Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
+
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í iausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Hvers konar stjorn-
arhættir eru þetta?
Aundanfömum vikum hafa
hrannast upp efnislegar
röksemdir fyrir því, að lækkun
hins svonefnda matarskatts nái
ekki þeim markmiðum, sem að
var stefnt með gerð kjarasamn-
inganna sl. vor. Þótt staðreynd-
imar blasi við virðist sem ríkis-
stjómin og Alþýðusambandið hafi
tekið höndum saman um að hlusta
ekki á þau augljósu rök, sem
færð hafa verið fram fyrir því,
að skynsamlegra sé að nota þessa
peninga með öðram hætti. Hvað
veldur?
Þegar kjarasamningamir vora
gerðir sl. vor með því að lofa
nokkram milljörðum úr ríkissjóði,
sem ekki vora til og ekki era til,
lýsti Morgunblaðið andstöðu við
þá samningsgerð. En þar fyrir
utan hefur verið sýnt fram á með
rökum, sem ekki hafa verið hrak-
in, að sú aðferð að nota þessa
fjármuni, sem einfaldlega auka
ríkissjóðshallann og skapa hættu
á vaxtahækkun, til þess að lækka
hinn svonefnda matarskatt, er
ekki bezta aðferðin til þess að
bæta hag þeirra, sem verst era
staddir. Innan Stjómarráðsins
hafa verið teknar saman greinar-
gerðir um þetta mál, sem ráðherr-
ar hafa væntanlega undir hönd-
um.
í þeim kemur m.a. fram, að
lækkun virðisaukaskatts á mat-
vælum skilar tekjuhærri fjöl-
skyldum meira í krónum talið en
tekjulægri íjölskyldum. Er það
sérstakt markmið Alþýðusam-
bands íslands? Er ASÍ að verða
málsvari hinna tekjuhærri í þjóð-
félaginu eftir að hafa áratugum
saman verið helzti málsvari hinna
tekjulægri? í þeim útreikningum,
sem hér er vísað til og forystu-
mönnum ASÍ er áreiðanlega full-
kunnugt um, kemur fram, að ein-
ungis fjórðungur eða þriðjungur
af þeim ijármunum, sem varið
verður til þess að lækka matar-
skattinn, gengur til fjölskyldna
með minna en meðaltekjur en
tveir þriðju eða jafnvel þrír fjórðu
til tekjuhærri íjölskyldna, fram-
leiðenda matvöra, milliliða og
jafnvel skattsvikara.
Ríkisstjómin sjálf bauð verka-
lýðshreyfingunni upp á valkost
fyrir nokkram vikum, sem m.a.
fólst í því að hækka skattleysis-
mörk og lækka tekjuskatt. í fyrr-
nefndum greinargerðum er sýnt
fram á, að beinar ij'ölskyldubætur
eða almenn lækkun virðisauka-
rg I FALLEGRI
Oö»kveðju til
Matthíasar Jochums-
sonar á áttatíu ára
afmæli hans, 11.
nóv. 1915, nefnir Jó-
hann Siguijónsson
sérstaklega Skugga-Svein og
kvæðið Sorg frá 1873, en það
Ijallar um konumissi sr. Matthías-
ar. í kveðjunni segir Jóhann að
kvæðið sé ógleymanlegt, einsog
hann kemst að orði. I lok kvæðis-
ins er myndmál sem gæti minnt
á Völuspá eða niðurlagið í Sorg
Jóhanns um hrynjandi sólir,
er stóð ég eftir með blóðuga und
og sólin var sigin að straumi!
Kvæðin era aðvísu gjöróh'k
enda er sr. Matthías að fjalla um
dauða konu sinnar en Jóhann Sig-
uijónsson yrkir útúr opinberan
Jóhannesar og sér inní óræða
framtíð einsog völvan forðum
daga en þó má vera að Sorg sr.
Matthíasar sé einskonar kveikja
að kvæði Jóhanns; án þess þó að
neitt í kvæði sr. Matthíasar bendi
sérstaklega til þess. Hitt er vlst
að sr. Matthías upplifír andlát
konu sinnar í kvæðinu sem eins-
konar endalok, svo harmþrangin
sem þau era. En kvæðið er sprott-
ið úr reynslu hans sjálfs, án skír-
skotunar í önnur verk, og er því
ekki eins „bókmenntalegt" og
Sorg Jóhanns Siguijónssonar sem
er einskonar útlegging á biblíuleg-
um spádómi og viðbrögð við til-
vistarkreppu í skáldskap þessara
rq JÓHANN SIGURJÓNS-
Oí/*son sætti sig ekki við
HELGI
spjall
dauðann. Honum
stóð raunar ógn af
honum, að því er
Gunnar Gunnarsson
segir í ritgerð sinni
um skáldið, Einn sit
ég yfir drykkju. „Jó-
hann Siguijónsson gat í raun og
vera ekki hugsað sér að deyja.
Dauðinn samrýmdist á engan hátt
lífinu, eins og hann skynjaði það
og þráði...“ Og hann lagði til at-
lögu við dauðann í verkum sínum.
Einsog að sínu leyti í Sorg. Þar
er reynt að koma beizli á myrkr-
ið; yfirvinna dauðann einsog í
Galdra-Lofti. í svartnætti eilífðar-
innar höngum við í faxi myrkurs-
ins eða sofnum einsogtunglsgeisl-
ar á bylgjum hafsins. Þangaðtil
nýtt líf fæðist af sólum sem hníga
einsog regndropar í myrkrinu. Og
ný sorg — því annars væri kvæð-
ið ekki eftir Jóhann Siguijónsson.
En „í innsta eðli sínu afneitaði
hann (J.S.) dauðanum og öllum
hans verkum," segir Gunnar
Gunnarsson ennfremur. Hann vill
þvertámóti fljúga einsog hunangs-
gjöm fiðrildi, ekki milli blómanna
eingöngu, heldur stjömu af
stjömu og sjúga eitt andartak líf
hverrar einstakrar einsog hann
kemst sjálfur að orði f Gröf mín
og vagga sem er eðlisskylt Sorg
ef að er gætt. Þessi líking er teng-
ing við myndlíkingarmál Sorgar
og þá ekkisíður þegar Jóhann tal-
ar um hvassar og blóðugar rán-
dýrstennur jarðlífsins. Sorg er
þannig engin tilviljun. Kvæðið er
viðbrögð við umhverfi, vaxið úr
viðkvæmri kviku og ofnæmi fyrir
dauðanum. Það eru eðlileg við-
skatts mundi skila sér betur til
tekjujöfnunar og jafnframt vera
ódýrari fyrir ríkissjóð. Þrátt fyrir
þessar röksemdir, sem hvorki for-
seti Alþýðusambandsins né ráð-
herrar hafa hrakið, hirða þeir,
sem ferðinni ráða, ekkert um þær
en halda fast við þá leið, sem er
bæði óhagkvæmust fyrir ríkissjóð
og kemur verst út fyrir lægstlaun-
aða fólkið! Hvernig á að skilja
svona málsmeðferð?
Til viðbótar þessum röksemd-
um hafa tveir fulltrúar kaup-
manna.tekið höndum saman um
að leiða bæði verkalýðsforystu,
ráðherram og þingmönnum fyrir
sjónir, að lækkun matarskattsins
mundi leiða til stórfelldra skatt-
svika og valda því, að þeir kaup-
menn, sem telja rétt fram, eiga
erfiðara um vik í samkeppni við
aðra. Að auki er ljóst, að breyting-
in krefst veralegra íjárfestinga
fyrir þá kaupmenn, sem vilja hafa
allt á hreinu en hafa ekki frekar
en aðrir í þessu þjóðfélagi um
þessar mundir mikið svigrúm til
slíkra fjárfestinga.
Það er alveg ljóst, að innan
stjómarflokkanna er engin raun-
veraleg samstaða um að fara
þessa vitlausu leið. í samtali við
Morgunblaðið fyrir nokkram dög-
um sagði Vilhjálmur Egilsson,
varaformaður efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis, að hann
teldi aðrar leiðir betri en væri
bundinn af samþykkt ríkisstjóm-
arinnar. í grein í Morgunblaðinu
í gær sagði Sighvatur Björgvins-
son, viðskipta- og iðnaðarráð-
herra m.a.; „Nær væri að allir
tækju höndum saman um frekari
vaxtalækkanir en að krefjast
lækkunar virðisaukaskatts á mat-
væli, sem bæði skilar lægri ijár-
hæð í vasa lágtekjufólks en lækk-
un vaxta auk þess sem tveggja
þrepa virðisaukaskattur er nánast
ávísun á aukin skattsvik."
Þótt hér hafi einungis verið
vitnað til eins þingmanns Sjálf-
stæðisflokks og eins ráðherra
Alþýðuflokks er alveg ljóst, að
innan stjómarflokkanna er víð-
tæk andstaða við þessa leið. Samt
verður hún farin. Þótt öll efnisleg
rök hnígi í aðra átt skal hún far-
in. Hvers konar stjómarhættir era
þetta?
brögð skálds sem er „ástfanginn
af hverri líðandi stund“ einsog
Gunnar Gunnarsson segir.
En í andblæ dauðans er ilmur
af nýrri jörð, svoað skírskotað sé
í niðurlag Landsins með fiöllin
hvítu. Og guð á næstu grösum,
þráttfyrir allt: „Ég sá halastjöm-
una loga á myrkum himninum -
var það guð, sem sveiflaði voldugu
blysi sínu í máttvana reiði yfir
gröf ástvinu sinnar, og þeytti því
úr hendi sér út í kaldan, auðan
geiminn?" Og annars staðar segir
Jóhann sem svar við spuming-
unni, Hversvegna skrifa rithöf-
undamin „Þegar ég var bam lof-
aði ég drottni því ef hann vildi
gefa mér náðargáfu skáldsins,
skyldi ég nota hana til að vegsama
hann og verk hans. Þá var himinn
hans svo undarlega nærri, og ekki
að efa, að allt sem hann gerði,
væri gott. Seinna varð himingeim-
urinn stærri og kaldari og viðburð-
ir lífsins torskildir.En hvað sem
þessu líður, - dýpsta þráin í öllum
skáldskap mínum er hin sama enn
og þegar ég var bam - að móta
í syngjandi málm tungunnar eitt-
hvað af streymandi eilífð lífsins,
í einfaldri og ef hægt er fegurri
myndum.“ Þetta er skrifað 1919
og birt í Morgunblaðinu. Og í brot-
inu Ég elska lífíð kemst skáldið
svo að orði, Hví hrópa ég á ljós
í myrkri næturinnar, eins og
stjömumar hefði heym?
M
SIGUR ÖFGAFULLRA
þjóðemissinna í þingkosn-
ingunum sem fram fóra f
Rússlandi á sunnudag
hefur kallað fram sterk
viðbrögð jafnt á Vestur-
löndum sem og meðal
nágranna Rússa. Að vísu hefur staðan
batnað eftir því, sem liðið hefur á vikuna
og staða umbótasinna er sterkari á þingi
en útlit var fyrir í fyrstu. Engu að síður
má ætla að einn áhrifamesti maðurinn á
hinu nýja þingi landsins verði Vladímír
V. Zhírínovskíj, sem í krafti lýðskrams
og öfgafullra ummæla leiddi flokk rúss-
neskra þjóðemissinna, Fijálslynda lýð-
ræðisflokkinn, til sigurs þegar tekið er
tillit til fylgis á landsvísu. Zhírínovskíj
hefur látið frá sér fara herskáar yfirlýs-
ingar í þá vera að hann vilji treysta rúss-
nesk yfírráð yfir fyrram lýðveldum Sovét-
ríkjanna og hefur í því viðfangi meðal
annars haft í hótunum við Eystrasaltsrík-
in þijú. Margir óttast að nú kunni stjóm-
málaþróunin í Rússlandi að breytast sem
spillt geti þíðunni sem ríkt hefur í sam-
skiptum austurs og vesturs frá því að
Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin liðu
undir lok. Slík breyting hefði augljóslega
ekki einungis neikvæð áhrif í Evrópu;
áhrifa slíkra umskipta myndi gæta um
heim allan. Mikilvægt er því að þess sé
freistað að greina ástæður þess að rúss-
neskir þjóðemisöfgamenn fengu svo mik-
ið fylgi í þingkosningunum.
Það sem þyngst vegur og hér skal
gert fyrst að umtalsefni er hið hrikalega
ástand sem ríkir í rússneskum efnahags-
málum. Líkt og margoft hefur verið bent
á í forystugreinum og í fréttaskýringum
í Morgunblaðinu á undanfömum misser-
um er algjört neyðarástand viðvarandi á
þessu sviði í Rússlandi og flestum þeim
ríkjum sem áður heyrðu Sovétríkjunum
til. Rússneskur almenningur hefur orðið
að þola mikla lífskjaraskerðingu, fram-
leiðsluhran hefur orðið í landinu, óðaverð-
bólga geisar, alþýða manna stendur vam-
arlaus hjá og horfir á skipulagða glæpa-
hópa vaða uppi, gríðarleg tilfærsla á fjár-
magni hefur átt sér stað, afkomuöryggið
er ekkert, upp hefur sprottið ný stétt
rússneskra fjárglæframanna á sama tíma
og gamla forréttindastéttin hefur nýtt sér
sambönd sín og aðstöðu í auðgunar-
skyni. Almenningur hefur orðið að bera
byrðar efnahagsþrenginga en algjör upp-
lausn hefur ríkt á flestum sviðum samfé-
lagsins.
í öðra lagi hefur einnig ríkt upplausnar-
ástand í rússneskum stjómmálum sem
orðið hefur til þess að þeir era margir
sem enga trú hafa á stjómmálamönnum
og misbýður eilíf valdabarátta þeirra.
Tæpur helmingur þeirra sem var á kjör-
skrá ákvað að sitja heima í kosningunum
og þessi andúð á sljómmálum og mönnum
þeim sem við þau fást skýrir trúlega þá
staðreynd að ungir Igósendur ákváðu að
hundsa kosningamar. Þetta atriði er út
af fyrir sig mikið áhyggjuefni og gefur
ekki tilefni til bjartsýni um framtíð lýð-
ræðis í Rússlandi.
í þriðja lagi má benda á að þeir sem
almennt hafa stutt þær breytingar sem
Borís N. Jeltsín forseti hefúr barist fyrir
í rússnesku samfélagi báru ekki gæfu til
að standa saman f kosningunum. Hið
sama gerðist í Póllandi fyrr á þessu ári
en Pólveijar vora í fararbroddi þjóða Mið-
og Austur-Evrópu er þær hrundu af sér
oki kommúnismans. Afleiðingin varð sú
að vinstri flokkar unnu sigur í þingkosn-
ingunum þar í landi. „Umbótaflokkamir“
svonefndu, þ.e. þeir flokkar sem innleiða
vilja raunverulegt lýðræði og frjálst mark-
aðshagkerfi í Rússlandi eyddu dýrmætri
orku í karp um smærri ágreiningsefni.
Valdasýki margra áhrifamanna í flokkum
þessum reyndist vega þyngra en viljinn
til framfara og viljinn til að standa saman
gegn öfgaöflunum, sem reynst geta raun-
veruleg ógnun við friðinn í landinu.
Tengt þessum atriðum er síðan hið
fjórða sem lýtur að málflutningi forystu-
manna flokkanna í kosningabaráttunni.
Vladímír Zhírínovskíj lagði ekki fram
heildstæða stefnuskrá í kosningunum.
Málflutningur hans einkenndist af innan-
tómum slagorðum og loforðum sem beint
var að öllum helstu hagsmunahópum í
landinu. Margir Rússar vora í örvæntingu
sinni og allsleysi tilbúnir til að greiða
þessum herskáa þjóðemissinna atkvæði
sitt. Helsta slagorð hans um Rússland
sameinað og ódeilanlegt, sem rekja má
til keisaratímans, höfðaði til margra, sem
ekki þekkja annað og fá ekki annað skil-
ið en meinta yfirburði rússneskrar tungu
og menningar. Þeir stjómmálaleiðtogar
sem stutt hafa Jéltsín forseta náðu ekki
til almennings með sama hætti og er það
raunar ekki að undra. Um flesta þeirra
gildir að þeir hafa aldrei deilt kjöram
með alþýðu manna í Rússlandi. Zhír-
ínovskíj gat á hinn bóginn haldið því fram
að lausnir þær sem menn þessir hefðu
fram að færa væra rannar undan riljum
útlendinga og „árangurinn“ blasti við og
væri öllum kunnur.
Efnahags-
þrengingar
ogpólitískt
minnisleysi
FYLGI KOMMUN-
ista í þingkosning-
unum hefur vakið
athygli og fullyrt
hefur verið að
flokkurinn hafí
ásamt þjóðemis-
öfgamönnum unn-
ið sigur í þingkosningunum. Þetta er of-
túlkun. Flokkurinn er að sönnu þriðji
stærsti flokkur landsins með um 14%
fylgi en mikilvægt er að höfð sé í huga
sjálf formgerð sovét-samfélagsins. Þegar
litið er til þess að flokkurinn hafði alræðis-
vald í sovésku samfélagi í rúm 70 ár og
upp reis fjölmenn stétt smákónga, forrétt-
indaaðals og ríkisskriffinna kemur þetta
fylgi ekki á óvart. Nærtækt er að álykta
sem svo að fiokkur Zhírínovskíjs hafí
fengið hluta þess fylgis sem ella hefði
fallið kommúnistum í skaut.
Það er alkunna að efnahagsástand og
hagsmunamat ræður mestu um hvernig
almenningur ákveður að veija atkvæði
sínu í kosningum. Það sem einkennir á
hinn bóginn stjómmálaþróunina í mörg-
um ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og
Sovétríkjunum sálugu er pólitískt minnis-
leysi, sem eingöngu er unnt að rekja til
þess hrikalega efnahagsástands sem víða
ríkir og skilningsskorts á grandvallarhug-
myndum lýðræðisins. Áður var vikið að
þróuninni í Póllandi þó svo efnahags- og
stjómmálaástandinu þar verði ekki jafnað
við það sem ríkir í Rússlandi. í nóvember
1992 vann flokkur fyrram kommúnista-
leiðtoga sigur f kosningum í Litháen og
í Rúmeníu halda fyrram samstarfsmenn
Nicolae Ceausescu enn um valdataumana.
í fyrstu frjálsu kosningunum sem fram
fóra þar í landi í maímánuði 1990 unnu
skoðanabræður einræðisherrans fyrrver-
andi yfirburðasigur á landsbyggðinni. Þar
líkt og víðar kom í ljós að stuðningur við
vestrænar hugmjmdir um lýðræði og
markaðsbúskap var eingöngu bundinn við
borgir og stærri bæi. Víða hefur
hræðsluáróðurinn einn dugað.
Þegar Berlínarmúrinn féll haustið 1989
reis bylgja bjartsýni jafnt í Vestur- sem
Austur-Evrópu. Margir, stjómmálamenn
jaftit sem almenningur, fylltust bemskri
hrifningu, sem oft lýsti sér í draumóra-
kenndum áætlunum um hvemig færa
mætti kommúnistaríkin fyrrverandi í hóg
þróaðra ríkja á undraskömmum tíma. í
vestri var lítt hugað að misjöfnum aðstæð-
um í ríkjum þeim sem jafnan voru spyrt
saman og nefnd „leppríki Sovétmanna“.
Þegar síðan Sovétríkin leystust upp komu
fram á sjónarsviðið milljónaþjóðir. Stór
og fjölmenn ríki, sem samanstóðu af hin-
um ólikustu þjóðum og þjóðarbrotum sem
ógnarstjómin hafði barið til hlýðni, litu
dagsins ljós. Hatrið og þjóðremban lét
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 18. desember
fljótt á sér kræla. Með sigri þjóðernisöfga-
manna í Rússlandi nú er þessi bylgja
bjartsýni hnigin og vænta má þess að
meira raunsæi einkenni framvegis mat
manna á ástandinu í ríkjum þessum.
Hrun eða
fjöldaat-
vinnuleysi
FRAMTÍÐ RÚSS-
lands veltur nú á
því að takist að
skapa samstöðu á
þingi landsins
þannig að unnt
verði að grípa til neyðarráðstafana til að
afstýra algjöru hrani efnahagslífsins.
Ráðamenn þar eystra standa frammi fyr-
ir tveimur valkostum og þeir era báðir
slæmir. Mikilvægasta verkefnið er að
stöðva seðlaprentunina til að vinna bug
á óðaverðbólgu. Náist samstaða um svo
róttækar neyðaraðgerðir mun það hafa í
för með sér flöldaatvinnuleysi og vaxandi
ólgu. Verði hins vegar ekkert að gert
mun efnahagur landsins hrynja, erlendir
fjárfestar yfirgefa landið og Vestur-
landabúar hætta efnahagsaðstoð við
Rússa. Reynist þingið, samsetningar sinn-
ar vegna, óstarfhæft er hætta á ferðum.
Einungis með víðtækri samvinnu forseta
Rússlands og umbótaaflanna sem fulltrúa
eiga á þingi verður unnt að koma í veg
fyrir algjöran glundroða í Rússlandi. Beri
þeir menn sem ríkinu stjóma ekki gæfu
til þessa verður innanlandsfriðnum ógnað,
fylgi manna á borð við Vladímír Zhír-
ínovskíj mun vaxa enn frekar og gild
ástæða verður þá til þess að hafa áhyggj-
ur af nánast óskoruðu tilskipanavaldi sem
forseta Rússlands er tryggt samkvæmt
stjómarskránni nýju. í þessu samhengi
skal á það minnt að Zhírínovskíj studdi
stjómarskrá þá sem samþykkt var í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni um síðustu helgi.
Greinilegt er að hann leggur nú áherslu
á að koma fram sem það afl sem tryggt
getur stöðugleika f Rússlandi. Styrkur
helsta stuðningsflokks Jeltsíns á þingi
vekur vonir en þróunin getur orðið sú áð
Zhírínovskíj komist í oddaaðstöðu.
Sú óvissa sem ríkir um framvindu
mála í Rússlandi hefur vitanlega áhrif
utan landamæra þessa víðfeðma ríkis.
Sigur Zhírínovskíjs og þær glórulausu
yfírlýsingar sem hann lét frá sér fara í
kosningabaráttunni hafa þegar orðið til
þess að skjóta ráðamönnum í nágranna-
ríkjunum skelk í bringu. Óvissa og óstöð-
ugleiki í Rússlandi getur orðið til þess
að raska þeim viðkvæma stöðugleika sem
þó hefur verið ríkjandi í Austur-Evrópu.
Búast má við að Mið-Evrópuríkin þijú,
Tékkneska lýðveldið, Pólland og Öng-
veijaland, sem hvað ákafast hafa þrýst á
um aðild að Atlantshafsbandalaginu
(NATO), muni í vaxandi mæli vísa til
óstöðugleika og óvissu í austri. Kröfur
Úkraínumanna, rúmlega 50 milljóna
manna ríkis sem gleymst hefur á Vestur-
löndum, um öryggistryggingar munu að
öllum líkindum gerast háværari. Eystra-
saltsríkin munu gera kröfu um að lýðræð-
isríkin í vestri hviki í engu frá siðferðileg-
um skuldbindingum sínum.
Mikilvægt er að aðildarríki Atlants-
hafsbandalagsins bregðist við þeirri
óvissu sem nú ríkir austur í Rússlandi
með samræmdum og trúverðugum hætti.
Samstaða ríkjanna hefur á undanfomum
árum reynst það afl sem tryggt hefur
stöðugleika í Evrópu. Nú þegar óvissa
hefúr á ný skapast í álfunni austanverðri
blasir enn og aftur við hve mikilvægt er
að viðhalda þessu öryggissamstarfi lýð-
ræðisríkjanna. Yfirvegun og raunsæi þarf
að móta allar áætlanir um niðurskurð á
sviði vamarmála. Gildir það jafnt um
Evrópuríkin sem vamarskuldbindingar
Bandaríkjamanna í álfunni.
Ástæða er til að vona að framrás Zhír-
ínovskíjs og hinna óþekktu undirsáta hans
verði til þess að aukið raunsæi einkenni
mat og viðbrögð manna á Vesturlöndum
við þróun mála í Austur-Evrópu og fyrram
lýðveldum Sovétríkjanna. Þótt hátimbruð
HHmHH
Morgunblaðið/RAX
hagfræðilíkön kunni að liggja fyrir er það
nánast skelfilegur misskilningur að ætla
að stöðuleiki og þokkaleg hagsæld muni
ríkja í Rússlandi og fyrrum sovétlýðveld-
um innan fárra ára. Má í því sambandi
minna á ummæli Helmut Schmidts, fyrr-
um kanslara Vestur-Þýzkalands, er sagði
á fundi hér í haust, að það mundi taka
fimmtíu ár að byggja Rússland upp. Það
lýsir litlum skilningi á rússneskri þjóðar-
sál að ætla að ráðamenn í Rússlandi,
hvar í flokki sem þeir kunna að standa,
leiði hjá sér hagsmuni rússneskra minni-
hlutahópa í fyrram sovétlýðveldum. Af-
skiptin munu á hinn bóginn mótast af
tvennu: efnahags- og öryggishagsmun-
um, sem sagan hefur mótað, og pólitísk-
um hagsmunum valdhafa í Rússlandi á
hveijum tíma. Þótt mikilvæg og lofsverð
skref hafi að sönnu verið stigin blasir við
að því fer ijarri að lýðræðið hafi náð að
festa sig í sessi í Rússlandi.
Á hinn bóginn ber ríkjum Vesturlanda
að bila hvergi í stuðningi sínum við lýð-
ræðisþróunina og við þau öfl sem leiða
vilja rússnesku þjóðina út úr myrkviði
alláleysis og öfga.
Þjóðhetja úr
þorskastríði
í APRÍLMÁNUÐI
síðastliðnum vora
45 ár liðin frá setn-
ingu laga um vís-
indalega vemdun
fiskimiða landgrunnsins. Útfærslur fisk-
veiðilandhelginnar voru byggðar á þess-
um lögum: 4 mflur 1952, 12 mflur 1958,
50 mílur 1972 og 200 mflur 1975. Land-
grunnslögin og það sam vannst á grund-
velli þeirra hafði og áhrif á þróun hafrétt-
armála í umheiminum.
Útfærslur fiskveiðilandhelginnar leiddu
til þorskastríða við Breta, sem era merki-
legur kapítuli í íslands sögu. Sá kapítuli
geymir ýmsar afrekssögur. Eitt nafn er
þó öðram eftirminnilegra af þessum vett-
vangi. Það er nafn Eiríks Kristóferssonar
skipherra, sem enn lifir í hárri elli, 101
árs gamall, fæddur að Brekkuvelli á
Barðaströnd 5. ágúst árið 1892.
Um Eirík skipherra hafa verið skrifað-
ar þijár bækur. Sú fyrsta af Ingólfi Krist-
jánssyni, önnur af Gunnari M. Magnúss
og sú þriðja, sem er nýkomin út, Eldhress
í heila öld, af Gylfa Gröndal. Hún hefur
að geyma frásagnir Eiríks skipherra af
„ævintýram sínum og atburðum þessa
heims og annars", eins og segir á bók-
arkápu. I eftirmála segir Gylfí Gröndal;
„Eiríkur Kristófersson er tvímælalaust
í hópi merkustu sægarpa á þessari öld.
Fjórtán vetra gerðist hann skútukarl, nam
í Stýrimannaskólanum, var farmaður um
skeið, en starfaði síðan hjá Landhelg-
isgæzlunni frá upphafi. í þorskastríðinu
fyrsta varð hann þjóðhetja vegna vask-
legrar framgöngu sinnar og hygginda í
viðureign við brezka sjóherinn. Fyrir
ævistarf sitt hefur honum að verðleikum
hlotnast margvíslegur heiður."
Þessi nýja bók um Eirík skipherra
Kristófersson sker sig að því leyti frá
öðram bókum sem um hann fjalla, að hún
geymir persónulegan frásagnarhátt hans
sjálfs, „einstæða frásagnargáfu sem senn
heyrir fortíðinni til“. Það eykur og á gildi
bókarinnar að sá, sem frá segir, er fædd-
ur meðan enn lifa tæp átta ár af 19. öld-
inni. Sögumaður hefur lifað meir en
hundrað ár af íslands sögu; lifað byltingu
í atvinnu-, búsetu- ogþjóðlífsháttum; lifað
breytingar frá framstæðu bændasamfé-
lagi, sem mótaði þjóðlífið frá landnámstíð
fram yfír síðustu aldamót, til þess flókna
og ljölþætta tæknisamfélags, er við búum
við í dag. Og hann sér þessar breytingar
af allt öðram sjónarhóli en fólk sem fætt
er á síðari helmingi aldarinnar.
Bókin Eldhress íheOa öld er ekki nema
að hluta til frásögn úr þorskastríðum.
Hún rekur í svipmyndum, forvitnilegum
þjóðlífsmyndum, atburðaríka ævi sæ-
garps, sem varð þjóðhetja á átakatímum.
Frásagnir Eiríks skipherra, sem era af
fiölbreytilegum toga og spanna bæði and-
leg og veraldleg efni, era í senn forvitni-
legar, skemmtilegar og þjóðlegar. í bókar-
lok segir þessi meir en hundrað ára þjóð-
hetja:
„Ég óttast ekki dauðann; þvert á móti
hlakka ég til að fá að fara.
Fyrr eða síðar kemur röðin að mér.
Þá lýkur hérvistardögum mínum.
Og annað líf tekur við.“
„Einungis með
víðtækri sam-
vinnu forseta
Rússlands og um-
bótaaflanna sem
fulltrúa eiga á
þingi verður unnt
að koma í veg fyr-
ir algjöran glund-
roða í Rússlandi.“
jt\