Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Hugheilar þakkir fœri ég ykkur öllum, sem sýnduö mér vinsemd með heimsóknum, gjöfum og kveðjum og á annan hátt veittuð með gleði á 70 ára afmœli mínu 13. þessa mánaðar. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Kristján Fr. Guðmundsson, Álfaskeiði 95, Hafnarfirði. Frá æfíngu á óperunni Evgení Ónegín Islenska óperan frumsýnir óperuna Evgení Onegín í ÍSLENSKU óperunni standa nú yfír æfingar á óperunni Evgení Ónegín, eftir Tsjajkovskij, sem frumsýnd verður 30. desember næst- komandi. Átta íslenskir einsöngvarar taka þátt í sýningunni, auk Kórs íslensku óperunnar og hljómsveit. mjómsveitarsijóri er Robin Stapleton, leiksljóri er Bretinn John Copley, leikmyndahönnuður er Robin Don og búningahönnuður Michael Stennett. Konsertmeist- ari er Zbigniew Dubik. Óperan gerist í Rússlandi upp úr 1820 og hefst á óðalssetri Frú Larina. Hún er ekkja en auður hennar hefur farið rýmandi. Hún á tvær dætur, Tatjönu og Olgu. Þær systur eru æði ólíkar; Tatjana dreymin og rómantísk á meðan Olga er jarðbundin og skynsöm. Þegar svo unnustu Olgu, hið nítján ára gamla skáld Lenskíj, kemur með nýjan vin sinn, Ónegín, í heim- sókn fara hjólin að snúast. Ónegín nýtur vinsælda í samkvæmislíf Sánkti Pétursborgar, en hefur ný- lega erft sveitasetur frá auðugum frænda. Það er ekki að sökum að spyija, Ónegín og Tatjana fella hugi sama. En þar er leikurinn rétt að byija, því fylgikvillar ástarinnar láta ekki á sér standa; afbrýðisemi og öfund, samkeppni, misskilningur og svo er það vináttan, trúnaður- inn, heiður og æra. Með einsöngshlutverkin í upp- færslu íslensku óperunnar á Evgení Ónegín fara: Bergþór Pálsson, sem syngur hlutverk Onegíns, Ólöf Kol- brún Harðardóttir sem er Tatjana, Gunnar Guðbjömsson syngur hlut- verk Lenskíjs og Ingveldur Ýr Jóns- dóttir er Olga. Auk þess syngur Guðjón Óskarsson hlutverk Greníns fursta, með hlutverk Larínu fer Sieglinde Kahmann, Hrönn Hafliða- dóttir syngur Filipévnu og Sigurður Bjömsson er Monsieur Triquet. 4 ÍSLENSKAR JÓLAGJAFIR Smiðjuvegi2- sími 672110 Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettíorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990.- Gagnleg og glæsileg jólagjöf, sem nýtist vel I nútíð og framtíð Fæst hjá öllum bóksölum Oröabókaútgáfan Tónleik- arhaldnir í Djúpinu LJÓÐSKÁLDIÐ og lagahöfund- urinn Jón Hallur Stefánsson heldur tónleika í Djúpinu í Hafnarstræti í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 21. Þar mun hann syngja eigin lög við gítarundirleik. Jón Hallur hef- ur sent frá sér tvær snældur og eina hljómplötu ásamt hljómsveit- inni Lestir frá Reykjavík. Hann hefur m.a. lagt stund á þýðingar og bókmenntagagnrýni. ■ Jón Hallur Stefánsson MOSCHINO Töskur, belti o. fl. frá M0SCHIN0. !||I Mikið úrval. H Y G E A dnyrtivöruverdtun KrLnglunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.