Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Arndís Þorkels- dóttir — Minning Fædd 3. janúar 1903 Dáin 13. mars 1993 Nú þegar jólafastan er gengin í garð og jólaundirbúningur hafinn á heimilum og í skólum leita fast á mig minningar frá löngu liðnum jólaönnum og undirbúningi í Mið- bæjarskólanum í Reykjavík. Þá voru æfð og sýnd leikrit eins og gerist í flestum skólum, en á þeim árum var enginn samkomusalur í skólanum og þurfti fyrir hver jól að búa til leiksvið með þeim hætti að bera palla, sem kennaraborðin stóðu á, niður í leikfimisal skólans og hlaða þeim saman uns komið var leiksvið. Síðustu dagana fyrir jóla var oft unnið fram eftir á kvöld- in við skreytingar og æfingar, en að verki loknu var til siðs að safn- ast niður í kaffistofu og spjalla sam- an yfir kaffibolla og kertaljós. Þessi kvöld eru mér í fersku minni og vekja mér hugljúfar minningar og ætla ég að svo sé um fleiri. En þessi aðventukvöld og sú jóla- stemmning sem þau vöktu í huga mér voru ekki síst og kannski fyrst og fremst að þakka konunni sem réð ríkjum á kaffistofunni, henni Arndísi Þorkelsdóttur. Þótt nú séu liðnir nokkrir mánuðir síðan Arndís hvarf úr heimi langar mig að minn- ast hennar nokkrum orðum og þakka liðna tíð. Arndís Þorkelsdóttir fæddist 3. janúar 1903 á Þúfum í Reykjafjarð- arhreppi við ísafjarðardjúp, dóttir þeirra Petrínu Bjarnadóttur og Þor- kels Guðmundssonar. Þau hjón eignuðust 11 börn og komust átta þeirra til fullorðinsára. Arndís var komin hátt á þrítugsaldur þegar hún fluttist til Reykjavíkur og gerð- ist starfskona við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Ég kynntist Arndísi fyrst haustið 1947, þegar ég hóf störf í Miðbæj- arskólanum, og kom hún mér strax fyrir sjónir sem sterkur persónu- leiki, sem myndi vera vinur vina sinna og betra væri að eiga hana að vini. Þetta fyrsta álit mitt reynd- ist rétt, hún var ekki allra, en þeirra takmarkalaus hjálparhella, sem hún batt vináttu við. Hún var ósérhlífin og vildi öllum gott gera, oft umfram efni og getu án þess að þurfa þakk- læti eða umbun. Arndís bjó alla tíð í skólanum eftir að hún hóf þar störf sem „kaffikona“, þ.e. hún sá um kaffi- stofu kennara. Betri kaffikonu hafa aðrir skólar varla haft. Hún bar óskir og þarfir kennaranna fyrir brjósti eins og þeir væru börn henn- ar. Flesta daga voru heitar pönnu- kökur eða nýbökuð jólakaka á borð- um auk þess kaffibrauðs er hún sótti í bakarí, til þess að allir fengju það sem þeim þótti best. Hún ann- aðist öll innkaup, borgaði út í hönd og bar allt saman í báðum höndum heim í skóla. Voru þar oft æmar byrðar. Þótt störf Arndísar væru fyrst og fremst rekstur kaffistof- unnar hafði hún einnig með höndum að sjá um lýsisgjafir barna. Á hveij- um morgni bar Arndís könnur með lýsi í allar stofur skólans. Kennarar sáu um að gefa börnunum lýsið í nestistímunum. í hádeginu bar Arn- dís könnurnar niður í kjallara, þvoði þær og fyllti á ný, bar síðan í stof- urnar aftur til þess að þau börn, er sóttu skóla eftir hádegi, gætu fengið sinn skammt. Þessum lýsis- gjöfum i fljótandi forml lauk þegar lýsistöflurnar komu til sögunnar. Þótti sú breyting mjög til batnaðar fyrir alla, það gat verið erfitt að gefa lýsi með því að hella því úr könnu upp í börnin sem stundum seldu því jafnharðan upp og út á gólf og fyrir Arndísi, sem börnin kölluðu „lýsiskonuna“, var þessi breyting mikill léttir. Mér eru minnisstæðar margar góðar stundir frá starfsárum mín- um í Miðbæjarskólanum. Margar tengjast þessar minningar spjalli yfir kaffibolla í kaffistofunni, en þangað sóttu kennara og stöldruðu við stundarkorn á degi hveijum og þar var Arndís húsmóðir á sínu heimili. Ég minnist líka fyrstu ára minna í Miðbæjarskólanum, en þá kom ég oft nokkuð snemma á morgnana áður en kennsla hófst. Byijaði dagurinn þó ávallt í eldhúsi og kaffistofu. Þá sat þar oft Unnur Thoroddsen, en hún var ljósakona skólans, þetta var á þeim árum þegar böm fengu ljósböð (ef skóla- lækni þótti þess þörf). Þær Unnur og Arndís sátu gjarna og ræddu bókmenntir og rithöfunda og skáld. Þar var Unnur Th. á heimavelli, margfróð og víðlesin, enda alin upp á miklu menningarheimili, en Am- dís var greind og fróð og fann ég að Unnur mat hana mikils. Arndís las mikið ef hún hafði tíma til og átti gott bókasafn, m.a. átti hún allt ritsafn Halldórs Laxness og hélt mjög upp á bækur hans. Hún var líka ljóðelsk og kunni mörg af kvæðum Daviðs Stefánssonar, eink- um úr fyrstu bókum hans. Þegar Arndís var að alast upp vestur við ísafjarðardjúp vora þar á næstu grösum skáldkonan Halla á Laugar- bóli og læknirinn og tónskáldið Sig- valdi Kaldalóns. Þessi ár voru eins og ævintýri í minningum hennar og voru ljóð Höllu og lög Kaldalóns henni ávallt mjög hugstæð. Var gaman að heyra Arndísi riíja upp minningar sínar frá þessum árum við Djúp. Hún lék á orgel og söng í ýmsum kórum. Þegar Miðbæjarskólinn var lagður niður hætti Arndís störfum og flutti þá allt sitt í litla herberg- ið, sem hún hafði alltaf haft í kjall- ara í norðurálmu skólans á sama gangi og eldhús og kaffistofa, en þá var ekki lengur pláss fyrir orgel- ið hennar. Varð hún að láta það frá sér, en fékk sér í staðinn hljómflutn- ingstæki og eignaðist smám saman safn af góðri tónlist. Þótt þröngt væri í herberginu hennar tók hún gestum sínum ávallt af sama rausnarskap og áður. Allt það besta var borið fram og ekkert var nógu gott handa öðrum. Sjálf þurfti hún nánast einskis við og sannarlega var það lítið sem hún naut af nútímaþægindum. Eitt af áhugamálum Arndísar var blómarækt og blómin hennar voru græn og gróskumikil. Á vorin þegar kennslu lauk bar hún blómin sín upp í skólastofur þar sem þau nutu birtu og yls yfir sumarið. Á haustin bar hún þau aftur niður í þrengslin og gluggaleysið. En hún hélt áfram að sinna þeim og tala við þau og þau uxu og döfnuðu. Arndís hafði ríka samúð með þeim, sem minna máttu sín og henni fannst, ef til vill, órétti beittir. Skömmu fyrir andlát Arndísar dreymdi mig að ég var stödd í Mið- bæjarskólanum og fór niður í kaffi- stofu. Ég opnaði eldhúsdyrnar, en varð undrandi á þeirri breytingu er hér hafði orðið. Þar stóð Arndís á miðju gólfi í stóru og björtu eld- húsi. Ég óskaði henni til hamingju og spurði hvort henni brygði ekki við að fá svona stórt og bjart eld- hús og alla þessa skápa. Ekki man ég hveiju Árndís svaraði. Ég leit inn í kaffistofuna, hún hafði líka stækkað og var máluð í sömu björtu litunum og eldhúsið. Draumurinn var ekki lengri og ég vaknaði. Ég sá engan nema Arndísi. Ég vona að þessi draumur sé nú fram kom- inn og Amdís hafi fengið hýbýli rýmri og bjartari en þau er hér voru athvarf hennar. Hún bjó alla tíð í litla herberginu sínu og á seinni árum fækkaði ferðum hennar út fyrir veggi skólans. Hún var ein- fari, en ég held hún hafi ekki verið einmana, hún var sjálfri sér nóg uns kraftana þraut og þá fékk hún að sofna síðasta blundinn í rúminu sínu eins og hún hafði óskað sér. • Ég á Arndísi margt að þakka, hún var góð mér og mínum. Hafi hún þökk fyrir allt og blessuð sé minn- ing hennar. Á jólaföstu 1993. Ingibjörg Erlendsdóttir. Jónas Bjamason — Minningarorð Fæddur 5. október 1894 Dáinn 9. desemer 1993 Borinn verður til moldar mánu- daginn 20. desember afí minn Jónas Bjarnason, Báragötu 10, Reykjavík, en hann lést í Borgarspítalanum 9. desember sl. eftir skamma sjúk- dómslegu á hundraðasta aldursári. Fram undir það síðasta var hann andlega skýr og fylgdist vel með öllu, líkamlega hress og sjálfbjarga. Ég bjó í sama húsi og afi frá fæð- ingu og við áttum margar góðar stundir saman. Jónas afi minn var fæddur 5. október 1894 að Litla-Vatnsnesi við Keflavík. Foreldrar hans voru þau Bjami Jónsson sjómaður og Jó- hanna Jónasdóttir kona hans. Bjami var lengi formaður á opnu skipunum og þótti duglegur og fengsæll. Síðar var Bjarni leiðsögu- maður á enskum togurum, en hann hafði dvalist í Vesturheimi um nokkurra ára skeið og var vel fær í ensku. Jóhanna þótti afar hreinleg og dugleg kona. Hún ræktaði stóra matjurtagarða og hirti þá af mikilli natni. Þau eignuðust fimm börn: Guð- rúnu Maríu, Unu Ágústu, Jónas, Ingibjörgu og Kristin Ottó. JónaS byijaði að stunda sjómennsku með föður sínum 15 ára gamall og reri síðar mörg sumur á opnum bátum á Austijörðum, en fluttist til Vest- mannaeyja 1919. Þar hóf hann sjó- róðra á mb. Ófeigi og reri síðar fleiri bátum. En 1924 keypti hann mb. Stakkarfoss frá Færeyjum ásamt öðram og var formaður á honum í fimm vertíðir. Þá hætti hann sjó- mennsku en hélt áfram útgerð til 1930 og átti meðal annars í Svöl- unni ásamt öðram, sem einnig var keypt frá Færeyjum. Árið 1926 gerðist hann fiskmatsmaður og starfaði við það til ársins 1946. Þá varð hann að láta af störfum vegna bakveiki og fluttist til Reykjavikur. Um 15 ára skeið var hann haldinn þeirri vanheilsu, sem gerði hann óvinnufæran, en fékk síðan nokk- urn bata, og vann lengi sem inn- heimtumaður hjá Almennum trygg- ingum í Pósthússtræti. Jónas kvæntist Ragnheiði Guðnýju Þorvaldsdóttur frá Sveins- eyri við Dýraijörð hinn 9. júlí 1938. Ragnheiður var með afbrigðum myndarleg í höndunum. Hún kom alítaf mjög vel fram og var mjög ábyggileg og barngóð. Þau eignuð- ust eina dóttur, Jóhönnu Jónasdótt- ur, sem var fædd 4. mars 1940 í Vestmannaeyjum. Jóhanna vann um árabil í íslenska sendiráðinu í London og einnig starfaði hún í nokkur ár hjá Verslunarráði ís- lands. Nú starfar hún í fjarskiptum hjá Landsbanka íslands. Hann afi var mjög vel greindur og hafði góða kímnigáfu. Hann var sérvitur og fastur á sínu og þó að hann hafi verið hæglátur hvers- dagslega hafði hann mikið skap. Hann var mjög hár og myndarlegur ungur maður og á sínum eldri áram leit hann út fyrir að vera mörgum árum yngri en hann var. Hann hafði mjög gaman af spilamennsku og sat einmitt við spilaborðið þegar hann veiktist. Þá var hjá honum Siguijón Sigurbjörnsson, vinur og spilafélagi í tæp 70 ár. Undanfarin 20 ár bjó afi á Báru- götu 10. Allan þann tíma bjó leigj- andi í kjallara hússins að nafni Kristinn Ólafsson húsgagnasamið- ur og urðu afi og Kristinn miklir mátar þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Þeir voru mér báðir sem afar og þótti mér afar vænt um þá báða. Kristinn lést fyrir tveimur árum. Mér þótti mjög leitt að þurfa að horfa á eftir afa svo nærri jólum. Við voram samrýndir og spiluðum oft brids saman. Hann stóð alltaf við orð sín og kom vel fram, en var mjög þijóskur og lagði mikla áherslu á að sjá um sig sjálfur. Hann var snyrtilegur og góður í matargerð og hugsaði vel um eld- húsið sitt. Síðustu árin hefur hann verið mjög kirkjurækinn og sleppti aldrei sunnudagsmessu heima eða í kirkju. Vertu sæll, afi minn, ég veit þú hefur það gott á þínum nýja stað. Jónas Guðmundsson. + Maöurinn minn, GUÐLAUGUR KETILSSON húsasmiður, Reynimei 49, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 21. desember kl. 13.30. Sigríður Hinriksdóttir. t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, KARL INGÓLFSSON, sem andaðist í Hafnarbúðum 12. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. desember kl. 15.00. Áslaug Þorsteinsdóttir, Halldór Karlsson, Ingibjörg Pétursdóttir. t KRISTJÁN G. GÍSLASON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. desember kl. 10.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarsjóð St. Jósefsspítala, Landakoti. Ingunn Jónsdóttir Gfslason, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, MAGNÚS HALLDÓRSSON frá Búðardal á Skarðsströnd, Barónsstíg 24, verður jarðsettur frá Hallgrímskirkju þann 22. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Karlsdóttir. + Elskulegur sonur minn, HÖRÐUR BERG HLÖÐVERSSON, Framnesvegi 13, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 15.00. Ragnheiður Þorsteinsdóttir. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, / GUÐMUNDUR ORRI SIGURÐARSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. desem- ber kl. 15.00. Stella Þórðardóttir, Sigurður Ólason, Helgi Tómas Sigurðarson. + Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÞORGEIR GÍSLASON, Sólvallagötu 20, Keflavík, sem lést hinn 15. desember á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grinda- vík, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju þriðjudaginn 21. desem- ber kl. 11.00. Helga Þ. Þorgeirsdóttir, Björn H. Jóhannesson, Bjarki Björnsson, Kristín Björnsdóttir, Ánna Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.