Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1993 Guðfinnur L. Frið- riksson ogBjörgJóns- dóttir - Hjónaminning Guðfinnur Fæddur 11. maí 1919 Dáinn 22. janúar 1988 Björg Fædd 29. nóvember 1919 Dáin 13. júní 1993 Snert hörpu mína, himinboma dís, svo hlusta englar guðs í Paradís. Í dagsins önn er gott að eiga í minningunni myndir og minjar, sem aldrei fellur á. Það má segja það um kynni mín af tengdaforeldrum rnínum Bjöggu og Finna. Frá fyrstu kynnum mínum af þeim, þegar ég kom strákpolli til Bolungarvíkur og kynntist þessari fjölskyldu, átti ég þar athvarf og skjól. Aldrei var annríkið svo mik- ið hjá þeim hjónum, sem var þó sannarlega ærið, að ekki væri til bros og beini fyrir gesti og gang- andi. En fyrst og fremst var það fjöl- skyldan, börnin öll og barnabörnin sem nutu umhyggju þeirra og hjartahlýju. Seinna var ég svo heppinn að eignast dóttur þeirra að eiginkonu, og því naut ég, sem eitt barna þeirra, alls þess besta sem sam- hent fjölskylda getur veitt. Eiginlega var það ótrúlegur verkahringur sem skilað var af þeim Grundarhjónum. Vakin og sofin vöktu þau yfir velferð hópsins síns, sem var þó orðinn býsna stór. Börnin voru tólf og bamabörnin þijátíu og átta, seinna komu svo bamabarnabörnin, og var það þeim sífelldur gleðigjafi að hafa sem flesta í kringum sig, enda er nú skarð fyrir skildi í fjölskyldunni. Guðfinnur Friðriksson tengdapabbi dó árið 1988, þá var höggvið stórt skarð í fjölskylduna. En eins og ætíð var því áfalli mætt með styrk og bjartsýni. Ekki dugði að leggja árar í bát, ennþá átti lífið margt að gefa, og hún Bjagga var ekki að bera sorg sína á torg, en leitaði huggunar í sívak- andi umhyggju, sem allir nutu sem hún umgekkst. Eitt af mörgum sameiginlegum áhugamálum þeirra hjóna var nýja húsið sem þau byggðu sér á efri árum, og garðurinn fallegi, sem vakti aðdáun allra sem sáu, enda fengu þau verðskuldaða viður- kenningu fyrir hann. En enginn stendur endalaust gegn þjáningu og vaxandi heilsu- leysi. En það var eins og með ann- að, sem ekki varð umflúið, því var tekið með æðruleysi og bjartsýni. Já, bjartsýni, gleði og góð og hlý fyndni fylgdu henni Bjöggu bless- aðri allt til loka. Hún hafði svo góða tilfinningu fyrir að gleðja aðra. Ein af síðustu minningunum um tengdamömmu er frá því að hún heimsótti okkur ijölskylduna til Akureyrar. Þá fórum við með hana í skoðunarferð í Ásbyrgi, Hljóða- kletta og fleiri staði, sem hún hafði ekki áður séð. Hún var svo þakk- lát og glöð að manni hlýnaði um hjarta. Atvikið átti sér stað utandyra við Bergþórugötu þann 27. desem- ber 1990 þangað sem lögreglu- menn voru kvaddir vegna hávaða og ölvunar í samkvæmi. Talsvert af fólki var í íbúðinni og var því vísað út í samráði við húsráðanda þar á meðal manni þeim sem hand- tekinn var. Hann var þó ekki með- al þeirra manna sem lögreglan hafði bein afskipti af á staðnum en fór treglega að fyrirmælum lög- reglumanna um að ganga fram fyrir lögreglubifreiðina en ekki aft- urfyrir þar sem þeir voru að hafa afskipti af fólki. Umræddur lög- reglumaður ýtti manninum þá frá lögreglubílnum nokkurn spöl tók hann síðan þeim tökum að maður- inn varð rænulítill, dró hann svo í því ástandi eftir götunni að lög- reglubílnum og sleppti þar takinu svo að maðurinn skall í götunni með þeim afleiðingum að hann bólgnaði og skrámaðist auk þess sem 7 tennur í efri og neðri gómi brotnuðu. Sakfelldur með framburði lögreglumanna Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið varðhald í Hæstarétti í nóvember 1991 og þar segir að aðfarir lög- reglumannsins gagnvart mannin- um hafi verið miklu harkalegri en aðstæður gáfu tilefni til. Sú sakfell- ing byggðist m.a. á framburði fjöl- Þá var amma á Grundum glöð og góð og gaman var að leggja í þennan sjóð. Við minnumst þín og þökkum þúsund falt, já, þakkir, amma, fyrir allt og allt. Það væri svo margt hægt að segja og rifja upp, en það geymist í þeim sjóði minninganna sem mölur og ryð fær ekki grandað. En í huga mínum rís hæst þakk- læti, já, þakklæti til ykkar, elsku- legu tengdaforeldrar, fyrir alla þá umhyggju sem þið sýnduð mér og minni fjölskyldu og aldrei verður endurgoldin, en biðjum guð að launa ykkur á landinu handan tungls og sunnan sólar, þar sem lífið verður aftur ungt. Gott er að verða fleyg og fær og fijáls í hveiju spori. Sinnið verður sumarblær og sálin full af vori. margra lögreglumanna á staðnum. í framhaldi af þeim dómi var lög- reglumanninum vikið úr starfi. Maðurinn höfðaði svo sérstakt bótamál á hendur lögreglumannin- um og krafðist 4,7 milljóna króna í skaðabætur. í dómi Héraðsdóms segir að að sannað sé að lögreglumaðurinn hafi við handtökuna beitt hálstaki sem geti leitt til þess að menn missi meðvitund og lögreglumönn- um sé uppálagt að nota ekki nema í neyðartilvikum. Með því hafi hann farið út fyrir starfsreglur þær sem lögreglumönnum séu settar og því geti ríkissjóður ekki borið ábyrgð vinnuveitanda á tjóni því sem af hlaust en maðurinn gerði kröfur á ríkissjóð í málinu. 20 sinnum til tannlæknis Fram kom í dóminum að maður- inn hafi um 20 sinnum leitað til tannlæknis vegna áverka sinna og nemi útlagður tannlæknakostnaður hans af þeim sökum 264 þúsund krónum. Bótakröfur mannsins voru samtals 4,7 milljónir króna, þar af 3,5 milljónir vegna miska en hann hætti námi skömmu eftir atvikið sem hann sagði hafa haft margvís- leg áhrif á líf sitt. Með dóminum voru honum hins vegar dæmdar bætur vegna fyrrgreinds útlagðs tannlæknakostnaðar og að auki 200 þúsund krónur vegna miska. ____________Brids_________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kauphallarmótið 1993 Kauphallarmót Bridssambands ís- lands verður haldið á Hótel Sögu helg- ina 4.-5. des. nk. Mótið verður haldið í samvinnu við Verðbréfamarkað ís- landsbanka sem mun reka Kauphöll á staðnum eins og undanfarin ár og Eurocard kreditkort. Ef pör verða keypt með einhveijum af kortum frá Eurocard þá getur viðkomandi dottið í lukkupottinn í enda mótsins en þá verður eitt parið dregið út og kaup- andi þess fær kaupverðið endurgreitt. Sú breyting hefur orðið í upphaf- legri áætlun að uppboðið verður á laugardagsmorgun 4. des. kl. 11 og spilamennska hefst kl. 13. Allir karlmenn sem taka þátt, verða að spila í jakkafötum með bindi og kvenfólk í viðeigandi klæðnaði. Skráning er á skrifstofu Bridssam- bands íslands í síma 91-619360 og lýkur henni mánudaginn 29. nóv. Ef þátttaka fer yfir 32 pör verður valið úr pörum eftir stigastyrkleika. Þátt- tökugjald er 10.000 á par og lág- marksboð er einnig 10.000 sem við- komandi par ábyrgist ef enginn býður hærra. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst þriggja kvölda barometer. 16 pör mættu til leiks og eru spiluð sex spil milli para. Að lokn- um 5 umferðum er röð efstu para þessi: UnaÁrnadóttir-KristjánJónasson 41 AxelLárusson-Bergurlngimundarson 31 Valdimar Sveinsson - Friðjón Margeirsson 30 Maria Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundarson 15 Róbert Geirsson - Geir Róbertsson 15 Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. Bridsdeild Húnvetninga í bridsdeild Húnvetninga miðviku- daginn 17. nóvember var spiluð 3. umferð í hraðsveitarkeppninni. Úrslit: Sv. Valdimars Jóhannssonar 647 Sv. Eðvarðs Hallgrímssonar 635 Sv. Hermanns Jónssonar 598 Miðvikudaginn 24. nóvember var spiluð 4. umferð. Sv. Valdimars Jóhannssonar 626 Sv. Eðvarðs Haligrímssonar 610 Sv. Jóns Sindra Tryggvasonar 607 Staðan þegar 4 umferðum er lokið og ein eftir: Sv. Gunnars Birgissonar 2430 Sv. V aldimars Jóhannssonar 2415 Sv. Jóns Sindra Tryggvasonar 2388 Sv. Ólafs Ingvarssonar 2365 Sv. Eðvarðs Hallgrímssonar 2336 Bridsfélag Kópavogs Þá er lokið barómeterkeppni félags- ins með sigri Jens Jenssonar og Er- lendar Jónssonar. Þeir félagar tóku glæsilegan endasprett. Kvöldskor: JensJensson-ErlendurJónsson 111 ÁmiMárBjömsson-HeimirTryggvason 72 RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 52 Lokastaðan: Jens Jensson — Erlendur Jónsson 226 Gunnar B. Kjartansson - Valdimar Sveinsson 174 SigurðurSiguijónsson-SævinBjamason 140 Ármann J. Lámsson - Vilhjálmur Sigurðsson 134 Næstu tvö fimmtudagskvöld verður spilaðir eins kvölds tvímenningur, skráning á staðnum. Bridsdeild Víkings Úrslit í tvímenningnum sl. þriðju- dag: Sveinn Sveinsson - Trausti Hjaltason 256 Gunnar Ingólfsson - Reynir Oskarsson 242 GuðbjömÞórðarson-SigfúsÖm 237 EggertGuðmundsson-ÁrniIngason 234 Spilaður verður eins kvölds tví- menningur í Víkinni þriðjudagskvöld kl. 19.30. Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 21. nóvember. A-riðill. Tvímerining- ur. 10 pör. Lárus Arnórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 125 GunnarPálsson-BergsteinnBreiðfyrð 124 Kari Adólfsson - Eggert Einarsson 124 Sigurleifur Guðjónsson - Þorsteinn Erlingsson 115 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 115 Meðalskor: 108 stig. B-riðill. Tvímenningur. 8 pör. Inga Bergburg - Halla Ólafsdóttir 104 Baldur Helgason - Þórólfur Meyvantsson 100 Stefán Halldórsson - Kristinn Magnússon 89 Óli Va'dimarsson - Eysteinn Einarsson 85 Meðalskor 85 stig. 25. nóv. Tvímenningur. 12 pör. Helga Helgadóttir - Þórhildur Magnúsdóttir 188 Ólína Magnúsdóttir - Ingunn Hoffmann 182 BergurÞórðarson-Þórarinn Amason 17 6 Baldur Helgason - Haukur Jömndsson 176 Meðalskor 165 stig. MARKAÐS- 06 SÖLUNÁMSKEIÐ Markaðs- og söluáætlun fagmannsins Sigurður Ág. Jensson Áætlanagerð, skipulögð hugsun og vönduð vinnubrögð eru þeir þættir sem einkenna góða sölumenn. Á þessu námskeiði læra sölumenn hvernig þeir geta sett sér markmið á árangursríkari hátt en áður og hvernig þeir vinna skipulega að því að ná settu marki. Ætlað sölufólki og sölustjórum sem vilja vinna faglega. Leiðbeinandi er Sigurður Ág. Jensson, viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi. Námskeiðið er haldið í húsnæði Stjórnunarfélagsins dagana 1., 2. og 3. desember nk. kl. 9.00-12.00 Skráning er hafin! Nánari upplýsingar í síma 621066. É Stjómunarfélag íslands Ánanaustum 15 Símí: 621066 f Bólstaðarhlíð Nýtt á söluskrá Björt og góð 3ja herb. 93 fm íbúð á jarðhæð í fjórb- húsi. Sérinngangur og -hiti. V. 7,0 m. 3549. EIGISAMH)LONINHi Sími 67-90-90 - Síðumúla 21 Meðalholt Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. íbúð á 1. hæð-í tví- býli með góðu aukaherb. í kjallara. Stór og góð sérlóð. Verð 6,5 millj. Lindarsmári - verðlækkun Mjög góð 186 fm raðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Afh. tilbúin að utan og fokheld að innan. Falleg staðsetning. Aðeins tvö hús. Verð 7,6 millj. Símatími frá kl. 13.00-15.00 í dag Fasteignasalan Framtióin, Austurstræti 18, sími 622424. Árni Másson. Fyrrum lögreglumað- ur greiði bætur vegna meiðinga við handtöku FYRRVERANDI lögreglumaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reylgavíkur til að greiða 464 þúsund krónur í skaða- og miskabæt- ur til manns sem sem slasaðist við handtöku sem lögreglumaðurinn framkvæmdi meðan hann var í starfi. Lögreglumaðurinn hefur áður verið ákærður, dæmdur og vikið úr starfi fyrir þessa hand- töku og þeirra áverka sem talið er sannað að hann hafi þá veitt manninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.