Morgunblaðið - 26.01.1994, Page 17

Morgunblaðið - 26.01.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 17 Morgunblaðið/Þorkell Stjórn Hringsins STJÓRN og varastjórn Hringsins; neðri röð f.v. Borghildur Fenger, varaformaður, Elísabet Hermannsdóttir, formaður og Birna Björns- dóttir gjaldkeri. Efri röð f.v. Guðrún Jörgensen, ritari, Vilborg Krist- jánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, yfirhjúkrunarkona á vöku- deild Barnaspítalans, Herdís Guðmundsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, meðstjórnandi. Einnig situr Steinunn Lárusdóttir í stjórn félagsins. og meðferð veikra barna. Ekki er ofsögum sagt að án stuðnings þeirra hefðu framfarir innan Barna- spítala Hringsins ekki verið jafn stórstígar og staðreyndir leiða í ljós, s.s. á sviði skyndivaktaþjónustu Barnaspítalans, nýburalækninga og krabbameinslækninga, svo fátt eitt sé nefnt. Börn sem hafa komist þar til bata, aðstandendur þeirra og starfsfólk Barnaspítalans hafa ít- rekað þakkað Hringskonum fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Tekju- lindir sem gerðu þennan stuðning mögulegan eru aðallega sprottnar úr árlegri kaffisölu Hringsins, kortasölu, happdrætti og framlög- um einstaklinga og fyrirtækja til þeirra verkefna sem Hringskonur setja á oddinn hveiju sinni. „Fleiri hafa munað eftir okkur gegnum tíðina en hægt er að geta um í stuttu spjalli. Þeir hafa fært okkur peningagjafir, jafnvel arfleitt okkur að eignum,“ segir Elísabet. „Allt byggist á velvilja almennings sem hjálpar okkur til að hjálpa börnun- um, og við höfum alltaf gætt þess að öll fjáröflun renni í Barnaspítala- sjóð Hringsins sem fjármagnar tækjakaup fyrir spitalann og annað það sem þörf krefur á hverjum tíma. Kvenfélagið Hringurinn fær aðeins árgjöld kvennanna sem í félaginu eru, en öll vinna þeirra og hver króna sem hún skilar rennur í þágu spítalans." Sem dæmi um þetta má nefna að Hringurinn tækjavæddi alger- lega vökudeild Barnaspítala Hringsins á sínum tíma, sem hýsir nýbura. Árið 1991 runnu um 6 milljónir króna úr Barnaspítalasjóði Hringsins til barnaspítalans og um 11 milljónir 1992. Það ár gáfu Hringskonur gjörgæslukerfi á vökudeild Barnaspítalans og ferða- gjörgæslukerfi fyrir ófullburða ný- bura, sem er gríðarlegt tæki, nán- ast eins og lítið, hreyfanlegt sjúkra- hús. Framtíðardraumurinn Segja má að Hringskonur leggi stolt sitt í að búa Barnaspítala Hringsins góðum og aðkallandi tækjum en helsta baráttumál þeirra um langt skeið hefur þó verið að reisa nýja barnaspítalabyggingu, ■sem orðin er brýn með þeim breyt- ingum sem orðið hafa á þjónustu við veik börn á seinustu áratugum. Einkum og sérílagi þar sem núver- andi húsnæði er ekki sérhannað með börn í huga. Nú þegar liggur fyrir viljayfirlýsing stjórnar Ríkis- spítalanna þeim málstað til stuðn- ings. „Framtíðardraumur okkar er að barnasjúkrahús verði reist á Landspítalalóðinni, helst sem næst fæðingardeildinni, því þetta tengist allt,“ segir Elísabet. „Við viljum fá að ieggja lóð okkar á vogarskálar sjúkrahúss sem miðast að öllu leyti við þarfir barna og allar þarfir, lika geðsjúkra barna. Við tókum þátt í að geðdeild fyrir börn var tekin í gagnið á Dalbraut 1971 og það er afar æskilegt að þetta sé allt undir sama þaki. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdir hæfust á þessu ári, en það er áreiðanleg of mikil bjartsýni. Við vonum þó að skriður komist á undirbúning í ár og fullkomið barnasjúkrahús muni síðan rísa sem allra fyrst, helst fyrir aldarafmæli Hringsins," segir Elísabet. I tilefni af stórafmæli sínu efna Hringskonur ásamt mökum og sér- stökum gestum til afmælisveislu á Hótel Borg, laugardaginn 29. jan- úar nk., og verður þar ýmislegt gert til hátiðabrigða. Framkvæmdastjóri Hafnarbakka Markaðsöflin eru að verki á saltmarkaðnum BRAGI Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hafnarbakka, segir að hin fijálsu markaðsöfl séu að verki á saltmarkaðnum og það sé ekki rétt að tala um undirboð í því sambandi, en í frétt í Morgunblaðinu á laugardag segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Saltkaupa, að Hafnarbakki stundi undirboð á salti. Bragi sagði að þessi fyrirtæki hefðu verið að takast á á þéssum markaði mörg undanfarin ár, það væri ekkert nýtt. Hann sagði að það væru Salt- kaup sem væru að reyna að sækja á á markaðnum og því væri aug- ljóst að þeir væru að lækka verðið til þess að ná aukinni markaðs- hlutdeild. Menn næðu aukinni markaðshlutdeild með því að lækka verð og það væri einmitt það sem Saltkaup hefði gert. „Þeg- ar tekist er á um svona hluti má búast við að það komi fram ásak- anir á víxl um undirboð, en þetta er nú bara hinn fijálsi markaður," sagði Bragi. Hann sagði að verðlagning á salti væri flókið mál og færi til dæmis eftir svæðum og pakkning- um og verðflokkarnir væru marg- ir. Saltkaup hefði boðið lægra verð á ákveðnum vöruflokkum og því hefði Hafnarbakki þurft að mæta með verðlækkun til að halda sinni stöðu á markaðnum. „Þeir telja sig geta selt á þessu verði sem var lægra en okkar verð. Við höf- um reynt að halda okkar viðskipt- um og gerðum það með ákveðnu kostnaðaraðhaldi og það er ekki hægt að tala um nein undirboð í því sambandi. Þetta er bara fijáls samkeppni og þeir treysta sér ekki til að mæta því verði sem við erum með. Það má lesa það út úr þess- ari frétt,“ sagði Bragi ennfremur. Samtök fiskvinnslustöðva um tillögur um tilboðsmarkað fyrir aflamark Minni hagræðing, hærra hrá- efnisverð og atvinna skerðist NÁI tillögur um Kvótaþing fram að ganga munu þær vinna gegn þeirri hagræðingu sem unnið hefur verið að í fjölmörgum sjávarútvegsfyrir- tækjum undanfarin misseri. Þær munu einnig geta leitt til hækkunar hráefnisverðs og samdráttar í fiskvinnslu og atvinnu víðs vegar um land með tilheyrandi byggðaröskun, að því er segir í umsögn Samtaka fiskvinnslustöðva um tillögurnar. Samtökin sendu sjávarútvegsráð- herra umsögn sína á mánudag, vegna hugmynda um tilboðsmarkað fyrir aflamark, eða svokallað Kvóta- þing. Nefndar eru fimm ástæður þess að þau eru andvíg tillögunum. í fyrsta lagi segja samtökin að tillögurnar gangi þvert á yfirlýsingu sjómanna og vinnuveitenda í gildandi kjarasamningi. Þar segi að óheimilt sé að draga útlagðan kostnað vegna leigu og kaupa á aflaheimildum frá heildarsöluverðmæti aflans áður en skiptaverð til sjómanna sé reiknað og að yfirlýsingin hafi engin áhrif á fijáls viðskipti útgerðarmanna sín á milli með aflaheimildir, né samninga einstakra útgerða við kaupendur um fiskverð. Verði farið að tillögunum sé gengið gegn þessari yfirlýsingu, það gert ómögulegt sem þar er heim- ilt en ekki tekið sérstaklega á því sem óheimilt er og telja megi að ein- hveiju leyti undirrót verkfalls sjó- manna í ársbyijun. I öðru lagi skapi tillögur nefndar- innar mikla óvissu fyrir ijölmörg sjávarútvegsfyrirtæki sem hafi geng- ið í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu með tilheyrandi eigna- sölu til að lækka skuldir. Þessi fyrir- tæki hafi 'sum hver dregið saman í útgerð með fækkun eigin fiskiskipa en haldið eftir meirihluta kvótans, en önnur beint skipum sínum að veið- um á utankvótategundum. Tekist hafi að lækka skuldir jafnframt því að hægt hafi verið að halda uppi nær fullri atvinnu starfsfólks með samn- ingum við útgerðir á grundvelli tonns á móti tonni eða að fyrirtæki hafi nær alfarið lagt til veiðiheimildir. Lækkun heildarskulda, meira hráefni til vinnslu og aukið atvinnuöryggi fiskvinnslufólks hafi verið lykilatriði. Tillögur um tilboðsmarkað gangi gegn öllum þessum meginatriðum í hagræðingu fyrirtækjanna. I þriðja lagi geti hugmyndirnar leitt til hækkunar hráefniskostnaðar hjá fiskvinnslunni. Erfitt sé að reikna út áhrif uppboðsmarkaðar á verð- lagningu leigukvóta en viðbúið sé að á tímum lítils framboðs muni þetta leiða til hækkunar. Flutningum á aflaheimildum innan sjávarplássa, fyrir utan viðskipti innan sömu út- gerðar og slétt skipti, verði stefnt í fullkomna óvissu. Þessi viðskipti hafi átt sinn þátt í grundvelli rekstrar fyrirtækja á viðkomandi stöðum og atvinnu starfsfólks. Ástæða sé eink- um til að hafa áhyggjur af þessum þætti í minni og veikburða sjávar- plássum. Þrátt fyrir að skiptar skoð- anir hafi verið um núverandi kvóta- kerfi hafi flestir verið sammála því að lykilatriði í því hafi verið frjálst framsal á veiðiheimildum. Tillögur nefndarinnar takmarki mjög þessi viðskipti. í fjórða lagi muni tilboðsmarkaður auðvelda erlendum aðilum aðgang að aflaheimildum og ýta undir út- flutning á óunnum fiski. í fimmta lagi gangi þessar tiliögur þvert á frumvarp sjávarútvegsráð- herra um breytingar á lögum um stjórn fískveiða þar sem gert sé ráð fyrir að fiskvinnslustöðvar gefi flutt til sín aflahlutdeild. Prófkjör Sjálfstœðisflohksins STERKAforys Ingu Jónu I sætio Stuðningsmenn Skrifstofa stuðningsmanna - vesturgötu 2, (Álafossnusinu) ■ simar 16560 og 16561 * opið 10-22 -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.