Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 24
24 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 25 pitrgmiiMiilíií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með'vsk. eintakið. Vandi Vestfjarða Byggðastofnun hefur sent ríkis- stjóminni bréf, þar sem farið er fram á 300 milljóna króna fjár- veitingu til þess að aðstoða sjávar- útvegsfyrirtæki á Vestfjörðum. Hver svo sem skoðun manna kann að vera á þeirri aðferð að nota pen- inga úr ríkissjóði til þess að hjálpa sjávarútvegi í þeim landshluta er ljóst, að þessi beiðni Byggðastofn- unar verður til þess að beina athygl- inni að þeim djúpstæðu vandamál- um, sem við er að etja í vestfirzkum sjávarútvegi. Matthías Bjarnason, alþingis- maður og stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Vest- firðingar sætu ekki við sama borð og aðrir landsmenn í fyrirgreiðslu banka til sjávarútvegsfyrirtækja og bætti við: „Landsbankinn er hlut- hafi í sjávarútvegsfyrirtækjum eða rekstraraðili annars staðar á land- inu en ekki á Vestfjörðum og við Vestfirðingar höfum fulla ástæðu til þess að vera argir út í bankakerf- ið og stjórnvöld. Stjórnvöld hafa markvisst unnið að því árum saman að eyðileggja sjávarútveginn á Vestfjörðum.“ Erfiðleikar í sjávarútvegi á Vest- fjörðum eru orðnir svo miklir, að það er ástæða til að hafa áhyggjur af því, að fólki fækki svo ört í þeim landshluta að við liggi að Vestfirðir leggist í eyði. Spyija má, hvers vegna vandi sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum sé meiri en annars staðar. Ein ástæðan er sú, að Vest- firðingar njóta ekki þeirrar búbót- ar, sem síld og loðna eru annars staðar á landinu. Þá er ljóst, að þorskveiðar hafa verið meiri undir- staða sjávarútvegs á Vestfjörðum en víða annars staðar. Skerðing á þorskveiðum er því hlutfallslega meira áfall fyrir Vestfirðinga en aðra. Steinbíturinn hefur lengi hald- ið lífi í Vestfirðingum en aflabrestur hefur verið á steinbítsveiðum í nokkur ár. Þannig mætti lengi telja. Höfuðástæðan að mati Morg- unblaðsins er þó kvótakerfíð. Vest- firðir hafa öldum saman verið ein helzta verstöð á íslandi. Þegar matarskortur var annars staðar á landinu skorti aldrei mat á Vest- fjörðum, slík var nálægðin við gjöf- ul fiskimið. Það er engin tilviljun að þeir landshlutar, s_em áður voru mestu verstöðvar á íslandi, Vest- firðir, Vestmannaeyjar og Suður- nesin, eru nú ekki nema svipur hjá sjón. Ástæðan er auðvitað sú, að það forskot, sem þessi svæði höfðu á aðra vegna nálægðar við fiskimið- in, er horfið. Það hvarf með kvóta- kerfinu. Hér er kominn kjarninn í vandamálum Vestfirðinga. Og ekki að ástæðulausu, að Morgunblaðið hefur á undanförnum misserum furðað sig á því geðleysi Vestfirð- inga að láta fara svona með sig í stað þess að skera upp herör gegn kvótakerfinu. Aðrir eru hins vegar að taka upp það merki eins og rakið er í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins í dag og má vel vera, að það verði Vestfirð- ingum til bjargar, þegar til lengri tíma er litið. Hitt er alveg ljóst, að menn geta ekki setið aðgerðarlaus- ir eins og nú horfir. Sl. föstudag var að því vikið í forystugrein Morgunblaðsins, að góð afkoma nokkurra stórra fyrir- tækja í sjávarútvegi gæti verið vís- bending um í hvaða farveg beina eigi endurskipulagningu sjávarút- vegs á Vestfjörðum. Sumir hafa skilið þau orð á þann veg, að Morg- unblaðið sjái ekkert nema stórfyrir- tæki í sjávarútvegi. Það er mikill misskilningur. Hins vegar er aug- ljóst, að í byggðunum við Djúp og í nágrenni þeirra, þ.e. á ísafírði, Hnífsdal, Súðavík, Bolungarvík, Flateyri og Suðureyri, er margfallt meiri vinnslugeta í frystihúsum en aflamagnið, sem nú berst á land, gerir kröfu til. Það kostar auðvitað mikla peninga að halda þessum frystihúsum öllum í gangi með tak- markaðri nýtingu. Er hugsanlegt að bæta verulega afkomu sjávarút- vegs á norðanverðum Vestijörðum með því að vinna fiskinn, sem á land berst á þessu svæði, t.d. í tveimur frystihúsum í stað sjö? Peningar úr ríkissjóði eru engin lausn ef ekki er ráðizt að rót vand- ans. Það má færa sterk rök fyrir því að rót vandans á Vestfjörðum sé annars vegar kvótakerfíð og hins vegar alltof mikil framleiðslugeta, sem haldið er í fullum gangi og þar af leiðandi með miklu tapi. OG ÞÁ ER EKKI ÚR VEGI að nefna það sem Matthías Viðar Sæmundsson kallar „klofning" sem ein- kenni fjöldamargra módemískra lista- manna. „í fyrsta lagi hafa jákvæð tengsl skáldsins og umheimsins rofnað. Hin tilgangsríka tilvera hef- ur umbreyst í gildissnautt tóm, eyðimörk. þar sem merkingarleysið gerir alla drauma ómerka. I öðru lagi hefur hin jafnvæga sjálfsvitund klofnað. Sorg ber þess merki að „skynjandinn" er ekki í venjubundn- um eða hversdagslegum tengslum við fyrirbæri umheimsins. Hugsun og skynjun virðast hafa leyst í sund- ur. í kvæðinu er það sértæk hugsun sem „skynjar“. Upp úr þessum klofningi náttúrulegrar skynjunar og hugsunar spretta torræðar súr- realískar myndir. Fyrirbærin eru samstillt á órökrænan hátt. Þannig virðist mér skáldið reyna að tjá sundurtættan veruleikann sem og upplausn eigin sálarlífs." Sumt af þessu gæti átt við Eyðiland Eliots og önnur þau tímamótaverk sem standa einsog vörður í auðninni og vísa skáldunum veg inní nýjan veru- leika. EINN helzti og áhrifamesti • nýskapandi Ijóðlistar, franska skáldið Charles Baudelaire, yfirgaf enganveginn hefðbundið form einsog sonnettustíl en breytti þó inntaki og ytri búningi ljóðlistar og vísaði veginn, ekkisízt í prósa- ljóðum sínum; breytti samsagt áferðinni. Hann er einskonar tákn- gervingur nútímaljóðlistar og skurðgoð margra skálda. Hann orti borgarþys Evrópu inní ljóð sín. Borgarlífið heillaði hann með sér- stökum hætti, það var töfrandi umhugsunarefni. Óséður virti hann borgina fyrir sér og“ notaði sem yrkisefni, ekki sem pólitíkus heldur skáld sem upplifír annað fólk. Allt er áhugavert, og það sem er áhugavert er einnig fallegt í sjálfu sér. Hann er skáld borgarinnar og telur sig vera það; horfir útum gluggann, sér gamla konu sem fer aldrei útúr herbergiskytru sinni, ímyndar sér sögu hennar og líf; „og stundum segi ég sjálfum mér þessa sögu og græt“. Borgarljóð hans höfðu áhrif á Hart Crane (The Bridge) og T.S. Eliot (The Waste Land). Eliot þekk- ir borgarandrúm Baudelaires, en segist vilja lýsa því í eigin verkum. Þannig kallast þeir á yfír Ermar- sund og enn heyrist bergmálið greinilega. ÞAÐ ER AUGLJÓST AÐ •ljóð Baudelaires höfðu áhrif á Sorg Jóhanns Siguijónssonar sem ort var um 70 árum eftir að Baud- elaire gekk frá fyrstu kvæðunum í ljóðasafni sínu, Fleurs du mal, sem kom út 25. júní 1857 en aukið og endurbætt í febrúar 1861 og loks að skáldinu látnu 1868, eða ári eft- ir dauða hans. Til þessarar bókar og Leaves of Grass eftir Walt Whit- man sem kom úr 1855 má rekja áhrif á þann skáldskap svipaðrar tegundar sem síðan hefur verið ort- ur. En í ljóðaflokki Whitmans hald- ast ytri breytingar á ljóðforminu í hendur við efnistök og innihald. Uppgjör hans við eldri skáldskapar- hefð er þannig markvissara og að sumu leyti nýstárlegra að formi en ljóðlist Baudelaires sem horfði bæði fram og aftur í sínum skáldskap. Víst má þó telja að án þessara tveggja ljóðabóka austan hafs og vestan væri nútímaljóðlist með öðr- um hætti en raun ber vitni og þá ekkisízt Sorg Jóhanns Siguijóns- sonar og önnur nútímakvæði ís- lenzk í ætt við það. En aðferð Jó- hanns er nær vinnubrögðum Eliots en Whitmans og Baudelaires sem styðjast fremur við innblástur og einlægni hjartans en gallharðar heimildir þótt ekki sé það einhlítt. En borg Jóhanns svipar að ýmsu leyti til borgarlýsinga Baudelaires þarsem vofur eru á ferli, ekkisíður en lifandi fólk. VIÐHORF WHITMANS •til ljóðlistar og nýsköpunar virðast þó einnig vera ósköp svipuð og hugmyndir Eliots því hann tekur eldri skáldbróður sinn, Emerson, á orðinu og yrkir þau amerísku kvæði sem skáldheimspekingurinn sá fyrir sér og lýst er í ritum Emersons. Þannig leysti Whitman upp fast form enskrar ljóðlistar og veitti bandarískri skáldskaparhefð í nýjan farveg sem enn er fullgildur, eða einsog hann segir í Söng af sjálfum mér, að hann sé staðfesting þess sem verður og hann umlykur sjálfur einsog hann kemst að orði. Ljóð hans eru einskonar viðbrögð eða svörun við skrifum Emersons um skáldskaparmál og því ort í sama anda og þegar Jóhann Siguijónsson semur Sorg uppúr reynslu sinni og ógnlegum aðdraganda heimsstyij- aldar, með Opinberunarbókina að einskonar vegvísi. Með henni skyggnir hann líf okkar á vitstola tímum. Veröldin er „skuggi sálar- innar, eða annað ég“, einsog Emer- son hafði sagt í ritum sínum. WHITMAN YRKIIt EMER- • son og hugmyndir hans ein- att ómeðvitað inní ljóð sín, að því er virðist. Aðferð hans minnir á það hvernig Jónas Hallgrímsson yrkir efnið í formála fyrsta heftis Fjölnis inní ísland, farsælda-frón, og ýmis önnur kvæði sín en þó öllu fremur hvernig Einar Benediktsson styðst við heimsspeki Njólu Björns Gunn- laugssonar, stundum einsog ómeð- vitað, að því er virðist, og Kristján Karlsson hefur sýnt fram á í sann- færandi athugunum sínum. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Stuðningur við kvótakerfíð er að bresta. Jörðin er að gliðna undan fótum for- svarsmanna þess, þar sem formaður LÍU og sjávarút- vegsráðherra eru fremstir í flokki. Undanfarnar vikur hefur óánægjan með kvótakerfíð blossað upp og magnast í öll- um áttum, ekki sízt innan sjávarútvegsins sjálfs. Forystumenn sjómanna fara um landið og skera upp herör gegn kvótakerf- inu. Samtök trillukarla segjast vera til við- tals um veiðileyfagjald. Fiskiþing neitaði að samþykkja stuðning við kvótakerfíð. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins kom í ljós óvæntur stuðningur við gjaldtöku í sjávar- útvegi. Stjómarformaður SÍF vill seijija um gjaldtöku. Þing Farmanna- og físki- mannasambandsins vill henda kvótakerf- inu norður í Dumbshaf. Vestfirðingar eru að átta sig á því, að kvótakerfíð er undir- rótin að stórfelldum vanda í sjávarútvegi þeirra. Og jafnvel Alþýðubandalagið, sem hefur fylgt stórútgerðarmönnum kvóta- kerfísins dyggilega eins og hundar hús- bændum sínum, er farið að tala um breyt- ingar á þessu kerfí og einhvers konar gjaldtöku. Kvótakerfið tekur á sig ýmsar myndir. Ein er sú, sem snýr að sjómönnum. I sjáv- arútvegsblaði Morgunblaðsins, Úr verinu, birtust sl. miðvikudag athyglisverð samtöl við sjómenn, þar sem þeir lýsa eigin reynslu af kvótakerfmu. Oddgeir Gestsson, sem var háseti á Albert Ólafssyni KE, sagði í samtali við Verið: „Ég neitaði að taka þátt í kvótakaupum og var þess vegna vísað í land. Ég á nú í máli við útgerðina út af þessu en veit ekki hvenær fæst botn í það.“ Síðan segir í Verinu: „Oddgeir missti skipsrúm sitt á Albert um miðjan ágúst og hefur haft stopula vinnu síðan. Hann sagði, að ef hann hefði tekið þátt í kvóta- kaupunum hefði hann tapað um 16 þúsund krónum eftir átta daga túr, sem hann hefur ekki enn fengið greitt fyrir. Oddgeir sagðist vera alfarið á móti þátttöku sjó- manna í kvótakaupum, því þar væri um hreina kjaraskerðingu að ræða. Hann sagði, að útgerðarmenn gengju greinilega á lagið vegna atvinnuleysisins og yrðu sjó- menn að sýna samstöðu í þessu máli.“ í sömu frétt segir: „Jón Óskarsson, sem er búsettur á Höfn í Hornafirði, neitaði að taka þátt í kvótakaupum er hann var á Hrísey SF í júlí í sumar. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón, að honum hefði verið sagt að fara í frí til 1. september og ekki verið boðið skipsrúm á ný. Hann sagði að sér hefði ekki verið sagt upp starfi og hann hefði ekki verið fastráðinn á bátnum. Jón er nú skipveiji á öðrum bát. Jón sagði það hreina kjaraskerðingu, þegar sjómenn væru þvingaðir til að taka þátt í kvótakaupum. Hann sagði að koma þyrfti í veg fyrir þessa þróun en kvaðst ekki vita hvaða ráð mundu duga bezt. Sýnt væri, að samstaða sjómanna væri ekki nógu mikil í þessu máli og þyrftu sjómannafélögin því að taka til sinna ráða til að koma í veg fyrir, að sjómenn væru þvingaðir til að taka á sig kjaraskerðingu með þessum hætti.“ í annarri frétt í Úr verinu sl. miðviku- dag er ijallað um fyrsta kvótakaupamálið, sem er dómtekið í héraðsdómi. Þar segir m.a.: „Sjómannasambandinu hafa á und-. anförnum vikum borizt ýmsar upplýsingar um hvernig útgerðarmenn láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum sínum. Hólmgeir (Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins) segir, að þar á meðal megi fínna dæmi þar sem sjómenn voru látnir borga með kaupum á kvóta þrátt fyrir að nægur kvóti væri til staðar á viðkomandi skipi. Einnig eru til dæmi um, að seldur hafí verið meiri kvóti af skipi en keyptur var í staðinn og sjómenn iátnir taka þátt í þeim kaupum. Ef þeir mótmæltu voru þeir reknir. Og í þriðja lagi má nefna dæmi um, að hálfur kvóti skips var seldur til fískverkunar en skipið svo látið veiða hann fyrir verkunina í tonn á móti tonni viðskiptum. Þar var um að ræða hreina 30% skerðingu á tekjum viðkomandi áhafnar. í minnisatriðum, sem Hólmgeir hefur tekið saman um fyrsta málið sem dómtek- ið hefur verið, kemur m.a. fram, að áætluð kvótakaup útgerðar þess skips námu á tímabilinu febrúar til maí í fyrra rúmlega 5 milljónum króna. Um er að ræða Guð- fínn KE-19, en sá sem kærir er Guðmund- ur Siguijónsson, háseti, sem ráðinn var á skipið 1. febrúar 1992. Er Guðmundur var ráðinn átti eftir að veiða 103 tonna þorskk- vóta og 29,7 tonna ýsukvóta af þeim heim- ildum, sem skipið hafði þetta fiskveiðiár. í marz og apríl var keyptur viðbótarkvóti á skipið, enda eigin kvóti þá búinn. Um var að ræða kaup á 75 tonnum af þorski og 36 tonnum af ýsu. í maí var aftur keyptur kvóti, 35 tonn af þorski og 22 tonn af ýsu. Sjómannasambandið hefur reiknað út aflahlut Guðmundar eins og hann átti að vera, ef Guðmundur hefði ekki verið látinn taka þátt í þessum kvóta- kaupum útgerðarinnar. í ljós kemur, að tæplega 300.000 kr. vantar þar upp á og nemur sú upphæð hlut Guðmundar í kvóta- kaupunum. Áð jafnaði voru 5 menn í áhöfn skipsins og nemur hlutur þeirra í kvóta- kaupunum því samtals um 1,5 milljónum króna á fyrrgreindu tímabili." í minnisatriðunum segir: „Eins og fram kemur ... var dregið af mönnum vegna kvótakaupa útgerðarinnar í febrúar þrátt fyrir að skipið væri eingöngu að veiða úr eigin afla á því tímabili. Jafnframt má benda á, að samkomulagið, sem mennirnir voru neyddir til að skrifa undir varðandi þátttöku í kvótakaupum útgerðarinnar, er undirritað þann 17. marz eða eftir að byij- að er að draga af þeim...“ Þegar Sjómannasambandið gerði kröfu um endurgreiðslu á hlut sjómannsins í kvótakaupunum sagði m.a. í svari LÍÚ: „Sérstakt samkomulag var gert um þetta ... sem allir skipveijar skrifuðu undir, þ.m.t. Guðmundur Siguijónsson, þar sem það skapaði þeim mun meiri tekjur heldur en að vinna í tímavinnu við skipið kvóta- laust við bryggju." í frásögn Versins af fundi sjómannafé- laga í Keflavík, sem haldinn var fyrir viku, segir m.a.: „Oddur Sæmundsson, skip- stjóri í Keflavík, og Grétar Mar, skipstjóri í Sandgerði, sögðu að nú væri svo komið að flestir sjómenn á Suðurnesjum væru í hlutverki leiguliða og segja mætti, að þeir greiddu um 35-40 kr. af hveiju kílói þorsks til þeirra, sem ættu aflaheimildirn- ar.“ Það hneyksli, sem hér hefur verið lýst með tilvitnunum í sjómenn sjálfa er komið á það stig, að jafnvel Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, einn helzti talsmað- ur kvótakerfísins hin síðari ár, sagði á þingi Farmanna- og fískimannasambands- ins sl. miðvikudag, að hann væri til við- ræðu um leiðir til að stöðva þátttöku sjó- manna í kvótakaupum. í frétt Morgun- blaðsins sl. fímmtudag um þetta efni seg- ir m.a.: „Þorsteinn Pálsson segir í samtali við Morgunblaðið, að hann hafí oft áður greint frá þeirri skoðun sinni, að sjómenn eigi ekki að vera þátttakendur í kvótakaup- um útgerða og hann sé tilbúinn til við- ræðna við sjómannasamtökin um það efni.“ Norður í Dumbshaf I MORGUNBLAÐ- inu í dag, laugar- dag, er skýrt frá niðurstöðum þings Farmanna- og fískimannasambandsins, sem staðið hefur síðustu daga. Þar er eftirfarandi haft eftir forseta samtakanna, Guðjóni A. Kristjáns- syni, sem jafnframt er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Guðjón segir um niðurstöður þingsins: „Fyrst er að snúa sér að þeim stórkostlegu brotalömum, sem á kvótakerfínu eru og reyna að lagfæra þær. Það er ljóst eftir þessa samþykkt þingsins, að menn eru tilbúnir til að henda þessu kerfi norður í Dumbshaf náist ekki einhveijar lagfæring- ar á því. Það er algjört frumskilyrði að REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. nóvember kvótabraskið verði stöðvað og aðrir van- kantar sniðnir af kerfínu áður en við segj- um nokkuð um það, hvort við getum hugs- að okkur að búa við þetta kerfi einhvern tíma, en við höfnum kerfínu eins og fram kemur í ályktun þingsins.“ í ályktun þings Farmanna- og fiski- mannasambandsins um kvótamálið segir: „36. þing FFSÍ ítrekar fyrri andstöðu sína við núverandi kvótakerfi og minnir á, að allir þeir vankantar og brotalamir, sem FFSÍ benti á í ályktun sinni í upphafi árs 1990, þegar núverandi lög voru til með- ferðar á Alþingi í frumvarpsformi, eru nú fram komin. Það er ákveðin afstaða 36. þings FFSÍ að núverandi framkvæmd stjórnkerfís í fískveiðum muni ekki leggja grunninn að sátt um skiptingu á aðgangi að auðlind- inni. Þar til verulegar endurbætur hafa náðst fram, sem fela í sér afnám á sölu kvóta innan hvers árs og sanngjaman aðgang þeirra, sem raunverulega geta veitt þann afla, sem nú er á leigumark- aði, ásamt frelsi til þess að veiða fískteg- undir, sem ekki eru fullnýttar, mun FFSÍ vinna að afnámi núverandi útfærslu stjóm- kerfís fískveiða. 36. þing FFSÍ lýsir yfir fullum stuðn- ingi við baráttu sjómannasamtakanna gegn núverandi kvótabraski og krefst þess, að hvergi verði gefið eftir í því, að kjara- samningar sjómanna séu grundvöllur hlutaskipta sjómanna úr því heildarverði, sem fæst fyrir aflann. Lögfesta þarf nú þegar, að allur afli hérlendis verði seldur á löggiltum fískmarkaði." Það eru fleiri aðilar innan sjávarútvegs- ins en sjómenn og Farmanna- og físki- mannasambandið, sem tala á þennan veg. Aðalfundur Landssambands smábátaeig- enda, sem haldinn var fyrir skömmu, sam- þykkti ályktun þar sem segir m.a. að Landssambandið vilji að Alþingi taki nú þegar til umfjöllunar og úrlausnar þau gríðarlegu vandamál, sem kvótakerfið hafí valdið útgerðarmönnum smábáta, einkum þeirra, sem eru á aflamarki. í ályktuninni segir m.a.: „Eina bjargarvon fjölmargra bátseigenda á aflamarki er að gangast á hönd leiguliðafyrirkomulaginu og greiða með því ómældar upphæðir til stórfyrir- tækjanna í sjávarútveginum. Þetta fyrir- komulag þýðir í raun, að bátseigendur eru að greiða niður útgerð þessara fyrirtækja með þvinguðu fiskverði. Gengur þessi þró- un þvert á yfirlýst stefnumarkmið stjórn- valda um eðlilega og fijálsa verðmyndun á fiski. Ásættanlegra væri að eðlilegur aðgangur bátseigenda að veiðiheimildum væri tryggður og greiðslur fyrir þær rynnu í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar, sem sam- kvæmt laganna bókstaf á fiskveiðiauðlind- ina.“ Það eru ekki bara smáútgerðarmenn, sem tala á þennan veg. Þessar raddir hey- rast nú líka meðal stórútgerðarmanna. Sighvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum og nýkjör- inn stjórnarformaður SÍF hf., er einn í hópi ungra og upprennandi forystumanna í sjávarútvegi, sem eru nú að komast til stóraukinna áhrifa innan samtaka sjávar- útvegsins. í ræðu á Fiskiþingi fyrir skömmu sagði hann m.a.: „Með vaxandi erfíðleikum í þjóðfélaginu mun þessi um- ræða vaxa og ef við sofnum á verðinum gæti svo orðið, að við vöknuðum upp við það einn morguninn að búið væri að setja á veiðileyfagjald án nokkurs samráðs við okkur. Því tel ég að við eigum að taka frumkvæði í þessu máli og samþykkja þetta gjald með þeim fyrirvara, að upp- hæðin verði bundin við verðlag á botnfisk- afurðum til dæmis í SDR.“ Jafnvel Fiskiþing lýsti andúð sinni á kvótabraskinu. Þar var samþykkt ályktun, þar sem núverandi framkvæmd kvótakerf- isins var mótmælt og greiddu 16 fulltrúar tillögunni atkvæði en 10 voru á móti. í greinargerð með þeirri tillögu sagði m.a.: „Ljóst er að mikil óánægja er meðal sjó- manna með kaup og sölu á aflaheimildum og þá sérstaklega hvernig sjómenn eru látnir taka þátt í slíkum kaupum. Þá er Morgunblaði/Ámi Sæbcrg einnig talið óeðlilegt, að einstakar útgerð- ir geti hagnazt verulega á sölu aflaheim- ilda. í núverandi framkvæmd ríkir nánast frumskógarlögmálið eitt í þessum viðskipt- um.“ EIN ATHYGLIS- verðasta og skarp- asta grein, sem birzt hefur um þetta mál hér í Morgunblaðinu fyrr og síðar, var birt hér í blaðinu í gær, föstudag. Höfundur hennar er Erlendur Magnússon, ungur bankamaður, sem starfað hefur um nokkurra ára skeið á hinum alþjóðlega bankamarkaði í London. í grein sinni fjallar hann um ræðu, sem Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu og segir: „Morgunblaðið greinir frá því þriðjudaginn 26. október að sjávarútvegsráðherra hafí, í umræðum um sjávarútvegsstefnu á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, spurt hvort leggja eigi skatt á skort? Það er eins og ráðherrann viti ekki, að allar auðlindir jarðarinnar eru takmarkaðar — aðeins misjafnlega mikið — og að verð þeirra ræðst af framboði og eftirspurn. Það er því heimsins eðlilegasti hlutur að greiða fyrir skort (að því mun koma að greiða verður eigendum fossanna fyrir orku þeirra). Gull væri lítils virði, ef framboð þess væri nær ótakmarkað. Svo væri einnig um jarðolíu. En framboð gulls og framboð jarðolíu er takmarkað. Það er meðal ann- ars þess vegna, sem olíufélögin greiða brezka og norska ríkinu fyrir námuréttinn til að vinna olíu í Norðursjó. Takmörkuðum auðlindum verður aðeins skipt milli manna með tvenns konar hætti: með skömmtun (sovézka aðferðin) eða verðlagningu (markaðsaðferðin). Skömmt- un getur farið fram á margan hátt. Menn geta fengið skammtinn sinn vegna fíöl- skyldutengsla, búsetu, flokkstengsla eða með því að vera fremstir í röðinni, svo dæmi séu nefnd. En það er sama hvernig skammtað er, skömmtunin leiðir til forrétt- inda og er því ætíð óréttlát og þjóðhags- lega óhagkvæm. Fiskistofnarnir í efnahagslögsögu ís- lands eru takmörkuð auðlind og því verður að takmarka heildarveiðar — um það er ekki deilt. Auðlindin er í eigu íslenzku þjóð- arinnar — sumir viðurkenna það að vísu aðeins í orði. Réttlátasta leiðin til þess að skipta afnotum af eigninni er að þeir, sem njóta greiði fyrir afnotin. Slíkt er ekki aðeins réttlætismál, heldur bezta aðferðin til þess, að útgerð færist úr höndum ónytj- unga til hinna dugmeiri í hópi útgerðar- Sovézka að- ferðin eða markaðsað- ferðin manna. Þannig verður afraksturinn mestur og beztur fyrir þjóðina." Svo mörg voru þau orð. Morgunblaðið hefur á undanförnum árum verið helzti talsmaður þess, að markaðsaðferðinni verði beitt í sjávarútvegsmálum. Því miður hafa nokkrir forystumenn úr röðum sjálf- stæðismanna fallið í þá gryfju að gerast talsmenn sovézku aðferðarinnar, sem Er- lendur Magnússon lýsir svo skilmerkilega. Er nú ekki kominn tími til að þeir hinir sömu hugsi sinn gang? Sovézka kerfið er fallið fyrir austan og reyndist ekki vel. ÍSLENZKA RÍKIÐ Hprtocrinn á eða hefur talið sig nenognm eiga dýra húseign j af Westm-^ hjarta Lundúna, inster (LÍÚ) Westminsterhverfi, ' ’ þar sem sendi- herrabústaður er. Fyrir þessa húseign greiddi ríkið á sínum tíma verulegar fjár- hæðir. Eftir nokkur ár þarf ríkið að kaupa húseignina aftur og reiða fram í því skyni stórfé, tugi milljóna eða jafnvel hundrað milljónir króna. Hvers vegna? Vegna þess, að íslenzka ríkið er leiguliði hjá hertogan- um af Westminster. Hann á flestar lóðir í Westminsterhverfí í London og allar hús- eignir, sem á þessum lóðum standa, eru með þeirri kvöð, að þegar leigutíminn renn- ur út gengur húseignin til hertogans af Westminster, nema leiguliðinn leggi fram stórfé á nýjan leik til þess að halda hús- eigninni. Þetta kerfi er að verða til í íslenzkum sjávarútvegi. Minni útgerðarmenn og sjó- menn eru að verða leiguliðar hjá kvótahöf- unum. Þeir borga þeim peninga fyrir að mega veiða fisk og þegar leiguliðakvótinn er uppurinn verða þeir að hætta eða borga meira. Fyrr á þessu ári ákváðu núverandi for- ystumenn brezka Ihaldsflokksins að af- nema þennan ósóma og tilkynntu, að þeir mundu beita sér fyrir lagabreytingu, sem tryggja mundi rétt eigenda húseigna í þessu hverfi. Hertoginn af Westminster hefur að sjálfsögðu verið meðlimur í brezka íhaldsflokknum og vafalaust hafa menn talið, að svo væri af hugsjónaástæðum. En nú brá svo við eftir þessa stefnubreyt- ingu brezka íhaldsflokksins, að hann til- kynnti úrsögn sína úr flokknum og taldi, að flokkurinn væri að snúast gegn eignar- réttinum. Hér á íslandi eru að verða til ígildi her- togans af Westminster, eins konar hertog- ar af LÍÚ. Þeir standa nú frammi fyrir því, að þjóðaruppreisn er í aðsigi vegna kvótakerfisins og hún nær langt inn í Sjálf- stæðisflokkinn. Hvernig bregðast þeir við? Ráða hugsjónimar eða þröngir sérhags- munir? „Stuðningur við kvótakerfið er að bresta. Jörðin er að gliðna undan fótum forsvars- manna þess, þar sem formaður LÍÚ og sjávarút- vegsráðherra eru fremstir í flokki. Undanfarnar vik- ur hefur óánægj- an með kvóta- kerfið blossað upp og magriast í öllum áttum, ekki sízt innan sjávar- útvegsins sjálfs.“ +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.