Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Ingigerður Jóhanns dóttir — Minning Fædd 6. september 1902 Dáin 10. desember 1993 Látin er í Hafnarfirði móðir mín Ingigerður Jóhannsdóttir. Það leitar á mig að minnast henn- ar í riti, þótt í litlu sé. Ingigerður var af austfírsku og skagfirsku bergi brotin, fædd á Krossi í Mjóafírði eystra. Foreldrar hennar voru Katrín Gísladóttir og Jóhann Marteinsson, þá í hús- mennsku. Hún var yngst sex systk- ina, er á legg komust og eina stúlk- an. Ættir Katrínar stóðu á Austfjörð- um og Héraði. Hún var komin af Eyjólfí Jónssyni, hreppstjóra í Foss- árdal í Berufírði, en hann var ættað- ur úr A-Skaftafellssýslu, talinn af- komandi Tyrlqa-Ólafar. Móðurætt Katrínar má rekja austanlands til Krosslands í Lóni, en þar átti Þórður Vídalín, rektor, náttúrufræðingur og læknir, barn, Önnu, með Sigríði Lárenzíusdóttur af ætt skáldsins í Eydölum. Þórður var kominn m.a. af Jóni píslarvotti Þorsteinssyni í Vestmannaeyjum og Amgrími lærða. Oddur, sonur Onnu Þórðar- dóttur, kvæntist Þorbjörgu Erlends- dóttur, einu íjölmargra bama frá Ásunnarstöðum, sem mynduðu stoð- ir Ásunnarstaðaættar. Á bak við Katrínu stóð einnig Bárðarætt. Hin- ir sérstæðu feðgar Galdra-Árbjartur og Tómas Guðmundsson (Galdra- Tómi) vom forfeður hennar í þriðja og ijórða lið. Tómasi var vísað úr skóla vegna galdrakukls. Jóhann, faðir Ingigerðar, var son- ur Marteins Magnússonar á Sand- víkurparti, sem mikill ættbogi er frá kominn, en hann var m.a. af Bursta- fellsætt. Móðir Jóhanns var Dag- björt Eyjólfsdóttir, fædd í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Hún var af norðlensku bergi, m.a. komin af Stefáni á Skatastöðum og Bjama gamla Rafnssyni á Skjaldarstöðum í Öxnadal. Hann er sagður hafa orð- ið 107 ára og staðið að slætti síð- asta sumarið, sem hann lifði. Lítil vom jarðarafnotin á Krossi á æskuámm Ingigerðar og ekki um auðugan garð að gresja. Fólkið byggði afkomu sína á sauðíjárrækt, en sjórinn gaf mikið, bæði físk og fugl, en hann var skotinn allmikið til matar. Minntist Ingigerður þess, er hún sem bam fylgdi Gísla bróður sínum við fuglaveiðar fyrir opnu hafí á smákænu, en hann var af- burða skytta. Lítil var skólagangan. Amma Ingigerðar, Halldóra Eyjólfs- dóttir ljósmóðir, var á heimilinu. Hún var glögg um flesta hluti, sjór af fróðleik og sagði vel frá. Hennar naut Ingigerður í miklum mæli. Mik- ils þótti henni um vert að Steinn Jónsson kennari var ráðinn heimilis- kennari á Krossi hjá Víglundi Þor- grímssyni. Fékk hún að sækja skóla hjá honum. Steinn mun hafa verið sérlega vel gerður maður og kenn- ari af guðs náð. Náði hann vel næm- um huga Ingigerðar og ræktaði með henni ljóðrænu og annað listfengi. Þroskuðust tilfinningar hennar mik- ið á þessum árum fyrir hagleik og Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. % skáldskap ýmiss konar, hæfni, sem hún bjó að og jók við fram á síðustu daga ævinnar. Stóð „Steinn kenn- ari“ eins og klettur úr hafínu, er hún minntist æskuáranna og vitnaði hún gjarnan til skoðana hans, þegar hún ræddi um bókmenntir. „Ég man að Steinn kennari sagði að ...“ o.s.frv. Hjá Steini kynntist hún ljóðum Jónasar og Þorsteins Erlingssonar. Þorsteinn varð henni einkar hug- stæður. Nokkru eftir að Eiðurinn kom út 1913 komst hún í hann. Hún varð ekki söm eftir. Unga stúlkan var ástfangin. Ástir Ragnheiðar og Daða léku við strengina og örlög þeirra nístu hjartað. Sonur Víglundar Þorgrímssonar á Krossi, Þorsteinn Þórður, var fóstr- aður á Hól í Norðfirði. Hann var nær þrem árum eldri en Ingigerður. Hann hefur lýst því, þegar hann sá hana fyrst sem þroskaðan ungling og hvernig hann umhverfðist. Enga aðra konu gæti hann litið ástaraug- um framar. Hún hugsaði sitt „í leynum" eins og gyðjan Ragnheiður. Hógværðin var hennar. Ein lítil saga varpar hinsvegar ljósi á skapgerð Þorsteins. Eitt sinn, er hann heimsótti föður sinn, sem þá var orðinn gildur bóndi og útvegsmaður í Mjóafírði, kom sá gamli að máli við strák og bauð honum aðstoð við að ná í dóttur eins héraðshöfðingjans austur þar. „Hún verður aldrei konan mín, ég ætla mér aðra.“ „Hver er það?“ „Það er mitt.“ Samtali lokið - haldið heim að Hóli. Snemma var heimdraganum hleypt á þessum árum. Leið Ingi- gerðar lá til Reykjavíkur, þar sem hún vann um skeið sem „stuepige" hjá Jóni Þorlákssyni landsverkfræð- ingi. Þaðan komst hún í nám í fata- saumi. Hún veiktist af berklum. Var hún eitt ár á Vífilsstöðum og náði fullri heilsu. Þegar Þorsteinn forvitn- aðist um líðan hennar hjá Katrínu móður hennar, sagði hún: „Inga er öll að braggast og það er vegna ástarinnar á þér.“ Þetta sagði Þor- steinn mér síðar og bætti við: „Bless- uð gamla konan.“ Hjónabandsmiðl- un jjömlu konunnar bar árangur. A þessum árum var Þorsteinn önnum kafinn í ungmennafélagsmál- um, við nám í búvísindum á Hvann- eyri og í Noregi. Samband þeirra hófst fyrir alvöru, þegar hann kom heim frá Noregi. Þau giftu sig fyrsta janúar 1926. Hann dreif sig í Kenna- raskólann og lauk þar námi á einum vetri 1926-27 með mestu ágætum. Hún studdi við bakið á honum með fatasaumi. Þorsteinn var sendur af kennara sínum og fræðslumálastjóra Ásgeiri Ásgeirssyni til Vestmannaeyja 1927 þar sem hann skyldi taka við stjórn unglingaskóla. I Vestmannaeyjum varð vettvang- ur þeirra næstu hálfa öldina. Þar vörðu þau starfsævinni, nutu fjöl- skylduhamingju, þoldu sína písl- argöngu og krossfestingu og nutu upprisunnar. Það er lengri saga og meiri en svo, að sögð verði til hlítar í minningargrein. Þau hjón eignuðust fjögur böm og ólu upp eitt fósturbam. Fyrsta bam þeirra var Stefán Vigfús, raf- virkjameistari og kennari, f. 1928. Hann er kvæntur Erlu Guðmunds- dóttur, tækniteiknara og símaverði. Börn þeirra eru: Guðný kennari, g. Magnúsi Hjörleifssyni ljósmyndara, Inga Þóra, fóstra, Helga Björg, meinatæknir, g. Rögnvaldi Guð- mundssyni ferðamálafræðingi, Elfa, húsmóðir, g. Haraldi Júlíussyni vél- tæknifræðingi, og Víðir, raftækni- fræðingur, kv. Elínu Sigurðardóttur snyrtifræðingi. Annað bam þeirra er Kristín Sig- ríður, f. 1930, bankastarfsmaður, g. Sigfúsi J. Johnsen, kennara og félagsmálastjóra. Böm þeirra eru: Þorsteinn Ingi, eðlisfræðingur, pró- fessor, kv. Bergþóm Ketilsdóttur kerfisfræðingi, Árni, stjórnsýslu- fræðingur, framkvæmdastjóri og borgarfulltrúi, kv. Bryndísi Guð- mundsdóttur talmeinafræðingi, Gylfi viðskiptafræðingur og fjár- málastjóri. Maki er Hildur Hauks- dóttir auglýsingastjóri. Margrét, innahússarkitekt, g. Heimi Gunnars- syni málarameistara og Iitafræðingi, Þór, hagfræðingur. Maki er Halldóra Vífílsdóttir arkitekt, og Sif, háskóla- nemi. Maki er Magnús Baldvinsson háskólanemi. Þriðja barn þeirra er Víglundur Þór, f. 1934, læknir, kv. Fríðu Daníelsdóttur kennara. Börn þeirra em: Sigrún rekstrarfræðingur og framkvæmdastjóri, g. Brynjólfi Jónssyni ljósmyndara, Þorsteinn Ingi, iðnaðarverkfræðingur, fram- kvæmdastjóri. Maki er Auður Björg Þorvarðardóttir hjúkrunarfræðing- ur. Víglundur Þór, vélaverkfræðing- ur og Ásgerður Edda, stúdent. Fjórða bam þeirra er Inga Dóra, f. 1946, sjúkraliði, g. Guðmundi Helga Guðjónssyni, bifvélavirkja- meistara og stöðvarstjóra. Börn þeirra em: Ingigerður, sjúkraþjálf- ari, maki er Elías Jóhannesson bif- vélavirki; Guðný Helga, háskóla- nemi, maki er Friðrik Björgvinsson háskólanemi; og Kristín Hrönn, nemi. Sigurður Jóhannsson, bróðir Ingi- gerðar, missti konu sína Þórunni Sigríði Magnúsdóttur 1929 frá þrem ungum bömum. Þau Ingigerður tóku elsta barnið, Önnu Pálínu, f. 1920, í fóstur og dvaldist hún hjá þeim til fullorðinsára. Eiginmaður Önnu er Guðlaugur Guðjónsson, trésmíða- meistari, frá Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum. Eiga þau fjögur böm: Guðjón trésmíðameistara, Sigríði, Guðrúnu og Ingu Hrönn, húsmæður. Þorsteinn vildi breyta heiminum til hins betra og gerði í því. í Eyjum gekk hann á vit nátttrölla, sem ekki máttu sjá alþýðu manna þroskast við menntir og betra líf. „Þú gerir krakkana að aumingjum, Þor- steinn," sagði Trölli, sem sendi böm sín til Reykjavíkur til æðri mennta. Tröllið .stjórnaði líka skoðanamynd- un fólksins og mun hafa átt dijúgan þátt í því, að tveir fyrirrennarar Þorsteins gáfu störf sín við unglinga- fræðslu í Eyjum upp á bátinn. Þorsteinn ætlaði sér annan og meiri hlut. Hann virtist herðast við hveija raun, þoldi háð og spott for- ingjans og lýðsins og þrumaði yfir þeim í ræðu og riti um betri alþýðu- fræðslu, heilbrigða lífshætti, allt frá aflúsun bama upp í áfengisbindindi og allt sem menningu varðaði. Eins og með ásum og víkingúm sást hann oft lítt fyrir og það sveið er hann sveiflaði Mjöllni. Svörun foringjans var ljós og ákveðin. Þessi unglingafræðari, eins og þeir kölluðu hann, og áttí að vera skammaryrði, skyldi hæddur, níddur og plagaður á allan hátt uns hann hyrfí á braut. En hann var ekkert á fömm. Þegar þeir vildu kúga hann með Iægri launum en annars staðar tíðkuðust komu þau hjón sér upp landbúnaði með kúm og garðrækt, áttu nóg fyrir sig og sína og seldu það, sem umfram var. Einn foringinn, sem var illa við Trölla, réð hann verkstjóra við fisk- verkun sína. Þegar alþýðu manna var neitað um fyrirgreiðslu í Bank- anum, stofnaði hann sparisjóð og stjómaði honum sjálfur um áratuga- skeið. Eitt af fyrstu verkum sjóðsins var að bjóða opinberlega lán til fólks, sem vildi loka útikömrum sínum og byggja sér nútíma hreinlætisað- stöðu. Síðan var einstaklingum boðið lán til húsbygginga, nokkuð, sem aðeins var ætlað „heldra fólki“ í Bankanum. Sparisjóðurinn lánaði síðar bæjarfélaginu fé til fram- kvæmda og auðvitað sérstaklega til „gæluverkefna" sparisjóðsstjórans, svo sem til byggingar Gagnfræða- skólans og Safnahússins. Ég er þursinn eineygði sem hendir björgum í átt að húsi þínu og orgar af heift. (Eysteinn Bjömsson) Með hógværum, látlausum kær- leika sínum varði Ingigerður börn sín og hús. Aldrei heyrðist frá henni styggðaryrði um andstæðingana og aldrei hallmælti hún skoðunum þeirra hversu andstyggilegar, sem þær hlutu að vera í hennar augum. Þannig áleit hún sig vemda best andlega heilsu barna sinna. Þau fylgdust hinsvegar með skeytasend- ingum í bæjarblöðum og urðu fyrir föstum skotum á götum úti. Stríðs- móðan bónda sinn umvafði hún þeirri umhyggju og ást sem græddu undir hans og endurnýjuðu þrek hans og viljastyrk. Þannig reis hann upp að morgni búinn til ormstu eins og forðum í Valhöll. Á þessum árum var oft mann- margt á heimilinu. Auk tveggja gamalmenna, móður hennar og fóst- urmóður hans, flykktust á þessum ámm systkinaböm og annað frænd- fólk hjónanna til Eyja til náms. Það var auðvitað talið sjálfsagt - ekkert mál - að taka námfúsa frændur og frænkur inn á heimilið og hjálpa þeim til mennta, þegar illa stóð á hjá aðstandendum. Eg minnist níu unglinga sem þannig dvöldust 1-3 ár hver og oft tvö í einu. Fyrir kom að óvandabundnir unglingar dveld- ust þannig hjá hjónunum og auðvit- að endurgjaldslaust. Þróunin varð jákvæð. Birtu sló á tröllin. Þegar Bjarni Benediktsson varð menntamálaráðherra studdi hann Þorstein með ráðum og dáð við skólastarfið. Ekki er með öllu óvíst að hann hafí talað yfír hausa- mótunum á ráðandi klíkum. Minntist Þorsteinn oft á þetta hlutverk dr. Bjarna og þakkaði honum mikið. Ungir karlar og konur, sem kynnst höfðu störfum Þorsteins í skólanum og utan hans, komu til valda. Við- horfín breyttust. Sól skein í heiði. Hjónin sáu rætast flestar hugsjónir sínar. Nýtt skólahús reis, Sparisjóð- urinn var orðinn að stórveldi, sem þjónaði almenningi og þar með bæj- arfélaginu til hag- og farsældar. Safnahús reis af grunrii með mynd- arlegu húsnæði fyrir Byggðasafnið, en Þorsteinn hafði safnað munum til þess áratugum saman og þau hjón varðveitt það í húsi sínu. Bær- inn hafði breyst til hins betra - mannlífíð vonandi líka. í kvæði til Ingigerðar sjötugrar segir Þorsteinn: Síðan bæði hlið við hlið hlegið, strítt og þolað. Góðum málum lagt oft lið, liðið, sigrað, þolað bið, en aldrei hvikað, vílað eða volað. Hámarki náði umbreytingin 1978 í harla sérstæðum atburði, þegar þau hjónin voru heiðruð og Þorsteinn gerður að heiðursborgara Vest- mannaeyja með pompi og prakt. Hjónin fluttust smám saman til Hafnaríjarðar eftir gosið 1973, sem eyðilagði heimili þeirra. Þú hefur verið lífs míns ljós lang- an ævidaginn ... orti hann til hennar að dauða kominn. Þorsteinn lést 1984. Ingigerður naut góðrar elli, las eftirlætisbækur sínar og stund- aði hannyrðir fram á síðustu stund- ir. Hún fluttist á Hrafnistu í Hafn- arfírði 1992. Þar leið henni vel og lofaði allan viðurgerning og viðmót. Hún veiktist skyndilega að kvöldi 7. desember, hlaut heilaáfall, missti fljótt meðvitund og fékk hægt and- lát aðfaranótt 10 desember. En anda, sem unnast, fær aldrep eilifð að skilið. (J.H.) Víglundur Þór Þorsteinsson. Einn fallegan vordag fyrir 20 árum fór ég fótgangandi með mannsefni mínu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Tilgangur ferðarinn- ar var að kynna mig fyrir ömmu hans og afa. Þessi ferð er mér ógleymanleg. Bæði vegna ýmissa skondinna tilvika sem við lentum í á þessu ferðalagi okkar, en ekki síst vegna þess hve frábærlega vel Inga og Þorsteinn tóku á móti okkur hjónaleysunum. Þau höfðu fyrir stuttu yfírgefið Eyjamar, gosið var í algleymingi og þau höfðu hreiðrað um sig á Hjalla- brautinni í lítilli snoturri íbúð. Það duldist engum sem kynntist þeim hjónum að þar voru sérstakir ein- staklingar á ferð. Lífsstarfíð hans Þorsteins hefði vel getað verið fjög- urra manna verk og þótt gott. Þau hjónin voru einstaklega samrýnd og kunnu vel hvert á annað. „Mikið var ég heppinn að þið komuð,“ sagði afínn kíminn þegar kræsingamar vom bomar á borð og ýjaði að því að annars hefði hann ekkert fengið. Amman brosti bara til hans, lagði hendurnar á axlir hans og vissi bet- ur. Hjallabrautin varð miðstöð vina og vandamanna eins og ég get ímyndað mér að Goðasteinn hafí verið fyrrum. Þangað streymdi fólk sem þyrsti í umræður um bókmennt- ir, pólitík, sögu eða bara frið til að læra undir próf. Allir voru velkomn- ir og allir fóru ríkari í anda sínum og sál frá þeim. Reisn þeirra og virð- ing öðmm til eftirbreytni. Þegar við hjónin bjuggum síðar erlendis í mörg ár var Þorsteinn, fyrir utan föður minn, duglegastur að skrifa okkur línu og lofa okkur að fylgjast með mýmörgum áhuga- málum sínum, greinum sem hann skrifaði í ársrit Vestmannaeyja, Blik, og hvað hún „Inga mín“ var að reyna , að gera eða segja. Aldrei var hún langt undan og undiraldan í lífi hans. Við áttum gamlan mggustól sem þau höfðu gaman af að sitja í og kölluðu galgopastóllinn okkur hinum til skemmtunar. Alltaf var létt á hjalla í kringum þau og yndislegt að vera í návist þeirra. Fáum árum eftir að við fluttum heim kvaddi Þorsteinn þennan heim. Þar varð stórt skarð fyrir skildi. En Inga lét ekki deigan síga. Hún tókst á við nýjar aðstæður af sömu reisn og alltaf einkenndi hana og hélt sér sjálfri heimili nánast til níræðisald- urs. Hún var eins og fjölær jurt sem náði að blómstra einu sinni enn. Ræktarsemi alls hennar fólks og vina sýndi glöggt hvem hug hún átti hjá þeim sem ungengust hana. Hún gaf sér tíma til að pijóna, mála, sauma og hekla og gefa fólkinu sínu. Allir fengu eitthvað á hveiju ári. Handbragðið eins og hjá listakonu. Eljusemi óþijótandi. Nú er Inga öll. Farin eins og hendi sé veifað. En sporin sem hún mark- aði í börnin sín, bamaböm og barna- bamaböm að ógleymdum tengda- bömunum, verða aldrei máð. Horn- steinninn og kjölfestan. Bjartsýnin og göfugmennskan. Það er sælt að hafa átt slíka ömmu. Bergþóra K. Ketilsdóttir. Á fögrum haustmprgni 1976 hitti ég ömmu og afa Árna fyrst. Við höfðum boðað komu okkar en vorum sein, því einu sinni sem oftar þurfti að ýta Volkswagen-bjöllunni hans í gang. Þau tóku á móti okkur, Þor- steinn kankvís með blik í augum og Inga með brosi ungrar stúlku. Okkur var vel fagnað og Þorsteinn lét þau orð falla til dóttursonar síns að það væri nú ekki vel sæmandi að bjóða „konuefni" sínu upp á það að ýta bíl í gang. Fram að giftingu var ég „konuefnið" hans Áma og satt best að segja féll mér það vel og var stolt yfir að vera svona vel tekið. Komur okkar Árna til Þorsteins og Ingigerðar voru tíðar, þvi þó að við værum ung og ég aðeins sautján ára unglingur sóttum við í hlýju móttökurnar og samræðumar sem veittu okkur unga fólkinu þroska og betri lífssýn. Samband þeirra var einstakt. Hann var eldhugi og hún lægði og kynti eldana svo úr varð sinfónía atorku og eljusemi þar sem streng- imir voru hárrétt stilltir. Með þeim var jafnræði á öllum sviðum og upp- lifun að fylgjast með þeirri gagn- kvæmu virðingu og ást sem ríkti þeirra í millum. Þannig fyrirmyndir var gott fyrir hjónaefni að eiga sem veganesti út í lífið. Á ámm okkar í menntaskóla og í Kennaraháskólanum áttum við vísa aðstoð í bókakosti eða samræðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.