Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 40

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Gabríela Jasonar dóttir — Minning Fædd 11. júní 1992 Dáin 9. desember 1993 Þessi fallega kvöldbæn kemur upp í hugann minn því hana fór ég með með börnunum mínum á eftir faðir vorinu. Ég vonaðist til að geta kennt Gabríelu þessa bæn þegar hún mundi sofa hjá ömmu sinni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, . hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. Hún var sem ljós eða lítill engill af himnum send, þegar dóttir mín Helena og Jason tengdasonur minn færðu okkur þessa yndislegu stúlku. Okkur langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast hennar. Það er stundum sagt að gleðin og sorgin séu systur sem verða að dveljast hjá okkur á víxl. Sorgin, þessi undarlega tilfinning sem sær- ir svo djúpu sári og skilur eftir sig svo mikið tóm, knýr fram svo marg- ar spumingar sem aldrei verður svarað. Nú er það aðeins Guð og tíminn sem græða sorgarsárin. Þessi litla perla, Gabríela Jason- ardóttir, er fyrsta bamabam í báð- um fjölskyldum. Við vomm svo lán- söm að fá að hafa hana inni á heim- ilinu okkar þar til í maí á þessu ári þegar Helena og Jason stofnuðu sitt eigið heimili. Hún var vel gerð lítil stúlka sem óx og dafnaði, þroskaðist og bætti við sig. Gabrí- ela gaf frá sér hvem dag yl, hlýju og kærleik. Hún var aðeins þriggja vikna gömul þegar fyrsta áfallið kom. Frá og með þeim tíma var hún undir læknishendi, en í haust var orðin það mikil breyting á henni að við sættum okkur ekki við þau svör að ekkert væri að. Þá pöntuðum við tíma hjá heila- og taugasérfræð- ingi. Þá fyrst var Gabríela litla kom- in í réttar hendur. Og upp úr því kom áfallið, þessi litli engill greind- ist með illkynja æxli í höfði. I þess- ari hörðu baráttu við sjúkdóminn þurfti hún að gangast undir margar erfiðar aðgerðir. Allir þeir læknar og hjúkrunarfólk sem annaðist Gabríelu, Guð launi ykkur. En þrátt fyrir þessi miklu veik- indi hennar var alltaf stutt í brosið. Það lýsir þessari litlu stúlku best hvað hún var skapgóð og gefandi ekki eldri en hún var. Gabríela var mjög sterkur persónuleiki og komst langt áfram á viljanum. Við viljum þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Gabríelu, hún var sannkallað ljós. Mynd henn- ar er geymd í hjörtum okkar og greypt í huga okkai'. Þó að ævi- gangan væri bæði stutt og erfið, heyrðist aldrei æðmorð, heldur sáði hún fræi góðleikans og kærleikans með mildu brosi sínu. Blessuð sé minning hennar. Elsku Helena mín og Jason, Óli, Kristín og Baddý. Megi góður Guð styrkja okkur öll á þessari erfiðu stundu. Amma Einína, Þór og Magnús. í miðjum geisla jólaljósanna kom sjálfur dauðinn, og siökkti eitt af fegurstu Ijósum á þessari jörð, bros- ið í augum lítils barns, Gabríelu Jasonardóttur. Við komum engum höndum á þann tilgang. í tárvotum augum okkar brotna geislar ljóssins og sindra yfir harminn í bijóstum okk- ar. Einn er sigurinn eigi að síður, okkur var gefin hún, þeirri gleði og hamingju verður aldrei eytt, hún mun vara með okkur sem fjársjóður meðan dagar endast. Við þá fögru mynd minninganna hefst bygging nýrrar tilveru, þar sem ekkert verður sem áður, en orkan mun leita nýrra sigra. Við biðjum góðan Guð að varð- veita ungu foreldrana, Helenu og Jason Kristin, og hjálpa þeim og okkur öllum að standast þessa raun og horfa til gleðinnar sem var gefin okkur með lífi hennar. Með þessari litlu bæn kveðjum við og þökkum allt. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Langamma og -afi í Safamýr- inni, Guðmundur Jasonarson, Bjarney Ólafsdóttir. Mig langar í fáeinum orðum að kveðja elskulegu litlu frænku mína, Gabríelu Jasonardóttur, sem lést hinn 9. desember síðastliðinn eftir harða baráttu við hræðilegan sjúk- dóm. Mér er það einfaldlega um megn að skilja tilganginn eða réttlætið sem í því getur falist að hún Gabrí- ela mín, þessi litla saklausa og fal- lega stúlka, þurfti að hlíta hinu hinsta kalli svona fljótt, svona alltof fljótt. Þetta er harður heimur og manni er víst ekki ætlað að skilja allt. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foérsom. -Sb. 1871 - S. Egilsson) Það var ótrúlega stór stund í lífi mínu þegar Helena systir mín og Jason eignuðust hana Gabríelu hinn 11. júní 1992. Ég er svo rík af fal- legum og góðum minningum sem ég mun geyma í hjarta mínu og þær mun ég alltaf eiga. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá íiftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Elsku Helena mín og Jason, mamma, Þór, Magnús, Óli, Kristín og Baddý, ég bið algóðan Guð að styðja okkur öll og blessa í þessari miklu sorg. Megi bjartar minningar um okkar elskuiegu Gabríelu hlýja okkur um hjartarætur. Brynhildur (Binna) frænka. Bros, hlýja og viljastyrkur eru þau orð sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka og minnist elskulegu litlu frænku minnar, hennar Gabríelu. Þrátt fyrir að Gabríela fengi ekki að vera á með- al okkar nema í eitt og hálft ár áorkaði hún meira en margur, sem fær lengri tíma til okkar torskildu jarðvistar, með sínu einstaklega ljúfa lundarfari. Eftir að alvarleg veikindi Gabrí- elu komu í ljós í lok september sl. fengum við sem stóðum Gabríelu nærri að kynnast bami með ein- stakt baráttuþrek og jafnaðargeð. Það var sama á hveiju gekk, alltaf stóð Gabríela upp, brosti í gegnum tárin og gaf okkur hinum, vanmátt- ugum, kraft til að takast á við mótlætið. Ég dáist að litlu ijölskyldunni hennar Gabríehi, Helenu og Jasoni, fyrir þá ósérhlífni og þrautseigju sem þau sýndu í hetjulegri baráttu fyrir að fá að hafa Gabríelu hjá sér. Allan tímann höfðu þau trúna og vonina að leiðarljósi og litli eng- illinn, hún Gabríela, vissi alveg hvemig best var að bregðast við, með hlýju brosi. Á stuttri ævi tókst Gabríelu litlu að breyta viðhorfum mínum til lífs- ins með framgöngu sinni og fasi í baráttu sinni fyrir heilsunni og ég veit að svo hefur verið um fleiri. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum okkar hinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. - (Tómas Guðmundsson.) Elsku Jason og Helena, blíða brosið hennar Gabríelu verður alltaf geymt í hjarta mér. Ég bið þess innilega að Guð almáttugur mégi styrkja ykkur og ástvini í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning yndislegu stúlkunnar ykkar, Gabríelu. Rósa og Bjamey S. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN BREIÐFJÖRÐ PÉTURSSON, sem lést í Borgarspítalanum 12. desember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju 20. desember kl. 13.30. Anna Lísa Hjaltested, Bjarni Hjaltested Þórarinsson, Guðrún Ágústa Þórarinsdóttir Jensen, David Allan Jensen, Stefanía Þórarinsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Gunnar Þór Bjarnason, Anna Lisa Jensen, Davt'ð Alexander Jensen, Viktor Þór Wm. Jensen, Þórarinn Bjartur Gunnarsson. t Elskulega litla dóttir okkar, GABRÍELA JASONARDÓTTIR, Miðholti 11, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Viðistaðakirkju mánudaginn 20. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast litlu stúlkunnar okkar, er bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Helena Björk Magnúsdóttir, Jason Kristinn Ólafsson. t Móðir okkar, fósturmóðir og tengda- móðir, INGIGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Goðasteini, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Viðistaðakirkju f Hafnarfirði mánudaginn 20. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Stefán V. Þorsteinsson, Erla Guðmundsdóttir, Kristín S. Þorsteinsdóttir, Sigfús J. Johnsen, Viglundur Þ. Þorsteinsson, Fríöa Daníelsdóttir, Inga Dóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur Helgi Guðjónsson, Anna P. Sigurðardóttir, Guðlaugur Guðjónsson. Krummarnir I HMMMMBMMMM JÓLAMYNDIN - SÝND í BORGARBÍÓI AKUREYRI OG HÁSKÓLABÍÓI RMMMMHHMMM Okkur langar í fáeinum orðum að minnast elskulegu litlu frænku okkar hennar Gabríelu. Þó að hún hafi ekki dvalist lengi meðal okkar, þá mun minningin um yndislega stúlku ætíð lifa með okkur. í henn- ar erfiðu veikindum var alltaf stutt í brosið sem var mjög einkennandi ( fyrir hana. Elsku frænka, blessuð sé minning þín. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin . hljóma gepum dauðans nótt. * Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Elsku Jason og Helena. Missir ykkar er mikill. Megi minningin um elsku litlu stúlkuna ykkar veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Jason, Tinna og Atli. Elsku litli engillinn okkar er nú floginn til himna. Á himnum fær hún bestu móttökur sem völ er á. Nú er hún komin í hlýjar hendur afa síns og móðursystur. Hennar ( verður gætt vel. Gabríela er dáin. Hún barðist eins og hún mögulega gat, en það ( var ekki nóg. Nú er þjáningunum lokið. Gabríela varð aðeins eins og hálfs árs gömul, en fáir hefðu getað ( gefið eins mikið á svo stuttum tíma. Hún gaf okkur öllum hamingju og von um betra líf. Og lifír sú minn- ing_ í hjörtum okkar. Ég og sonur minn vorum svo heppin að fá að kynnast Gabríelu og eiga með henni margar gleði- stundir. Þær verða ekki fleiri í bili en svo sannarlega lifum við í þeirri trú að Guð leyfi okkur að hittast aftur í betri heimi. Elsku besta Helena og Jason, Guð veri með ykkur og styrki ykk- ur á þesari miklu sorgarstund. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð drottins í, þar áttu hvíld að hafa ( hörmunga og rauna frí; við guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól I unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. ( Dóttir, í dýrðar hendi drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært; þú lifðir góðum pði, í pði sofnaðir þú, i eilífum andar friði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Helga Vala og Atli Dan. Bamið horfir stórum bláum augum á heim sinn. vögp með rósóttu fóðri, bangsa og hringlu og mömmu, sem fylgist með því. ( Litlar hendur fálma eftir taki. Stundum er líkt og það vilji fljúga. { Kannski er það aðeins fugl úr kynlegum skógi, ( sem hvílir sig um stund áður en lengra er haldið? (Jóh. Hjálmarsson) Elsku litla Gabríela er dáin. Hvers vegna er svo lítil, saklaus og yndisleg stúlka tekin burt frá for- eldrum sínum, sem elska hana svo heitt? En fátt er um svör. Guð einn veit svarið, en vegir hans eru órann- sakanlegir. Eitt vitum við þó að þeir sem guðimir elska, deyja ung- ir, svo að Guð elskar Gabríelu mikið. Elsku Helena og Jason. Þið hafið verið særð djúpum sárum, sárum sem tíminn einn getur grynnt, en aldrei verða að fullu grædd. Gabrí- ela skipar stóran sess í hjarta mínu * og mun gera um ókomin ár. Hún var svo sterk og dugleg, og jafnvel þó að hún hafí ekki sigrast á sjúk- I dómum sem hijáðu hana, þá kenndi hún okkur, sem eftir lifum, að beij- ast ef eitthvað bátar á. Ég bið al- ( góðan Guð að veita ykkur og fjöl- skyldu ykkar styrk í gegnum þunga þraut. Blessuð sé minning Gabríelu litlu. Ragnar Þorsteinsson. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.