Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Dauf bók um merkan mann Bókmenntir Jón Stefánsson Gils Guðmundsson: Þegar hug- sjónir rætast. Ævisaga Odds Olafssonar. ísafold, 1993. Ég veit ekki hversu margar ævisögur og sjálfsævisögur hafa komið ót á síðustu árum. Veit bara að þær eru ansi margar og undir hælinn lagt, hvort ævi við- komandi einstaklings sé það mark- verð að hún standi undir heilli bók. En það er hins vegar morgun- ljóst að ævi Odds Ólafssonar (1909-1990) fyrrverandi fram- kvæmdistjóra og yfírlæknis á Rey- kjalundi fer létt með að gera það. Fáir hafa unnið merkara og meira starf í þágu berklaveikra og ör- yrkja en Oddur. Svo er reyndar annað mál hvort það teljist hyggi- legt að skrifa ævisöguna rúmum þremur árum eftir lát hans. Kost- urinn er auðvitað sá að ennþá lifa margir sem muna hann vel og kunna sögur af honum. En um leið veigrar fólk sér við að rifja upp bresti þess sem nýlega er horfínn af sjónarsviðinu. Með hæfílegri einföldun má segja að Gils Guðmundsson hafí aðgang að þrennskonar heimild- um; almennum upplýsingum um ævi Odds; nokkrum persónulegum og lifandi svipmyndum úr viðtölum við ættingja, samstarfsmenn og Odd sjálfan; og loks afmælisritið sem Gils tók saman vegna 50 ára afmæli SÍBS. Eðlilegt hefði talist að flétta þessa þætti saman í eina samfellda sögu; ævisögu Odds Ólafssonar. En Gils fer þá leið að halda heimildum aðskildum og lætur þær renna sem minnst sam- an. Það er auðveld leið, en heldur bragðdauf þykir mér hún vera. Gils byijar bókina á hefðbund- inn og traustan hátt: rekur ættir Odds og segir sögur af forfeðrum. Það er líka ágætis kafli, þó hann gæti talist fulllangur; nálægt þijá- tíu blaðsíður. En svo tekur hin eiginlega ævisaga við, sem er þó ekki ævisaga heldur sundurlaus blanda af viðtölum, almennum upplýsingum um ævi Odds og mislíflegum frásögnum af stofnun og uppbyggingu SÍBS og Reykja- lundar. Hlutverk Gils sem ævi- sagnaritara hefði auðvitað verið það að steypa heimildum saman í sögu sem í senn segði frá lífs- hlaupi og lífsstarfi Odds. En ekki að segja frá fjölskyldulífi hans annars vegar og ævistarfí hins vegar eins og um tvo alls óskylda hluti væri að ræða. Gils hefur fengið Guðrúnu Guð- laugsdóttur til að taka viðtöl við ættingja og samstarfsmenn Odds. Það fínnast mér svolítið skrýtin vinnubrögð, því maður hefði hald- ið að ævisagnaritari myndi kapp- kosta að taka viðtölin sjálfur og kynnast þar með manninum betur. Viðtölin eru auðvitað misjöfn, en best þótti mér Þengill, sonur Odds, segja frá. Hann dregur upp mynd af kátum manni sem „var mikill tilfinningamaður og hafði gaman af að skemmta sér“. Eða manni sem hafði barnslega gaman af saklausri spennu: Það var eitt af einkennum hans við akstur að honum þótti ein- Jólagjöf námsmannsins íár! DÚXINN NÁMSTÆKNINÁMSKEIÐ SEM HITTIR í MARK! Dúxinn byggir á námskeiði bandaríska fyrirtækisins Fast Learning Inc., sem hefur langa reynslu í náms- tæknikennslu í bandarískum framhalds- og háskólum. Námskeiðið er staðfært af kennurum Hraðlestrar- skólans, sem hafa kennt hraðlestur og námstækni í 15 ár með góðum árangri. „Dúxinn er mjög þörfviðbót við kennslu í námstœkni. Ég mœli sérstaklega með Dúxinum. “ Ólafur Jónsson, námsráðgjafi í FB. „Ætti að vera skylda í öllum skólum. Afköstin margfaldast og námið verður miklu skemmtilegra. “ Nemi í MR. „Þó ég hafi tekið námstœkni íframhaldsskóla, lœrði ég margt á nám- skeiði Hraðlestrarskólans. Ég hefumbylt vinnubrögðum mínum og árangur er miklu betri en áður. “ Nemi í læknisfræði í HÍ. Inniheldur: Bók, 2 snældur o.fl. Hentar nemum 15 ára og eldri. Dúxinn fæst í flestum bókaverslunum, en einnig má panta hann beint hjá okkur. Verð aðeins kr. 2.900. Sendum frítt í póstkröfu hvert á iand sem er. Pantið Dúxinn strax í símum 91-642100 og 91-641091. HRAÐLJESTRARSKÓLINN Oddur Ólafsson kennilega gaman að taka hina og þessa áhættu. Honum fannst spennandi að keyra án þess að hafa varadekk. Hann hafði nautn af því að reyna að komast á milli staða án þess að taka bensín. Mikið er um að viðmælendur minnast á sömu atburði eða ein- kenni á Oddi. Gils víkur að endur- tekningunum í eftirmála sínum: „Þar sem bókin er öðrum þræði byggð á samtölum við nokkuð marga einstaklinga, fer naumast hjá því að stundum gæti endur- tekninga. Sannast sagna er það oftar en ekki með ráðnum huga gert. Það skýrir myndina af Oddi Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Sólveig Traustadótt- ir. Myndir: Freydís Kristjánsdóttir. Hönnun kápu: Næst hf. Setning og umbrot: ST. Mál og menning. Prentverk: G. Ben. prentstofa hf. Útgefandi: Mál og menning. Mig undrar meir og meir, hve marga snjalla penna við eigum. Einn af öðrum koma þeir fram og á mitt borð kannski aldrei fleiri en nú, fyrir þessi jól. Því er úr vöndu að ráða, þegar fólk velur bami ljúfa bók og vonandi lætur það ekki aðeins „sölulista" leiða sig til valsins.Til dæmis væri það sárt, ef þessi bók kæmist ekki í hendur margra bama. Kemur þar margt til. Fyrst það, að hún er frábærlega skrifuð, — af slíkri leikni að ljóðsins tónn ómar í huga lesandans, hraði og kímni frásagn- ar slík, að síða kallar á síðu, þar til lestri bókar er lokið, — og við stöndum upp með höfundi með Gils Guðmundsson þegar fleiri en einn lýsa því sem auðkenndi hann.“ En ég spyr; skýrir það myndina af Oddi þó við fáum að vita í tvígang að honum hafí þótt stropuð egg góð, þrígang að hann hafí axlarbrotnað, ijórum sinnum að hann hafí ásamt öðmm stofnað steypistöðina B.M. Vallá og fímm sinnum að hann hafi þrátt fýrir miklar annir, sinnt læknis- verkum fyrir héraðslækni Mosfels- sveitar sem sat í Reykjavík? Auð- vitað hljóta ævisögur nýlátins fólks að vera byggðar öðram þræði á viðtölum. í þeim segja viðmæl- endur smásögur af manneskjunni, lýsa persónu hennar og svo fram- Ijúfsárar minningar úr Ljúfuvík. í annan stað það, að efnið höfð- ar til allra, sem einelti bama hafa kynnst. Og í þriðja stað er bent á kærleikann sem allt bætir, breytir myrkri vetrar í sólstaf sumars. Sögusviðið er Ljúfavík. Þar er Magga í umsjá ömmu. Sjö ára telpa með bögufót. Bömin í þorp- inu vekja henni tár með bamslegu tali sínu og Magga á því fáa vini. Ömmu jú, góða og ljúfa, sem elsk- ar allt og alla, meira að segja hina fyrirlitnu Hansínu hinum megin. Já, hvar sem amma líðandi leit, þráði hún að vefja það kærleikans örmum. Nú svo á telpan guð að, en hann á annríkt, og amma segir hnátunni sinni, að hann ætlist til æði margs af manninum sjálfum. Keli er leiddur inná sviðið og ger- ist einn af kærleiksgeislunum sem umveíja Möggu. Ekki skal stáss- hænunni hennar gleymt eða kett- inum Antoni. En svo kemur Edda, ljúflingur sumars, og þær verða meir en stöllur — sannar vinkon- ur. Um sviðið fara líka tildrið og hégómaskapurinn, meistaralega vegis. Síðan er það hlutur ævi- sagnaritarans að vinna úr við- tölunum, vinsa það merkilegasta úr, en ekki skjóta þeim niður hér og þar um bókina, án þess að velta fyrir sér hvort þau bæti við mynd- ina eða endurtaka hluti sem þarf- laust er að endurtaka. Eitt að lok- um varða.ndi viðtölin; sáu hvorki Gils né Guðrún stílleysið í eftirf- amdi setningum?: „Þeir sem vora lengi á hælinu mynduðu líka sum- ir vinabönd þar.“ (Bls. 147.) „Oft báðu þeir sem gáfu út bækur hann að kaupa og hann gerði það oft- ast.“ (Bls 235.) „Talsvert áður en ég kynntist honum hafði ég Ient í dálitlum vandræðum út af hon- um.“ (Bls. 259.) Þó að Oddur hafí kannski ekki lifað viðburaríkara hversdagslífi en gengur og gerist var hann einn af þessum ósérhlífnu hugsjóna- og athafnamönnum sem sjálfsagt og eðlilegt er að skrifa bækur um. Það er því synd að Þegar hugsjón- ir rætast skuli ekki vera sá að- gengilegi minnisvarði um Odd Ölafsson sem hún hefði átt að vera. Bókin geymir að vísu mikið af heimildum um ævi hans og uppbyggingu Reykjalundar og SIBS. En í stað þess að steypa heimildum saman í samfellda sögu, velur Gils þá átakalausu og auðveldu leið að dreifa þeim um bókina án þess að reyna að tengja þær veralega saman. Útkoman er því sundurlaus og brokkgeng bók. Sólveig Traustadóttir lýst í persónu frú Amalíu. Já, henni er flest til ama, byrðin þó mest lífíð sjálft, sem hún hefír ekki náð takti við. Margir fleiri era til sögu nefndir, en leyfum lesanda að kynnast þeim. Myndir era mjög góðar, bókar- prýði, og kápan nær vel að lýsa innihaldi bókar: Einmana stúlku með dýrin sér við hlið á tali við vininn sinn upptekna, guð. Prent- verk allt mjög vel unnið. Athyglis- verð, frábærlega vel skrifuð bók. Hafí allir er að unnu kæra þökk fyrir. Himinninn er alls staðar Jólagjöfin í ár! ■ ■ m m u m — m REYKJ AVÍKUR Laugavegi 9ó - Sími: 600935 PÖNTUNARSÍMI: 991880 Hin sívinsælu KAWAI hljómborð rá kr. 7.900,- KAWAI i i < « « « « « « «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.