Morgunblaðið - 18.12.1993, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
C
Tónleikar í Laug“-
arneskirkju
________Tónlist
Ragnar Björnsson
Flytjendur: Camilla Söderberg,
blokkflautu, Ragnheiður Haralds-
dóttir, blokkflautu, Martial Narde-
au, sagður leika á barokkflautu,
Guðrún Birgisdóttir á barrokk-
flautu, Peter Tomkins á barokk-
flautu, Svava Bemharðsdóttir á
barokkfíðlu, Judith Þorbergsson á
barokkfagott, Ólöf Sesselja Ósk-
arsdóttir á barokkselló og víólu da
gambra, Snorri Öm Snorrason,
teorba, og Elín Guðmundsdóttir á
sembal. Tónleikamir fóru fram 16.
desember.
Saga hljóðfæranna, frummynd
og þróun þeirra, er mikið mál og
vitanlega óendanlega áhugavert.
Nöfnin barrokkflauta, barokkóbó,
barokfagott, barokkfiðla, eða bar-
okkselló vom vitanlega ekki til á
þeim tíma sem við kennum við
barokk, og er því raunar dálítið
villandi að nota þetta barokk-viður-
nefni um þessi gömlu hljóðfæri,
hvort sem þau væru til frá þeim
tíma eða smíðuð síðar. Þau báru
hreinlega önnur nöfn. Bombart var
samnefni yfír mörg 'blásturshljóð-
færi þessa tímabils og fyrr reynd-
ar. Kannske vantar okkur hljóð-
færi eins og Kmmhom, Zinken,
Sjalmei og fleiri til að heyra hinn
rétta blásturshljóm þessa tímabils.
Eða í strengjunum, tenórfiðlur og
bassafiðlur af hinum.ýmsu stærð-
um til að fá hinn rétta strokhljóð-
færahljóm? Kannski skiptir þetta
minnstu máli. Aðalatriðið er að
„spila vel og sitja þægilega", eins
og Rachmaninov sagði. Kannske
hefðu einnig gömlu tónskáldin tek-
ið okkar nútímahljóðfæri fram yfír
„möguleikaheftu" hljóðfæri renes-
ans- og barokk-tímans.
En hvað um það. Það var fallega
músíserað í Laugameskirkju á
fimmtudaginn. Kirkjan virðist ekki
óheppileg fyrir kammertónlist, en
forvitnilegt hefði verið að heyra
muninn á þvi að vera á gólfínu,
eins og flytjendumir vom að þessu
sinni, og því að flytja tónlistina úr
kómum, þ.e. á upphækkuninni.
Verkefni tónleikanna skiptust á tvo
þýska og tvo franska höfunda.
Fyrst kom Triósónata fyrir blokk-
flautu, sembal og fylgirödd eftir
G.P. Telemann. Lengi má deila um
tempó, en á mörkunum var að
blokkflautan kæmi nógu skýrt í
gegn. Couperin átti Konsert nr. 1
fyrir fíðlu og fylgirödd, þar sem
mest reyndi á Svövu Bemharðs-
dóttur og fíðluna hennar. Svava
fetaði fallega, kannski nokkuð var-
fæmislega, franskan stfl dansþátta
konsertsins. J. Christian Bach átti
fallegan Kvintett í d-dúr fyrir óbó,
fiðlu, selló og sembal, mjög vel var
þessi nokkuð langdregni kvintett
fluttur af þeim félögum. Og enn
sýndi Martial Nardeau sérstalct
samband sitt við flautuna, Óbóið
er viðkvæmt hljóðfæri í samleik og
fyrir utan smávillur er kannske
erfítt á stundum að forðast að
pressa tóninn fram, en á því fannst
mér aðeins bera. Allra best fluttur
var Kvintett í h-moll fyrir tvær
flautur, tvær blokkflautur og fylgi-
rödd eftir J.B. Loeillet, þar dönsuðu
hljóðfæri, líkamar og músík saman
í samhljóða hrynjandi fjögurra
þátta kvintettsins.
Til Karlakórs Reykjavíkur
Nafnlaus grein, líklega frá ykkur
ættuð, birtist í Morgunblaðinu
föstudagnn 17. desember, til vam-
ar starfsfólki Sjónvarpsins, vegna
gagnrýni minnar á vinnubrögðum
þess á tónleikum ykkar. Vitanlega
er fallegt af ykkur að taka upp
hanskann fyrir Sjónvarpið, en
hvers vegna ekki að láta Sjónvarp-
ið_ sjálft svara fyrir sig og þá á
faglegan hátt? Þá kæmi sjálfsagt
fleira fram í dagsljósið sem öllum
er heppilegt að vita. Maður gagn-
rýnir þá sem manni er vel við og
vónandi er einnig svo með ykkur
og öllum er okkur vonandi vel við
Sjónvarpið og viljum þess veg sem
bestan. En vonbrigði em mér það
að heill hópur ágætra söngmanna
skuli lesa skrif mín í sömu línuröð
og ónefndur aðili, svona rétt fyrir
jólin. Með kærri kveðju og ósk um
gleðileg jól.
Kristín Bjarnadóttir aðstoðarskátahöfðingi, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir forseti Islands og Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi.
Skátahandbókin
BANDALAG íslenskra skáta hefur ráðist í það stórvirki að gefa út
þá veglegustu handbók sem islenska hreyfingin hefur gefið út í 80 ára
sögu hennar. Bókinni hefur verið gefið nafnið Skátahandbókin. Hún er
i handbókarformi í rnjúkri plastklæddri kápu þannig að auðvelt er að
koma henni fyrir í bakpokanum.
Víða er komið við og nýtist Skáta-
handbókin ekki bara skátum heldur
og öllum þeim er áhuga hafa á útilífí,
ferðalögum, föndri og félagsmálum.
Fjallað er um upphaf, skipulag og
starf skátahreyfíngarinnar, ferðalög,
tjaldbúðalíf, hnúta og trésmíðar, bál
og útieldun, íslenska í nokkuð víðum
skilningi, tjáskipti, leiklist, hjálp í
viðlögum, vatnaíþróttir og margt
fleira.
Skátahandbókin er byggð á
dönsku skátahandbókinni Spejd-
eriex, en mikil vinna fór í þýðingu
og staðfæringu og varð að rita heilu
kaflana upp alveg frá grunni. Þó
bókin sé sérstaklega sniðin að skáta-
starfinu getur hún nýst fjölmörgum
öðrum eins og t.d. fólki sem hefur
mikinn áhuga á útilífí og ferðalögum,
sem og orkumiklum Jximum og ungl-
ingum.
Ritstjóri bókarinnar er Kristín
Bjarnadóttir aðstoðarskátahöfð-
ingi. Bókin er 304 bls. að stærð
og er ö!l myndum prýdd. Verð
bókarinanr er kr. 2.700 og jafn-
framt fylgir hverri bók sérstakur
skátahandbókarpenni.
Tröll í Reykjavík
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Andrés Indriðason: TröU eru
bestu skinn. Brian Pilkington
myndskreytti. Iðunn, 1993
Aumingja Siggi litli er orðinn
yfír sig þreyttur að bíða eftir pabba
og mömmu sem eru að velja sér
jólatré. Hann telur tuttugu og fjóra
jólasveina og þar að auki er boðið
upp á alls kyns ævintýri í Ævintýra-
landinu. Það er því ekkert einkenni-
legt að Dusi, eitt af tröllunum sem
situr á steini í einni skreytingunni,
gefur sig á tal við Sigga og játar
að hafa týnt henni Grýlu, móður
£inni. Hann er klæddur að hætti
íslenskra jólasveina í gæruvesti og
alltof stuttum buxum en ekki rauð-
um skrautbúningi. Þetta er í sam-
ræmi við annað í sögunni því Grýla
er að fara á ráðstefnu í Háskóla-
bíói þar sem saman eru komnir all-
ir gervikarlar nútímans í jólasveina-
stétt.
Siggi fær ömmu í lið með sér og
í sameiningu reyna þau að leysa
úr vandamálum Dusa. En trölla-
bamið er engin smásmíði svo eng-
um skyldi koma til hugar að það
sé auðvelt að koma Dusa á áfanga-
stað í umferðinni í Reykjavík. Hann
fær líka að taka þátt í ýmiskonar
lystisemdum í Reykjavík svo sem
að leika körfubolta þar sem stærðin
er honum mjög í hag.
Sagan er glettin og sögð beint
úr hugarheimi lítils stráks sem sér
hlutina á nokkuð annan hátt en
fullorðna fólkið. Amma er greini-
lega til í allt og bregst ekki Sigga
fremur en vant er. Eins og í góðum
ævintýrum tekst að koma öllu til
skila með hjálp löggu og strætóbíl-
Andrés Indriðason
stjóra — þeirra sem bömin líta helst
á sem hjálparkokka nútímans.
Tímantið Eintak
og íslenska konan
I TILEFNI af útkomu jólatölu-
blaðs tímaritsins Eintaks var opn-
uð sýning á verkum tíu þekktra
listamanna á Café List, Klappar-
stíg 26, í gær.
Sérstakt tilefni sýningarinnar er
efnisþáttur blaðsins, sem er eins
konar lofgjörð um íslensku konuna.
Brynja X. Vífilsdðttir fegurð-
ardrottning var valin til þess að
verða yrkisefni tíu listamanna, sem
hver um sig iagði til eitt verk.
Finnbogi Pétursson myndlistar-
maður gerði videólistaverk; Friðrik
Þór Friðriksson kvikmyndagerðar-
maður lagði drög að kvikmynda-
handriti; Guðbergur Bergsson rit-
höfundur skrifaði örsögu; Guð-
Portrett. Málverk: Helgi Þorgils
Friðjónsson.
Jóhann G. Jóhannsson
Jóhann G.
Jóhannsson.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Myndlistin gerir miklar kröfur
til listamanna um vinnusemi, ein-
lægni og elju áður en hún fer að
skila viðkomandi þeim árangri, sem
sótt er eftir; hið sama gildir jafn-
framt um aðrar listgreinar, eins
og tónlist, leiklist eða ljóðlist. Því
mætti ætla, að hveijum listamanni
væri nóg ætlað að ná tökum á einni
þeirra og einbeita sér að henni;
þess eru þó mörg dæmi í sögunni,
að einstaklingar sem hafa náð
frama á einum vettvangi geta
reynst ágætir listmenn á fleiri svið-
um þegar betur er að gáð. Jóhann
G. Jóhannsson er í hópi slíkra lista-
manna hér á landi. Hann er eflaust
þekktastur fyrir margþætt störf sín
á sviði tónlistarinnar; sem hljóð-
færaleikari, lagahöfundur, útse-
tjari, upptökustjóri og tónlistar-
stjóri, og síðan fyrir fjölbreytt störf
á vettvangi félagsmála tónlistar-
manna. En listsköpun hans á sér
fleiri hliðar, því hann hefur einnig
gefíð út ljóðabók, og nú eru rúmir
tveir áratugir síðan hann hélt sína
fyrstu myndlistarsýningu.
Þær hafa orðið þó nokkrar í
gegnum árin, en nú stendur yfír í
sýningarsal Listhússins í Laug-
ardal fyrsta einkasýning hans í
Reykjavík í sjö ár. Á sýningunni
eru tæplega sjötíu myndverk, flest
smá, sem er þétt raðað á veggina.
Myndefni sitt sækir Jóhann að
hluta til hins ytri raunveruleika,
en flestar bera myndimar þó vitni
um lausbeislaðan heim hugarflugs-
ins, þar sem litir og form taka á
sig fjölbreyttar myndir í smæð
sinni, og ber aðeins á stöku stað
við þekkjanleg form náttúrunnar.
Listamaðurinn hefur náð góðum
tökum á vatnslitunum í þessum
litlu flötum, sem byggjast öðru
fremur á viðkvæmu litaspili, þar
sem dauf en örugg myndbygging
kemur fram; sem dæmi um þetta
má benda á „Úr alfaraleið" (nr.
16) eða „Þjóðsaga" (nr 62), þar
sem myndbyggingin kemur aðeins
í ljós við nokkra skoðun.
Jóhann hefur eins og fleiri mynd-
listarmenn talsvert dálæti á haust-
inu og þeirri logadýrð sem það
býður upp á. Á sýningunni er nokk-
ur fjöldi verka sem tengist þessu
myndefni, og af þeim má nefna
„Haustið" (nr. 26), sem tekst afar
vel; litbrigði annarra árstíða kom-
ast einnig vel til skila, eins og sést
í „Vetrarríki" (nr. 54).
Einstök verk hefðu án efa notið
sín betur í meira rými og við jafn-
ari lýsingu, en hér dregur vel
heppnuð innrömmun nokkuð úr
þessum göllum. Litur kartons og
ramma ræðst mikið af meginiitum
viðkomandi myndir og útkoman er
mjög góð; áhorfandinn er leiddur
inn í lítinn myndflötinn, þar sem
litasveipir árstíða, mismunandi
dagsbirtu og aðrar tilvisanir í fjöl-
breytileik náttúrunnar taka við.
Þetta er myndlist hvíldar og
munúðar, fremur en ögrunar og
átaka, og eru slík einkenni nokkuð
í samræmi við áberandi þætti í
tónsmíðum listamannsins; sjálfur
Henri Matisse var ótrauður tals-
maður hinna ljúfari þátta myndlist-
arinnar, svo þar er ekki í kot vísað.
Sýning Jóhanns G. Jóhannsson-
ar í sýningarsal Listhússins í Laug-
ardal stendur fram á Þorláks-
messu, og ætti að geta veitt mörg-
um vel þegna hvfldarstund frá ver-
aldarvafstri jólatíðarinnar.
mundur Jónsson arkitekt teiknaði
hof; Helgi Þorgils Friðjónsson mál-
■ ari málaði portrett; Megas samdi lag
og texta; Páll Guðmundsson mynd-
höggvari hjó líkneski í stein; Páll
Stefánsson ljósmyndari tók portrett;
Þorvaldur Þorsteinsson leikskáld
samdi vasaleikrit og Þórarinn Eld-
járn skáld orti ljóð.
----♦-■»-■»-
JAZZÁ
SÓLONI
Á SÓLONI íslandus verður leikinn
jazz frá klukkan tiu í kvöld og
aftur á mánudagskvöld. Tríó Ólafs
Stephensens spilar.
Jazztríóið leikur á kaffíhúsinu í
kvöld frá kl. 22 til 02. Einnig á jazz-
kvöldi Sólons á mánudagskvöld frá
kl. 22-24. Jazztríó Ólafs skipa Tóm-
as R. Einarsson bassaleikari og Guð-
mundur R. Einarsson trommuleikari,
en Ólafur Stephensen leikur á píanó.
í fréttatilkynningu segir ennfrem-
ur að Grýla hafi verið á ferð um
borgina og taki síðdegis í dag, milli
þijú og fímm, á móti gömlum og
nýjum kunningjum á Sóloni íslandus.