir okkar fengju að gista líka þegar við skruppum til Reykjavíkur. Þegar við litum inn í Skagfjörð þegar afi var að vinna gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla við okkur hversu mikið sefn hann hafði að gera. Alltaf hafði hann eitthvað fyrir stafni hvort heldur sem var í vinn- unni eða að sinna áhugamálum eins og t.d. Félagi farstöðvareigenda eða ? Húsfélagi alþýðu, þar sem hann var formaður síðustu árin. Það er okkur mikil huggun að vita að nú hefur afí öðlast verðskuldaða hvíld og frið. Elsku amma, við biðjum góðan Guð að styrkja þig nú þegar þú hefur misst svo mikið. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum dal. Úr-inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V.Briem) Barnabörn í Vestmannaeyjum. Nú er hann elsku afi okkar dáinn. Það er svo erfitt að trúa því að hann „afi á róló“ sé ekki lengur á meðal okkar. Við sögðum alltaf „afi og amma á róló“, því þau eiga heima alveg við hliðina á róluvellinum. Það t Útför eiginmanns míns, föður okkar og bróður, BJÖRGVINS ARNARS VALDIMARSSONAR, sem lést laugardaginn 20. nóvember, fer fram frá Eskifjarðar- kirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Helga Hauksdóttir, Ingunn Björgvinsdóttir, Aðalheiður Björgvinsdóttir, Heiðar Ólafsson, Þóra Valdimarsdóttir, Ingunn Valdimarsdóttir. t Bróðir minn, HALLDÓR GUÐMUNDSSON frá Þórðarkoti, Selvogi, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 24. nóvember. Sigríður Guðmundsdóttir. t Systir okkar, GUÐMUNDA J. JÓHANNSDÓTTIR kennari frá Kirkjubóli, Brekkuhvammi 1, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala 24. nóvember. Systkinin. t EIRÍKUR STEFÁNSSON kennari frá Skógum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 22. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórný Þórarinsdóttir, Svava Fells, Haraldur Hauksson, Sigrún Kristjánsdóttir, Jóhann Svanur Hauksson, Guðrún Guðnadóttir, Eirikur Hauksson, Helga G. Steingrímsdóttir, Laufey Hauksdóttir, Haukur Hauksson, Lára Gísladóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSHILDUR HÁVARÐSDÓTTIR, Hörgslandi á Síðu, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 23. nóvember. Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 27. nóvember kl. 13.30. Jakob Bjarnason, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. var altlaf spennandi að skreppa í bæinn, eða vita af afa og ömmu á leið austur til okkar. Alltaf ar afi jafn hress og kátur þegar við hittumst og alltaf var hann að gauka einhverju að okkur, bæði stóru og smáu. En best var þó að setjast hjá afa og ræða málin og gaf hann sér góðan tíma til þess. Sumarið 1991 fórum við fjölskyld- an til Evrópu og fór afi með okkur. Ekki var hægt að hugsa sér betri og traustari ferðafélaga í þessari fyrstu utanlandsferð okkar. Elsku afi, nú kveðjum við þig að sinni og munum ætíð geyma minn- inguna um góðan afa í hjörtum okk- ar. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig í sorginni. Fel þú, guð, í faðminn þinn fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Elín, Eiríkur og Helga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. fjörð hf. Þar starfaði hann við sölu veiðarfæra, svo að segja má að alla sína starfsævi hafí hann unnið við sjávarútveginn. Hann kvæntist ungur eftirlifandi konu sinni, Elínu Sumarliðadóttur, sem ættuð er frá ísafirði, og þar eignaðist hann styrka stoð í lífsbar- áttunni. Þau eignuðustu þtjú böm, Guðbjörgu, sem gift er Baldri Aðal- steinssyni, Helga sem kvæntur er Sesselju Pálsdóttur, búsett í Vest- mannaeyjum, og Auði, sem gift er Rúnari Eiríkssyni, en þau eru búsett á Eyrarbakka. Það var aldrei lognmolla í kringum Hjalla frænda því að hann var ræð- inn í vinahópi og hafði ríkt skop- skyn, en var jafnframt fastur á skoð- unum sínum. Ég mun ævinlega minnast hans Hjalla frænda míns með miklum hlý- hug og alltaf fannst mér notalegt að koma á heimili hans og Ellu á Hofsvallagötu 17. Elsku Ella mín. Ég veit að orð mega sín lítils, en ég bið að góður Guð styrki þig og fjölskyldu þína í sorg ykkar. Jóna Hermannsdóttir. Elsku besti afi minn, mér finnst sárt að hugsa til þess að ég skuli vera búin að missa þig. Núna fæ ég aldrei meir að faðma þig og kyssa. Það er alltaf sárt þegar einhver deyr, og núna er hlátur þinn hljóðnaður og heyrist ekki framar. Minningin um þig, afi minn, lýsir skært. Ég veit, að guð gætir þín núna, og sendi þér kveðju héðan. Ég vildi óska að þú sætir, hér hjá mér, en bið guð að geyma þig þar til við hittumst á ný. Eíín Katrín. (V. Briem.) Ástkær föðurbróðir minn, Hjálmar Kristinn Helgason, er látinn. Hjálmar lést á Borgarspítalanum 22. nóvem- ber, en þangað þurfti hann að leita vegna veikinda sem höfðu lagst þungt á hann síðasta árið. Hjálmar var sonur Helga Hjálm- arssonar og Guðbjargar Guðmunds- dóttur. Hann fæddist í Vestmanna- eyjum 16. júní 1920 og var þriðji í röð fímm systkina og síðar sjö hálf- systkina. Hann fór ungur til sjós og stundaði sjóinn á hinum ýmsu físki- skipum, þar til hann hóf störf hjá heildversluninni Kristjáni O. Skag- Esther S. Þorsteins- dóttir — Minning Fædd 15. apríl 1926 Dáin 26. október 1993 Ég heyrði Jesú himnesk orð: „Kom, hvíld ég veiti þér, þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt, því haila að bijósti mér.“ (G.G. Sigurðsson) Ólafur B. Þorsteins- son - Minning Mig langar til að setja nokkrar línur niður á blað, og tjá mig um vinskap okkar Ola, sem borinn var til moldar hinn 2. nóvember síðastlið- inn. Óli var alltaf góður við mig, hlýr í viðmóti, hann kyssti mig agvinlega bless, eins og hann gerði við dætur sínar. Ég þurfti mikið að sækja heim á Njálsgötu 17, því að í stormum lífs- ins var þetta heimili mér ómetanlegt skjól. Kona hans, Guðmunda, sem lést fyrir tæpum tveimur árum, var mér sem móðir og Óli eins og faðir. Ég er svo glöð yfir því, að ég var nýbúin að heimsækja Óla minn. Hann var að elda kjötsúpu og gaf mér að smakka, og kjötsúpan var líka góð því að Óli var fínasti kokkur. Biblían hennar Guðmundu heit- innar lá opin á borðinu, svo að ég taldi það alveg víst, að hann væri farinn að lesa í henpi. Hann sýndi mér líka kisuna sína, sem var honum mikill félagi. Eins og ég sagði áðan, þá leitaði LEGSTEINAR Dæmi um afsláttarverð 35.000 51.000 -3.500 - 5.100 31.500 45.900 Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. Fálð myndallstann okkar. ALFA S'l'JiliVK 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977. ég mikið þarna heim, og ég var ekki sú eina sem þurfti að fá hugg- un og styrk á Njálsgötu 17. Guð notaði þetta heimili, og þangað streymdi fólk inn til að komast í skjól frá erfiði lífsins, og allir voru velkomnir. Guðmunda kona hans var sönn Guðsmóðir og hefði ekki getað verið það, ef Óli hefði ekki staðið þolin- móður við hlið konu sinnar. Guð blessi minningu Óla míns. Ég verð alltaf þakklát á meðan ég lifi fyrir þetta heimili á Njálsgötu 17. Ég bið Guð að blessa börn, barna- börn og barnabarnabörn hans og styrkja þau núna. Nú er Óli kominn heim til Jesú, og nú lofa þau hjónin Guðslambið í himninum, sæl og glöð. Guð blessi ykkur öll og styrki. í Jesú nafni. Þóra Björk Ben. Mér var brugðið, systir mín, er mér barst til eyrna andlát þitt, svo snögglega hvarfstu héðan heimi frá, aðeins nokkrum tímum áður höfðum við setið og rætt saman um lífíð, allt frá því við vorum litlar. Kannski var þetta upphafíð að því sem koma skyldi, að þú hafir verið að kveðja mig með þessari stund. Þú hafðir svo margt að tala um, svo ótrúlega margt að ég er enn að átta mig á orðum þínum. Þú kynntist lífinu^á margan hátt. Vissulega áttir þú þín- ar gleðistundir enda þótt erfíðleika- stundirnar hafi ætíð verið fleiri, en þú varst stór í hugsun og gjöful á hið góða í lífinu, systir mín. Oft varstu þjáð en ætíð stóðstu upp aft- ur og hristir frá þér allt það illa. Mikið varstu búin að biðja mig að flytja suður og átti ég helst að vera í næsta húsi svo að ekki yrði langt á milli okkar, þetta var draum- ur okkar beggja og hlökkuðum við mikið til. Nú átti að upplifa allt eins og áður var. En skjótt bregður sól á lofti, nú sit ég ein og hugsa til þín, elsku systir mín, en ég á góðar minningar og þær geymi ég í hjarta mínu. Börnum mínum varstu kær frænka og manni mínum góð mág- kona og þakka þau allt. Guð gaf þér styrk þegar þú misstir dóttur þína, eins bið ég Guð að veita Gísla og Maríu styrk í þeirra miklu sorg og vernda þau um ókomin ár. Að lokum kveð ég þig og bið Guð að blessa minningu þína. Góður Guð þig geymi. Laufey. Theodór Theodórs- son — Minning Ástkær vinur okkar, Theodór Theodórsson, eða Teddi litli einsog við kölluðum hann, lést í Landspítal- anum 9. nóvember síðastliðinn. Við urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að hafa Tedda litla og foreldra hans hjá okkur á Tálknafirði tvö sl. sumur. Upp frá því óx vinátta sem við teljum að muni aldrei bresta, en það er komið skarð í hópinn sem aldrei verður fyllt. Þegar við minn- umst Tedda litla munum við dugleg- an og hjartahlýjan dreng sem alltaf var stutt í brosið hjá. Teddi gaf okkur margt sem ekki verður frá okkur tekið, lífsreynslu sem kenndi okkur, að það er ekki allt sjálfsagð- ur hlutur í þessum heimi og gaf okkur yndislegar samverustundir sem við munum ávallt geyma, rifja upp og tala um. Við söknum Tedda sárt, en reynum að hugga okkur með því að honum líði vel þar sem hann er núna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung að morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Hanna Kristín, Teddi og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk til þess að standast þessa þungu sorg og blessi ykkur um alla framtíð. Ykkar vinir, Eyrún Ingibjörg, Tryggvi og Sæþór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.