Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 23 sem eru með ýmsu lagi. Þegar ég var lítil skreyttum við piparkökum- ar og hengdum á jólatréð og svo bjuggum við líka til piparkökuhús. Smákökur og ýmsar þurrar kökur era líka bakaðar en borðaðar allan desember með kaffinu og um jól- in,“ segir Camilla Wide. Þrjáliu gráðu hili á jóladag „Fjölskyldan mín er hvorki fá- tæk né rík, bara venjuleg miðstétt- arfjölskylda," segir Femando Vill- afuerte frá Perú sem kallaður er Coco. „24. desember borðum við kalkún en það er mjög vinsælt í Perú. Þeir sem era fátækir borða kannski kjúkling í staðinn og svo er til fólk sem er svo fátækt að það á ekkert að borða. Um fímm- leytið er byijað að elda en upp úr ellefu fer fólk í bað og skiptir um föt. Það er borðað um miðnætti, eftir að búið er að skála í rauðvíni og óska fjölskyldunni gleðilegra jóla. í sjónvarpinu er horft á jóla- boðskap páfans í beinni útsendingu frá Vatíkaninu en eftir það er borð- að. Stundum er forréttur en svo kalúnn með grænmetisalati, kart- öflusalti og alltaf eru hrísgijón. Við höfum ekki neina sósu með eins og hér er gert, aðeins soðið af kjötinu. Á eftir er drakkið súkk- ulaði og borðað ítalskt jólabrauð, „panetone" sem er mjög vinsælt í Perú en sá siður barst með ítölum. Eftir matinn era gjafimar opnað- ar.“ í Perú er talsvert um að fyrir- tæki sem fólk hefur unnið lengi hjá gefi starfsfólkinu kalkún og „pantone" í jólagjöf til þess að hafa í jólamatinn. Jesúbarnió kemur á miónælti Á jólanótt fara margir út í garð eða út á götu. í Perú er nefnilega hásumar og fólkið æst af hitanum um jólin. „Púðurkerlingar era sprengdar og fólk óskar hvert öðra gleðilegra jóla. Hjá unglingum er vinsælt að hittast og halda partí en á jólanótt er opið á veitingastöð- um. Undir morgunn er farið á ströndina og sofið í 30 gráðu hita. Fjölskyldufólk er heima en drekkur rauðvín og hittir kannski nágrann- ana. Á jóladag fer fólk í heimsókn- ir en í Perá þekkjast ekki jólaboð eins og á íslandi. 65 prósent íbúa höfuðborgarinnar Lima eru utan af landi og því ferðast margir um jólin en það er helmingi dýrara að taka rútu eða strætó um jólin en á öðrum tímum ársins." Perá er rómversk-kaþólskt land og í þeim löndum er það siður að stilla upp litlu fjárhúsi með Maríu og Jósef, að ógleymdu Jesúbarninu og ýmsu fleiru. Coco segir mikla samkeppni vera milli fjölskyldna um að gera þetta sem flottast. „En Jesubarnið er ekki sett í skreyting- una fyrr en eftir miðnætti þegar jólin eru byijuð. Við höfum jólatré og jólaskraut sem er svipað og hér. 20. desember skreytir fólk heimili sín og miðbærin er skreytt- ur með ljósum. Líkt og hér sendir fólk jólakort en þau era alltaf með myndum af fjöllum og snjó eða tijám eins og á Norðurlöndunum eða í Ameríku. Einnig eru sendar myndir af Jósef, Maríu og Jesú- baminu en þá er Jósef dökkhærð- ur, María ljóshærð og Jesús hvít- ur. Þetta eru kynþáttafordómar hvítra í garð indíánanna í Perá, mótív frá Perá era ekki vinsæl.“ Hlaupa með feröatösku kringum húsid Áramótin í Perá eru haldin há- tíðleg á mjög svipaðan hátt og jól- in og er kalkúnninn og jólabrauðið aftur á borðum. Hins vegar gerir fólk ýmislegt til að tryggja sér lukku fýrir nýja árið. Til dæmis á að nota einhvem gulan fatnað og ef viðkomandi ætlar að ferðast á nýju ári á hann að hlaupa með ferðatösku í kringum húsið sitt. „Oft býr fólk til mann úr ýmsu dóti sem er kveikt í á miðnætti og þar með era þau leiðindi sem hafa gerst á árinu brennd. Sumir sópa gólfið og hinu og þessu með og þannig á að hreinsa út illdeilur." Um jólin er gjarnan grillad úti Christien Kristjánsson bjó í Suð- ur-Afríku þar til fýrir tveimur áram en hún byijaði í íslensku fyrir erlenda stúdenta í haust. Christien á íslenskan pabba og segir því íslenskan mat hafa verið að einhveiju leyti á borðum hjá þeim. „24. desember hittist fjöl- skyldan og borðar góðan mat þó að jólin byiji ekki fýrr en á jóla- dag, allavega ekki hjá krökkunum því þá era gjafimar opnaðar. í S-Afríku er alltaf borðað snemma, um klukkan sex því þá er sólin að setjast. Borðaðir era fímm réttir, yfírleitt er fýrst tómatsúpa með ijóma, þar á eftir era egg, lax og kavíar. Aðalrétturinn er yfirleitt önd eða kalkúnn og jólaeftirréttur- inn er ávaxtakaka, sem sumir hella víni yfír, og í henni era smápening- ar. Borðhaldinu lýkur svo með kaffi og tertu. Venjulega fer fólk í kirkju um níu en það er breyti- legt eftir söfnuðum. Sumir fara á diskótek því þau era opin. Þá er jólaskraut um allt á diskótekinu og aðeins spiluð jólalög svo það er allt öðravísi en venjulega. Að kvöldi 24. desember setja krakkar poka á hurðina á herberginu sínu og um nóttina kemur jólasveinninn niður um skorsteininn og setur gjafír í pokann. Þegar sá fyrsti vaknar á jóladag vekur hann alla hina og era gjafímar þá opnaðar. Eftir það er borðaður góður morg- unverður t.d. egg og beikon." Hugsunarhátturinn i kringum jólin er allt öóruvísi hér en i S-Afriku S-Afríka er mjög stórt land og þar er algengt að fólk fara til ætt- ingja sem búa annars staðar um jólin. Veðráttan gerir það að verk- um að jólahald líkist kannski meira sumarleyfi á íslenskan mæli- kvarða. Allir taka sér frí í desem- ber. Fólk gerir talsvert af því að dvelja í sumarhúsum á þessum árstíma og mergir taka slík hús á leigu. Um jólin er gjaman grillað úti, ekki á venjulegu grilli heldur á opnum eldi, og fólk syndir í sund- laugum en margir hafa sundlaugar við hús sín. Christien segir fólk ekki hugsa mikið um jólin fyrr en rétt áður en hátíðin gengur í garð. Hitinn í Jóhannesarborg er um 25-35 gráður þannig að flestir era úti á þessum árstíma. Jólatré eru gjaman hvít eða sprautuð hvít og koma í staðinn fyrir snjóinn sem ekki er til í S-Afríku. „Milli jóla- dags og áramóta er haldin veisla og eldað úti í stóram, svörtum, potti líkum þeim sem nornir nota. Þá er notað blandað fuglakjöt, blandað kjöt eða fiskur. Kjötið er soðið ásamt grænmeti og pasta og brauð, fyllt með ostram og osti, er haft með. Þetta kallast „poté iekos". Meðan maturinn er eldaður er fólkið úti og drekkur og syng- ur. Hugsunarhátturinn í kringum jólin er allt öðravísi hér en í S-Afr- íku, t.d. er mjög ódýrt að versla en á íslandi er ekkert nógu gott nema að það sé dýrt. í S-Afríku era aðallega keypt leikföng handa börnum í jólagjafir en aldrei bækur eða föt.“ Christien segir flugelda 'ekki mikið notaða um áramótin. Mið- borgin er girt af og bílaumferð bönnuð þar. Ungt fólk hópast nið- ur í bæ og fýllir götumar. „Marg- ir heimsækja vini sína og allir drekka allt of mikið eins alls stað- ar annars staðar,“ segir Christien Kristjánsson. Höfundur að sjálfstætt starfandi blaðamaður Alt í hátíðarmatiim á einurn stað ORA Beuwan Sveppir 380 gr. kr. 88,- Græna baunir 1/1 dós kr. 109,- Rauðkál 570 gr. kr. 78,- rauðbeður 570 gr. kr. 78,- Sfinx SS london lamb jólakonfekt 380 gr. kr. 798,- Egils malt og appelsín tilboðsverð Pepsi 2 lítr. kr. 139,- kr. 995,- kg. SS lambahamborgarhryggir kr. 895,- kg. Munið Jólamarkaðinn 15. - 23. desember Kalkúnar kr. 985,- kg. Aligæsir kr. 1.295,- kg. Pekingendur gott verð Ali hamborgarhryggir...........kr. 1.165,- kg. Úrb. Ali hamborgarhryggir......kr. 1.559,- kg. SS hamborgarhryggir ...............gott verð Bayonne skinka, læri,............kr. 985,- kg. Bayonne skinka, bógur,..........kr. 858,- kg. Reyktur svínabógur..............kr. 595,- kg. Nýr svínabógur..................kr. 489,- kg. Svínakótilettur.................kr. 998,- kg. Svínalæri.......................kr. 489,- kg. Jólaávextír á góðu verði s 8 Búrfells Jólatilboð Hamborgarhryggir kr. 899,- kg. Jólakaffið í ár Maxwell house 500 g kr. 278,- MS ístertur Djæf íshringur kr. 598,- Fantasía kr. 1.098,- Kjama hangikjöt, læri kr. 798,- kg. Kjama frampartur kr. 549,- kg. Austurvers úrb. hangilæri kr. 998,- kg. Austurvers úrb. hangiframpartur kr. 849,- kg. Nýreyktir SS lambaskrokkar í heilu og hálfu kr. 649,- kg á meðan birgðir endast Rjúpur 795,- stk. Villigæsir 1.795,- stk. Hreindýralæri kr. 2.195,- Sól spergilkál kr. 145,- Sól rósakái kr. 109,- Sól 2 lítr. íscola og appelsín tilboðsverð Sendum frítt heim fram aðjólum - Verið velkomin Opið til kl. 22.00 alla daga Verið vandlát - það erum við MATVÖRUVERSLUNIN Háaleitisbraut 68, sími 812599

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.