Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 ERLENT INNLENT Lækkun matarskatts bundlní kjara- samninga VARAFORMAÐUR efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Vilhjálmur Egilsson, segir að fulltrúar stjómarmeirihlutans séu bundnir af samþykkt ríkis- stjómarinnar sem gefín var í tengslum við núgildandi kjara- samninga um lækkun virðis- aukaskatts á matvælum þótt aðrar leiðir í skattamálum séu heppilegri til að ná fram tilætl- aðri tekjujöfnun. Fprmaður nefndarinnar, Halldór Ásgríms- son, segir að með þessari breyt- ingu sé í uppsiglingu stórkost- legt slys í skattamálum og legg- ur fram nýjar tillögur. Á geðdeild eftir sveppaneyslu LÖGREGLA telur sig hafa áreiðanlegar upplýsingar um að 16 ára piltur sem á þriðjudag hafði verið í annarlegu ástandi og til meðferðar á geðdeild á sjúkrahúsi í rúma viku hafí komist í það ástand við að neyta ofskynjunarefna úr sveppi sem hann og félagar hans höfðu lát- ið liggja í áfengi. Skuldbreytingar Húsnæðisstofnunar SAMRÆMT átak félagsmála- ráðuneytis, Húsnæðisstofnunar og viðskiptabanka og sparisjóða um skuldbreytingar hjá lánþeg- um, sem era komnir í mikinn greiðsluvanda og vanskil vegna tekjulækkunar, sem stafar af atvinnuleysi eða veikindum, er nú komið af stað. ERLENT Styrkur öfga- afla vekur ugg ÚRSLIT þingkosninganna í Rússlandi um síðustu helgi komu mjög á óvart og einkum mikið fylgi’ þjóðemisöfga- manna, flokks Vladímírs Zhír- ínovskíjs. Fékk hann næstum fjórðung at- kvæða í landslista- kosningun- um. I öðru sæti varð Valkostur Rús^lands, helsti flokkur um- bótasinna, með tæp 15% og kommúnistar með tæp 14%. I einmenningskjördæmunum snerist dæmið hins vegar að því leyti, að þar fengu stuðnings- menn Zhírínovskíjs lítið fylgi og bendir flest til, að Valkosturinn verði eftir allt saman stærstur flokka á nýja þinginu, dú- munni. Zhírínovskíj segist stefna að forsetaembættinu í Rússlandi en yfírlýsingar hans fyrir og eftir kosningar hafa vakið ugg og ótta í nágranna- ríkjunum og víðar um heim. Umbótasinnar hafa hvatt til breiðfylkingar gegn fasistum og Borís Jeltsín forseti ætlar að halda umbótasteftiunni áfram en gera einhverjar breytingar á stjóm. Bandaríkjastjóm hefur ítrekað stuðning sinn við Jeltsín og segir, að fylgið við Zhír- ínovskíj verði að skoða í ljósi þrenginga Rússa nú um stundir. Hæstu miskabætur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag bónda á Suðurlandi og Vátryggingafé- lag íslands til að greiða 19 ára stúlku 8,7 miiljónir króna með vöxtum frá 1. september 1988 í skaða- og miskabætur vegna vinnuslyss sem stúlkan varð fyrir í júlí 1987. í dóminum er örorkutjón stúlkunnar metið á 6.250 þúsund krónur en miska- bætur 2,5 milljónir sem era hæstu miskabætur sem dæmdar hafa verið fyrir líkamstjón í ís- lensku dómsmáli. VÍS hefur ákveðið að áfrýja til Hæstarétt- ar. Foreldragreiðslur BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt greiðslur til foreldra bama á aldrinum tveggja og hálfs árs til fjögurra og hálfs árs. Greiðslur miðast við 1. jan- úar 1994 og ná eingöngu til þeirra foreldra sem sannanlega nýta ekki leikskólaþjónustu á vegum borgarinnar eða aðra dagvistarþjónustu styrkta af borginni. Minnihlutinn í borgar- stjóm telur að með þessu sé Sjálfstæðisflokkurinn að svíkja kosningaloforð, greiðslumar hafí átt að vera mun hærri þeg- ar þeim var lofað fyrir síðustu kosningar. Ríkið tapar prófmáli FÉLAG vatnsvirkja hf. var á miðvikudag í Héraðsdómi Reykjaness sýknað af öllum kröfum íslenska ríkisins í próf- máli sem varðar það hvort ríkis- sjóður hafí rétt til að kreíjast skattgreiðslna af 900 milljóna króna útborgun hlutaijár til hluthafa í Sameinuðum verk- tökum í janúar 1992. Ríkið mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar. GATT-samningi fagnað SAMNINGAR tókust um nýjan GATT-samning í síðustu viku eftir að Bandaríkjastjóm og Evrópubandalagið settu niður deilur sínar og settu til hliðar sum ágreiningsmál. Hefur þess- um tíðindum verið fagnað um víða veröld enda er búist við, að þegar fram í sækir muni hið aukna frelsi og um 30% almenn tollalækkun, sem leiðir af samn- ingnum, auka heimsviðskiptin um allt að 300 milljarða dollara á ári. Mun það hleypa nýju lífí í efnahagslíf heimsbyggðarinn- ar og binda enda á samdrátt síðustu ára. Það era einkum bændur víða, sem era mótfalln- ir samningunum, en samkvæmt þeim verða lokaðir innanlands- markaðir margra ríkja opnaðir í fyrsta sinn. Von um frið á N-íriandi JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Albert Reynolds, forsætisráðherra írlands, hafa lagt fram áætlun um frið á Norð- ur-írlandi og eru bundnar miklar vonir við, að hún nái fram að ganga. Ér þar hvatt til, að hryðjuverkamenn IRA, írska lýð- veldishersins, leggi niður vopn og gangi til viðræðna um frið og einnig er lýst yfír, að Bretar muni fallast á, að Norður-írland sameinist írlandi, verði það sam- þykkt meðal meirihluta mótmæl- enda. IRA hefur enn ekki svarað tilboðinu en hermt er, að mikill ágreiningur sé um það innan Sinn Fein, stjómmálaarms IRA. Þá er afstaða öfgamanna í röðum mótmælenda einnig óljós ennþá. Zhírínovskij Reuter Jólasögur í Hvíta húsinu BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, bauð fjölda bama til sín í Hvíta húsið sl. föstudag þar sem hann las fyrir þau ljóð og sögur, sem tengjast jólunum, mestu hátíð kristinna manna. Kom hann sér fyrir í raggustól fyrir framan arininn en að lestrinum loknum var böm- unum boðið upp á ýmsar góðgerðir. Vora bömin um 140 talsins og sum frá ijölskyldum, sem ekki eiga sér neinn samastað vísan. Vafasöm víðskipti þýskra sjúkrahúsa og lyfjaframleiðenda Líffæri úr látnum sjúkling- um fjarlægð við krufningu og seld án vitundar aðstandenda Stuttgart. Frá Bergljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FREGNIN um leynilega sölu þýskra sjúkrahúsa á líffærum og líkamshlutum látinna sjúklinga til lyfjaframleiðenda hefur valdið miklu umtali hér í Þýskalandi og vakið áleitnar spurn- ingar um siðferði innan læknastéttarinnar. Komið hefur í ljós að á síðustu 25 árum hefur farið fram umfangsmikil sala á líffærum á sjúkrahúsum landsins og þykir með ólíkindum að takast skyldi að halda viðskiptunum leyndum svo lengi. Heil- brigðisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, hefur gagnrýnt athæfið harðlega og hyggst grípa til slqótra aðgerða, sVo unnt verði að koma í veg fyrir frekari verslun af svo vafa- sömu tagi. Líkast til hefðu líffæraviðskipt- in haldið áfram að blómstra um ókomin ár, ef starfsmanni einum við krafningardeild ríkisspítalans í Kassel hefði ekki verið nóg boðið og hann ákveðið að leysa frá skjóð- unni. Honum hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að „gaspra við blaðamenn" í stað þess að skýra yfirmanni sínum frá „vitneskju sinni". Samkvæmt heimildum fréttablaðsins Spiegel, hefur téð- um yfirlækni krafningardeildar sjúkrahússins í Kassel, sem og starfsbræðram hans við hinar ýmsu sjúkrastofnanir landsins sem einnig eiga hlut að máli, þó frá upphafí verið fullkunnugt um það sem farið hefur fram innan veggja spítalanna. Leynileg viðskipti Um árabil hafa líffæri látinna sjúklinga verið fjariægð við lík- skoðun og þau seld í stóram stíl til lyfjafyrirtækja víðs vegar um Þýskaland, sem hafa notað þau til framleiðslu á lyíjum. Jafnframt hafa líffæri verið send til rann- sóknarstofnana og sömuleiðis hafa þau verið notuð við kennslu í lækn- isfræði við háskóla landsins. Mikil leynd hefur hvílt yfír viðskiptunum og í langflestum tilfellum hafa þau farið fram án samþykkis eða vitn- eskju aðstandenda. Lyfjaframleiðendur hafa greitt misjaftilega mikið fyrir líffærin og hefur verðlagið ráðist af notagildi þeirra. Þannig var mannsheili seld- ur á 170 íslenskrar krónur á með- an verðið á heilahimnu fór upp í 1.300 krónur. Önnur líffæri og lík- amshlutar sem mikil ásókn hefur verið í era bein, einkum útlima, og húð. Þá mun það hafa færst mjög í vðxt hin síðari ár að fjar- læga augu við krafningu og koma fyrir gerviaugum í staðinn. Ágóð- inn af líffærasölunni hefur verið umtalsverður og virðist hann ýmist hafa rannið til sjúkrastofn- ana eða lent beint í vasa starfs- manna. Hér í Þýskalandi ná engin lög yfír athæfí af slíku tagi og á með- an er erfítt að draga viðkomandi aðila fyrir dómstóla. Enda þótt ríkissaksóknaraembættið í Kassel hafí nú hrandið af stað rannsókn á því sem átt hefur sér stað innan krafningardeildar sjúkrahússins þar í borg, er talið harla ólíklegt að til ákæra komi gegn starfs- mönnum. Á þessu hyggst heil- brigðisráðherra, Horst Seehofer, ráða bót og sjá til þess að komið verði á lögum eins fljótt og auðið er, sem banna afdráttarlaust leyni- legt viðskiptabrask með líffæri úr látnu fólki. Aukin innsýn í krabbamein London. Reuter. VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum hafa skýrt frá rannsóknum, sem geta aukið verulega skilning manna á krabbameini og á ástæðum þess, að heilbrigðar frumur breytast í krabbameinsfrum- ur. Krabbamein myndast þegar framuvöxturinn verður stjórnlaus en við rannsóknir kom í ljós, að ákveðið eggjahvítuefni eða prótein, sem ekki var vitað, að kæmi neitt við sögu, gegnir miklu hlutverki við að stjóma frumuvextinum. David. Beach og samstarfsmenn hans við Howard Hughes-lækna- stofnunina segja, að próteinið, sem kallast p21, haldi aftur af frumu- vexti nema þegar hann eigi við. Það eru annars efni, sem kallast CDK, sem stuðla að vextinum. „Ef p21 vantar, fara CDK-efnin sínu fram stjómlaust og afleiðingin er krabbamein," segir í grein, sem vísindamennimir skrifuðu fyrir tímaritið Nature. „Of mikið af p21 kemur á hinn bóginn í veg fyrir, að frumunum íjölgi." Nokkrir kunnir vísindamenn láta í ljós það álit á uppgötvun- inni, að hún kunni að skipta miklu máli fyrir frekari rannsóknir og krabbameinsmeðferð í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.