Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993
29
á skóna sína áður en gengið er und-
ir stigann en þá mega menn ekki
líta við fyrr en hrákinn er þornaður.
ÓLÍKAR SKÝRINGAR
Hræðsla fólks við að ganga und-
ir stiga getur verið sprottin af
hreinni skynsemi. Sú hætta er nefni-
lega fyrir hendi að menn fái eitthvað
í hausinn, málningu eða verkfæri,
því líkur eru til þess að einhver sé
að vinna uppi í stiganum. Slíka hjá-
trú mætti ef til vill kaila skynsemis-
hjátrú. Heimildir um stigahjátrúna
eru ekki gamlar en hugsanlegt er
þó að hún eigi sér dýpri rætur. Áður
fyrr meðan hengingar voru við lýði
var reistur stigi upp við gálgann og
böðullinn hratt hinum seka úr stig-
anum inn í eilífðina. Sá dauði hékk
þá í snörunni undir stiganum. Þegar
menn ganga undir stiga eru þeir að
fara inn á umráðasvæði hinna dauðu
og það kann auðvitað ekki góðri
lukku að stýra.
Önnur skýring er sú að undirstað-
an, stiginn og það sem hann er reist-
ur upp við myndi þríhyrning. Hin
heilaga þrenning hefur verið tákn
guðdómsins allt frá árdögum kristn-
innar og það getur verið vanhelgun
að ganga í gegnum þríhyrning. Út
frá sjónarhorni kristninnar hefur
einnig verið bent á að stigar hafi
fengið á sig slæmt orð vegna þess
að stigi var notaður til að taka Krist
niður af krossinum.
VERNDARGRIPIR
Verndargripir eru hlutir sem fólk
ber á sér eða hefur í kringum sig,
í þeirri trú að í þeim búi kraftur sem
veiti vernd gegn illum öflum, sjúk-
dómum eða öðru óláni. Þeir eru af
margvíslegu tagi og hafa fylgt
mannkyninu frá ómunatíð. Óhætt
er að fullyrða að trú á verndarmátt
alls kyns hluta þekkist í einhverri
mynd á nær öllum menningarsvæð-
um heims. Gamlar og nýjar heimild-
ir bera henni vitni og hún lifir góðu
lífi enn þann dag í dag í tæknivædd-
um samfélögum nútímans. Notkun
verndargripa er ein útbreiddasta og
almennasta hjátrú sem þekkist nú
orðið. Fólk ber krossa um hálsinn,
armbönd og hringa með verndar-
táknum, verndargripir eru festir við
lyklakippur eða hengdir upp í bílum
og húsum. Víða í kringum okkur í
daglegu lífi eru ýmiss konar verndar-
gripir. Stundum gerir fólk sér ekki
grein fyrir verndargildi þessara
hluta en aðrir trúa statt og stöðugt
á áhrif þeirra. Algengastir eru grip-
ir af trúarlegum toga, krossar eða
helgimyndir, en einnig hlutir með
táknum sem sótt eru til framandi
menningarsvæða, bæði í nútíð og
fortíð. Litlir verndargripir af ýmsum
gerðum sem festir eru á armbönd
(,charms“) hafa notið mikilla vin-
sælda á undanförnum árum.
GEGNILLUM AUGUM
Sú skoðun kemur víða fram í
þjóðtrú að sumir menn og dýr hafi
ill augu og geti haft skaðleg áhrif
á umhverfi sitt með augnaráðinu.
Talið er að uppruni trúarinnar á
mátt verndargripa tengist að ein-
hverju leyti trú manna á ill augu.
Einstöku þjóðfræðingar hafa gengið
svo langt að fullyrða að notkun
verndargripa sé hreinlega afleiðing
þessarar trúar. Dæmi um þekkta
verndargripi gegn illum augum sem
enn eru notaðir, þó að fæstir geri
sér grein fyrir verndargildi þeirra,
eru eyrnalokkar. Ótti við ill augu
og skaðleg áhrif þeirra kemur fram
í íslenskri þjóðtrú meðal annars í
þeirri venju að hylja höfuð galdra-
manna svo þeir geti ekki gert skaða
með augnaráði sínu. í Evrópu var
það sérstaklega á Suður-Ítalíu sem
trúin á ill augu lifði góðu lífi til
skamms tíma og þar nota menn
ennþá sérstakt orð yfir menn með
ill augu, „jettatore".
Sjö, níu, þrettán
Hjátrú íslendinga í dag-
lega lífinu
Símon Jón Jóhannsson
tók saman
Útgefandi: Vaka-Helga-
fell hf.
Verð: 2.980 krónur
SAMHJÁLPARSAMKOMA
verður í Fíladelfíukirkjunnni í dag kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá
að vanda. Mikill söngur og margir vitnisburðir. Samhjálparkórinn
tekurlagið. Skírnarathöfn. RæðumaðurÓliÁgústsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
SAMHJÁLP.
AHslenshar
Domlno's
Plzzur
Coca Cola frá
Verksmiðjunni Vífilfell.
Ostur frá Osta
og smjörsölunni.
Ali áleggfrá
Síld ogfisk.
Kjöt frá Ferskum
Kjötvörum.
Kassamir eru frá
Kassagerð Reykjavtkur.
íslenskt
Grœnmeti.
Sveppirfrá
Flúðasveppum.
Hveitið í botnininum
erfrá Komax.
□ OT Ö Z<
SN oíá q a
GETUR
BETUR
SIMI 8-12345
GRENSÁSVEGI 11
fSLENSKT HRÁEFNI • ISLENSKT VINNUAFL • ÍSLENSK GÆEII