Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 KVIKIVIYNDIR/Sambíóin frumsýna á annan í jólum teiknimyndina „Aladdín“ frá Walt Disney sem farið hefur sigurför um heiminn frá því hún var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir ári. Myndin er þegar orðin 11. mest sótta mynd allra tíma og í Bandaríkjunum eru tekjurnar af henni orðnar 215 milljónir dollara og er ekkert lát á aðsókninni. í góðum höndum SKÖTUHJÚIN Aladdín og Jasmín í traustum höndum andans njóta athygli soldánsins og þorparans Jafars. hún hafði alla tíð haft áhuga á. Með aðstoð andans vinar síns, apans Abu og töfra- teppis ræðst Aladdín svo í það að sanna að hann sé fær um að forða konungsríkinu frá illyrmislegu ráðabruggi Jafars og jafnframt að ná valdi yfir eigin örlögum. Trúverðugar persónur Eitt af því sem ræður úrsiitum um hvort teikni- mynd öðlast vinsældir er það hvort persónumar í henni ná að skemmta áhorfendum og fá þá til að lifa sig inn í atburðarás myndarinnar. í Aladdín lögðust allir fremstu teiknimyndasmiðir Disney- fyrirtækisins á eitt um að skapa persónumar og gæða þær lífí, og var aðaláherslan lögð á að gera Aladdín sjálf- an sem trúverðugastan. í þessu skyni var meðal ann- ars stuðst við ýmsa eigin- leika í útliti og fari leikar- anna Tom Cruise og Michael J. Fox, og hreyfingar Aladd- íns vom sóttar til rapparans M.C. Hammers. Andinn sem bregður sér í allra kvikinda líki er gæddur ótrúlegu lífi meðal annars með frábærri túlkun Robins Williams, en hann bregður sér að minnsta kosti í 70 ólík hlutverk í myndinni. Meðal þeirra sem hann hermir eftir eru ýmsir þekktir leikarar og aðrar stjömur úr bandarísku skemmtanalífi, og má þar til dæmis nefna Amold Schwarzenegger, Jack Nich- olson, Robert De Niro, Ed Sullivan, Groucho Marx, Peter Lorre og Arsenio Hall. í myndinni er nútíma tölvutækni notuð til hins ýtr- asta í því skyni að styðja við bakið sköpunarverki teiknaranna og reyndar hefðu sum atriði myndarinn- ar verið óframkvæmanleg nema með aðstoð tölvutækn- innar. Þar má nefna stór- kostlegt flug Aladdíns á töfrateppinu um Undrahell- inn og hinn magnaða tígris- haus sem er inngangur hell- isins. Aladdín upp- fyllir allra óskir Aladdín er 31. teikni- myndin í fullri lengd frá WaltDisney, ogjafnframt sú metnaðarfyllsta sem frá fyrirtækinu hefur komið, en þetta er sjötta myndin frá fyrirtækinu sem gerð er eftir sígildu ævintýri. Myndin kemur í kjölfar tveggja teikni- mynda frá Disney sem báðar öðluðust miklar vinsældir, en það eru myndirnar um litlu haf- meyjuna og Fríðu og dýr- ið sem gerðar voru 1989 og 1991, en sú síðar- nefnda var tilnefnd til sjö óskarsverðlauna og var hún fyrsta teiknimyndin sem tilnefnd var sem besta kvikmynd ársins. Aladdín skaut fljótlega báðum þessum myndum aftur fyrir sig bæði hvað snertir aðsókn og gagn- rýni, en hún fékk í vor tvenn óskarsverðlaun og þrenn Golden Globe verð- laun. Það er ekki síst snilldarleg túlkun grín- leikarans Robins Williams sem ljær andanum i myndinni rödd sína sem hefur slegið í gegn, en frammistaða hans þykir vera sú besta sem nokkru sinni hefur orðið vart í mynd frá Disney. Kvikmyndagerðarmönn- um Walt Disney hefur í Aladdín tekist að spinna snilldarlegan vef dulúðar, tónlistar, ævintýra og róm- antíkur, en allt er þetta síð- í Undrahellinum Aladdín og apinn Abu leita töfralampans í Undrahelli. an kryddað með takmarka- lausu gríni sem höfðar till allra aldurshópa. Yfirum- sjón með verkinu höfðu þeir John Musker og Ron Cle- ments sem gerðu „Litlu haf- meyjuna“ 1989, en þeim til aðstoðar voru 600 teiknar- ar, listamenn og tækni- menn. Myndin er eigin út- færsla kvikmyndagerðar- mannanna á ævintýrinu um Aladdín og töfralampann, sem sagt er frá í Þúsund og einni nótt, en síðan það birtist fyrst á prenti í byijun 18. aldar hefur ævintýri þetta verið meðal heimsins þekktustu ævintýra. Sögusviðið í Aladdín er hið ímyndaða arabíska kon- ungsríki Agrabah, en í myndinni er fylgst með ævintýrum úrræðagóða stráksins Aladdín s sem þrá- ir það heitast af öllu að losna úr fátækrahverfínu þar sem hann býr og eign- ast hina fallegu prinsessu Jasmín, dóttur soldánsins. Örlögin grípa í taumana þegar ráðgjafi soldánsins, hinn slóttugi Jafar, ræður hann til að ná í töfralampa sem geymdur er í iðrum Undrahellis. Stráknum tekst að ná í lampann, hinn svörótta anda sem í honum býr og óskimar þijár sem fylgja með í kaupbæti. En Aladdín hefur einnig eign- ast svarinn óvin þar sem Jafar er. Dulbúinn sem myndarlegur og ríkur prins mistekst Aladdín að ná hylli prinsessunnar, og kemst hann að því að það var hið raunverulega sjálf hans sem Af íslenskunámi Aladdíns og félaga ALLT frá því I maí á liðnu vori hefur verið unnið að því á vegum SAMBÍÓANNA að setja íslenskt tal við myndina um Aladdín, sem frumsýnd verður á annan í jólum. Felix Bergsson er Aladdín en Andinn, sem Robin Williams leikur í frumútgáfunni, er leikinn af Ladda. Alls tóku sjö þjóðkunnir ieikarar þátt í islensku talsetningunni. Afraksturinn er fyrsta flokks, að sögn Björns Arnasonar hjá Sambíóunum og eru engir ánægðari með árangurinn en fulltrúar Disney-kvik- myndafélagsins sem ætluðu varla að trúa vitnisburði eigin augna og eyrna um færni íslensku leikaranna og tæknimannanna. „Eruð þið ekki bara 250 þúsund þarna uppi á íslandi? Hvaðan fáið þið allt þetta hæfi- leikafólk?" segir Björn að forkólfar Disney hafi sagt þegar þeir heyrðu og sáu Aladdín og félaga tala á íslensku. íslenskumælandi ÍSLENSKIR kvikmyndahúsagestir munu eiga kost á að velja um hvort þeir heyra andann tala með röddu Ladda í íslensku útgáfunni eða Rob- in Williams í upprunalegu útgáfunni. Til þessa hefur aldrei fengist samþykki fyrir því að setja íslenskt tal við Di- sney-teiknimynd og að sögn Björns Ámasonar voru for- svarsmenn kvikmyndavers- ins í fyrstu tregir til þess að veita leyfi til þess að myndin yrði talsett á íslensku en féllust loks á það með sömu ströngu skilyrðum og alls staðar annars staðar, meðal annars að hver einasta leik- og söngrödd þyrfti að fá samþykki vestanhafs. Slíkt hefur víða vafist fyrir mönn- um, þar á meðal í Evrópu- löndum en þó sérstaklega í Japan þar sem hverri upp- ástungunni eftir aðra var hafnað. Magnea Matthíasdóttir var fengin til að þýða hand- rit myndarinnar en Þorsteinn Eggertsson gerði íslenska söngtexta. Leikstjóri tal- setningarinnar var Randver Þorláksson. Þeir íslensku leikarar sem koma við sögu í myndinni em, auk Ladda og Felix Bergssonar, Amar Jónsson, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðar- son, Rúrik Haraldsson, Örn Ámason, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Magnús Ólafsson. Jónas Þórir var tónlistar- stjóri og hafði umsjón með flutningi íslenskra söngtexta sem söngavaramir Bergþór Pálsson, Guðlaugur Viktors- son, Sigurður Steingríms- son, Elsa Waage, Inga Back- man og Jóhanna Linnet önn- uðust auk leikara. Júlíus Agnarsson hafði umsjón með hljóðsetningu. Bjöm Ámason sagði að hljóðsetning teiknimynda væri sérstaklega erfið. Teiknimyndapersónur væm oft risastórar á skjánum og verði misræmi í munnhreyf- ingum þeirra og því tali sem heyrist verði það oft hjákát- legt. Gera hefði þurft ýmsar breytingar á handriti eftir því sem menn hefðu rekið sig á vandamálin og velja ný orð til þess að tryggja sem best samræmi milli þess sem heyrðist og sæist á tjaldinu. I fyrstu vom pmfur sendar vestur um haf og all- ar leik- og söngraddir sam- þykktar og sagði Bjöm að strax þá hefði verið greini- legt að mönnum í Hollywood hefði komið á óvart að fá í hendur leik, söng og tækni- vinnu í hæsta gæðaflokki frá smáríkinu Islandi. Þegar endanlegi afrakst- urinn lá svo fyrir fór Bjöm með myndina vestur um haf og sýndi hana framleiðend- unum sem samþykktu ís- lensku útgáfuna af Aladdín ekki aðeins athugasemda- laust heldur með miklum við- urkenningarorðum í garð lista- og tæknimanna og höfðu jafnvel á orði að ís- lensku útgáfuna mætti nota til þess að sýna öðrum þjóð- um hvemig standa ætti að talsetningu. Aladdín verður tekinn til almennra sýninga í Sambíó- unum á annan dag jóla með íslensku tali, og eins geta þeir sem vilja fengið að sjá upprunalegu bandarísku út- gáfuna þar sem Robin Will- iams fer meðal annarra á kostum í margrómaðri túlk- un sinni á Andanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.