Morgunblaðið - 18.12.1993, Side 9

Morgunblaðið - 18.12.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 B 9 Tunga sem logar í munni Bókmenntir Soffía Auður Birgisdóttir „Loks eftir byrleysu / iemur stormur öll segl!“, segir í upphafi ljóðsins / hafi sem er að finna í nýjustu ljóðabók Hannesar Péturs- sonar, Eldhyl. Það er freistandi að túlka þessi orð sem tilvísun til endurnýjaðs krafts í ljóðagerð skáldsins sem fært hefur gömlum og nýjum lesendum sínum nýja ljóðabók nú eftir tíu ára hlé. Fram- hald ljóðsins gefur reyndar ærið tilefni til slíkrar túlkunar, setning- ar eins og: „Söngurinn langþráði hljómar!" og framhaldið: hann, sem flysjar af augum mínum og feykir burt skán vondeyfðar og varúðar svo nú kasta ég mér fram yfir kolblátt djúp - fleygi mér lárétt út úr lyftingu Þaparinnar! í þessu kraftmikla ljóði gnæfa öldur hátt og stormur þýtur úr skýjum og slíkar sterkar náttúru- myndir eru eitt af megineinkenn- um bókarinnar. En ef náttúran blæs skáldinu byr og hvatningu í brjóst hér, þá er vissara að hafa í huga að hún er ekki einhöm, hið tvíþætta eðli hennar er Hannesi hugleikið. í einu ljóði, Stígur í snjó, er brugðið upp mynd af blá- hvítum hengjum sem bíða átekta við fjallseggjar, „brimfaldar af snjó“ sem gefið er í skyn að gætu fyrirvaralaust breyst í skaðræðis snjóflóð ef ekki er farið með gát. Þessa flóðahættu má svo tengja öðru ljóði, Hrap, þar sem skriða fellur á sjó út; sjálft landið „sporð- reistist; fólki og fénaði, húsum / og götum, torgum og tali mann- anna, öllu / skolaði hratt sem af skáhallri borðplötu niður —Slík er náttúran í þessum ljóðum Hann- esar, gefandi og eyðandi í senn og þetta tengir hann á listilegan hátt við mannlega tilveru; þessar andstæður í náttúrunni spegla mannlífið, umheiminn og söguna. Eldhylur skiptist í fimm kafla. Fyrsti, • síðasti og miðkaflinn geyma hver sinn ljóðabálkinn, millikaflarnir samanstanda af samtals 25 styttri ljóðum. í fyrsta ljóðabálkinum, Vorgesti, er ungur piltur ávarpaður af „Náttúruskoð- aranum“ sem stígur „óvænt út úr koparstyttu af sjálfum sér“ og hefur boðskap að færa. Atburður- inn á sér stað „fagran júnídag 1944“, þannig að boðskapur mæ- landans öðlast gildi spásagnar frá sjónarhóli nútímalesandans, hann verður framtíðarsýn sem heim- færa má upp á samtímann. Spá- sögn Náttúruskoðarans er tví- skipt. í fyrri hluta setur hann fram myrka sýn þar sem ógn og eyðing ríkja í heimi, en í seinni hluta boðar hann andóf og von. Aðal- tákn fyrri hlutans eru eldur sem eyðir og „skalla-örn“ sem býr sér varplönd fyrir austan, sunnan, norðan og vestan: „Á stað eftir stað / steypir hann sér niður / hrókur alls fagnaðar/ og rekur króknefið / ofan í kok vor allra // slítur burt tunguna." Ef við skilj- um skalla-örninn og ásókn hans í varplönd sem tákn útþenslu- og yfirráðastefnu Bandaríkjanna og tunguslitin sem atlögu að íslensk- unni, þá er þrátt fyrir allt von því örninn og eyðingareldurinn sem fylgir honum ná ekki að granda vonunum og draumunum — þeir geta ekki tortímt „hinu bláa / bliki hjarta þíns“. Og í síðari hlutanum má sjá áskorun til piltsins unga um að nota þá „tungu sem logar í munni!“. Tunga sem logar í munni er snjallt tákn skáldskaparins og liggur þá beint við að túlka ljóða- bálkinn sem lýsingu á skáldinu ungu (pilturinn = Hannes) og skiptum þess við lærimeistara sinn og fyrirmynd (náttúruskoðarann og skáldið =Jónas Hallgrímsson). Eða, nánar útfært, sem innri hvatningu skálds til sjálfs sín um að leggja rækt við gáfu sína, halda í verðmæt gildi og varast ásókn eyðandi afla. Skáldinu Hannesi Péturssyni hefur logað tunga í munni á margvíslegan hátt, bæði hafa kvæði hans oft logað af þeim eldi sem kenndur er við hugsjónir og ekki síður hefur tær ljóðræna logað í ljóðum hans á fegurri hátt en hjá flestum íslenskum samtíma- skáldum — bendi ég í því sam- bandi sérstaklega á ástarljóð hans og mansöngva. Ef ég held mig við þá túlkun að í Vorgesti sé Hannes að yrkja um sjálfan sig ungan pilt, mætir hann okkur fullorðinn sem „gamalt skáld“ í síðasta ljóðabálki bókar- innar, Talað við Einhyming. Pilt- urinn sem áður hlýddi á orð hins eldri læriföður, mælir þá sjálfur og ávarpar Einhyrninginn sem kemur til hans „um víðan veg inn- an úr birtu sólar“. Einhyrningur- Hannes Pétursson inn er vægast sagt órætt tákn í bálki þessum. Goðsagan lýsir hon- um sem óhöndlanlegu kynjadýri og tengir hann við sakleysi og hreinleika meðal annars. í ljóði Hannesar er Einhyrningurinn í senn bróðir og leiðtogi, Fiskur og Fönix, vatn og eldur. I honum virð- ast falla saman í eitt öll helstu tákn bókarinnar, sem kristallast í síðustu líkingunni: Sjá! ég er Vatnið sem var og er, þótt það brenni! Einhyrningurinn sem skáldið gamla ávarpar, dreymir, hlustar á og leitar virðist jafnvel í ætt við annað kynjadýr, sjálfan skáldfák- inn. Hann vísar þó ótvírætt til ein- hvers konar vonar, endurnýjunar og takmarks. Þriðji ljóðabálkur bókarinnar nefnist Klukkukvæði. Þar segir af fornri klukku sem týnd er í jörðu, grafin og gleymd. Klukkan er þeirri náttúru gædd að hún getur með „raddhljóði" sínu hrakið sjálf- an Myrkrahöfðingjann burt — og er þessi galdur hennar á hana grafinn. Hannes byggir þetta ljóð fijálslega á alþýðusögn frá 18. öld. Hann gefur hinni fornu klukku hlutverk mælandans í ljóðinu og tekst jafnframt á skemmtilegan hátt að skírskota til nútímans. Form ljóðsins er myndrænt og fallegt, ljóðstafir notaðir á smekk- legan hátt, rími bregður fyrir og hrynjandi er haganlega byggð: það mál manna að hennar verði „hvað úr hveiju betur leitað en fyrr“. Ljóðin 25 sem mynda millikafla bókarinnar eru fjölbreytt hvað varðar efni, en þó eru í þeim endur- tekin stef sem einnig tengjast hin- um lengri bálkum. Eitt þeirra eru hörmungar nútímans sem „berast sí og æ / hingað, norður yfir haf- geiminn" og tengt því stefi eru endurteknar myndir af þurrki og þorsta, moldin er uppþornuð og ljóðmælandinn „í leit að svölum teyg, heitur af göngu“ (sjá til að mynda: Norðursetumenn, Merkis- beri, eftir fallið og Á einhverri svefngöngu minni). Slíkar myndir kalla á hugrenningatengsl við frægasta ljóðabálk tuttugustu ald- arinnar, Eyðiland T.S. Eliots, og væri verðugt verkefni að bera Eld- hyl saman við það verk. Ljóð sem tengjast því að eldast og hugsa um dauðann eru hér nokkur og flest jákvæð — ljóðmælandinn kýs að fagna eðlilegum endalokum en óttast eigi. Engu að síður er dauð- inn „Óskiljanleiki“ eins og komist er að orði í Sonarorðum sem eru fögur eftirmæli um móður um leið og þí\u eru hugleiðing um dauð- ann. Nafnið á bókinni, Eldhylur, er einkar viðeigandi, eldurinn er það frumefni og frumafl náttúrunnar sem skáldið sækir mest í til mynd- rænnar notkunar og táknlegra skírskotana. Hannes notar eldinn á margvíslegan hátt; hann getur verið brennandi eyðingarafl en einnig tákn fyrir vonarneista, ást- arbál og hinn logandi skáldskap. Með tilliti til þess sem fjallað er um hér að ofan um tungu sem logar í munni sem tákn fyrir skáld- skapinn fær nafn bókarinnar einn- ig dýpri merkingu og manni verð- ur hugsað til þess hyls sem Hann- es hefur áður ort um í einu ljóð- anna í Heimkynni við sjó (1980), þar sem hann yrkir um listina að orða hið mikilvæga: „Vandasamt er mér hitt: / að veiða flöktandi glampa / orða og orðs / innar hör- undi mínu / að lyfta þeim upp úr hyljum / handar minnar — að veiða / sjálfan mig í hyljum / svefnugrar handar minnar.“ I nýju ljóðabókinni hefur skáldið veitt vel úr hyljum elds og orða; þetta eru ljóð sem munu loga lengi og verma þá sem þau lesa um ókomna tíð. Ég nam á þeim stundum, stopulum, ofar mold stjarft auga, hlust sem titrar við og kné sem skelfur, þegar alþekkt umhverfí gerist ógnvænt snögglega, líkt og Djöflinum selt. Ég, vemdarklukka, kunngjörði hátt yfir dalinn það kall sem var í málmsteypu mína fellt: Vox mea est bamba Possum depellere Satan! Öll erindin eru byggð upp á þennan hátt og þegar klukkan hefur lokið máli sínu leggur skáld- ið út af orðum hennar og segir Eldhylur er ljóðabók eins og þær bestar gerast; ljóðin opnast smám saman og eykst merking við hvem lestur. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn ASÍ Sýn. Halldórs Asgeirssonar lýkur á ^ morgun. Gerðuberg Sýningu Asmundar Ásmundssonar lýkur á morgun. Norræna húsið Sýningunum Jólavefnaður frá S- Svíþjóð og Form Island II lýkur á morgun. Hafnarborg Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sýnir í kaffistofu. Café Mílanó Ríkey Ingimundardóttir, til ára- móta. Café Royale Hafnfirskir listadagar í desember. Listhúsið Laugardal Elín Magnúsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson sýna til 23. des. Mokkakaffi Sýnin. Kaffi með Kristi stendur til 6. jan. Gallerí Borg Olfumyndir Sigurbjöms Jónssonar. Gallerí Greip Lísa Margrét Kristjánsdóttir sýnir til 5. jan. Sólon Islandus Valgarður Gunnarsson sýnir til 4. jan. Gallerí Listinn 10 listamenn sýna til 8. jan. Geysishús 49 listamenn sýna til 16. jan. Slunkaríki Ólöf Oddsdóttir sýnir til 23 des. Verkalýðshúsið Isafirði Sýningu Steingríms St.Th. Sigurðs- sonar lýkur á morgun. Laugardagur 18. desember. Tónleikar framhaldsdeildar í Lista- safni Sigutjóns kl. 17. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í Langholts- kirkju kl. 23. Styrktartónleikar Drengjakórs Laugameskirkju f List- húsinu í Laugardal kl. 15.30. Jazztríó Ólafs Stephensens á Sóloni íslandus ki. 22. Jólatónleikar Sinfó- níuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói kl. 14.30. Sunnudagur 19. desember. Fjölskyldutónleikar kl. 16 í Lang- holtskirkju. Jólatónleikar Dómkórs- ins í Dómkirkjunni kl. 22. Mánudagur 20. desember. Jazztríó Olafs Stephensens á Sóloni íslandus kl. 22. LEIKLIST Gerðuberg „Þrettándi jólasveinninn", nýtt brúðuleikrit, sýnt ki. 15 sun. 19. des. UMSJÓNARMENN LISTA- STOFNANA OG SÝNINGAR- SALA! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691181. Munaðarleysi eða frjáls draumur? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Octavio Paz: Völundarhús ein- semdarinnar — líf og hugsun í Mexíkó. Viðauki: Annað Mexíkó. Ólafur J. Engilbertsson þýddi. Smekkleysa s. m. h. f. í sam- vinnu við Bjart 1993. Völundarhús einsemdarinnar kom fyrst út 1950 og er víðfrægt ritgerðasafn eftir eitt af höfuð- skáldum samtímans, Mexíkómann- inn Octavio Paz. Paz er fijór ritgerðahöfundur og innblásinn og býr yfír mikiili þekkingu og reynslu. Hann leikur sér stundum að þversögnum, en í heild sinni er málflutningur hans í rökhyggjuanda. Ungur barðist hann með lýðveldissinnum á Spáni og hneigðist eins og fleiri rithöf- undar og menntamenn til marx-' isma. En Paz hefur ekki staðnað heldur leyft sviptingum tímans að hafa áhrif á sig. Eiginlega eru rætur hans í súrrealismanum sé hægt að tala um rætur í því sam- bandi. { fyrri hluta Völundarhússins verður Paz tíðrætt um einkenni Mexíkómanna og leikur þar ein- semdin að vonum stórt hlutverk. Hann skrifar: „Saga Mexíkó er saga manns sem leitar tengsla, uppruna síns. Hann hefur á vegferð sinni verið undir áhrifum frá Frakklandi, Spáni, Bandaríkjunum og frum- byggjum eigin lands og þannig geysist hann um söguna eins og jaðaeldflaug sem af og til gefur frá sér ljósblossa. Hvers leitar hann á sjálfhverfri vegferð sinni? Hann leitar handan eigin ófarnaðar; hann vill verða á ný að lýsandi sól. Hverfa aftur til nafla þess lífs sem hann var dag einn aðskilinn frá — hvort sem það var á tíma landvinningarinnar eða sjálfstæð- isins. Einsemd okkar á sér sömu rætur og trúartilfinningin. Hún byggist á nokkurskonar munaðar- leysi, óljósri vitund' um að hafa verið hrifinn burt frá því sem er Allt og leit með logandi ljósi; flótti og endurkoma, tilraun til að end- urnýja þau bönd sem tengdu okkur sköpunarverkinu." Paz segir að kæruleysi Mexíkó- manna gagnvart dauðanum sé af sömu rót og kæruleysi þeirra gagn- vart lífínu. Þeir líti hvorki á dauð- ann né lífið sem neitt mikilvægt: „Söngljóð okkar, máltæki, hátíðir og alþýðlegur átrúnaður gefa ótví- rætt til kynna að við hræðumst ekki dauðann, því „lífið hefur læknað okkur af ótta“. Dauðinn er náttúrlegur og næstum eftir- sóknarverður; því fyrr, því betra.“ Fyrirlitningin á dauðanum er ekki að mati Paz í andstöðu við dýrkunina á honum. Á hátíðum, Octavio Paz ekki síst Hátíð hinna dauðu, brýst dýrkun dauðans fram. Hjá Mexíkó- mönnum er dauðinn hefnd á lífinu: „Hann berstrípar það af öllum hégóma og tilgerð og gerir það að því sem það er: nokkrum snyrtileg- um beinum og skelfingargrettu." Hinar mörgu byltingar sem gengið hafa yfir Mexíkó verða Paz tilefni athyglisverðra ályktana. Byltingin var „fýrir Mexíkó snögg niðurdýfing í eigið sjálf“. Mexíkó- maðurinn leitaði að sér sjálfum og sneri aftur í móðurkvið. Hann fann „hátíð kúlnanna". Paz heldur áfram: „Byltingarsprengingin er stórkostleg hátíð þar sem Mex- íkaninn, ölvaður af sjálfum sér, kannast loks við, í faðmi dauðans, samlanda sína.“ Paz er trúr skáldinu í sjálfum sér þegar hann skrifar í lokin, í viðauka bókarinn- ar, Öðru Mexíkó, frá 1970, að gagnrýnin kenni okkur nauðsyn þess að leysa upp skurðgoðin innra með okkur sjálfum og „læra að vera loft, fijáls draumur". Síðari hlutinn, þ. e. a. s. viðauk- inn, stendur nær raunveruleikan- um en sá fyrri, heimspekingurinn og samfélagsgagnrýnandinn Paz er þar fyrirferðarmeiri. Völundarhús einsemdarinnar er kærkomið verk á íslensku því að menn geta sótt næringu í það áfram. Þýðing Ólafs J. Engilberts- sonar er yfirleitt læsileg þó nokk- urs stirðleika gæti á köflum og þýðing stakra orða sé umdeilanleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.