Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 JOLAGJOF FRÍMERKJA SAFNARANS SAGAISLENSKRA FRIMERKJAIMALIOG MYNDUM. Heimildarmynd sem opnar þér heim íslenskra frímerkja , - segir sögu þeirra, rifjar upp skemmtilega atburði, lýsir hönnun merkjanna, viðrar skoðanir safnaranna og veltir upp spumingum um framtíðina. JOLATILBOBSVERÐ KR. 2.220, Útsölustaðir: FrímerkjaversIanir.Rósthús í Reykjavrk og Frímerkjasalan Ármúla 25. Sendum í póstkröfu um land allt. Nýja Bíó hf. sími: 677 577 KVIKMYNDAFELÁG VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Bók fyrir börn á öllum aldri. Þessi litla en magn- aða bók flytur mannkyninu öllu mikilvægan boð- skap. Svo mikilvægan að Vatíkanið hefur veitt höfundinum Postullega blessun. Bókin fjallar um ferðalag og sam- ræðurtveggja drengja, jarðarbúa og geimveru, um jörðina og sólkerf- ið. Geimbúinn Ami dregurfram ídags- Ijósið það sem bet- ur mættifara ílífi - jarðarbúa og sýnir hvernig mannverur gætu lifað betra og ugra lífi. BÓKAKLÚBBUR • 62 77 00 BIRTINGS Nýjar bækur Mávurinn eftir Anton Tsjekhov Frumsýning í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum JÓLAFRUMSÝNING Þjóðleikhússins að þessu sinni verður „Mávur- inn“, eitt af meistaraverkum rússneska leikskáldsins Antons Tsjek- hovs, í nýrri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Þrír af færustu leikhúslistamönnum Litháens eru gestir Þjóðleikhússins um þessar mundir og standa að þessari uppfærslu. Það er Ieikstjórinn Rimas Tuminas, sem jafnframt er listrænn stjórnandi hins virta Litla leik- húss í Vilnius, leikmynda- og búningahönnuðurinn Vytautas Narbut- as og tónskáldið Faustas Latenas. Þremenningarnir starfa að jafn- aði saman við uppsetningar leiksýninga í heimalandi sínu og hafa sýningar þeirra vakið mikla athygli langt út fyrir landamæri Lithá- ens. Þeir þremenningar hafa auk þess unnið saman að uppsetningu á „Vanja frænda" í Finnlandi. „Mávurinn" fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum; og þetta leikrit fjallar einnig um reynslu andspænis reynsluleysi, hæfíleika andspænis hæfíleikaleysi og ást andspænis ástleysi. Leik- fléttan er einföld en það sem ger- ist á milli leikpersónanna birtir okkur ógleymanlega, ijúfsára mynd af manneskjunni. Þetta er í fyrsta sinn sem „Máv- urinn“ er sýndur á fjölum Þjóðleik- hússins en áður hefur leikhúsið sýnt „Kirsuberjagarðinn" og „Villi- hunang“, leikgerð Michael Frayns á leikritinu „Platonof". Með helstu hlutverk í sýningu Þjóðleikhússins á „Mávinum" fara Anna Kristín Arngrímsdóttir, Balt- asar Kormákur, Jóhann Sigurðar- son, Halldóra Bjömsdóttir, Erling- ur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arn- fínnsson, Edda Amljótsdóttir og Vorið kallar - úrval bamaljóða og söngva ÚT ER komin bókin Vorið kall- ar — úrval barnaljóða og söngva eftir Margréti Jónsdóttur, fyrr- um ritstjóra barnablaðsins Æskunnar. Hún er gefín út í tilefni þess að 20. ágúst sl. var öld liðin frá fæðingu Margrétar. í kynningu útgefanda segir: „Margrét orti afbragðsgóð barna- ljóð enda hafa þau löngum notið einstakra vinsæida. Þau birtust í nokkmm bókum sem gefnar voru út fyrir tugum ára og eru löngu ófáanlegar. Mörg ljóðanna samdi hún við alþekkt lög, svo sem Krakkar út kátir hoppa, við önnur hafa verið gerð lög _sem njóta mik- illar hylli, t.a.m. ísland er land þitt og Draumur aldamótabarns- ins.“ Útgefandi er Æskan. Offset- þjónustan hf. annaðist umbrot og filmuvinnu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði og batt bók- ina. Almenna auglýsingastofan hf. sá um útlit á kápusíðum. Anna Þorkelsdóttir teiknaði mynd á kápu. Vorið kallar er Jólagjafir sem gleðja Dömu undirfatnaður fyrir alla aldurshópa Gott verð Laugavegi Halldóra Björnsdóttir sem Nína. Guðrún Gísladóttir. Aðstoðarleikstjóri er Ásdís Þór- hallsdóttir, en Páll Ragnarsson annast lýsingu. Frumsýning verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins að kvöldi annars dags jóla og er uppselt á þá sýn- ingu, en önnur sýning verður þriðjudaginn 28. desember og þriðja sýning 30. desember. Margrét Jónsdóttir 96. bls. í stóru broti. Verð bók- arinnar er 1.290 krónur. Skemmtileg bók um fólk I bókinni Milli sterkra stafna segja sögu sína á lifandi og skemmtilegan hátt tólf manns úr mismunandi starfsgreinum, meðal annarra bflstjóri, bókari, bryti, skipstjóri, verkstjóri og vélstjóri. Jörgen Holm, skipahöndlari: „Bruun hringdi allan daginn án árangurs, en var ekki á því að gefast upp. Hann hringdi í annað sinn á eitt af betri hótelunum: - Góðan dag, þetta er hjá Oscar Rolff. Þér hafíð víst ekki tvö tveggja manna herbergi? - Því miður það er allt upptekið, var svarað sem fyrr. - En ef Marilyn Monroe kæmi og vantaði tvö herbergi? - Nú, þá myndum við eflaust fínna einhverja lausn: - En þar sem Marilyn Monroe kemur ekki, get ég þá ekki fengið þessi tvö herbergi? spurði Bruun. Þegar hann lagði símann á voru Islendingarnir með bókuð herbergi." „Vandamál koma upp öðru hvoru í öllum hjónaböndum. Þeir sem segja annað tala gegn betri vitund. Það er stórkosdegt að eldast með þeim sem maðtn- hefur þolað með súrt og sætt. Flestir vinir mínir hafa skilið og náð sér í ungar og fallegar konur en hamingja þeirra hefur yfirleitt ekki verið langlíf.Vandamálin koma upp í nýju sambúðinni rétt eins og ' þeirri gömlu og þau eru sýnu leiðinlegri þegar menn eru farnir að eldast. Þetta er eins og að pissa í skóinn sinn, það er hlýtt eitt augnablik en það kólnar fljódega aftur og þá verður enn þá kaldara en fyrr.“ Valtýr Hákonarson, framkvæmdastjóri; „Skömmu áður en ég sneri heim frá Kaupmannahöfn fékk ég skilaboð um það frá Jóni í gegnum Svend Petersen að gera tillögur að siglingaáætíun fyrir Gullfoss. Engin skýring var gefm á hvers vegna ég ætti að semja þessar tiilögur, og það var einskis spurt, Ég settist niður dl að reyna að ráða þessa gátu, og eftir svo sem tvo tíma skilaði ég mínum tillögum og sendi þær til baka sömu boðleið og fyrirmælin komu. Þetta tók mig svo skamman tima vegna þess að ég hafði áður ótilkvaddur velt því nokkuð fyrir mér hvernig haganlegast væri að láta skipið sigla, og var því með svarið tilbúið með sjálfum mér þegar kallið kom. Ég heyrði aldrei neitt um það, hvort tiilögurnar væru einhvers virði, en svo miicið er vist, að þær fóru nokkuð nærri þeirri áætlun sem síðar var ákveðin." Afar skemmtileg og óvenjuleg viðtalsbók - prýdd fjölda Ijósmynda. ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF - góð bók um jólin +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.