Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 56
Verið tímonlep með jótapóstinn PÓSTUROGSÍMI miKGUNHLAÐIII, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Gráhegri við TJömina GRÁHEGRAR heimsækja landið á hverjum vetri og koma frá nágrannalöndunum austan hafs. Þetta eru stórir fuglar með langan háls og fætur og breiða vængi. Þessi ungi hegri hefur haldið sig í Vatnsmýri nærri Norræna húsinu í heilan mánuð, en það hefur aldrei gerst áður að gráhegri hafí sest að við Reykjavíkurtjörn. Lokaumræða um fjárlagafrumvarpið Lýðveldishátíð kostar 70 millj. RÍKISSTJÓRNIN fyrirhugar að minnast 50 ára afmælis lýð- veldisins með hátíð á Þingvöllum 17. júní á næsta ári. Er gert ráð fyrir 70 milljóna króna framlagi til þessarar hátíðar í breyt- ingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Sú umræða var á dagskrá á Alþingi í gær, laugardag, en í gærdag lá ekki ljóst fyrir hvort tækist að ljúka þingstörfum fyrir jól í gærkvöldi, meðal annars vegna tækni- legra atriða við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Fyrir lá í gær að útgjaldaliður fjárlaga yrði um 114 milljarðar króna en tekjur yrðu tæplega 104,2 milljarðar. Nokkrar breytingar urðu á útgjaldalið fjárlagafrumvarpsins milli annarrar og þriðju umræðu. Meðal annars hefur dómsmálaráð- herra fallið frá áformum um að sameina sýslumannsembætti og héraðsdómaraembætti. Vegna þessa hækka útgjöld ráðuneytisins um tæpar 80 milljón- ir en á móti er m.a. gert ráð fyrir að framlag til byggingar Hæsta- réttarhúss á næsta ári verði lækkað um 20 milljónir. Einnig er ráðgert að lækka rekstrarútgjöld nokkurra sýslumanns- og lögreglustjóraemb- ætta og annarra stofnana ráðuneyt- isins. Tekjur hækka Tekjuáætlun fjárlaga hefur hækkað um 675 milljónir króna frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram f október. Talið er að breyttar þjóðhagshorfur geti skilað ríkissjóði um 300 milljónum króna og bætt innheimta á sköttum fyrirtækja og fleira geti skilað rúmum 560 millj- ónum í tekjuauka. Á móti kemur að áætlaðar skatttekjur lækka um tæpar 200 milljónir, meðal annars vegna þess að fallið hefur verið frá því að leggja virðisaukaskatt á far- gjöld og ferðaþjónustu aðra en gist- ingu. Fjármálaráðherra sagði í gær, að hætt hefði verið við þá skattheimtu, m.a. vegna gagnrýni þingmanna um að vsk. á fargjöld lenti einkum á íbúum dreifbýlis. Enginn skortur á heitu vatni NÓG hefur verið af heitu vatni á veitusvæði Hitaveitu Reykja- víkur það sem af er vetri og ekki ástæða til að óttast vatns- skort, þrátt fyrir kuldakast, að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitusljóra. Mesta álag til þessa var 9. desember síðastlið- inn eða um 540 MW. „Þetta gengur mjög vel,“ sagði Gunnar. „Við höfum nóg af vatni og höfum ekki þurft að grípa til kyndi- stöðvanna." Sagði hann að Nesjavell- ir hafi gert sitt gagn en veitan þaðan var stækkuð um 50 MW í sumar og styrkir það stöðuna enn frekar. Gömlu holurnar Vatnsborð í gömlu holunum í Reykjavík og í Mosfellssveit var orð- ið mjög lágt en hækkaði mikið í sum- ar. Sagði Gunnar að talsvert hafi verið farið að draga niður í holunum enda var hart gengið að þeim. Þær náðu sér þó fljótlega á strik og er ástand þeirra nú mjög gott. Bergvík VE strandaði í Vaðlavík í vitlausu veðri BERGVÍK VE 505, 137 tonna bátur með 5 mönnum, sem gerð- ur er út frá Fáskrúðsfirði, strandaði laust fyrir kl. 11 í gærmorgun í Vaðlavík, norðan Reyðarfjarðar. Vitlaust veður var á þessum slóðum í gærmorg- un. Tveir bátar komu fljótlega á strandstað, grænlenska loðnu- skipið Ammasat og Guðrún Þor- kelsdóttir. Þegar blaðið fór í prentun hafði tekist að koma línu úr grænlenska togaranum yfir í Bergvíkina en illa gekk að koma vír á milli. Björgunar- sveitir voru á leið frá Eskifirði og Neskaupstað. Þyrla Land- helgisgæslunnar lagði af stað austur á þriðja tímanum í gær. Skipið strandaði um 150 metra frá landi og samkvæmt upplýsing- um Hálfdáns Henryssonar hjá Slysavarnafélagi íslands átti að reyna að ná skipveijum úr Berg- víkinni í land. Veður og færð settu þó strik í reikninginn og töfðu fyrir aðgerðum. Liggur þvert á víkina Sveinbjöm Jóhannsson, skip- stjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur, var í sambandi við skipveija Bergvík- urinnar og fylgdist með aðgerðum. Hann sagði að Bergvíkin lægi uppi í fjörunni þvert fyrir víkina, sneri með bakborðshliðina upp í vindinn og veltist sitt á hvað. „Það brýtur mikið yfir hann, það er svo agalegt rok hérna, mikill sjór, sem hefur aukist síðan við komum,“ sagði Sveinbjörn. Batunnn BERGVÍKIN er 137 rúmlesta stálbátur smíðaður í Noregi 1960 og yfirbyggður 1986. Seyðisfjörður jf >7 .-------. / Barðsneshorn Neskaupstaður/ ~ Sondvík Eskifjörðurjl ,/ ~) Gerpir 'f Víkujvl' heiðj - • '^T^Vaðlavtk 1VE 505 strandaði í Vaðlavík Skrúður 10km Tollalækkun vegna GATT meiri en ráð var fyrir gert TOLLAR á sjávarafurðum munu lækka um 30% hjá ýmsum mikilvæg- um viðskiptaþjóðum Islands, s.s. Bandaríkjunum og Japan, þegar GATT-samningurinn tekur gildi 1995, segir Þorsteinn Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann segir að það sé meiri lækkun en talið var að næðist fram. Þorsteinn segir að auk þessara tollalækk- ana hafi verulegar tollalækkanir verið samþykktar á ýmsum öðrum útflutningsvörum íslendinga, s.s. tækjabúnaði fyrir sjávarútveg. Enn á eftir að reikna nákvæmlega hvaða áhrif þessar lækkanir hafa fyrir út- og innflutning hérlendis og segir Þorsteinn að það muni skýrast betur á næstunni. Þó sé staðfest með samkomulaginu að sérákvæði í gildandi samningi um viðskipti með landbúnaðarvörur muni falla niður, og feli samkomulagið í sér að ekki verður lengur heimilt að beita sér- reglum í GATT-samningunum. Ein- göngu verði heimilt að beita tollum en ekki öðrum viðskiptahindrunum, s.s. magntakmörkunum, í viðskipt- um með landbúnaðarvörur. Tollar eigi síðan að lækka í áföngum á sex ára tímabili. Einnig verði spunavörur teknar inn í nýja samninginn og þær felldar undir alþjóðaviðskiptastofn- unina (Multilateral Trade Organiz- ation) sem stofnuð verður sam- kvæmt hinum nýja samningi eftir 10 ára aðlögunartíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.