Morgunblaðið - 18.12.1993, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
En hvernig getur það ver-
ið margra ára verkefni
að setja upp eina bal-
lettsýningu? Ballettinn
Þyrnirós við tónlist
Tsjaíkovskíjs er ekki
aðeins óvenju langur,
eða þrír tímar í styttri útgáfu, held-
ur krefst hann gífurlega mikils af
flytjendum. Hann verður ekki fluttur
nema af flokkum, sem eru þrautþjál-
faðir í klassískum ballett og sem
hafa á að skipa samhæfðum hópd-
önsurum og frábærum sólódönsur-
um. Það eru ekki margir ballett-
flokkar í heiminum, sem valda því
verkefni. Danski ballettinn var í
nokkurri lægð fyrir átta árum, þegar
Frank Andersen tók við stöðu bal-
lettmeistara. Hann ákvað strax að
stefna að því að ballettinn tæki aft-
ur á verkefnaskrá stórar og krefj-
andi sýningar. Hægt og bítandi hef:
ur flokkurinn eflst undanfarin ár. í
ár eru hundrað ár liðin frá dauða
Tsjaíkovskíjs og ballettflokkar um
allan heim hafa minnst tónskáidsins
með því að setja upp stóra balletta
við tónlist hans, svo sem Svanavatn-
ið og Þymirós.
Michael Christiansen, leikhús-
stjóri Konunglega leikhússins, er
ekkert að draga fjöður yfir að sýn-
ingin sé ein sú mesta og stórbrotn-
asta í sögu hússins. Það liggur í
hlutarins eðli að hún sé dýr, en leik-
húsið eigi líka eftir að hafa tekjur
af henni næstu árin og vísast verður
hún á verkefnaskránni fram yfír
aldamót. Féð hefur annars vegar
fengist með því að ballettinn hefur
lagt til hliðar um árabil og eins
hleypur „Den Danske Bank“ undir
bagga með upphæð, sem ekki hefur
verið gefín upp. Áhuginn er mikill,
því miðar á fýrstu sex sýningamar
seldust upp á nokkmm dögum, en
síðar í vetur verða aðrar fjórtán sýn-
ingar. Leikhússtjórinn leynir ekki
ánægju sinni yfir að hafa fengið
Helga til starfa.
Bara sú besta
Fyrir íjórum ámm merkti Frank
Andersen í dagatalið sitt að um þetta
leyti árið 1993 flytti flokkurinn stór-
an Tsjaíkovskíj-ballett og Þymirós
varð fyrir valinu. Þá var þrautin
þyngri að fínna fallega útgáfu bal-
lettsins og réttan mann til að stjóran
uppsetningunhi. Ballettmeistarinn
fór til Rússlands, þar sem ballett-
flokkar eins og Kirov- og Bolsoj-
flokkurinn em frægir fyrir uppsetn-
ingar á ballettum landa síns Tsja-
íkovskíjs; hann sá sýningar í Japan,
í Evrópu og loks sá hann uppsetn-
ingu Helga í San Fransisco, sem
danski leikmynda- og búningahönn-
uðurinn Jens-Jacob Worsaae hann-
aði umgerðina um, en hún var sýnd
1990 og vakti mikla hrifningu, bæði
meðal gagnrýnenda og ballettgesta.
Eftir það var enginn efí í huga bal-
lettmeistárans. Utgáfa Helga skyldi
það vera. Um það hvað geri hana
svo sérstaka segir Frank Andersen
Helgi Tómasson
kom ennáný til
Kaupmanna-
hafnar og setti
ballettinn Þyrni-
rósu á svið
að hann geti ekki skilgreint í hverju
það liggi. Það sé einfaldlega þannig
með suma hluti að allt gangi upp
og ekki sé hægt að greina eitt frá
öðm. „Hún var bara sú besta,“ seg-
ir hann og um það þurfí ekki að
fara fleiri orðum.
Helgi kom til Danmerkur nokkr-
um sinnum undanfarið ár til að
kynnast flokknum og velja dansara
í hlutverk, en hann hefur ekki kom-
ið einn. Auk þess að hafa aðstoðar-
fólk hefur hann dyggan aðstoðar-
mann sér við hlið sem er Marlene,
kona hans. Hún var ballettdansari,
þegar þau Helgi kynntust, dansaði
bæði með Harkness-ballettinum og
Joffrey-ballettinum, sem af mörgum
er talinn einn af þremur bestu flokk-
um Bandaríkjanna, en lagði danss-
kóna á hilluna, þegar hún eignaðist
bam. Þau Helgi eiga tvo syni, 26
og 28 ára. Annar er að læra kvik-
myndagerð í Bandaríkjunum, hinn
er bílahönnuður og vinnur hjá BMW
í Þýskalandi. Marlene brosir hæ-
versklega þegar hún er spurð um
samvinnu þeirra Helga. „Ég er auka
auga fyrir hann,“ segir hún glettnis-
lega og bætir við að það sé fjarska
ánægjulegt að eiga þess kost að
vinna saman á þennan hátt. Á æf-
ingum má þó sjá að hún gerir meira
en að horfa, því dansarar og aðrir
ráðfæra sig við hana og hún svarar
yfírveguð og róleg. Sumir fá vin-
gjamlegt klapp á öxlina eða koss á
vangann frá þessari lágvöxnu, en
einbeittu og hlýlegu konu, sem lætur
svo lítið yfir sér, en veit svo greini-
lega hver stefnan er. Það er enginn
efí á að þar hefur Helgi bæði harð-
duglegan og næman samstarfs-
mann.
Rússnesk dýrð
sem spannar heila öld
Þegar blaðamönnum var kynnt
vetrardagskrá ballettsins í vor drógu
Frank Andersen og Michael Christi-
ansen enga dul á hve mikils þeir
væntu af uppsetningunni. Á þeim
tíma var verið að mála leiktjöldin í
stórri skemmu úti á Kristjánshöfn
og leikhússtjórinn sagði að það væri
ævintýri líkast að sjá þau. Nú hanga
þau undurfögur á sviðinu. Innan um
hallarveggi, þyrnimnna og skóga
liðast dansarar í búningum, sem
vart eiga sinn líka. Ævintýri á að
setja upp á ævintýralegan hátt og
það er vart hægt að finna annað
lýsingarorð yfír búninga og umgjörð
Jens-Jacob Worsaaes en orðið „æv-
intýralegt".
LAXOÆLASAGA í NÝRRI MYNDASÖ6IIBÓK BÖA KRISTJÁNSSONAR TEIKNARA
Morgunblaðið/ Þorkell
MÖGNUÐ
MYNDASAGA
LAXDÆLA er komin út á myndasögubók og nú má Ástríkur vara sig
að ekki sé minnst á Sval og Val og svoleiðis labbakúta. Þeir hafa ekkert
að gera í þá kappa sem fylla síður Laxdælu. Landnámsmenn á íslandi
og frændur þeirra með stór örlög. Ástir og vígaferli, siglingar í konungs-
garð, veislur og ríkidæmi, völd og valdníðslu, launráð og kænsku. Búi
Kristjánsson teiknari hefur unnið myndasöguna upp úr Laxdælu og
gefur út í heilu lagi það sem birst hefur vikulega á þessu ári í Lesbók
Morgunblaðsins. Bókin geymir fyrri hluta Laxdælasögu, síðari hlutinn
er farinn að birtast í blaðinu og verður að sögn Búa gefinn út á bók á
næsta ári.
/
g var búinn að velta þessu
fyrir mér síðan í mennta-
skóla,“ segir Búi, „að setja
íslendingasögu í myndir og
Búi Kristjánsson.