Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 T /1 ••• r / / Jolagjoiin í ar er EKKERT MÁL! íáqfiw á Uk UÍÖ Jöti "þát Biblía sem börnin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun. Litríkar smásögnr Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Torgny Lindgren: Fimmfingra mandlan. Smásögur. Hannes Sigfússon þýddi. Mál og mening. 1993. Sumar sögur eru svo fullar af lífs- speki að þær verða ævintýrum lík- astar enda hvað eru ævintýri og þjóðsögur annað en samansöfnuð lífsspeki aldanna. Smásögur Torgn- ys Lindgrens í smásagnasafninu Fimmfingra mandlan eru þessarar náttúru. Hér er á ferðinni úrval úr tveimur ritum skáldsins, Merabs skönnhet og Legender. Lindgren er sagnameistari. Á því er enginn vafi. Sögur hans eru í senn einfaldar í sniðum en þó marg- slungin rannsókn á mannlegu eðli. Þær einkennast af auðugu ímyndun- arafli og góðu auga fyrir sérkennum fólks. Lindgren sækir föng sín til sveit- unga sinna í Vesturbotni í Svíþjóð. Hann lýsir sérkennilegum kerlingum og körlum úr heimasveitinni og litar lýsingarnar kímni og hlýju. Hann beitir gjamam því stílbragði að ávarpa lesanda eins og væri hann samsveitungur hans þannig að hann gangist undir þá skáldlegu blekk- ingu að honum sé sögusviðið með gróusögum sínum og sérkennilegum uppákomum jafnkunnugt og höf- undi. í sögunum mótast hugmynda- heimur fólksins að verulegu leyti af biblíulegri vitund. Þetta setur sterkt mark sitt á stíl höfundar, einkum í þeim sögum sem eru úr Merabs skönnet. Inn í textann er beint og óbeint skotið Biblíuvísunum, einkum úr Opinberunarbókinni. Orðið er mikilvægt þema í sögun- um. Prédikarinn í einni sögunni túlk- ar orð Biblíunnar þannig að orð hans sé Orðið og hold hans Holdið. Því er honum ekki nema eðlilegt að barna heimasætuna á bænum sem hann gistir og segja henni að orð guðs hefðu þröngvað sig inn í hans og þau beri ávöxt. Orðið er öllu ógnvænlegra Samuel Burvall sem trúir því að orðið berklar sé smitber- inn og lokar sig af til að forðast það á meðan ástvinir hans hrynja niður úr veikinni. Og óvarleg orð geta rið- ið mönnum að fullu eins og þegar sögumaður segir við berklasjúíding- inn Áma frá Brennitjörn að hann og lífíð haldi brúðkaup daglega. Þessi orð draga Vendlu, hina andlits- fríðu vinkonu Áma, að sögumanni en Árni veslast upp og deyr. Hann var að sögn sögumanns huglaus gagnvart lífinu og ástinni og vegna orða sinna fær sögumaður sam- viskubit: „og það er þetta sem hefur þjakað mig, ég hefði aldrei átt að Torgny Lindgren segja þessi orð, ef maður lifir á hníf- segg er hægt að skera lífsþráðinn sundur með fáeinum orðum, ég og lífið höldum brúðkaup daglega" (53). Sögurnar úr .Legender eru upp- fullar með furður og einkennileg fyrirbrigði. Þær túlka samt gjarnan sterkar tilfinningar, ótta við dauða sem leiðir heilt samfélag í varð- stöðu, heimþrá sem getur af sér mikla list og ást sem verður fang- elsi. En það er vitaskuld margt fleira í þessum sögum. Sögumar skarast lítt þótt ein og ein persóna slæðist milli sagna. Ein- kenni þeirra og höfuðstyrkur er sterk og allt að því myndræn megin- hugmynd sem höfundur byggir sög- ur sínar í kringum með markvissum stílgaldri. Þýðing Hannesar Sigfússonar virðist mér með ágætum. Ég fæ ekki betur séð en hann sé trúr frum- Hannes Sigfússon textanum. Hann miðlar vel ljóðræn- um einfaldleika stílsins og ekki síður því orðfæri sem hlaðið er Biblíutilvís- unum. Yfirleitt er setningaskipan Lindgrens meitluð, málsgreinar stuttar og útúrdúralausar. En hann á einnig til að nota lengri málsgrein- ar til að ná fram ákveðnum stílein- kennum. Þessar málsgreinar eru með fjölda undirskipaða og jafnvel ótengdra setninga, einkum skýring- arsetninga. Hannes velur þá leið að. halda í þessi stílbrigði í þýðingunni þótt slík setningargerð fari sjaldnast vel í íslensku. Eigi að síður fellur þetta vel að textanum hér og er til marks um smekkvísi Hannesar. Fimmfingra mandland er skemmtileg bók aflestrar. Persónur smásagnanna eru dregnar skörpum dráttum, sú sýn sem við fáum á mannlífið er í senn kímin og hug- myndarík og þýðingin góð. >lec) ja höm um aUun heim TröLLa.kyniÓ -fer&ast hrabar en Ljós/A þab kemur ser uel þegar senda. þarf pahhck um aLlart heim. -trnar )öÚM0L£1A vt Pf ÚtihAtip TröUdstrci/carnir -fylgjast mfú börn- unum a.Ut arið. Bn þeirqetcL bara. ' ' I (jetict gjdfir þegar þeir sjaU. þeim þybir gamcuv a£ Perðast á- hre-in cUjrccó Le&um. þeir gct hi/ort börnin hafa cett skó C gU/ggann. Ef bamié hefur uer/'é þ*gt óetjCL þ&rgjö-F i skóinn. Unnars fðrr þaÓ'kartófbu i Cc SkóCnrÍ . rr-. rm, þrettan ctógum -fyrir jói tara trÖUastráh amirab komos ofan af fjÖLLunum, einn . \ L einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.