Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDÁGUR 28. NÓVEMBER 1993 43 Gunnar Friðriks- son - Attræður Gunnar Friðriksson fæddist 29. nóvember 1913 að Látrum í Norð- ur-Aðalvík. Foreldrar Gunnars voru Rann- veig Ásgeirsdóttir og Friðrik Magn- ússon útvegsbóndi í Látrum. Frið- rik er fæddur í Látrum, sonur Magnúsar Dósóþeussonar. Hann var áður kvæntur Gunnvöru Brynj- ólfsdóttur, hreppstjóra á Sléttu, en hún lést árið 1903. Með henni átti Friðrik tvo eldri bræður Gunnars, Magnús og Brynjólf Ingvar. Þeir fórust báðir með sama bátnum 15. desember 1924. Með annarri konu, Sigríði Pálmadóttur Jónssonar í Rekavík bak Látur átti Friðrik eina dóttur Sigríði Pálínu. Áður hafði Friðrik eignast dótturina Kristínu Jónu með ráðskonu sinni. Forfeður Gunnars Friðrikssonar lifðu í tvær aldir að Látrum í Aðal- vík. Þangað komu Bjarni Jónsson og kona hans Margrét Halldórs- dóttir frá Höfðaströnd í Grunna- víkurhreppi. Afi Bjarna í föðurætt var séra Bergsveinn Hafliðason frá Torfastöðum í Biskupstungum er varð síðar prestur að Hrepphólum í Árnessýslu. Séra Bergsveinn var fyrst skikkaður til að þjóna á Stað í Súgandafirði, þar sem hann gerði út skip til að drýgja tekjur sínar. Síðar gerðist hann prestur í Grunnavík og þjónaði því kalli til æviloka. Á þessum tíma var útgerð mest frá Skáladal í Aðalvík. Þar var margt hraustra manna, þeirra á meðal var Snorri á Húsafelli, en hann og séra Bergsveinn voru skólabræður. Kona séra Bergsveins var Hall- dóra Snæbjörnsdóttir Pálssonar, „Mála-Snæbjörns“, lögréttumanns að Sæbóli á Ingjaldssandi. Faðir séra Bergsveins, Hafliði Berg- sveinsson varð 92 ára og átti með Karólínu, dóttur séra Eiríks prests í Lundi í Borgarfirði, tíu börn sem öll komust til manns. Margrét og Bjarni á Látrum áttu tvö börn, Halldór hreppsstjóra á Látrum og Guðrúnu sem giftist Pétri Jónssyni á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi. Aðalvikin hefur fóstrað marga afbragðsmenn og konur. Menn stunduðu þar jöfnum höndum land- búnað og sjávarútveg þótt sjávar- aflinn væri aðalbjargræðið. í mannskæðu stríði við óblíð náttúru- öfl var manndómur og mannleg reisn í öndvegi. Árið 1990 sendi Gunnar Frið- riksson frá sér bókina Mannlíf í Aðalvík. Þá bók verður að telja með bestu heimildarritum um horfna lifnaðarhætti. Lesandinn fær þar innsýn inn í fortíðina. Myndirnar sem brugðið er upp eru lifandi og trúverðugar þótt þær séu skynjaðar með augum barns og síðar unglings. Höfundurinn, Gunnar Friðriksson, sér sjálfur endalok aldalangrar sögu, þar sem menn beijast á eyðilegum stöðum í návígi við náttúruöfiin. Sú barátta var grimm og mannskæð. Lífið var linnulaus þrældómur. í hýbýlum sem voru hrörleg og lítil þoldu menn oft skerandi hugnur og níst- andi kulda. Eftir erfiðan róður urðu menn jafnvel að bera lífsbjörgina á sjálfum sér klukkustundum sam- an um fjallvegi, urðir og klungur og svelluð björg. Og bilið var oft stutt milli lífs og dauða bæði á sjó og landi. Verk þeirra sem varðveitt hafa fortíðina verður seint ofmetið. Við vitum að nútíminn er tómur og merkingarlaus án fortíðar. Menn verða líka að vita hvaðan þeir koma til að vita hvert þeir eru að fara. Það skilur enginn nútím- ann og það gerir sér enginn skyn- samlega grein fyrir framtíðinni án skilnings á liðinni tíð. Fortíðin liflr áfram með okkur og í okkur. í hópi fátækra útkjálkadrengja fór Gunnar Friðriksson í gagn- fræðaskólann á ísafirði. Metnaður þeirra var mikill en veraldleg efni rýr. Gunnar segir skemmtilega frá þessu í bók sinni: „Þar sem ég var formaður nem- endaráðs kom það í minn hlut að setja árshátíð skólans. Skemmtunin átti að fara fram í Góðtemplarahús- inu sem þá var stærsta og vegleg- asta samkomuhús bæjarins. Annað kom ekki til greina. Þar átti ég að standa uppi á sviði frammi fyrir öllu fína fólkinu á ísafirði, bjóða það velkomið og tala þannig að öllum væri til sóma en einkum skólanum og ræðumanni. En hér var úr vöndu að ráða að einu leyti. Ég átti nefnilega engin spariföt og gat ekki keypt þau. Eina úrræðið var að fá föt að láni hjá frænda mínum Jóhanni Frið- rikssyni frá Ystabæ í Aðalvík. Gall- inn var bara sá að þessi frændi minn var eldri og stærri en ég. Buxurnar gátum við stytt með því að bijóta upp á skálmarnar en það var öllu verra með jakkann. Hann var hólkvíður og allt of ermalang- ur...“ En ungu mennirnir úr Aðalvík- inni urðu engum til skammar. Þeir urðu flestir þjóðkunnir athafna- menn sem litu á það sem skyldu sína, eftir að hafa notið menntun- ar, að vinna þjóð sinni gagn. Þetta var almennt sjónarmið. Síðar komu ný viðhorf ekki síst með spekingum sjöunda áratugarins en það er önn- ur saga. Skólaganga þá var mun styttri en menntun betri að ég hygg, vegna þess að þá fólst menntun í miklum og almennum lestri góðra bóka. Innan við tvítugt reynir Gunnar Friðriksson eftir menntunina á ísafírði að ryðja byggðarlagi sínu braut inn í nútímann, en straumur- inn lá af landsbyggðinni til Reykja- víkur. Eftir að stóru bátarnir með kraftmiklu vélarnar komu til sög- unnar eftir 1920 fjölgar sjóslysum. í Aðalvíkinni farast fimmtán ungir menn þar á meðal báðir bræður Gunnars eins og fyrr segir og margir nánir frændur og vinir. Gunnar fór með þeim sem eftir lifðu úr byggðarlaginu suður til Reykjavíkur. Island er sérstætt land og íslend- ingar á ýmsan hátt sérstæð þjóð, þótt þeir hafi fylgt almennri þróun í hinum vestræna heimi. Sú kynslóð sém fæddist á árum heimsstyijald- arinnar fyrri og ólst upp á tímum kreppunnar átti ekki annarra kosta völ en að vinna eins mikið og orkan leyfði. Og sú kynslóð hefur skilað glæsilegu og óbrotgjörnu starfi enda varð hún sterk að innviðum. Og ungu maðurinn úr Aðalvíkinni var fljótur að átta sig á breyttum tímum sem lágu í loftinu. Þegar til Reykjavíkur var komið hitti hann unga stúlku, Unni Halldórsdóttur móðursystur mína, sem kom austan af Héraði. Og saman lifðu þau það ævintýri að sjá hið nýja ísland rísa og verða að veruleika. Og þau voru ekki aðeins áhorfendur. Þau voru í hópi þeirra athafnamanna sem tóku beinan þátt í atburðarásinni og umbyltu á nokkrum áratugum sögu þjóðar sem búið hafði við lifn- aðarhætti í aldaraðir þar sem allt virtist standa kyrrt. Nú hefur ís- lenska þjóðin í hálfa öld notið meiri velmegunar en hún hefur nokkru sinni þekkt í sögu sinni. En breyt- ingar koma ekki af sjálfu sér. Þær kosta baráttu og þrotlaust starf. Það þarf athafnafólk til að hrinda þeim í framkvæmd. Starf þessa dugmikla fólks varð samofið þjóð- arsögunni. Kynslóð Gunnars Frið- rikssonar skapaði íslenska velferð- arríkið. Sú kynslóð þekkti sögu sína og skildi hvers vegna samhjálp er nauðsyn. Vonandi ber ný kynslóð gæfu til að skilja þetta líka. En ef hún gleymir fortíð sinni þá kann svo að fara að hún verði neydd til að endurtaka villur fortíðarinnar og þá gætum við á ný séð tíma nálgast sem þessi þjóð þekkti alt of vel áður en velferðarríki síðustu áratuga varð til. Auk umfangsmikillar kaupsýslu hafði Gunnar Friðriksson mikil af- skipti af félagsmálum. Hann var jafnan fljótur að átta sig á mönnum og málefnum og náði alltaf góðum tökum á verkefnum sínum. Störf hans einkennast af hófsemi og festu. Hann er hógvær maður að eðlisfari og ég held að honum hafi aldrei brugðist háttvísi. Málum er þokað áfram með margháttuðum aðgerðum og nú geta menn séð árangurinn af miklu dagsverki og undrast afköstin. Þekktust eru störf hans sem forseti Slysavarnar- félagsins frá 1960-1982. Hann var snemma kosinn á Alþýðusam- bandsþing og hann situr í stjórn Landakotsspítala. Hann vann einn- ig margvísleg störf í þágu blindra. Hann var formaður Bátafélagsins Bjargar og hann var mörg ár í Sjómannadagsráði. Þá var hann kosinn til að mæta á stofnfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga og þannig mætti lengi telja. Hins vegar fékkst hann aldrei til að taka þátt í flokkapólitík þótt hann hafi verið um það beðinn. Fyrir störf sín hefur Gunnar Friðriksson hlotið verðskuldaða viðurkenningu innan- lands og utan. Má þar nefna Stór- riddarakross Fálkaorðunnar, 1978 og hann var einnig sæmdui' heið- ursmerki af forseta Póllands 1976. Þrátt fyrir mikil umsvif og annir virtist mér að Gunnar hefði alltaf tíma til að ræða við vini sína. Ég, ekki síst sem námsmaður, naut stundum góðs af þessum samræð- um og oftar en ekki urðu þær upp- spretta nýs skilnings og nýrra hugsana. Ég minnist þess t.d. að eitt sinn drakk ég kaffí á Borginni með Gunnari og ævifélaga hans séra Sigurði Einarssyni skáldi í Holti. Orðræður voru þar allar hin- ar hressilegustu og þær urðu mér eftirminnilegar og íhugunarefni síðar. Gunnar Friðriksson kynntist séra Sigurði skáldi Einarssyni fyrst þegar Gunnar var kosinn á þing ASÍ á haustdögum 1934. Skáldið var þá alþingismaður, fréttastjóri útvarpsins og auk þess kennari við Kennaraskólann. Kona séra Sig- urðar var Hanna Karlsdóttir en hún var ættuð að vestan og frænka Gunnars. Séra Sigurður Einarsson var gott skáld og góður fræðimað- ur, skrifaði meðal annars mikið rit um Einar skáld Benediktsson sem aldrei fékkst gefið út vegna tíðar- andans. Skáldið, séra Sigurður Ein- arsson, komst snemma í andstöðu ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar krabbameins- sjúkum börnum og varð ágóðinn 2.260 krónur. Þær heita Aðalheið- ur Svavarsdóttir og Hjördís Helga Jensdóttir. við þau öfl sem fóru hægt en örugg- lega að taka öll völd í menningar- málum á Islandi þegar á fjórða áratug aldarinnar. Skáldið í Holti var alla tíð talsmaður mannúðar og hann var baráttudjarfur maður, en hann var að sjálfsögðu ofurliði borinn. Þau sjónarmið Sigurðar sem „vinstrisinnaðir gáfumenn" skildu ekki og fordæmdu á fjórða áratugnum urðu íslendingum yfir- leitt ekki ljós fyrr en hálfri öld síð- ar. Þó að önnur öfl hafi ráðið í menningarmálum á íslandi síðustu áratugina þá hefur nú sannast að stefna Sigurðar Einarssonar skálds var rétt. Þótt þeir menn sem sigr- uðu hafi á Vesturlöndum kallast vinstrisinnaðir gáfumenn þá hefur reynslan þegar sýnt að gáfur þeirra reyndust heimska. Það reyndist heimska að reyna að þurrka út eða falsa fortíðina. Það reyndist heimska að reyna að skapa „hinn nýja mann“ úr eintómum draum- sýnum. Það reyndist heimska að trúa á einhveijar árþúsundalausnir til að skapa nýjan heim. Menn- ingarmaður er raunar hrein and- staða við hinn vinstrisinnaða gáfu- mann af þessari gerð. Menningar- maður ber virðingu fyrir lífí og þjáningum fyrri kynslóða. Varðveisla en ekki útþurrkun , fortíðarinnar er þess vegna ævin- lega stefna hins raunerulega 'menntamanns. Það er mesti mis- skilningur að varðveisla þýði ekki annað en að byggja söfn og varð- veita safngripi. Menningarmaður gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir að hann lifir í heimi þar sem allt er háð stöðugum breytingum. Það er ekki heldur neinn ágreiningur um það að réttar breytingar eru af hinu góða. Málið snýst um það að allir þessir ofdýrkuðu „gáfu- menn“ vildu snöggar róttækar breytingar og þeim fylgdu alls stað- ar fjöldamorð og kúgun. Menning- armaður missir hins vegar aldrei sjónar af mannúð og siðferðislegum gildum. Gunnar Friðriksson hefur verið farsæll maður í einkalífi. Hann og Unnur eignuðust þijú börn, Friðrik, framkvæmdastjóra Vélasölunnar hf., Rúnar kvikmyndagerðarmann, Sjónvarpinu, og Guðrúnu, hús- freyju á Seltjarnarnesi, en áður átti hann Sæmund, deildarstjóra hjá Hofí sf. Gunnar Friðriksson og hans fólk hefur alla tíð verið vinamargt og með afbrigðum gestrisið fólk. Ég vil nota tækifærið og þakka Unni og Gunnari þann tima sem ég dvaldist með þeim á heimili þeirra á Hverfisgötunni, ég þakka þeim fyrir margar ógleymanlegar stund- ir innanlands og utan. Á þessum merkisdegi sendum við Elísabet kveðju okkar, þökkum hjartanlega vináttu og hlýhug gegnum tíðina og óskum ykkur öllum velfarnaðar í bráð og lengd. Gunnar Dal. 9 9 3 1ÖLADAGATAL DESEMBER Verið velkomin á fjölbreytta kynningardagskrá okkar. Miðvikud. BÓKAKYNNING ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS 11.20:30 Aðgangur óieypis_______ Fimmtud. Höfundar AB: Einar Már Guömundsson, IUugi Jökulsson, Jóhanna Kristjónsdóttír, Ingibjörg Einarsdóttír og Þorsteinn Eggertsson lesa úr verkum sínum 11.23:00 kr.1000,- K.K. BAND Föstud. JÓLAHLAÐBORÐ | kl. 18:00 -21:30 J JÓLAHLAÐBORÐ Ulipi' Sönghópurinn ÓSKABÖRN kl. 18:00 - 21:30 $ Steinunn Ólína, Hitirik, Sóley, kr. 2750,- 4 Maríus og Aðalheiður LEIKHÚSBANDID 1 skemmta matargestum Sunnud. JÓLALÖG JÓLAHLAÐBORÐ ■" Margrét Pálmadóttir, II ts.nn 91.M 1 Jóhanna ÞórhaUsdóttirog kl. 18.00 - 21.30 1 Margrét Eir syngja jólalög kr.2550,-_ Mánud. VISNAKTÖLD 11.20:30 kr. 500,- 6 og önnur létt lög VISNAVINIR syngja ogspila Borbapantanir í síma 1 96 361 Fax 1 93 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.