Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 11

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 11
MORQUNBLAUII) ,SUNN.l,'I)AGUR 19. JJjESEMBER 1893 11 WTO imii leysa GAIT af hóhi GATT-samningarnir eru ekki aðeins boðberi nýs frjálsræðis í alþjóð- legum viðskiptum, heldur hverfur hið gamla GATT með þeim og við tekur WTO. Kannski má segja, að GATT verði nú aðeins það, sem það átti upphaflega að vera, Almennt samkomulag um tolla og viðskipti, en nýliðinn WTO (World Trade Organisation) mun fylgja framkvæmdinni eftir. Ekki er énn ljóst hve valdamikið WTO verður en Peter Suther- land, fyrn/erandi dómsmála- ráðherra írlands og núverandi framkvæmdastjóri GATT, hefur sýnt, að hann kann að beita þeim vopnum, sem hann ræður yf- ir. Hann er heldur ekki óvanur því að glíma við þrýstihópana síðan hann fór með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins og fiestir telja það sjálf- Sagt, að hann verði framkvæmda- stjóri WTO. Gegn kreppuástandi Upphaf GATT má rekja til krepp- unnar miklu á fjórða áratugnum en til að girða fyrir, að slíkt hörm- ungarástand endurtæki sig, komu fulltrúar 23 ríkja saman til við- ræðna um viðskiptasamning eftir síðara stríð. Þá var stefnt að því, að fyrirkomulagið yrði svipað og nú verður með MTO. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1946 var skip- uð undirbúningsnefnd, sem falið var að leggja drög að reglugerð fyrir ITO (International Trade Organis- ation) en hugmyndin var, að sú stofnun ásamt Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum legði grunn að efnahagslegri endurreisn um allan heim. Árið 1947 var GATT komið á fót sem eins konar bráðabirgðaaðgerð til að hrinda í framkvæmd mark- miðum ITO og í nóvember sama ár komu fulltrúar 56 ríkja saman í Havana á Kúbu til að leggja síð- ustu hönd á stofnskrá ITO. I janúar 1948 tók GATT til starfa og í mars höfðu 53 ríki undirritað „Havana- skrána“. Andstaða á Bandaríkjaþingi Þótt Bandaríkjamenn væru einna mestu frumkvöðlar þessarar nýju viðskiptaskipanar, þá var Banda- ríkjaþing samt andvígt því að af- henda eitthvað af valdi sínu yfir utanríkisversluninni í hendur al- þjóðlegri stofnun og 1950 tilkynnti Bandaríkjastjórn, að hún myndi ekki leita staðfestingar þingsins á Havanaskránni. Að þessu sinni er staðan önnur því að Bandaríkja- stjórn hefur fallist á WTO og það vald, sem stofnunin mun fá til að framfylgja gerðum samningum. Á þeim 43 árum, sem síðan eru liðin, hefur „bráðabirgðastofnunin" GATT skipulagt sjö viðræður um viðskiptamál, sem stuðlað hafa að auknum hagvexti um allan heim. „Það verður eftirsjá í GATT,“ segir David Woods, talsmaður GATT síð- asta áratuginn. „Það hefur tekið mig tíu ár að koma fólki um allan heim í skilning um hvað GATT er en nú verður að byija alveg upp á nýtt.“ Hvað pir GATT fyrir Islendinga KRISTINN F. Árnason, á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, segir að líklega muni íslendingar almennt ekki taka mjög mikið eftir breytingum vegna GATT-samkomulagsins nema í landbúnaðarmálum. Líkt og ríkisstjórnir annarra að- ildarríkja að viðræðunum lagði ríkisstjórn íslands fram tilboð á þremur sviðum: Varð- andi landbúnað, þjónustu og markaðsaðgang fyrir aðrar vörur. „Ég held að í raun breytist ekki mjög mikið inn á við fyrir Islend- inga nema varðandi landbúnaðinn. Út á við höfum við verið í ýmsum tvíhliða viðræðum við mörg ríki um lækkun tolla á fiski og sjávarafurð- um og vörum tengdum sjávarút- vegi,“ segir Kristinn. Mörg ríki biðu fram á síðustu stundu, þ.e. síðdegis á fimmtudag, með að leggja fram endanlegar skrár um hvað þeir bjóða í markaðsaðgangi og er enn verið að vinna úr þeim tölum. Þó er búist við að tollalækkanir verði um 30% eða meira. Breytingar á tollum á innflutn- ingi til íslands verða hins vegar lík- lega svo litlar að fáir munu verða varir við þær. Gengið er út frá tolla- bindingum eða rauntollum eins og þeir voru þann 1. október 1986. Tollar lækkuðu verulega hér á landi í ársbyijun 1988 og því er ekki þörf á að lækka þá mikið til viðbót- ar þrátt fyrir GÁTT-samkomulag. Með gildistöku samningsins um . Evrópska efnahagssvæðið um ára- mótin verður líka opnað verulega fyrir þjónustuviðskipti. „Ég held að við munum ekki verða vör við mik- ið á þjónustusviðinu vegna þess hve opinn markaðurinn verður vegna EES,“ segir Kristinn. Aftur á móti verður opnað fyrir takmarkaðan innflutning á land- búnaðarafurðum, í síðasta lagi við gildistöku samkomulagsins, sem verður annað hvort í janúar eða júlí 1995. Þá tekur við sex ára að- lögunartími, eða til 2001, en að því loknu má ekki banna innflutning nema á grundvelli heilbrigðisreglna og um slík höft munu einnig gilda strangari skilyrði. í útreikningum um magn leyfilegs innflutnings verður gengið út frá meðaltalstölum yfir neyslu á árunum 1986-1988. Að sögn Kristins er ekki farið að ræða hvernig hin tæknilega fram- kvæmd á innflutningnum verði. Það sé pólitísk ákvörðun, hvernig staðið verði að því. „Almennt má segja um þýðingu GATT fyrir okkur að gegnum EES og fríverslunarsamninga við Aust- ur-Evrópu þá höfum við nú þegar góðan markaðsaðgang fyrir sjávar- afurðir okkar. Við vorum því að beina spjótunum að Bandaríkjunum og Suðaustur-Asíu og það er fyrst og fremst þar sem við vonumst eft- ir árangri," segir Kristinn. A#TwTi KjJiJ .1 Hvað felst eiginlega í samkomulaginu? Hingað til Hvað er í vændum Hver verða áhrifin Tollar á iðnaðarvörur_________ Hafa verið kjarni GATT-viðræðnanna frá upphafi og eru nú að meðaltali 5% í riku iðnríkjunum en voru 40% í lok fimmta áratugarins. Iðnríkin lækka þessa tolla um þriðj- ung og um 40% alls innflutnings verður tollfrjáls. Helstu viðskiptaríki veraldar fella niður tolla á lyfjum, byggingavörum, tækjabúnaði fyrir heilbrigðisþjónustu, stáli, bjór, húsgögnum, landbúnaðarvélum, sterku áfengi, timbri, pappír og leikföngum. Auðveldari markaðsaðgangurfyrir útflytjendur iðnvarnings. Lægra verð fyrir neytendur. Betur greidd störf vegna betur samkeppnishæfra fyrirtækja. Landbúnaður_____________________ Háar niðurgreiðslur og verndaðir markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa leitt til offramleiðslu og undir- boða, sem hefur bitnað á útflutningi þeirra bænda sem framleiða á hagkvæman hátt. Stuðningur við landbúnað í OECD-ríkjunum nam 354 milljörðum dollara í fyrra. Niðurgreiðslur og innflutningshöft sem brengla frjáls viðskipti verða skorin niður á sex árum. Stuðningur við bændur lækkar um 20% og niðurgreiðsla á útflutningi um 36%að verðmæti og 21 % að magni. Öllum innflutningshöftum verður breytt í tolla og þeir skornir niður um 36%. Hínn lokaði hris- grjónamarkaður Japans og Suður- Kóreu opnast. Tollar á hitabeltis- ávexti lækka um 40%. Dregur úr niðurgreiðslustríðinu. Neytendur þeirra ríkja, þar sem nú eru innflutningshöft, njóta lægri vörurverðs. Meiri möguleikar fyrir hagkvæma framleiðslu. Þróunarríkin fá sérmeðferð þó að hærra verð á matvörum gæti komið sér illa fyrir fátæk ríki háð innflutningi. Þjónusta________________________ Engar alþjóðareglur ná yfir þjónustu á borð við banka- og trygginga- starfsemi, samgöngur, ferðamanna- þjónustu, ráðgjafaþjónustu, bygg- ingariðnað, endurskoðunarstarf- semi, kvikmynda- og sjónvarps- iðnað. Ríki vemda þessa geira frá utanaðkomandi samkeppni. Almennur reglurammi til að tryggja að grundvallarreglur réttlátra við- skipta, s.s. engin mismunum, séu virtar. Sérstakar undanþágur fyrir fjármálaþjónustu, sjónvarpsútsend- ingar, flug og flæði vinnuafls. Einstaka ríki heita því að opna markaði sína á fjölmörgum sviðum. Áframhaldandi viðræður. Búast má við mikilli aukningu þjón- ustuviðskipta sem nú nema um 900 milljörðum dollara á ári í viðskiptum yfir iandamæri og 3.000 milljörðum dollara í viðskiptum vegna eriendra útibúa fyrirtækja. Samið um frekari tilslakanir. Hugverk ---------------------- Mjög mismunandi reglur um vernd einkaleyfa, höfundaréttar og vöru- merkja. Lögum framfylgt á ófull- nægjandi hátt. Viðskipti með falsaðar vörur orðin skuggalega mikil. Víðtækt samkomulag um einkarétt, höfundarétt, vörumerki, landfræði- lega merkingu (t.d. á osti og víni), iðnaðarhönnun, viðskiptaleyndar- mál o.fl. Alþjóðlegir staðlar um þá vernd sem menn njóta og hvernig eigi að framfylgja reglum. Þróunarríki fá frest til að koma málum í rétt horf. Búast má við stórauknum eriendum fjárfestingum og tækniflæði þó að fátæk riki þar sem vernd á einka- leyfum er veik óttist hærra verð t.d. á lyfjum. Vefjariðnaður og fataframleiðsla. Ríku löndin hafa takmarkað inn- flutning á fatnaði og vefjarvörum frá árinu 1974 f gegnum tvíhliða kvóta. Háir tollar á vefjarvörur. Verndunin heldur verðlagi uppi en verndar ekki atvinnutækifæri. Varnir gegn undirboðum___________ Ríki mega berjast gegn undirboðum (útflutningsverð undir innanlands- verði) með því að beita refsitollum. Slíkar aðgerðir eiga það til að breið- ast út og í auknum mæli er litið á þær sem dulbúna verndarstefnu. Kvótar felldir niður á tíu ára tímabili og tollar lækkaðir. Eftir tíu ár gilda venjulegar GATT-reglur. Þróunarríki geta selt meira af vefjar- vörum og fatnaði eriendis. Neytendurgreiða réttiátara verð. Skýrari reglur um hvernig eigi að skilgreina og rannsaka undirboð. Refsitollar falla niður eftir fimm ára tíma. Reglur um hvernig koma eigi f veg fyrir að menn sniðgangi refsi- tolla með því að færa fram- leiðsluna til. Erfiðara að misnota refsitolla. Erfiðara að sniðganga refsitolla. Niðurgreiðslur__________________ Hægt er að bregðast við niður- greiddum útflutningi með jöfnunar- tollum en slíkir tollar, rétt eins og refsitollar, eru uppspretta æ fleiri deilna á viðskiptasviðinu. Skilgreint hvaða niðurgreiðslur eru leyfilegar og hvaða ekki: Sumar verða bannaðar annarra má grípa til (t.d. vegna vísindarannsókna eða byggðastefnu). Annarra má ekki grípa til ef þær skaða samkeppnis- aðila. Aukið svigrúm fyrir þróunar- ríki. Áframhaldandi viðræður um niðurgreiðslur í flugvélaframleiðslu. Hert eftirlit með niðurgreiðslum, sérstaklega í útflutningi. Erfiðara að misnota jöfnunartolla. Öryggisventlar__________________ Hægt er að grípa til aðgerða ef skyndileg innflutningsaukning stefn- ir innlendri framleiðslu í hættu. EB og Bandaríkin fara í kringum reglur gegn mismunum með því að fá ríki til að fallast á að draga „sjálfviljug" úr útflutningi auk annarra vafasamra aðgerða á gráa svæðinu. GATT-reglur_____________________ Reglur um hvemig rannsaka beri mál. Aðgerðir mega ekki vara lengur en í fjögur ár og niðurgreiðslurnar verða að stigminnka. Aðgerðir á gráa svæðinu verða smám saman felldar niður og verða bannaðar í framtiðinni. Neytendur og innflytjendur greiða lægra verð. Betri markaðsaðgangur fyrir hagkvæma framleiðendur. Aukinn þrýstingur á óhagkvæma framleiðendur um að standa sig. GATT er um margt og svipað og þegar línumar voru lagðar á fimmta áratugnum þó svo að mörg riki hafi bæst í hópinn. Viðskiptamunstur hafa breyst og menn hafa látið sór detta í hug nýjar leiðirtil að vemda eigin markað. Margar reglur hafa verið endurskoðaðar, endurbættar eða færðar í nútímalegt horf. Viðskiptastefna rikja verður gegn- særri, fyrirsjáanlegri og áreiðanlegri tii að tryggja það að menn virði reglur um réttláta viðskiptahætti. Heimild: Fin«Tncial Times

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.