Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 KNATTSPYRNA HM í Bandaríkjunum 1994 KAMERÚN NÍGERÍA MAROKKÓ ASÍA SUÐUR-KÓREA BANDARÍKIN g SAUDI ARABÍA wmmwmmmsmimmmmæmmmm Detroit/ pontiac/BÖston Chicago San Francisco Bay Los Angeles/Pasadena Washington d.c; East Rutherford/ Piscataway, N.J. DallasB Orlando/ Kissimmee- St. Cloud iflMaajaaa ÞÝSKALAND 1 RÚSSLAND GRIKKLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ HOLLAND ÍTALÍA SVISS BELGÍA RÚMENÍA BÚLGARÍA SPÁNN ÍRLAND ARGENTÍNA BRASILÍA KÓLUMBÍA BÓLIVÍA MEXÍKÓ Frægir söngvarar opna HM í Las Vegas Rod Stewart og Elton John verða í sviðsljósinu þegar dregið verður í riðla í HM í Bandaríkjunum ídag. Aldrei áður hafa eins miklirpeningarverið íboði fyriráranguríHM MARGIR sakna þess sárt að Englendingar og Skotar eiga ekki fulltrúa í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum 1994, enda hafa landslið þjóðanna verið í hópi þeirra sterkustu undanfarna áratugi. Það er svo í knattspyrnunni eins og í þjóðlífinu um allan heim, að margir eru kallaðir, en aðeins fáeinir útvaldir. Skotar og Englendingar geta huggað sig við það að þessu sinni, að þeir eiga góða fulltrúa þegar dregið verður í riðla í HM í dag, í gleðiborginni frægu Las Vegas, þar sem fulltrúar tuttugu og fjög- urra þjóða setjast við spilaborðið. Fulltrúar Skotlands og Eng- lands eru ekki ófrægari kappar en poppsöngvararnir Rod Stew- art, hinn tryggi stuðningsmaður skoska landsliðsins og Elton John, fyrrum eigandi enska félagsins Watford. Þeir munu taka lagið þegar dregið verður, eins og stuðningsmönnum Skotlands og Englands er einum lagið og hafa gert í áratugi á helstu knatt- spyrnuvöllum heims. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Það eru ekki aðeins tónlistar- menn sem eiga sína fulltrúa, þegar dregið verður í riðla í fímmt- ándu heimsmeist- arakeppninni í knattspymu. Knatt- spyrnumenn eiga einnig sýnar stjöm- ur við dráttinn — og ekki ófrægari menn en Franz „Keisari" Becken- bauer frá Þýskalandi, Bobby Charlton frá Englandi og jafnvel Marco van Basten frá Hollandi taka þátt í hátíðahöldunum og verða i sviðsljósinu þegar kúlurnar með nöfnum þjóðanna sem taka þátt í HM í Bandaríkjunum, verða dregn- ar upp úr skálunum — og þjóðum skipað í riðla. Kúlurnar verða átján, því að nú þegar hefur sex þjóðum verið skipað í fyrsta styrkleika- flokk: Bandaríkjunum, Þýskalandi, •Argentínu, Ítalíu, Brasilíu og Belg- íu. Bandaríkjamönnum sem gestg- jöfum, Þjóðverjum sem heimsmeist- urum, en fjórum þeim síðastnefndu eftir árangri þeirra í HM frá keppn- inni á Spáni 1982. Heimsmeistarakeppnin hefst á jjjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní. Astæðan fyrir því er ekki sú að íslendingurinn Leifur Eiríksson fann Ameríku — Vínland hið góða, heldur vegna þess að þjóðhátíðar- dag okkar ber nú upp á sunnudag. Keppnin stendur frá sunnudeginum 17. júní fram til 17. júlí, sem er einnig sunnudagur, en þá fer úr- slitaleikurinn fram. Það verða Þjóðvetjar sem hefja titilvöm sína með því að leika opn- unarleikinn í Chicago, en Þjóðveijar, sem leika í C-riðli, leika tvo leiki þar og einn í Dallas. Bandaríkjamenn, sem leika í A-riðli, hefja keppni í Detroit, en leika síðan næstu tvo leiki sína í riðlinum í Los Angeles. Það er ekki endanlega búið að ákveða hvar hinar fjórar þjóðirnar, sem eru í fyrsta styrkleikaflokki verða staðsettar, en það fer allt eftir því hvemig niðurröðun í riðla verður. Fastlega er reiknað með að ítalir verði í E-riðli, þar sem mjög mikið að fólki ættuðu frá Italíu er búsett í New York og nágrenni. Tveir fýrstu leikir Ítalíu myndu þá fará fram í New York og sá þriðji í Washington DC. Peningar og aftur peningar Nú þegar er Ijóst að öll fyrri met varðandi peninga og aðsókn verða slegin í Bandaríkjunum; peningar verða meiri fyrir þátttöku, árangur og sjónvarpsútsendingar og meiri peningar koma í kassann af miða- sölu en áður, því miðaverð hefur aldrei verið eins hátt og í Bandaríkj- unum. Sýnt beint í Eurosport Þeir sem hafa aðgang að sjónvarpsstöðinni Eurosport geta fylgst með þegar dregið verður í riðla í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkj- unum 1994 — en bein útsending frá athöfninni hefst kl. 20 á sunnu- dagskvöldið. Margir á íslandi hafa aðgang að Eurosport, en þeim, sem hafa það ekki, má benda á að útsendingar stöðvarinnar nást t.d. í höfuðstöðvum margra íþróttafélaga. Þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Los Angeles, létu Banda- ríkjamenn leiki á ÓL fara fram um víðan völl í Bandaríkjunum. Þá var metaðsókn og næsta ár verður einn- ig metaðsókn, því reiknað er með að uppselt verði á alla leiki. í fyrsta skipti verður leikið innanhúss og eru Bandaríkjamenn nú þegar byij- aðir að undirbúa að rækta gras á völlunum innanhúss, en á þeim hef- ur hingað til verið gervigras. Til- raunir hafa lofað góðu. Þær þjóðir sem fá það hlutskipti að leika innanhúss koma til með að hrósa happi, því að þá skín sólin ekki beint niður á höfuð leikmanna um hábjartan dag, en allir leikimir í HM í Bandaríkjunum fara fram að degi til kl. 14 eða kl. 16, eða þegar sól er hátt á lofti. Astæðan fyrir þessari tímasetningu er að þá er kl. 17 og 19 í Evrópu, en allar sjónvarpsútsendingar miðast við áhorfun í Evrópu, þaðan sem flest landsliðin koma og flestir horfa á. Þegar rætt er um peninga, vil ég fræða lesendur Morgunblaðsins um nokkrar staðreyndir í þeim málum. Knattspymusambönd þeirra þjóða sem verða með í HM 1994 fá 6,3 milljónir ísl. kr. fýrir að vera við- staddar dráttinn í Las Vegas í dag. Þegar HM hefst fær hver þjóð 800 þús. ísl. kr. á dag í dvalarkostnað og er þá miðað við fímm daga fyrir fyrsta leik og tvo daga eftir síðasta leik. Fyrir utan þessa upphæð fær hver þjóð 30 millj. ísl. kr. fyrir hvem leik sinn í HM. Þær þjóðir sem kom- ast alla leið í úrslitaleikinn fá því 400 milljónir ísl. kr. í sinn hlut frá Alþjóða knattspymusambandinu (FIFA), en þá eiga eftir að koma greiðslur frá hinum og þessum styrktaraðilum HM, sem em margir og íjársterkir. Fram hefur komið að hver leikmaður sem kemst í úrslita- leikinn, fái 20 milljónir ísl. kr. fyrir — aðeins frá FIFA, en þá eiga bónus- greiðslur frá landssamböndum eftir að bætast við, þannig að leikmaður sem tekur þátt í úrslitaleiknum gæti fengið um 30 milljónir ísl. kr. í vasann áður en hann yfirgefur Bandaríkin. Þeir leikmenn myndu þá þéna eina millj. ísl. kr. á dag meðan á keppninni stendur. Óvæntar uppákomur Heimsmeistarakeppnin bíður ávallt upp á óvæntar uppákomur. Hver man ekki eftir hinu umdeilda Mætlr kappinn sjálfur til leiks? Diego Maradona er óútreiknanlegur. Það segir sagan, en hvað segir hann? marki Geoff Hurst á Wembley 1966 — þegar knötturinn skall á þver- slánni og þaðan niður á marklínu? Mark sem var dæmt gilt. Hver man ekki eftir ævintýralegri markvörslu Englendingsins Gordon Banks 1970 í Mexíkó, þegar hann varði skalla frá kónginum Pele frá Brasilíu? Hver man ekki éftir úrslitaleik V- Þýskalands og Hollands 1974 í Miinchen, eða þá úrslitaleik Argent- ínu og Hollands 1978 í Argentínu? Eruð þið nokkuð búin að gleyma þegar Paolo Rossi, hinn ítalski, stöðva^i sambadans Brasilíumanna á Spárií 1982, eða þá þegar hinn feiti og pattaralegi Diego Maradona skoraði mark með „hendi Guðs“ gegn Englandi 1986 í Mexíkó? Ekki trúi ég því að þið séu búin að gleyma þegar Maradona og félagar hans ætluðu sér að verða heimsmeistarar í vítaspyrnukeppni á Ítalíu 1990. Maradona er enn að — hann var kallaður til þegar Argentínumenn áttu í erfiðleikum og þurftu að leika tvo leiki gegn Ástralíu um sæti í HM í Bandaríkjunum. Argentínu- menn voru þeir síðustu til að tryggja sér farseðilinn til Bandaríkjanna og eftir það sagði Maradona að hann væri orðinn of gamall til að leika með félögum sínum í Bandaríkjun- um. Hvað gerist á næsta ári — mætir kappinn enn á ný til leiks og spyr þegar hann mætir í salinn: „Þið verðið að trúa því — ég er mættur! Voruð þið ekki annars að bíða eftir mér?“ Maradona gæti orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu HM, til að taka á móti heimsmeistara- styttunni í annað sinn sem fyrirliði. Hann gerði það í Mexíkó 1986 — missti af tækifærinu á Ítalíu 1990; og grét. Hann getur fengið tæki- færi til þess að segja í Bandaríkjun- um á næsta ári: „Sá hlær best sem síðast hlær.“ Ef það gerist, þá mun ég gleðjast með honum, enda er það svo að hláturinn lengir lífið! Hvarverðurleikið á HM? Nú þegar hefur verið ákveðið að leika á átta leikvöllum í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan er listi yfir leikvelli — í hvaða borgum þeir eru, hvað þeir heita, hvenær þeir voru byggðir, hve marga áhorfendur þeir taka og hvaða riðlar verða leiknir á völlunum: Los Angeles: Rose Bowl, Pasadena....... San Francisco: Stanford Stadium........ Detroit: Pontiac Silverdome............ Chicago: SoldierField.................. Boston: Foxboro Stadium................ Dallas: Cotton Bowl.................... New York: Giants Stadium............... Orlando: Citrus Bowl................... Washington: Robert F. Kennedy Stadium 1922 102.083 A/B 1921 86.019 A/B 1975 72.794 A/B 1922 66.814 C/D 1970 61.000 C/D 1930 67.500 C/D .1976 76.891 E/F .1976 70.188 E/F .1961 56.500 E/F Leikir í 16-liða úrslitunum fara fram á öllum völlunum nema í Detroit. Leikir í 8-liða úrslitunum fara fram í San Francisco, Boston, Dallas og New York. Leikir í undanúrslitum fara fram í Los Angeles og New York. Leikur um þriðja sætið fer fram í Los Angeles, en þar verður úr- slitaleikurinn einnig leikinn 17. júli,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.