Morgunblaðið - 18.12.1993, Page 7

Morgunblaðið - 18.12.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 B 7 stór sýning var á verkum íslenskra listmálara í Barbican-listamiðstöð- inni í London fyrir um það bil þrem- ur árum, að vera ekki boðið að vera með. Þetta var íslensk myndlist í áttatíu ár, fyrsta stóra sýningin í Bretlandi á íslenskum málverkum. „Sjálfri þykir mér einkennilega að verki staðið að nota ekki tækifæri eins og þetta til að vekja athygli á eina íslenska listmálaranum sem starfar og heldur sýningar í viðkom- andi landi. Eftir nokkurt þref bauðst henni að vera með eina mynd. Þetta hafði eftirmál sem hefði getað kom- ið sér illa fyrir hana og frá því er sagt í bókinni," segir Jónína. Perlufesti er dýrmæt út af perlunum, ekki bandinu einu saman Hin bókin eftir Jónínu sem nú kemur út er af talsvert öðrum toga. Heitir hún Milli sterkra stafna — Fólkið hjá Eimskip. Tólf starfsmenn Eimskipafélagsins segja þar sögu sína. Fyrirtækið, sem verður áttrætt í janúar næstkomandi, hafði áhuga á að varðveita reynslu starfsfólks síns, sem sumt hvert hafði unnið hjá því í hálfa öld. Þetta er því ekki saga Eimskipafélagsins heldur nokkurra einstaklinga sem þar hafa unnið. Því eins og Jónína segir þá eru starfsmennirnir eins og perlur og fyrirtækið eins og band. Saman myndar þetta dýrmætt perluband en ef engar væru perlurnar væri bandið lítils virði. Þótt bókin sé fyrst og fremst per- sónusaga fer auðvitað ekki hjá því að lesandinn fái nokkra hugmynd um vinnustaðinn og stjómendur þar. Og það vakti athygli Jónínu hve fólk- inu hjá Eimskip þótti vænt um fyrir- tækið, enda var það alið upp í þeim anda að Eimskip væri fyrirtæki sem almenningur á Islandi ætti og hefði stofnað án atbeina stjómarhérra landsins. Jafnframt kemur fram hve forstjórarnir á hverjum tíma hafa mótað starfsemina. Og reynsla viðmælendanna er víðfeðm. Þótt allt séu þetta virkir þjóðfélagsþegnar í dag, og í takt við samtíð sína, hafa umskiptin orðið svo mikil á ævi þess að segja má að það sé sprottið úr allt öðru þjóðfé- lagi en því sem þekkist í dag. Jónína segir að þótt frásagnirnar séu ger- ólíkar þá skíni í gegn það sem ein- kenni þessa kynslóð, semsé hóg- værð, vinnusemi, orðheldni og heil- indi. Þessu fólki sé fjarri skapi að trana sér fram þó að það hafi fallist á að taka þátt í útkomu bókarinnar fyrir sitt gamla fyrirtæki. „Lífið er eitt allsheijarleiksvið og ef ég ætti að bera þessar tvær bæk- ur saman, með skírskotun til þess, mætti kannski segja að Karólína væri í einu af aðalhlutverkunum. Hún er listamaður sem vinnur ein, verk hennar þekkjast hvarvetna frá verkum annarra og vinnan hennar blasir við allra augum. Öðru máli gegnir um fólkið hjá Eimskip. Milli sterkra stafna er í raun tólf ævisög- ur. Fólkið sem ég tala við í þeirri bók hefur á sinn hátt allt gegnt mikilvægum hlutverkum og mörg þeirra verið stór, en á annan veg, eða sem hluti af heild. Einn af minn- isstæðustu leikurum þjóðarinnar, Valur Gíslason, var þekktur fyrir að leggja jafn mikla alúð við öll sín hlutverk. Eftir að hann var kominn á eftirlaun sá ég hann einu sinni á litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum í leikriti sem ég man ekki lengur hvað heitir. Ég man reyndar ekkert úr þessu leikriti nema snilldartúlkun Vals Gíslasonar á hlutverki sem var ekki stórt, en hvert einasta blæ- brigði var gjörhugsað og gerði þessa túlkun að listaverki. Mér finnst fólk- ið í Milli sterkra stafna hafa skilað sínu hlutverki í lífinu eins og Valur Gíslason hlutverkunum á leiksviðinu. Þetta fólk er mér eftirminnilegra en margir sem meira ber á í þjóðfélag- inu og ég hef haft ágæt tækifæri til að kynnast í gegnum árin. Karólína vissi snemma að hún vildi ekki mála abstrakt, heldur fólk. Ekki viðhafnarportret heldur venju- legt fólk við venjulegar aðstæður. Kannski má segja að í Milli sterkra stafna sé ég að skrifa um fólkið sem Karólína málar,“ segir Jónína. PÞ Vorljód oq söngvar Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson MARGRÉT Jónsdóttir: Vorið kall- ar. Ljóð og söngvar. Æskan 1993. Fá skáld öðlast þann frama að ljóð þeirra lifí á vörum fólks eftir að þau •eru öll, hvað þá að einn góðan veður- dag verði þau á allra vörum. Mar- grét Jónsdóttir eignaðist annað líf með þjóð sinni þegar ljóð hennar ísland er land þitt varð einskonar þjóðsöngur Íslendinga með lagi Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Þó var hún ekki ókunnug áður því að sum ljóða hennar voru samin við kunn sönglög, svo sem Krakkar út kátir hoppa og Smalavísa. Nú hefur verið gefið út úrval barnaljóða hennar og söngva auk nokkurra annarra þekktra kvæða og nefnist það Vorið kallar. Það er gef- ið út í tilefni þess að 20. ágúst síðast- liðinn voru 100 ár frá fæðingu Mar- grétar. Mörg ljóðanna eru sönglaga- textar. Því eru birtar nótur með þeim. Auk þess er bókin prýdd myndum eftir Þórdisi Tryggvadóttur. Hvort tveggja eykur gildi bókarinnar. Ljóð Margrétar einkennast gjam- an af bamslegri einlægni og einfald- leika enda eru flest þeirra ætluð börnum. Oftast er sögð lítil saga í lipru ljóði. Margrét er skáld vorsins og þau eru ófá kvæðin þar sem fjall- að er um birtu og ljóma vorsins, gróðurinn og dýrin. Svo era í bók- inni vers. Skáldskapur Margrétar eldist mis- vel en mörg kvæðin era einföld að gerð og einhvern veginn er það svo að slík kvæði endast betur. Margrét var af aldamótakynslóð- inni og hugarheimur hennar mótast því af rómantískri fegurðarsýn, þjóð- Margrét Jónsdóttir ernisást og guðstrú. í kvæðum henn- ar fínnst lítill vottur þeirrar gildis- kreppu sem síðar hóf innreið sína inn í íslenskt þjóðarhjarta. Hún trúir á landið, tunguna, ferðranna afrek, karlmennsku, þor, frelsi, frið og gildi starfsins en umfram allt á eilífan guð föður, Jesús Krist og engla hans. Heimur hennar er bjartur og traustur og vafalaust aðlaðandi í augum ungra barna. Ekki þar fyrir að ógnir aldarinnar hafi farið fram hjá Margréti. í Drami aldamótabarnsins ræðir hún ægileg- ar styrjaldir 20. aldarinnar sem hún óttast en setur fram fróma ósk: Það verður að vona enn að vitkist mannkynið senn. Og trúin á frelsi og frið sé framtíðar æðsta mið. Ég veit ekki um mannkynið en hitt finnst mér ekki ólíklegt að sum ljóð Margrétar eigi eftir að ylja ýms- um enn um stundir. ÞRlR KONSERTAR ATLA HEIMIS Á NÝJUM GEISLADISKI Skáldið tók sér fjölstrenda tóna „STÓR lúður, lítið blásturs- hljóðfæri og lágfiðla sem getur grátið svo fallega. Þetta eru þrír konsertar fyrir einleiks- hljóðfæri og hljómsveit. Ég hef annars samið sjö einleikskon- serta og þeir sem nú koma út á geisladiski eru af ýmsum árum og ekkert líkir. Mér þyk- ir skemmtilegt að vinna með góðum hljóðfæraleikurum, þeir vita svo margt um möguleika síns instrúments og segja: Eitt hljómar vel og annað betur og einmitt þetta get ég. Þá fer ég inn til mín að yrkja.“ Atli Heim- ir Sveinsson er höfundur verka sem komin eru út á geisladiski Tónverkamiðstöðvarinnar og Útvarpsins. Nú sit ég einmitt við skriftir," segir hann, „ekki á konsert heldur ópera, nokkuð óvenju- legri kammeróperu sem áformað er að setja svið í Noregi. Hún fjallar um Kjarval þeirra Norðmanria, málarann Hartvig. Paal-Helge Haugen er búinn að semja texta og sjálfur er ég um það bil hálfnaður við mitt verk. Tengslin milli tónlistar og leiksviðs eru afskaplega áhugaverð. Það gladdi mig líka þess vegna þegar Auður Bjarna- dóttir sagðist vilja taka flautukon- sertinn og semja við hann ballett fyrir íslenska dansflokkinn. Síðan hefur það verið að gerast og ég hlakka til að sjá hann í febrúar." Portrett af höfundi Nýr geisladiskur með konsert- um Atla Heimis heitir Portrait. Hann er gefinn út af íslenskri tónverkamiðstöð í samvinnu við Ríkisútvarpið, með stuðningi Eim- skips. Upptökurnar eru frá tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói á árunum 1979, 1981 og 1987. Atli Heimir hefur ekki á hraðbergi hver verka hans eru áður komin á hljómplötu eða diski, „þetta og hitt og hér og þar,“ segir hann aðspurður, „þau hafa helst komið út í Dan- mörku og Svíþjóð og hér heima. Nú er nýbúið að gefa út músík eftir mig á tveim diskum öðrum en þessum hér; með Bryndísi Höllu Gylfadóttur, þeim frábæra sellóleikara, og Martial Nardeau sem kom með flautuna sína hing- að norður eftir frá Frakklandi. Bryndís Halla leikur á sínum diski verk sem ég samdi fyrir Erling Blöndal Bengtsson fyrir fáum árum og nefndi. úr Ríki þagnarinnar, en Martial flautar 21 tónamínútu sem svo heitir og er samið fyrir Manuelu Wiesler að beiðni frá Svíþjóð fyrir nærri fjórtán árum. Þetta er 21 smábrot sem hvert er mínútulangt. Martial stendur sig vel og flautar þetta á 22,40 mínútum. Eg held að Manu- ela hafi tekið sér 23 á sínum tíma.“ Atli Heimir hlær, glaður yfir þessari statistik, og tekur því ljúflega að segja mér frá konsert- unum þremur á hljómdiski Tón- verkamiðstöðvarinnar. „Sá fyrsti er flautukonsert og fyrir hann fékk ég tónskáldaverð- laun Norðurlandaráðs 1976, sama ár og ólafur Jóhann var verðlaun- aður. Ég var ekki nema 37 ára, yngsti verðlaunahafinn held ég. Á diskinum heyrist flautusnillingur- Atli Heimir Sveinsson inn Robert Atkin flytja konsert- inn, sem raunar var saminn með hann í huga. Þetta er endurútgáfa af plötu sem Menningarsjóður styrkti á sínum tíma og ég veit ekki betur en sé löngu uppseld. Við Robert unnum mikið saman á áranum upp úr 1970 og ég man hann sagði: „Skrifaðu eitthvað nógu erfítt, ég spila allt.“ Það var alveg satt og sannast ábyggilega ennþá úti í Kanada og Þýskalandi þar sem hann starfar núna.“ Ólíkir tónar í tilraunaglasi „Ég var að gera tilraunir með sambland á stíl úr ólíkum áttum, tók áhrif úr djassi og austur- lenskri tónlist og hávaðatónlist, svona hávaðarokki sem þá var farið að heyrast. Þarna vitnaði ég meira að segja í rómantík, í Tungl- skinssónötu Beethovens, og það var svolítið öðru vísi á þessum tíma. Rómantískir straumar í tón- smíðum höfðu nefnilega verið í banni um skeið og framúrstefnan dálítið ströng. Konsertinum var tekið fálega í fyrstu hér heima en erlendis sló hann strax í gegn. Mér er til dæmis minnisstæður glæsilegur flutningur í Danmörku og síðan á alþjóðlegri tónlistarhá- tíð í Grikklandi. Þar spilaði danska útvarpshljómsveitin í aldagömlu leikhúsi undir Akropolis." Þú segir um konsertinn að fyrst komi nótur, þá teikningar og síð- ast orð. Hvað þýðir þetta? „Ég er þarna að lýsa lokakafla verksins, þar sem hljóðfæraleikar- inn verður til að byija með að sæta valdboði. Hann verður að spila nákvæmlega nóturnar sem standa skrifaðar á blað. Þá er tónhöfundur einvaldur. En síðan taka við teikningar á blaðinu, lín- ur og strik sem ég hef dregið og geta táknað nótur. Þetta setur af stað hugmyndaflug hljóðfæraleik- arans sem hefur loks ekkert eftir nema orð eins og „áfram í sama stíl - hægar - reyndu nú að hverfa inn í eilífðina“. Eitthvað á þessa leið stóð á lokablaði flautukon- sertsins. Þar dreg ég mig í hlé og segi „good bye“ við einleikar- ann.“ Inn í land framliðinna Annað verkið heitir Könnun og er konsert fyrir lágfiðlu og hljóm- sveit. „Þetta er minn fyrsti ein- leikskonsert, líklega skrifaður 1970-71 fyrir Ingvar Jónasson. Ég samdi hann í minningu Jóns Leifs og birti ellefu mósaikmyndir úr hans heimi. Verkið þótti heldur óvenjulegt vegna allra þessara þátta. í raun var ég að fjalla um leið tónskáldsins inn í land hinna dauðu. í hljómunum geysar stríð framúrstefnu og rómantíkur þar sem henni er att inn. Ég vísa til rómantískra tónskálda fyrr á öld- inni, Albans Berg og viðlíka manna. Þetta er svona könnun á fjölstrandastíl eða pluralisma þar sem margar tegundir tónlistar mætast. Ingvar hjálpaði mér mjög mikið að skrifa þetta verk og ég setti inn hendingar fyrir hann sérstak- lega. Einhvern tímann sagðist hann eiginlega ekki vera virtúós en hann héldi að hann hefði falleg- an tón. Þá vissi ég að næst ætti ég að setja í konsertinn lítið lag með töfrum og músíkalíteti. Svona fallega gamaldags hend- ingu. Hún fengi að njóta sín hjá Ingvari. Einhvern veginn hefur það far- ið svo að víólukonsertinn hefur heyrt hvað sjaldnast af þessum þremur sem eru á geisladiskinum. En hann er eiginlega mitt uppá- hald. Víólan, svona dökk og ang- urvær, hefur í sér hljóða og fal- lega sorg. Ef til vill verður verk- inu nú gefinn meiri gaumur.“ Fagnaðarflúr Jubilus II heitir þriðji konsert- inn, sem saminn er 1986 fyrir básúnu og hljómsveit með blást- urshljóðfærum, slagverki og tón- bandi. Hann var upphaflega skrif- aður fyrir Edvard Frederiksen og kammerblásarasveit Akureyrar og síðar endurgerður í stækkaðri mynd handa Oddi Björnssyni og Sinfóníunni. Hér beitir Atli Heim- ir því bragði að umlykja áheyrend- ur hljóðum af tónbandinu sem heyrist í aftarlega í tónleikasaln- um. Hann ruglar þá líka í ríminu suma með heiti verksins sem hef- ur tvenns konar merkingu. „Gleði og fögnuður, það er önnur,“ segir hann, „og hin er tónlistarleg. Síð- asta atkvæði í hallelúja-söng með flúruðum spuna var kallað þessu nafni. Flúr og viðhöfn er einmitt það sem einleikskonsertar ganga dá- lítið út á. Þar á að láta reyna á möguleika hljóðfærisins og gáfu hljóðfæraleikarans. Þá verður til skrautsýning." ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.