Morgunblaðið - 26.01.1994, Side 16

Morgunblaðið - 26.01.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 Morgunblaðið/Kristinn Börnin BÖRN og starfsfólk á barnaspítala Hringsins. Árið 1957 var stofnuð barnadeild á Landspítala en átta árum siðar fluttist starfsemin í núverandi húsnæði og hefur spítalinn verið kenndur við Hringinn síðan. Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins er Víkingur Árnason, prófessor. Kvenfélagið Hringnrinn nírætt Safnað af krafti fyr- ir nýjum bamaspítala KVENFÉLAGIÐ Hringurinn er nírætt í dag. 26. janúar árið 1904 komu 45 konur saman í Reykjavík til að stofna félag sem fékk það markmið að aðstoða bágstaddar sængurkonur með mjólkurgjöfum og barnafatnaði. Formaður Hringsins og helsta driffjöður fjóra fyrstu áratugina sem kvenfélagið starfaði var Kristín Vídalín Jakobsson, undir hennar stjórn varð það jafn öflugt líknarfélag og raun ber vitni í dag. Síðan Kristín lét af embætti hafa sjö konur gegnt stöðu for- manns og leiðir Elísabet Hermannsdóttir félagið í dag. Nú eru rúm- lega 300 meðlimir f Hringnum. „Kristín var afskaplega merkileg kona,“ segir Elísabet um frumkvöð- ul félagsins í samtali við Morgun- blaðið. „Hún fór fyrst íslenskra kvenna utan til listmálaranáms, og lærði í Kaupmannahöfn. Örbirgð sú og bágar aðstæður fólks sem hún varð vitni að sumstaðar í þeirri borg, snertu hana mjög. Hún veikt- ist síðan mjög alvarlega óg gaf í veikindum sínum það heit að styrkja sjúklinga og fátæklinga ef hún næði heilsu að nýju. Þáttur í upp- fyllingu þessa loforðs var að stofna Hringinn. Það hefur verið talað um að þetta hafi verið saumaklúbbur í byijun og sjálfsagt er það rétt, en tveimur árum eftir stofnun fara þær að hugsa sitt ráð og vilja láta eitt- hvað gott af sér leiða. Þær hófu að hjálpa sængurkonum og kynnt- ust öðrum erfiðleikum og eymd í gegnum þær.“ Upphafleg markmið Hringsins riðluðust snemma þegar neyð berklasjúklinga á fyrstu ára- tugum aldarinnar varð lýðum ljós. Greiddi Hringurinn iðulega legu- kostnað fyrir fórnarlömb þessa skæða sjúkdóms ásamt því að styrkja þau með peningagjöfum, ráðum og dáðum eftir að vistinni á berklahælinu lauk, svo eitthvað sé nefnt. Þegar berklavarnarlögin komu til framkvæmda árið 1921 öxluðu stjómvöld legukostnað sjúklinga en eftir sem áður áttu berklasjúklingar, enn veikburða eft- ir stríðið við sjúkdóm sinn, í fá hús að venda. Hringurinn leysti þennan vanda með byggingu fyrsta hress- ingarhælis landsins, sem vígt var árið 1926 á jörðinni Kópavogi fyrir 25 sjúklinga. Samhliða rekstri hæl- isins stunduðu þær búskap á jörð- inni til að afla rekstrinum fjár, og stóð þessi tvíþætta starfsemi í blóma um langt árabil og studdi annar þátturinn hinn. Þáttaskil hjá Hringnum „Árið 1939 treystu Hringskonur sér ekki til að reka hressingarhælið eins og staðan væri orðin, því vönt- unin á sjúkrarúmi fyrir rúmleggj- andi sjúklinga var slík að hælið var í raun tekið undir þá. Þá gáfu þess- ar makalausu konur, sem höfðu af stórhug byggt þetta upp frá grunni, ríkinu Kópavogshæli. Á þessum ámm verða þáttaskil í starfsemi félagsins og árið 1942, í heimsstyij- öldinni miðri, ákváðu þær að beita sér fyrir að koma upp barnaspítala í Reykjavík, en þá var enginn slíkur hérlendis. Börnin lágu innan um fullorðna á öllum deildum og þetta vantaði einfaldlega," segir Elísabet. Hringskonur hófu söfnun fjármuna með margskonar uppákomum og urðu frægar fyrir árlegar leiksýn- ingar sínar og skemmtanir á þeim tíma þegar ekki var mikið um dægrastyttingu í Reykjavík. „Þetta var mikil upplyfting fyrir bæjarlífíð. Leiksýningarnar önnuðust þær al- farið sjálfar, léku karlhlutverkin sjálfar og sinntu öðrum þeim störf- um sem þurfti. Síðan héldu þær skemmtanir á stríðsárunum í Hljómskálagarðinum á sumrin sem heimildir segja að hafi verið meiri- háttar í sniðum. Önnur fjáröflun voru hlutaveltur, basarar, sala sam- úðarkorta og aðrar safnanir. Allt gekk þetta út á að safna fjármunum til að reyna að láta þá ósk rætast að reisa barnaspítala. Þær stofnuðu Barnaspítalasjóð Hringsins og pen- ingarnir runnu þangað eins og þeir gera enn í dag. Upphaflega ætluðu þær sér að byggja sjúkrahús upp á eigin spýtur og hófu jafnvel leit að byggingu sem hægt væri að breyta í því skyni að reka þar sjúkrahús. Vegna kostnaðarins einkenndi held- ur mikil bjartsýni þessi áform og þær þurftu að taka iipp samvinnu við opinbera aðila. Árið 1957 var stofnuð barnadeild á efstu hæðinni í gamla Landspítalahúsinu þar sem hjúkrunamemar höfðu aðsetur á sínum tíma. Hringskonur sáu þá um allan húsbúnað, gáfu rúmin, sængurfatnað og annað sem til þurfti," segir Elísabet. Ósérplægin vinna Árið 1965 fluttist umönnun sjúkra barna í núverandi húsnæði og fékk um leið nafnið Barnaspít- ali Hringsins. Þá lögðu Hringskonur fram 10 milljónir króna, eða hátt í 100 milljónir kr. að núvirði. Æ síð- an hafa Hringskonur verið dygg- asti stuðningsaðili spítalans. Osér- plægin framlög þeirra em orðin mörg og m.a. verið fólgin í áhöldum og tækjum fyrir ótaldar milljónir króna sem em notuð við greiningu Umferðarráð tuttugu og fimm ára Bauaslysum fækk- ar þrátt fyrir tvö- falt meiri akstur BANASLYSUM í umferðinni fer fækkandi þrátt fyrir að fjöldi ekinna kílómetra hafi tvöfaldast undanfarin ár. Þetta kom fram ávarpi dóms- og kirkjumálaráðherra Þorsteins Pálssonar á tuttugu og fimm ára afmæli Umferðarráðs sem haldið var í fyrradag. Afmælisfundurinn var haldinn í húsnæði Umferðarráðs og var sóttur af ráðamönnum og starfsmönnum öðrum sem lagt hafa hönd á plóg til þess að efla ör- yggi ajmennings og umferðarmenningu í gegnum tíðina. Þórhallur Ólafsson formaður Um- ferðarráðs flutti setningarávarp og kom meðal annars fram að banaslys í umferðinni hefðu verið 23 að meðal- tali síðastliðin fimm ár og sautján á síðasta ári. Sagði hann einnig að markmiðið væri að fækka slysum enn frekar því þótt eitt banaslys yrði á ári væri það einu slysi of mikið. Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ávarp og Iýsti þætti Umferðarráðs í því að efla öryggi borgaranna í gegnum tíð- ina. Ráðherra sagði keppikefli að ná kostnaði vegna umferðarslysa niður og benti á að þótt fjöldi ekinna kíló- metra hefði tvöfaldast hérlendis und- anfarin ár hefði banaslysum farið fækkandi. Þorsteinn Pálsson sagði Umferðarráð sífellt vera að eflast til nýrra átaka og ætlunin væri að auka tengsl milli ökumanna, Umferðar- ráðs og foreldra. Yrði vitundin um öryggi í umferðinni meðal annars aukin með því að nýta heimild um- ferðarlaganna til þess að leyfa ungl- ingi að keyra bifreið, til dæmis í eigu fjölskyldunnar í sex mánuði áður en Afmælisfundur ÞÓRHALLUR Ólafsson formaður Umferðarráðs flytur setningarávarp. Frá vinstri: Valgarð Briem, Berta Briem, Siguijón Sigurðsson, Sigríður Kjaran, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra, Ólafur Walter Stefánsson, Óli H. Þórðarson og Einar B. Pálsson. til eiginlegs ökunáms kæmi. Tilgang- urinn væri viðbótarþjálfun öku- mannsins tilvonandi sem skyldmenni gæti til dæmis haft með höndum. Hyggst ráðherra leggja fram tillögu ti! þingsályktunar um stefnumótum í umferðaröryggismálum á sem breiðustum vettvangi. Viðurkenningar Ennfremur voru veitt gullmerki Umferðarráðs fyrir sérstaklega merk störf á sviði umferðaröryggismála og komu þau í hlut Arinbimi Kol- beinssyni og Einari B. Pálssyni. Á afmælisfundinum var margvísleg önnur dagskrá og til dæmis lék Auð- ur Hafsteinsdóttir fiðluleikari tvö síg- aunalög í upphafi dagskrár, að eigin sögn til þess að hækka blóðhita af- mælisgesta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.