Morgunblaðið - 18.12.1993, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.1993, Page 1
mnjtmtlrlfiMfe MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18 DESEMBER 1993 BLAÐn UPPSETNING HELGA TÓMASSONAR Á ÞYRNIRÓS í KAUPMANNAHÖFN Ævintýrið í ævintýralegri umgjörð Þetta er ein íburðarmesta og fjölmennasta ballettsýning í sögu Konunglega leikhússins. Gert er ráð ffyrir að hún verði á f jölunum f ram yf ir næstu aldamót. SJALDAN hefur Konunglegi danski ball- ettinn fengist við annað eins verkefni og ballettinn Þyrnirós, sem frumsýndur var í gær. Danskir fjölmiðlar hafa verið ólatir við að kynna sýninguna, enda stendur mikið til. Ballettinn er viðamesta verkefn- ið, sem flokkurinn hefur tekist á við lengi. Nú á að sýna hvers hann er megnugur. I raun hefur verið stefnt að þessu marki í átta ár. Mörg hundruð manns eru viðriðn- ir sýninguna. Utan um þetta allt heldur Helgi Tómasson, liststjórnandi San Frans- isco ballettsins, en hans útgáfa af ballettin- um var valin, eftir að Frank Andersen ballettmeistari við Konunglega leikhúsið hafði ferðast um allan heim í leit að réttri Þyrnirós handa flokknum. Frank Anders- en segir frá því með gleðilegu stolti að það hafi veri flokknum mikill ávinningur að fá Helga til að dveljast um hríð í Kaup- mannahöfn og vinna með flokknum að uppsetningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.