Morgunblaðið - 26.01.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.01.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 15 Eflum borgarstj órnar- flokk sjálfstæðismanna eftirBjörn Bjarnason Kosningabaráttan sem hefst brátt hér í Reykjavík verður að venju rekin á mjög neikvæðum forsendum af hálfu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Nú ber raun- ar svo við að þeir eru allir að beij- ast við það í veikleika sínum að sameinast í því skyni að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum í höfuðborginni. Vinstrisinnar í Reykjavík sameinast ekki um já- kvæð málefni heldur um það eitt að komast til valda með því að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn. Reykvíkingar hljóta að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir falla fyrir hinum neikvæða boðskap andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Um þessar mundir gefst tækifæri til að treysta varðstöðuna gegn því að höfuðborgin falli í vinstri hendur og felst það í þátttöku í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fer fram 30. og 31. janúar, þar sem kjósa má fæst 10 en flest 12 frambjóðendur. Mörgum kann að þykja erfitt að velja úr þeim ágæta hópi fram- bjóðenda sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Forystusætið er ör- uggt hjá Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra, um það eru allir sam- mála, sem til prófkjörsleiksins ganga. Um önnur sæti keppa margir. Mestu skiptir að sjálf- sögðu að við val á listann hafi menn fjölbreytni í huga í samræmi við hið breiða fylgi sem stendur að baki Sjálfstæðisflokknum í höf- uðborginni. Til þess að standa þannig að vali á listann skortir kjósendur í prófkjöri sjálfstæðis- manna ekki forsendur. Farsæl verkaskipting Sjálfstæðismenn hafa við skip- an manna í hin kjörnu forystu- störf í Reykjavík gengið þannig til verks að þeir hnika, þegar því er að skipta, frá hefðbundnum hugmyndum þeirra sem vilja draga menn í dilka eftir kynferði eða áhugasviði vegna starfa og Björn Bjarnason. „Reykvíkingar hljóta að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir falla fyrir hinum neikvæða boð- skap andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins. “ menntunar. Þannig hefur Páll Gíslason læknir og forystumaður í baráttunni fyrir bættum hag aldraðra verið í formennsku í stjórn veitustofnana borgarinnar, Guðrún Zoéga verkfræðingur hef- ur verið formaður félagsmálaráðs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lög- fræðingur sinnt skipulagsmálum. Nú býður sig fram í fyrsta sinn Inga Jóna Þórðardóttir viðskipta- fræðingur, sem hefur mikla reynslu af því að bera ábyrgð á stefnu og störfum stórs opinbers fyrirtækis eftir formennsku í út- varpsráði. Fáir hafa sinnt vandasamari trúnaðarstörfum fyrir borgar- stjórnarflokk sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að líða en Árni Sigfússon, sem er fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags ís- lands. Hann hefur verið í forystu í skólamálaráði og í stjórn Borgar- spítalans og sýnt á báðum stöðum að hann er farsæll við töku ákvarð- ana á viðkvæmum sviðum. Árni hefur staðfest með störfum sínum að nútímalegar aðferðir í stjórnun falla vel að skóla- og heilbrigðis- málum. Er brýnt að geta nýtt sér starfskrafta manns með slíka reynslu, þegar rætt er um að flytja fleiri verkefni frá ríki til sveitarfé- laga. Greiðum atkvæði Hér hafa verið nefnd nöfn nokk- urra frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna sem hafa verið farsælir við stjórn opinberra mála í umboði borgaranna. Margir fleiri prýðilega hæfír einstaklingar gefa kost á sér til starfa fyrir Reykvík- inga í prófkjörinu á sunnudag og mánudag. Yfir frambjóðendum er í senn ferskleiki og festa eins og kom fram, þegar þeir fluttu kynn- ingarræður á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Ekki er með nokkru móti unnt að kvarta undan því að ekki sé nægileg breidd í þessu prófkjöri. Eitt er víst að fjórir vinstri flokkar geta ekki kynnt jafnbreiðan hóp, þótt þeir leggi allir í púkkið. Nú dregur að því að við kjósend- ur tökum af skarið. Það er fjöl- mennur hópur, sem frambjóðend- urnir skírskota til í kosningabar- áttunni. Við eigum að verða við kalli þeirra og fara á kjörstað. Með því drögum við sjálfstæðis- menn fyrstu víglínuna í baráttunni við vinstri menn um stjórn Reykja- víkurborgar. Við gerum það á já- kvæðan hátt með hag borgarbúa að leiðarljósi en ekki með neikvæð- um formerkjum í þeim eina til- gangi að ná völdum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÞAÐ SKIPTIR MÁLI! eftir Ing-u Jónu Þórðardóttur í umræðum að undanförnu hef- ur mikið farið fyrir væntanlegu framboði vinstri aflanna í Reykja- vík við borgarstjórnarkosningarn- ar í vor. Eina sem vinstri menn geta sameinast um er heiftin í garð Sjálfstæðisflokksins. Málefn- in virðast koma þar langt á eftir. Það sem er athyglisvert í sam- bandi við þennan nýja bræðing er að frumkvæðið virðist að miklu leyti koma frá Kvennalistanum sém þar með staðsetur sig með ótvíræðum hætti í íslenskri pólitík. Sérstaða hans er þar með fyrir bí - eða var hún ef til vill meiri í orði en á borði? Nú er allur efi blásinn í burtu og Kvennalistinn kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Reykvíkingar þekkja stjórnar- hætti vinstri manna af eigin raun. Á árunum 1978-1982 ríkti hér stöðnun og þróun borgarinnar var þröngur stakkur sniðinn. Vinstri menn byggðu á því allan sinn stjórnartíma að íbúafjöldi borgar- innar mundi standa í stað eða dragast saman og uppbygging og fólksfjölgun ætti þess í stað að verða hjá nágrannasveitarfélögun- um. Lítið framboð var á lóðum og umdeilt punktakerfi sett á laggim- ar til að úthluta því sem til skipt- Inga Jóna Þórðardóttir „Vinstri öflin sækja nú að Sjálfstæðisflokknum á nýjum forsendum.“ anna var. Skammsýnin og fyrir- hyggjuleysið var allsráðandi en frumkvæði og framfaravilji fólks- ins heftur. Reykvíkingar voru fljótir að taka til sinna ráða og í kosningunum 1982 fékk Sjálf- stæðisflokkurinn meirihluta at- kvæða á nýjan leik. Það skiptir nefnilega máli hveij- ir stjórna og það er ekki bara spurning um persónur heldur um þá grundvallarstefnu og lífsviðhorf sem flokkar byggja á. Sterk staða Reykjavíkurborgar og traust með- ferð mála sýnir hvers Sjálfstæðis- flokkurinn er megnugur þegar hann er einn við völd. Þá sést í verki sú stefna sem Sjálfstæðis- flokkurinn byggir á, trúin á mann- inn og framtak hans, vilji til fram- fara samfara bjartsýni og stórhug og umfram allt virðing fyrir ein- staklingnum og því lífí sem hver og einn á rétt á að lifa. Vinstri öflin sækja nú að Sjálf- stæðisflokknum á nýjum forsend- um. Framundan er erfið kosninga- barátta sem kallar á sterkt og sameinað lið. Prófkjörið um næstu helgi er fyrsti þáttur hennar og þá skiptir máli hvernig liðið verður valið. Þá verður hver og einn að stilla upp þeim framboðslista sem hann í raun telur sigurstrangleg- astan miðað við þessar nýju for- sendur. í framhaldi af því munu sjálfstæðismenn snúa bökum sam- an allir sem einn og hrinda áhlaupi vinstri manna í vor. Höfundur tekurþátt íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík. PROFKJÓR SJALFSTÆÐISMANNA 5.- sæi Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 S? 88 30 44 • 88 30 45 Opið 13-22. Allir velkomnir! Hæfar konur til forystu - veljum Guðrúnu Zoéga borgarfulltrúa í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla 8., 2. hæð. Opið kl. 14-22 virka daga og 13-18 um helgar. Símar 684490 og 684491. Kosningaskrifstofa Gunnars Jóhanns Birgissonar vegna prófkjörs í Reykjavík er ó Grensósvegi 8, símar 883244 og 883248. Gunnar Jóhann í 4. sæti. Stuóningsmenn i 5. sæti Kosningaskrifstofa Sveins Andra Sveinssonar, borgarfulltrúa, Suðurgötu 7, er opin á milli kl. 9.00 og 24.00. Sjálfstæðismenn velkomnir. Símar 17260 - 17214 Siuóningsmenn. - Fiumkvæði - Framkvæmdavilji - Áiangur - Svein Andra Sjálfstæóismenn i Reykjavik Kosningaskrifstofa Þórhalls Jósepssonar er á Laugavegi 178. Símar 19260,19263,19267. Opift kl. 13.00-22.00, laugardag kl. 13.00-18.00. 4.-6. sæti. Allir sjólf stæðismenn veikomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.