Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 36
MoifluNBfrAiPia w* ■ §&• ATVINNUA UGL YSINGA R Söguritun Félag bókagerðarmanna hyggst ráða rithöf- und til þess að skrá sögu stéttarfélaga í prentiðnaði 1897-1997. Áætluð útkoma bókar er 7. apríl 1997 og handriti sé skilað 1. desember 1996. Æskilegt er að væntanlegur höfundur hafi lokið prófi í atvinnusögu eða félagsfræði og hafi nokkra þekkingu á prentiðnaði. Umsóknir sendist Félagi bókagerðarmanna (ritnefnd), Hverfisgötu 21, 101 Reykjavík, eigi síðar en 15. desember 1993. Stjórn Félags bókagerðarmanna. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Svæfingarlæknir Staða sérfræðings í svæfingum er laus til umsóknar við Sjúkrahús Keflavíkurlæknis- héraðs. Umsóknum skal skilað fyrir 31. desember nk. til undirritaðs á sérstökum eyðublöðum sem látin eru í té á skrifstofu sjúkrahússins, Mánagötu 9, Keflavík, og á skrifstofu land- læknis. Allar nánari upplýsingar veitir Hrafnkell Óskarsson, yfirlæknir, í síma 92-20500. Framkvæmdastjóri. fBORGARSPÍTfllIMM Hjúkrunarfræðingar Fyrirhugað er að auka aftur starfsemi skurð- lækningadeilda eftir áramótin. Stöður hjúkr- unarfræðinga á eftirtöldum sérsviðum eru því auglýstar til umsóknar: Almennar skurðlækningar. Bæklunarlækningar. Heila- og taugaskurðlækningar. Háls-, nef- og eyrnalækningar. Þvagfæraskurðlækningar. Nánari upplýsingar veitir Margrét Tómas- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696364. Hjúkrunarfræðingar Á Endurhæfingadeild Grensásdeildar EN-62 eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á næturvaktir (40-60%) frá og með 1. desem- ber næstkomandi. Einnig eru lausar stöður á aðrar vaktir. Áhersla er lögð á góða starfs- aðlögun fyrir nýtt starfsfólk og góða sam- vinnu. Nánari upplýsingar veitir Margrét Hjálmars- dóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 696732. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Aðstoðarlæknar Lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoð- arlækna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 1. janúar nk. Annars vegar er um.að ræða stöðu aðstoðar- læknis á fæðingar- og kvensjúkdómadeild og hins vegar á bæklunar- og slysadeild. Vaktir eru fimm-skiptar. í framhaldi af ráðningartíma kæmu til greina störf á öðrum deildum sjúkrahússins. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ákureyri er rekin fjölþætt starfsemi á handlækninga- og lyf- lækningasviði, auk mjög fullkominna stoð- deilda. Á FSA starfa um 450 manns og þar af eru stöður lækna 39. Markvisst hefur ver- ið unnið að því undanfarin misseri að bæta vinnuaðstöðu aðstoðarlækna. Nánari upplýsingar veita Geir Friðgeirsson, fræðslustjóri lækna, Júlíus Gestsson, yfir- læknir bæklunar- og slysadeildar og Kristján Baldvinsson, yfirlæknir fæðingar- og kven- sjúkdómadeildar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. ÁDAGSKRÁ mánudaginn 29. nóvember kl. 14.00: „Andlegirfylgikvillaratvinnuleysis -úrræði.“ Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur, fjallar um efnið og svarar fyrirspurnum. Kaffiveitingar. Fundarstaður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð. RANNSOKNASTOFA Óskum eftir að ráða rannsóknarmann til starfa á rannsóknastofu hjá traustu iðnfyrir- tæki í Reykjavík. Starfstími/starfshlutfall: Starfstími er kl. 7.45-12.30 alla virka daga, einnig eru unnar aukavaktir u.þ.b. aðra hverja helgi. Starfið er fólgið í rannsóknum og gæðaeftir- liti og krefst menntunar í efnafræði eða skyld- um greinum. Starfið er laust 1. janúar 1994. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Rannsóknastofa 312“, fyrir 4. desember nk. Hagva C-/ ■ ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Markaðsfulltrúi Starfsmaður óskast í hálft starf við sölu og markaðsmál. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknum merktum: „Markaðsmál" skal skila á skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 7. desember nk. f' SÓLVANGUR | SJÚKRAHÚS wllw HAFNARFIRÐI Kvöldvakt í desember Sjúkrahúsið Sólvang í Hafnarfirði bráðvantar hjúkrunarfræðing á 80% kvöldvaktir í desember. Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Ingi- mundardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 50281. Vélstjóri Frystihús á Vesturlandi óskar eftir vélstjóra til alhliða viðhalds- og viðgerðarvinnu. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „V - 12137" fyrir 6. desember nk. LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Aðstoðardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar- stjóra við legudeild barna- og unglingadeild- ar geðdeildar Landspítalans. Legudeildin annast sérhæfða greiningu og meðferð barna með geðræn og félagsleg vandamál. Um er að ræða 100% starf, vaktavinnu. Aðstoðardeildarstjóra gefst tækifæri til að sækja um barnaheimilispláss og húsnæði. Frekari upplýsingar veitir Anna Ásmunds- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602500. Þroskaþjálfi Staða þroskaþjálfa við dagdeild barna- og unglingadeildar geðdeildar Landspítalans er laus til umsóknar. Dagdeildin sinnir sér- hæfðri greiningu og meðferð ungra barna m.a. vegna einkenna ofvirkni, misþroska og einhverfu. Um er að ræða 100% starf, vinnu- tími kl. 8.00 til 16.00. Frekari upplýsingar veitir Anna Ásmunds- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602500. BARNASPITALI HRINGSINS Hjúkrunarfræðingar Afleysingar vegna námsleyfa. Frá áramótum vantar nokkra hjúkrunarfræðinga á barna- deildir. Stöðurnar eru afleysingastöður í eitt ár vegna námsleyfa. Ennfremur eru lausar fastar stöður á barnadeild 3, 13-E, sem er 13 rúma handlækningadeild fyrir börn á aldr- inum 2-16 ára og á vökudeild gjörgæslu nýbura. Allar deildir bjóða góða og markvissa aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi. Semja má um ráðningartíma og starfshlutfall. Upplýsingar veitir Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 601000/ 601033, Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrun- ardeildarstjóri vökudeildar, sími 601040 og Anna Ólafía Sigurðardóttir, hjúkrunardeildar- stjóri 13-E, í síma 601030. SKURÐDEILD LANDSPÍTALANS Hjúkrunarfræðingar Vegna aukinnar starfsemi skurðdeildar Land- spítalans getum við boðið hjúkrunarfræðing- um þjálfun í skurðhjúkrun frá og með 1. jan- úar nk. Ennfremur er laus staða skurðhjúkr- unarfræðings. Starfsemi deildarinnar er í örum vexti og ákaflega fjölbreytt. Upplýsingar veita Svala Jónsdóttir, hjúkrun- arstjóri, í síma 601319 og Anna Stefánsdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601366. Læknaritari Starf læknaritara við handlækningadeild Landspítalans er laust til umsóknar. Um er að ræða afleysingastöðu í 3 mánuði frá 1. desember nk. 100% staða, vinnutími frá kl. 8-16. Frekari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 601332. RÍKISSPÍT ALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri meöferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og viö höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni aö leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.