Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 45

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 45’ ATVIN N U A UGL YSINGAR Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun og reynslu á sviði stjórnunar. Umsóknir sendist til gjaldheimtustjóra fyrir 7. janúar 1994. Stjórn Gjaldheimtunnar íReykjavík. LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunar- fræðinga á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans. Um er að ræða 100% starf, vakta- vinnu. Aðstoðardeildarstjóra gefst tækifæri til að sækja um barnaheimilispláss og húsnæði. Frekari upplýsingar veitir Anna Ásmunds- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602500. Þroskaþjálfar Stöður þroskaþjálfa við dagdeild barna- og unglingadeildar geðdeildar Landspítalans eru lausar til umsóknar. Dagdeildin sinnir sérhæfðri greiningu og meðferð ungra barna m.a. vegna einkenna ofvirkni, misþroska og einhverfu. Um er að ræða 100% starf, vinnu- tími kl^ 8 til 4. Frekari upplýsingar veitir Anna Ásmunds- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602500. BÆKLUNARLÆKNINGADEILD Skrifstofustjóri Laus er til umsóknar á bæklunarlækninga- deild Landspítalans staða skrifstofustjóra (læknaritara). Starfið felst m.a. í starfs- mannahaldi á skrifstofu, skjalavörslu, ýmiss konar gagnavinnslu auk almennra lækna- ritarastarfa. Jafnframt annast skrifstofustjóri vinnuskipulag og kennslu verðandi læknarit- ara. Öll gagnavinnsla fer fram í Windows- umhverfi og á netkerfi. Starfið er laust frá 1. febrúar 1994 og um- sóknarfrestur er til 27. desember 1993. Umsóknir sendist Halldóri Jónssyni Jr., forstöðulækni, sem veitir einnig frekari upp- lýsingar. LYFLÆKNINGADEILD Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á hjartadeild Land- spítalans, 14-E, sem er21 rúmsdeild. Starfs- aðstaða er góð svo og tækjakostur. Hjarta- deild Landspítalans hefur um áraraðir verið leiðandi í hjúkrun hjartasjúklinga og er deild- in þekkt fyrir styrka stjórn, gott skipulag og fagleg vinnubrögð. í boði er einstaklingsbundin aðlögun í umsjá reynds hjúkrunarfræðings. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, sími 601250 og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, sími 601000/601300. RÍKISSPÍT AL AR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. ^em háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meöferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta.og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni aö leiðarljósi. Vélstjóri Vanur vélstjóri með full réttindi óskar eftir plássi á loðnubát. Fleira kemur til greina. Upplýsingar í síma 91-45146. ' Fiskiðnmaður með full réttindi og með 15 ára starfsreynslu ífrystingu og salti, óskareftirframtíðarstarfi. Upplýsingar í síma 624898. Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða starfsfólk til ígulkera- vinnslu í Reykjavík. Mjög góð vinnuaðstaða. Upplýsingar veitir Kristján í síma 17120 eftir helgi. Atvinna/húsnæði Óska eftir atvinnu og húsnæði í Reykjavík. Vinsamlegast sendið tilboð á þýsku eða ensku á eftirfarandi heimilisfang: Thomas Stuckert, Lessingstrasse 13, D-64407 FR-Crumbach, Þýskalandi. Barngóð kona óskast til að gæta 7 mánaða stúlku á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar í síma 621492 eftir kl. 19.00. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIO A AKUREYRI Laus er til umsóknar 80% staða sérfræðings í svæfingarlæknisfræði við svæfingar- og gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1994. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkra- hússins. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Kr. Péturs- son, yfirlæknir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100. BORGARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Á deild B-4, sem er öldrunarlækningadeild með lyflækningar og bæklunarskurðlækning- ar sem sérgrein, eru lausar stöður til um- sóknar frá 1. janúar 1994. Starfshlutfall sam- komulag. Á deild B-5, öldrunarlækningadeild, er laus staða hjúkrunarfræðings frá 1. janúar 1994, Starfshlutfall samkomulag. Á Hvítabandi, öldrunardeild, er laus staða hjúkrunarfræðings á næturvaktir frá 1. janú- ar 1994. ~ Á Borgarspítalanum vinnur stór hópur hjúkr- unarfræðinga, sem leggur metnað í að veita sjúklingum sem besta hjúkrun. Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu, tækifærum til sí- menntunar og þróun hjúkrunar. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696358. Hjúkrunarfræðingar Ákveðið hefur verið að auka aftur starfsemi skurðlækningadeilda Borgarspítalans í jan- úar' 1994. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til að taka þátt í áhugaverðri uppbyggingu hjúkrunar á deildunum. Eftirtaldar sérgreinar eru á skurðlækningadeildum: Almennar skurðlækningar. Slysa- og bæklunarlækningar. Háls-, nef- og eyrnalækningar. Heila- og taugaskurðlækningar. Þvagfæraskurðlækningar. Frekari upplýsingar veitir Margrét Tómas- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, s. 696364. Háskólakennari Óskum' eftir að ráða háskólakennara til starfa við Samvinnuháskólann á Bifröst. Starfið er afleysingastarf til vors með mögu- leika á fastráðningu. Fræðslusvið: Viðskiptagreinar, t.d. fjármála- stjórn, áætlanagerð og arðsemigreining. Við leitum að viðskiptafræðingi/rekstrarhag- fræðingi eða manni með aðra sambærilega menntun. Nauðsynlegt að viðkomandi geti hafið störf um nk. áramót. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Bifröst 343“ fyrir 24. desember nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Deildarstjóri hreinsunardeildar Gatnamálastjórinn í Reykjavík óskar að ráða í starf deildarstjóra hreinsunardeildar Reykjavfkurborgar. Meginverksvið verður skipulagning og stjórnun sorphreinsunar. Óskað er eftir aðila með verkfræði-, tækni- fræði- eða viðskiptafræðimenntun. Önnur sambærileg menntun kemur einnig til greina. Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega eftir áramót, þar sem starfað verður í fyrstu með núverandi deildarstjóra. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Hreinsunardeild", fyrir 22. desember nk. RÁÐGAKÐURhf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688 MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opiö hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mánudaga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. Á DAGSKRÁ mánudaginn 20. desember kl. 13.00: Jól í skugga atvinnuleysis. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson fjallar um efnið. Kaffiveitingar. Fundarstaður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.