Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 MOTMÆLENDASAMFELAG I EINSTÆÐRI HELLABORG TVÖ l>Í St \l» ÁR i\i»ik jöRDmnn í MIÐJU Tyrklandi, milli borganna Kayseri og Aksaray, er merkilegt lands- lag. Regn og vindar hafa meitlað ævintýralegar myndir í mjúkan sandstein- inn: sykurtoppafjöll, súlnaskóga, fellingalöguð þrengsli rósrauð og skjall- hvít og allt þar á milli. Fjöllin og þrengslin eru sundurgrafin af hellum sem hafa ekki aðeins að geyma mannabústaði, heldur um leið klaustur og kirkjur. okkar dögum hafa hellarnir verið yfirgefnir og kirkjumar era lokaðar. Undir stóru hella- fjöliunum eru tyrknesk þorp og smáborgir. Suma hellana nota þorpsbúar til geymslu eða þá sem asnahús, aðrir eru mannabústaðir með venjulegum framhliðum húsa. Fyrir einum áratug fundu nokkr- ir smádrengir enn óþekktan helli. Við nánari rannsókn kom í ljós, að hann var heil byggð í fímastærð. Hann er í sextán íbúða hæð — loft- göngin teygja sig 120 metra niður i jörðina. Einu sinni var þama heil neðan- jarðarborg með rými fyrir sextán þúsund íbúa. Fjórar neðanjarðar- borgir hafa fundist síðan, en þó er ekki enn búið að grafa þær upp að fullu. Saga hellaríkisins greinir frá harmsögulegum öldum, stríði og hörmungum, en einnig ótrúlegum hetjudáðum. Þegar menn ganga um þennan kynlega bæ, komast þeir ekki hjá því að hugsa um þá sem forðum bjuggu hér. Sjá fyrir sér það líf er þar var lifað: manneskjur sem þramma áfram eftir öngstrætunum, svefnhella fulla af hjalandi bömum, öldunga og gamlar konur við vín- þrúgur. Þefur af mat og súru víni. Presturinn, sem messar í kirkjuhell- inum og syngjandi söfnuð. Fólk sem ber sandpoka úr nýhöggnum hellun- um upp að útgöngudyrum. Borg þar sem halda varð strangar umferðar- reglur í þröngum göngum. — Nú emm við komnir á enda, segir leiðsögumaðurinn. Við stöndum frammi fyrir snar- bröttum hamravegg. Leiðsögumað- ur leiðir okkur meðfram smákjarri og áfram inn í jarðgöng. Til að byija með heldur hann á byssu í annarri hendinni og vasaljósi í hinni, á eftir honum fer klyíjaður múlasni hans, þá Fuat túlkurinn okkar, og loks Gösta með myndavélina sína og ég. Dauft ljósið frá munnanum hverf- ur fljótt, göngin liggja lengra og lengra inn í fjallið. Þau þrengjast og lækka. Að lokum verður jafnvel múlasninn að lúta niður. SESAM, OPNISTÞÚ! Allt í einu taka göngin enda. Við stöndum í keng mörg hundmð metra inni i fjallinu, í blindgötu. Leiðsögumaðurinn muldrar óánægður. — Bíðið hér, segir hann, og hverfur með vasaljósið aftur að útganginum. Við bíðum heila eilífð í köldu myrkrinu. Múlasninn er rólegur — hann hefur beðið hér áður — svo að okkur tekst að halda óróanum í skefjum. Að lokum heyram við hljóð. Það bergmálar. Veggurinn fer að hreyfast, hann er þá hurð sem renna má til hliðar. Hinum megin stendur öldungur í upplýstum helli. — Þið eruð sjálfsagt þreyttir, segir hann. Þið getið sofíð þama. Hann bendir á op í hellisveggnum, áður en hann hverfur í annað skipti. Olíulampi lýsir upp hellinn. — Þama er svefnherbergið, segir Fuat og bendir á op, sem minnir á glugga, á hellisveggnum. Þar fyrir innan er hlýlegt, lítið herbergi með þykkar mottur á gólfi, kodda og dýnur. Á veggjum og í lofti era teppi með fallegu mynstri. Á hvers konar merkisstað hefur Fuat leitt okkur? Fuat er leigubílstjóri í Stokk- hólmi. Dálítið kynlegur kvistur. Ef þið komið til Tyrklands í sumar; skal ég sýna ykkur fallegan stað. I raun og vera furðulegan. Það er allt og sumt sem hann hefur sagt. Og nú sitjum við inni í fjalli í Litlu- Asíu, í mottuklæddum helli. Fuat hlær. — Bíðið þangað til á morgun. Þá getið þið sjálfir séð. TVEGGJA DAGA FERÐ Ferðin hefur verið þreytandi. í tvo daga höfum við farið um grýtt landslagið. Fyrst fóram við eftir öðram bakka Kizil Irmak, um Sog- amidalinn, og óðum yfir fljótið og klifruðum brattann. Við héldum áfram í áttina til Topuz Daghs, tind- ar hans era snævi þaktir, upp og niður um þrengslin. Fætumir eru þungir sem blý. Gösta hrýtur hátt í einu hominu. Fuat er grútsyfjaður og býður góða nótt. Sjálfur er ég dauðþreyttur, en glaðvakandi. Ymsar hugsanir ásækja mig. Það býr þá hérna fólk, ég heyrði mannamál. Hvað hefst það að hér? Hvað er þessi hellir stór? Er hann amerískt eldflaugahreiður? Þá hefðum við ekki fengið að koma hingað ... Ef til vill falinn skæra- liðabústaður? FALLEGAR LITLAR ÍBÚÐIR Morguninn eftir fáum við morg- unverð í rúmið. Stúlka með langar svartar fléttur ber fram brauð, olíf- ur og ost. Hún sest hjá okkur og hellir í teglösin okkar. Leiðsögumaðurinn sækir okkur og fer með okkur inn í hellisgöngin, sem minna á völundarhús. Frá kringlótta hellinum, sem við eram staddir í, liggja gangar í allar áttir. Við förum eftir löngum þröngum gangi sem liggur niður á við, hann er í mesta lagi metershár. Eftir ganginum liggja op inn til margra hella. Niðri á næstu hæð skoðum við okkur vel um. í einum hellinum af öðram gefur að líta smáíbúðir með stærri og minni herbergjum, bama- herbergi, svefnherbergi, eldhúsi og búri. Allir veggir og brúnir era ával- ar, allt mjög skipuiagslaust. Gang- arnir eru krókóttir og hallandi, smá- stigar upp og niður. Gluggar era milli herbergjanna í hellunum. Það er furðulegt, að þessir höggnu hellar i sandsteinsíjallinu skuli ekki falla saman undan sínum eigin þunga. Veggir og gólf eru ofurþunn og fjallið grafíð í sundur til hins ýtrasta. BURÐARVEGGUR UNDIR HVERJU GÓLFI Nánari rannsókn sýnir, að það sem virðist skipulagslaust með öllu er í raun og vera vandlega hugsað. Undir hveiju gólfi er burðarveggur. Það er fátt um húsgögn. Hillur Teikning: Garðar Sigvaldason ■HS ■ —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.