Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 37 Með reynsl- una á herðum Bókmenntir Erlendur Jónsson Jónína Michaelsdóttir: MILLI STERKRA STAFNA. Fólkið hjá Eimskip. 288 bls. Almenna bóka- félagið. 1993. »Milli sterkra stafna,« hvað skyldi þess háttar heiti nú gefa til kynna? Undirtitillinn skýrir það að nokkru: »Fólkið hjá Eimskip.« Hvorugt veitir þó ótvíræða heimild um innihald. Bókin ijallar aðeins lítillega um sjó- menn og siglingar. Ekki heldur um fólkið hjá Eimskip almennt, aðeins tólf einstaklinga sem eiga það sam- eiginlegt að hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu eða á vegum þess, sum- ir hálfa öld eða lengur. Af sögu- mönnum eru tíu Islendingar, einn Breti og einn Dani. Hver um sig rekur sögu sína, bæði utan og innan fyrirtækis, segir frá störfum sínum og lýsir skoðunum sínum á fyrirtæk- inu og reyndar einnig á lífinu og tilverunni almennt. Oft er vanda- samt að velja heiti á bók. Allra helst á það að vera klárt og Iýsandi. í þessu dæminu hefði það mátt gefa betur til kynna hvað bókin fjallar um. Allir segja þessir Eimskipsmenn vel frá, hispurslaust, skrumlaust og án mælgi. Þetta er lífsreynt fólk, komið til aldurs og veit hvað það er að segja. Og í góðu jafnvægi eins og títt er um þá sem búið hafa við fjárhagslegt og persónulegt öryggi. Sumir vilja einatt vera að breyta til í lífinu, sífellt að leita að einhveiju »betra«. Aðrir kjósa að starfa ævi- langt á sama staðnum, jafnvel þótt eitthvað »betra« bjóðist. Hvort tveggja má hafa sína kosti og galla. Þarna kynnumst við síðari mann- gerðinni. Þetta er ekki ævintýrafólk. Ekki er þó þar með sagt að sjón- hringur þess sé þröngur. Oðru nær. Og eitt má alveg sérstaklega af frá- sögnum þess ráða: Hve vinnustaður- inn er raunverulega sterkur þáttur í lífi einstaklingsins ekki síður en heimili og nágrenni. Stofnun Eimskipafélags íslands var á sínum tíma leikur í þrátefli £ jímqk: Jónína Michaelsdóttir. sjálfstæðisbaráttunnar, áhrifarík ógilding Gamla sáttmála. »Það þótti mikið lán að komast í vinnu hjá Eim- skip,« segir Jón Kristjánsson verk- stjóri. »SIíkir menn gátu orðið efna- menn og keypt sér hús.« Efnamenn! Þannig var litið á málin fyrir stríð. Efnamaður var sá kallaður sem hafði fasta vinnu og átti þak yfir höfuðið. Og Jón Krist- jánsson segir fleira athyglisvert. »Meðan ég hafði mannaforráð,« seg- ir hann, »gætti ég þess að skipa mönnum ekki fyrir verkum. Ég bað þá um að gera hlutina og það var gert.« Sama segir Englendingurinn, Jack D. Wright: »Ég hef gert mér far um að stjórna mínu fyrirtæki þannig að ég leiði fólk og sé sam- ferða því fremur en segi því fyrir verkum.« Sagt er að íslenskum fyr- irtækjum sé ekki öllum vel stjórnað. Ef til vill hefðu hikandi og tvílráðir stjórnendur gott af að lesa þessa bók. Hún er að minnsta kosti byggð á langri reynslu. Ennfremur býr hún yfir heilmikilli sálfræði. Jörgen Hoim heitir Daninn sem tengst hefur Eimskip gegnum árin. Hann segist hafa mætur á íslenskri náttúru. »Ég er öðruvísi á íslandi en annars staðar,« segir hann. Að sjálfsögðu hefur hann kynnst íslend- ingum náið vegna starfs síns og segir á þeim kost og löst. Eitt ein- kenni íslendinga kveður hann vera »virðingarleysi þeirra fyrir tímanum. Þeir eru óstundvísasta fólk sem ég hef kynnst og hef ég þó víða verið.« Jörgen Holm hefur eigi að síður átt hér góðar stundir og eignast hér vini sem hann nafngreinir. Hann hefur mjög fjölbreytilega lífsreynslu að baki sem hefur meðal annars kennt honum að sannleikurinn sé »vandfundinn því hann er alltaf eitt- hvað annað en hann lítur út fyrir að vera.« Athyglisverður er líka þáttur Trausta Kristinssonar bílstjóra. Fyrstu áratugir bílaaldar voru ein- hver merkasti kafli í samgöngusögu þjóðarinnar. Sá kapítuli hefur þó aldrei verið skráður í heild. Sögur einstakra manna eins og Trausta eru því mikils virði. Eins og títt er um gömul og gró- in fyrirtæki ríkir karlveldi hjá Eim- skip. Af tólf sögumönnum bókarinn- ar er einungis ein kona, Sigríður Guðmundsdóttir bókari. Hún fæddist aldamótaárið 1900, réðst til Eim- skips 1926 en lét af störfum í árslok 1965. »í þrjátíu og fimm ár starfaði ég með fólki sem var andríkt, orð- heppið og ljúflynt, auk þess að vera framúrskarandi í sínu fagi,« segir Sigríður. Slíkur starfsandi skapast ekki nema allir leggist á eitt. Af kynnum þeim, sem lesandinn fær af Sigríði, má hugsa sér að hún hafi ekki látið sitt eftir liggja til að skapa þann andblæ sem hún lýsir. Að öllu saman lögðu er óhætt að segja að bók þessi sé vel og skipu- lega unnin. Stíllinn er gagnorður og lipur þótt að ýmsu megi finna, t.d. málkæk þeim að biðja einhvern um að koma eða um að fara. »Um« er þarna alóþarft og fer illa í texta. ^GI Nýjar bækur SIEMENS Framtíð jarðar ÚT ER komin bókin „Framtíð jarðar — leiðin frá Ríó“ eftir Gunnar G. Schram. Fjallar hún um stöðu og horfur í helstu um- hverfismálum veraldar, við hvern vanda er þar að glíma og hverjar eru helstu leiðir til lausnar hon- um. í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um mikilvæga þætti umhverfismála, svo sem loftmengun, eyðingu óson- lagsins, mengun hafsins og mann- fjölgunarvandann. Þá er rætt um áhrif iðnaðar og orku á umhverfið, hættuleg úrgangsefni og eyðingu náttúrugæða. Byggt er á upplýsing- um frá Umhverfísmálastofnun SÞ í þessum efnum. í síðari hluta bókarinnar er birt Ríóyfírlýsingin um umhverfí og þró- un og ítarlegur útdráttur úr Dag- skrá 21, framkvæmdaáætlun í um- hverfismálum fyrir næstu öld. Fjöldi skýringarmynda er í bókinni. Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra skrifar formála bókarinn- ar. Birt er ávarp forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, á Ríóráð- stefnunni 1992 og stuttar greinar rita Amþór Garðarsson form. Nátt- úruvemdarráðs, Auður Sveinsdóttir form. Landverndar og Hulda Val- Heimilistcékin frá SIEMENS eru heimsþekkt fyrir hönttun, %œði oggóðaeruHngu. Gefðu vandaðajólagjöf- gefðu SIEMENS heimilistœki. Gunnar G. Schram týsdóttir form. Skógræktarfélags íslands. Framtíð jarðar er 240 bls. Út- gefandi er Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands. Oddi annaðist prentverk. Bókin kostar 3.200 krónur. SMITH & NORLAND tftiotaiít Nýr geisladiskur Hörður Áskelsson leikur á Verk Pálm ars Þ. Ejj- ólfssonar Falleg og merk gjöf til vina, -heima og erlendis, og um leiö stuöningur viö Orgelsjóö Hallgrímskirkju. Hér er fyrsta útgáfa hljóbrítunar hins nýja orge/s HaHgrímskirkju. Okkureránægja aögeta boöiö þennan vandaöa hljómdisk á einstöku veröi - aöeins kr. I.2O0 Komiö í Hallqrímskirkju eöa hafiö samband ísímum : 7 0745og 62 1475. Viö sendum í póstkrófu og bjóðum einnig greiöslukortaj^jónustu. Opiö alla daga frá kl. 10:00-1 7:00, nerma mánudaga frá kl. 13:30-17:30. ÚT ER kominn geisladiskur með 28 tónverkum Pálmars Þ. Eyjólfs- sonar organista í flutningi fjöl- margra kóra, kvartetts og ein- söngvara víðsvegar að af landinu. Ekkert verkanna hefur áður kom- ið út. Pálmar Þ. Eyjólfsson hefur starfað sem organisti við Gaulvetjabæjar- og Stokkseyrarkirkju í hartnær hálfa öld en iðkað tónsmíðar frá unglings- ámm. Af kunnun tónlistarmönnum, sem Pálmar rekur ættir til, má nefna Pál heitinn ísólfsson og Sigfús Ein- arsson. Hugmyndin að útgáfunni varð til fyrir rúmum tveimur árum, er tónskáldið varð sjötugt. Dreifing er í höndum Japis hf. og er diskurinn fáanlegur um allt land, sem og hljómsnælda með upptökun- um. ~n * Ágóbi rennur til Orgelsjóbs Hallgrímskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.