Morgunblaðið - 26.01.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.01.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐyiKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 31 Hrefna Jensen - Minning Fædd 14. júní 1915 Dáin 4. j;inúar 1994 Er ég heyrði lát Hrefnu vinkonu minnar, tóku minningarnar að ryðj- ast fram. Hrefna var sannkölluð hetja. Hennar lífsganga var ekki öll dans á rósum, en hún tók á vandan- um og barðist til sigurs. Og þá er fyrst að horfa til sólskinsdaga æsk- unnar er við eyddum saman. Ég var átta ára er ég fluttist með foreidrum mínum út á Hlíðarenda. Þar komst ég strax í kynni við þijár jafnöidrur mínar, og urðum við strax algjörar samlokur, stutt á milli húsa og átt- um við innangengt hver hjá ann- arri. Við lékum okkur alltaf allar saman, gengum saman frá fjöru til fjalla, og er við hófum skólagöngu áttum við allar fjórar samleið og vorum ætíð fjórar samferða í og úr skóla, lásum saman og kepptumst Magnús Finnbogason var vænsti maður og þótti efnilegur málvísinda- maður í háskóla. Meistaraprófsrit- gerð hans fjallaði um heiti í norrænu og íslensku skáldskaparmáli til 1400. Hann var hins vegar einn þeirra mörgu sem i brauðstriti kreppuáranna hlutu að takast á hendur störf sem þeir voru ekki hvað best náttúraðir fyrir en urðu samt að ævistarfi. í hans dæmi var það kennsla í framhaldsskólum. Lengst var var Magnús kennari við Menntaskólann í Reykjavík eða frá 1941 til 1972 og sá meira en nokkur annar um íslenskukennslu í efstu bekkjum skólans allan fimmta áratuginn og langt fram á hinn sjötta. En hann var fyrst og síðast málfræðingur og leit á bókmennta- texta frá því sjónarmiði. Kennsla hans í 6. bekk var til að mynda aðallega í því fólgin að greina eddu- kvæði í setningahluta. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert í málvísindum en einstæða kennarahæfileika þarf til að gera slíkt efni áhugavert fyrir fjölda fólks undir tvítugu. Þá náðar- gáfu hafði Magnús því miður ekki. Afleiðingin virtist blátt áfram sú að á þessu tímabili lögðu miklu færri nemendur frá MR stund á íslensk fræði í háskólanum heldur en frá Akureyri og Laugarvatni. Þetta hlut- fall breyttist ekki fyrr en þeir Jón Guðmundsson og Þórhallur Vil- mundarson fóru að láta til sín taka við kennsluna í 5. og 6. bekk. Magnús var að öðru leyti gull af manni og einkar skemmtilegur á kennarastofum ef hann var rétt skil- inn. Hann var einhver indælasti ihaldsmaður með barnshjarta sem unnt var að kynnast. Honum þótti óskiljanlegt að blaðamenn skyldu halda áfram að fara rangt með eftir að hann hafði bent á málvillur í þættinum „Daglegt mál“ í útvarp- inu. Honum var svo bölvanlega við komuna að hann vildi ekki ganga í Félag íslenskra fræða af því að hon- um fannst þar vera of margir „rauð- kembingar" í forystu. Samt gat hann fundið Stalín það til málsbóta að aldrei hefði hann farið að láta gefa út annan eins óþverra og Guðberg Bergsson. Eitt sinn skrifaði piltur nokkur einhveija óskiljanlega fram- úrstefnuþvælu í ritgerð. Magnús gaf honum að sjálfsögðu núll og bætti við með sinni skýru rithönd: „Þér eruð fífl.“ Þetta þótti nokkuð hart að kveðið, en um sama pilt sagði Halldór Laxness tveim áratugum síðar: „Hann er alveg talentlaus, en afar duglegur." Ekki leist Magnúsi heldur á náttúrunafnakenningu Þór- halls Vilmundarsonar og taldi hann ekki viðurkenna staðreyndir. Þegar Jón Guðmundsson var eitthvert sinn að hæla Þórhalli fyrir hugarflug, snilli og rökfimi, varð Magnúsi að orði eitthvað á þessa leið: „Hvað segðir þú um það, Jón, ef eftir hund- hver við aðra á laun, en kappsö- must var Hrefna. Ef við fórum í bíó eða á aðrar skemmtanir fórum við alltaf saman, og ef einhver gat ekki farið með, var einfaldlega ekkert farið. Þá var alltaf sól og gott veður. Þegar Hrefna var 15 ára fluttist hún til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Örlagaþræðirnir fóru þá að toga í og þeyta okkur sinni í hveija áttina, Maja fór- til Noregs, ég til. norðurlandsins, en Nenna hélt sig við fóstuijörðina, eins og við sögð- um. Allar giftumst við og sinntum okkar störfum, hver á sínum stað. Sambandið rofnaði, en aldrei til fulls, við vorum tengdar einhveijum silfurstreng. Við vorum svo ein- kennilega bundnar af okkar gömlu kynnum að við vissum hver af ann- arri, þó að við ættum þess ekki kost að vera í nálægð hver annarrar. Hrefna var fædd 14. júní 1915 á rað ár kæmi einhver slúbbert og héldi því fram að Jón Guðmundsson hefði aldrei verið annað en hóll eða klettur?" Magnús sýndi hæfileika sína og nákvæmni einkum í skýringum við útgáfur fornrita. Enn munu til dæm- is orð- og vísnaskýringar hans við Snorra-Eddu frá 1952 vera hinar aðgengilegustu sem völ er á. Hann fylgdist líka býsna vel með í málfars- efnum eftir að hann var orðinn blind- ur og átti þá til að hringja í gamla nemendur með vott af skelmsku í röddinni. Eitt sinn ofbauð honum til dæmis hvað stjórnmálamenn gerðu sér tíðrætt um að herða þyrfti sulta- rólina og vildi vita hvort þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins ætti ein- hveijar heimildir um sultarólar. Mörgum nemendum var uppsigað við Magnús í menntaskóla eins og títt er um kennara. Jökull Jakobsson hafði hann til dæmis að nokkru leyti sem fyrirmynd einnar persónu í fyrstu skáldsögu sinni. Það mun þó mála sannast að flestir hugsuðu því hlýrra til hans sem lengra leið frá. Árni Björnsson. Eskifirði, foreldrar voru Erlín Jóns- dóttir og Vilhelm Jensen kaupmaður þar og útgerðarmaður sem var með mikil umsvif þar á sinni tíð. Hún átti fjögur systkin sem öll eru dáin nema ein systir sem er yngst. Hrefna þráði mikið að mennta sig, ég sá hana aldrei fyrir mér stand- andi við eldhúsbekkinn, fremur sem einhvern sprenglærðan grúskara. En þannig voru tímar og aðstæður að hún varð að sætta sig við að fara að vinna skrifstofu- og verslun- arstörf. Hún giftist Jóhanni Sigurðs- syni og eignuðust þau fjögur börn sem upp komust, en einn dreng missti hún ungan. Mann sinn missti hún í sjóslysi 8. febrúar 1959 og stóð þá uppi með fjögur börn á ungum aldri. En Hrefna bognaði ekki, með dugnaði sínum, greind og fórnfýsi tókst henni að komast yfir góða íbúð og fór út á vinnumarkaðinn. Takmarkið var að vinna fyrir bömin sín, koma þeim til mennta, og búa þau út í lífið. Börn hennar eru Benedikt blikk- smíðameistari; Erlingur fulltrúi; Margrét flugfreyja og Baldur kenn- ari. Þegar börnin voru flogin hélt Hrefna áfram að vinna til 70 ára aldurs. Hún sagði mér að hún hlakk- aði til að verða gömul og þá ætlaði hún að leggjast í flakk. Eg á svo margt eftir að sjá, sagði hún. Hún var oft búin að dvelja í Danmörku, þar átti hún skyldfóik í móðurætt og hafði málið á valdi sínu. Systir hennar bjó þar og var mikil vinátta með þeim. Hún kom hér og var hjá henni síðustu mánuðina. Ég ætla nú að koma til þín, þeg- ar ég hætti að vinna, sagði hún oft við mig, en það dróst, því bamabörn- in komu til sögunnar og henni fannst hún hafa skyldur við þau. Það var ekki fyrr en sumarið 1992 að við gátum hist hér fyrir norðan þrjár stöllur og verið saman nokkra daga og rifjað upp sólardag- ana við fjörðinn fagra. Ég vildi hafa hana lengur, en henni fannst skyldan kalla, hún ætlaði að koma aftur. En þá tóku veikindin að heija á hana. Hún barð- ist eins og hetja, en nú er lífinu lokið, hún gat ekki meira. Hún átti elskuleg og góð börn, sem reyndust henni vel og öll munu sakna hennar sárt og barnabörnin líka. Við vinkonurnar, Dúdda, Nenna og Maja, sendum henni kveðju okk- ar og þökkum samveruna. Guð blessi minningu Hrefnu. Þórunn Elíasdóttir (Dúdda). + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, INDRIÐI BJÖRNSSON, áður Blómvallagötu 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu á morgun, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 13.30. Björn Indriðason, Elsa Gunnarsdóttir, Einar Bragi Indriðason, Þóra Elín Helgadóttir, Aðalheiður Björk Indriðadóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR GUÐMUNDSSON málarameistari, Ósabakka 7, Reykjavfk, lést 20. janúar. Kveðjuathöfn fer fram fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Bjargey Guðmundsdóttir, Guðbjörg Reynisdóttir, Erna Reynisdóttir, Guðmunda Reynisdóttir, Haukur Reynisson, Bryndís Reynisdóttir, Thelma Reynisdóttir, Magnús Stefánsson, Guðmundur Ásgeirsson, Helgi Ágústsson, Eygló Einarsdóttir, Guðmundur Brynjarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Magnús Finnboga- son - Minning Magnús Jósefs- son — Minning Minning um kærkominn vin, Magnús Jósefsson, er bjó á Hofs- vallagötu 22, Reykjavík um 55 ár. Ég man fyrst eftir Magnúsi, er ég bjó hjá foreldrum mínum á Berg- staðarstræti 30, Magnús og Ingi- björg, móðursystir mín, bjuggu í sömu íbúð, enda náið samband þar á milli. Er bygging verkamannabú- staðanna - annar áfangi hófst og stóð yfir, máttu kaupendur húsanna vinna við byggingarnar. Faðir minn og Magnús höfðu fengið úthlutað íbúðum í sama húsi, og unnu við húsið er þeir höfðu tíma og oftast eftir venjulegan vinnudag og oft voru þeir dagar langir. Við fluttum öll í verkamannabústaðina árið 1935, og bjuggum þar foreldr- ar mínir, Magnús,og Ingibjörg í 50 ár. Magnús var mikill músíkmaður og spilaði á klarinett og var í Lúðra- sveit Reykjavíkur í fjölda ára. Magnús var í slökkviliði Reykja- víkur í fjölda ára og ég minnist þess er Hótel ísland brann, þar sem Ingólfstorg er nú, var Magnús þar við slökkviliðsstörf. Hann minntist á það að sú nótt hefði verið erfið og köld. Magnús var fjölhæfur maður á margt, má segja þúsund þjala smið- ur á marga hluti en músíkin átti hug hans ailan. Eitt sinn er við ræddum saman, sagði hann að heyrnin væri númer eitt, að geta heyrt í tónlistinni, maður gæti ekki séð hana. Magnús vann á sínum yngri árum hjá Ragnari í Smára í fjölda ára í Smjörlíkinu. Magnús var sýningar- stjóri í Trípólí-bíói á meðan það var og síðar í Tónabíói um tíma. Magnús starfaði um tíma hjá bandaríska sendiráðinu. Seinni árin vann Magnús sem húsvörður í Ár- múla hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Magnús var mjög hógvær og gætinn maður þar sem hann var og vænn, og ekki fór mikið fyrir honum, góður taflmaður, skemmti- legur í umgengni og sló oft á létta strengi. Það var skammt á milli andláts þeirra bræðra, Magnúsar og Guð- mundar Vignis lögmanns og gjald- heimtustjóra í Reykjavík, er lést á síðasta ári. Börn Magnúsar Jósefssonar eru: Jósef flautuleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands og kennari, kona hans Ruth L. Magnússon söngkona og kennari, þau eiga tvo syni, Magnús og Ásgrím; Guðríður skrifstofu- stjóri við Háskóla íslands, maki Þórir Ragnarsson bókavörður við Háskóla Islands, og eru þeirra börn Sigurður, Ingibjörg og Ragnar; Jak- ob veitingamaður á Horninu í Hafn- arstræti, kona hans Valgerður Jó- hannesdóttir hárgreiðslumeistari, börn þeirra Hlynur, Jakob Reynir og Ólöf. Nú kveðjum við góðan dreng og minnumst hans eins og hann var. Guð blessi minningu hans og fjöl- skyldu hans. Olafur Guðmundsson, Alnia Júlíusdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför NÖNNU SIGFRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Sólbakka, Borgarfirði eystra. Bömin. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR, áður Túngötu 9, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Garðvangi fyrir kærleiksríka umönnun. Gunnar Páll Guðjónsson, Þórdfs Þorbergsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Guöjón Þórarinsson, Inga Áróra Guðjónsdóttir, Vignir Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓSK DAGÓBERTSDÓTTUR frá Hellissandi. Guðmundur Sigurðsson, Anna Þorleifsdóttir, Lára D. Sigurðardóttir, Theódór Jónasson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Haraldur Brynjólfsson, Guöni Þ.T. Sigurðsson, Áslaug Úlfsdóttir, Fanney Sigurðardóttir, Georg Elíasson, Magnea G. Sigurðardóttir, Pétur Jóhannesson, Sigrún Sigurðardóttir, Þorbergur Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður húsfreyju að Neðra-Skarði. Sérstakar þakkirtil Sjúkrahúss Akranessfyrir einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Valgeir Jónasson, Svala Valgeirsdóttir, Einar Sturlaugsson, Guðfinna Valgeirsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Selma Ólafsdóttir, Ragnar Valgeirsson, Svanhvít Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.