Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 33

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 33 Splunkunýtt og bráðskemmtilegt íslenskt spil Allt of skemrrf,1/w^ ™,lf“ TRAUSTI ÁRITAR Hina vinsælu bók sína VEÐURÁ ÍSLANDI í Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti, í dag, sunnu- dag, frá kl. 16-17. Allir veður- og bókaáhuga- menn velkomnir! Jón G. Friðjónssón erður ein faldlega að spila það! m VAKA-HELGAFELL Síðuinúla 6 - sínti 688 300 Nýjar bækur Bók um íslensk orðatiltæki í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Fimbulfamb er jolaspilið í árí Glænýtt og storskemmtilegt spil sem reyntr a ímyndunarafl og útsjónarsemi þátttakenda. Ahugaverður blekkingaleikur með tvö þúsund skrýtnum, skondnum og sjaldgæfum orðum. Spennandi, gáskafullt, froðlegt og þroskandi spil fyrir hressa Islendinga. Spil sem allir kunna að meta: Klækjarefir, gabbarar, gáfnaljós, stuðboltar, orðhákar, snillingar og grínarar. ÚR ER komin bókin Mergur málsins, rit um íslensk orðatil- tæki, uppruna þeirra, sögu og notkun, eftir Jón G. Friðjónsson dósent. í kynningu útgefanda segir: „Hann fjallar um liðlega 6.000 ólík orðatiltæki. Um tvo þriðju hluta þeirra hefur ekki verið fjallað um áður. Að baki liggur meira en tíu ára vinna höfundarins þar sem hann gerir grein fyrir heimildum, merk- ingu, notkun, aldri og uppruna orðatiltækjanna. Hundruð teikn- inga eftir Ólaf Pétursson skýra enn frekar líkingar sem liggja að baki orðatiltækjunum. Hér er á ferðinni alþjóðlegt grundvallarrit sem á erindi við alla Islendinga.“ Jón G. Friðjónsson lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði vorið 1969 og cand.mag.-prófi í íslenskri og almennri málfræði 1972. Að námi loknu starfaði hann við Orðabók Háskólans fram á haustið 1972 en þá var hann ráðinn sem Wissen- schaftlicher Assistent við Christian- Albrechts-háskóla í Kíl þar sem hann hafði m.a. íslenskukennslu með höndum. í september 1975 var hann skipaður lektor við Háskóla íslands. Frá 1982 hefur hann verið formaður stjómar Orðabókar Há- skólans. Útgefandi er Örn og Örlygur Bókaklúbbur hf. Bókin er um 100 bls. og prentuð og bundin hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Verð 7.900 krónur. ♦ ♦ ♦ ■ BLAÐINU hafa borist stuðn- ingsyfirlýsingar við starfsmenn SVR frá Félagi ísl. símamanna, Starfsmannafélagi ríkissstofn- ana og Fóstrufélagi íslands. Þar er lýst fullum stuðningi við baráttu Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar fyrir réttindum starfs- manna Strætisvagna Reykjavíkur hf. Félögin styðja kröfuna um að þegar verði gengið frá kjarasamn- ingum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fyrir hönd starfsmanna Strætisvagna Reykja- víkur hf. í yfirlýsingunum segir m.a.: „Nær allir starfsmenn Stræt- isvagna Reykjavíkur hf. hafa lýst því yfir að þeir vilji vera áfram fé- lagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Þessi eindregni vilji starfsmanna hlýtur að vega þungt þegar framtíðarmálum er skipað.“ Félögin fordæma þau vinnubrögð ASÍ að ganga til liðs við forsvars- menn SVR hf., VSÍ og meirihluta borgarráðs við að hunsa yfirlýstan vilja starfsmanna, eins og það er orðað í yfírlýsingum félaganna. Happdrætti bókaútgefenda Vinningsnúmfer dagsins í happ- drætti bókaútgefenda í gær, laugardag, var 29509 og í dag 46092. Happdrættisnúmerin eru á baksíðu Islenskra bókatíðinda. Vinningshafi getur vitjað vinn- ings síns, bókaúttektar að and- virði 10 þúsund krónur, í næstu bókabúð. mmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.