Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 FRJALSIÞROTTIR yy Stefnan hefur veríð sett á tugþrautarmetið - segir Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, sem var aðeins 22 stigum frá metinu 1992. Jón Arnar gat Iftið keppt í fyrra, eftir að hann fótbrotnaði í byrjun árs u Jón Arnar Magnússon er allur að koma til eftir meiðsli. Hann setti met í sjöþraut um helgina og stökk 2.06 m í Islandsmet Jóns Arnars 1. Jón Arnar Magnússon, UMSS.......5.457 50 m hlaup: 5,9 sek. Langstökk: 7,32 m. Kúlu- varp 14,32 m. Hástökk: 2,06 m. 50 m grindar- hlaup: 6,9 sek. Stangarstökk: 4,40 m. 1000 m hlaup: 3:06,7 mín. 2. Olafur Guðmundsson, Selfossi...4.911 3. Friðgeir Hallsdórsson, USAH.....4.512 4. Magnús A. Hallgrímsson, Selfossi.4.441 5. Bjarni Þór Traustason, FH.......4.159 ■Magnús A. setti drengja og unglingamet. KONUR: 1. Þuríður Ingvarsdóttir, Selfossi.4.057 2. Jóhanna Jensdóttir, UBK.. 3. Kristín Markúsdóttir, UMSB.... 4. VilborgJóhannsdóttir, USAH.. 5. Áslaug Jóhannsdóttir, USAH.... ■Jóhanna setti meyjamet í sexþraut. ...3.509 ...3.497 ...2.849 ...2.639 AMERISKUR FOTBOLTI Úrslitaleikurinn beint Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfararnótt mánudags: Boston — Dallas..............110:102 ■Rick Fox gerði 22 stig fyrir Boston Celtics í fimmta sigri liðsins í röð. Kevin Gamble kom næstur með 18 stig. Jamal Mashburn «,.var stigahæstur í lánlausu liði Dallas með 27 stig. Þetta var 14. tapleikur Dallas í röð. Detroit — Chicago..............86:92 ■Scottie Pippen gerði 23 stig og Steve Kerr gerði 14 fyrir meistarana sem unnu sjöunda leikinn í röð. Chicago var mest 17 stigum undir í leiknum en í stöðunni 70:64 tók liðið við sér og gerði 17 stig gegn að- eins tveimur frá Detroit og það réð úrslit- um. Bill Wennington og Toni Kukoc gerðu 11 stig samtals á þessum leikkafla fyrir Bulls. Indiana — Milwaukee............88:96 ■Jon Barry gerði 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta. Þetta var þriðji sigur Milwaukee í síðustu fjórum leikjum, en aft- ur þriðja tap Indiana í röð. Milwaukee var ,,tíu stigum undir fyrir síðasta leikhluta. Vin Baker kom liðinu yfir 90:88 þegar 48 sek- úndur voru eftir og síðan tryggðu Barry og Eric Murdock sigurinn með því að skora úr vítaskotum í lokin. Utah — Seattle................95:90 ■Karl Malone gerði 26 stig og tók 16 frá- köst og John Stockton gerði 16 stig og átti 18 stoðsendingar. Gary Payton var stigahæstur í liði gestanna með 18 stig og Detleft Schrempf.-Shawn Kemp, og Ricky Pierce gerðu 14 þver. STAÐAN Taflan sýnir sigra, töp og vinningshlutfall í prósentum. Austurdeild Atlantshafsriðill: NewYork......................26 11 70,3 Orlando......................23 16 59,0 NewJersey....................18 20 47,4 Miami........................17 20 45,9 Boston.......................18 23 43,9 Philadelphia.................16 23 41,0 Washington...................13 25 34,2 Miðriðill: Atlanta.....................26 10 72,2 Chicago.....................28 11 71,8 Charlotte....................22 17 56,4 Cleveland....................19 19 50,0 Indiana......................16 21 43,2 Milwaukee....................12 27 20,8 Detroit...................... 9 29 23,7 Vesturdeild Miðvesturriðill: Houston................... 29 9 76,3 SanAntonio...................27 14 65,9 Utah.........................27 14 65,9 Denver.......................18 21 46,2 Minnesota....................13 25 34,2 Dailas....................... 2 37 05,1 Kyrrahafsriðill: Seattle......................30 7 81,1 Phoenix......................27 10 73,0 Portland.....................23 16 59,0 GoldenState..................21 16 56,8 LA Clippers..................13 24 35,1 Sacramento...................12 26 31,6 LALakers.....................12 26 31,6 TUGÞRAUTARKAPPINN Jón Arnar Magnússon er allur að koma til eftir að hann fótbrotn- aði — þegar hann var á skaut- um fyrir tíu mánuðum. Jón Arn- ar setti glæsilegt íslandsmet í sjöþraut á Meistaramóti ís- lands í fjölþrautum um helgina, er hann fékk 5.457 stig, en hann átti sjálfur gamla metið — 5.146 stig, sett 1992. „Jón Arn- ar hefur æft vel síðustu þrjá mánuðina. Hann fór hægt á stað, en nú þolir hann mikið álag,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars á Sauðár- króki. Jón Arnar hefur ekki sama styrk og þegar hann meiddist í fyrra. Hann er átta kílóum léttari, en hann á eftir að ná fyrri þungd og styrk. Við keyrðum ekki sérstak- lega upp fyrir meistaramótið, en það verður gert fyrir næsta verk- efni, sem verður sterkt innanhúss- mót í Berlín um miðjan febrúar. Jón Amar hefur verið að æfa tækni í hástökki, kúluvarpi og grinda- hlaupi. Þær æfingar skiluðu sér í hástökkskeppninni, en hann stökk vel yfir tvo metra [2.06],“ sagði Gísli. Það er Ijóst að Jón Arnar mun setja stefnuna á íslandsmetið í tug- þraut í sumar, en metið á Þráinn Hafsteinsson, 7.592 stig. Jón Arnar hjó mjög nærri metinú 1992, en þá náði hann 7.570 stigum, sem var aðeins 22 stig frá metinu. „Það vantaði lítið upp á að metið hefði hástökki. fallið. Fimmtánhundruð metra hlaupið var sá þröskuldur sem Jón Arnar náði ekki að vinna á. Við höfum sett stefnuna á að Jón Arnar nái að bæta íslandsmetið í sumar og eftir það getur hann farið að horfa framá við — sett stefnuna á Evrópumeistaramótið sem verður í Helsinki,“ sagði Gísli, sem er mjög ánægður með. Jón Arnar. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að þjálfa svo fjölhæfan og sterkan íþróttamann sem Jón Arnar er. Það fá ekki allir þjálfarar tækifæri til að vinna með svo sterkum íþrótta- manni — og það í eins skemmti- legri íþróttagrein eins og tugþrautin er,“ sagði Gísli Sigurðsson, sem sjálfur er gamalkunnur tugþrautar- maður. slitaleikurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, „Su- perbowl“ fer fram aðfaranótt mánudagsins 31. janúar. Þar eigast við Buffalo og Dallas eins og í fyrra. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á veitingastaðnum Hard-Rock Café í Reykjavík. Það er Íslensk-ameríska sem stendur fyrir þessu og hefur þegar samið við forráðamenn NFL-deild- arinnar um að taka á móti útsend- inguargeislanum sem bandarísku hermennimir á Miðnesheiði fá. Leikurinn sjálfur hefst kl. 23.15 en útsending hefst kl. 23 og húsið opnar klukkustund fyrr, kl. 22. Þar sem aðeins er hægt að taka á móti 200-250 manns þetta kvöld hefur verið ákveðið að menn verði að gerast félagar í Íslensk-ameríska félaginu til að fá aðgang. Hægt er að ganga í félagið á skrifstofu þess í Hafnarstæti 7 og frekari upplýs- ingar er hægt að fá í síma 625060. SKÍÐI / ÓL H BLÁK || HANDBOLTI || MANNVIRKI ÍS vann HKennogaftur 99 kepp- endur frá Austurríki Austurríkismenn fara með stór- an hóp keppenda á Ólympíu- leikana í Lillehammer sem verða settir 12. febrúar. í gær voru 99 keppendur valdir til þátttöku í leik- unum og vekur það athygli að þar á meðal er aðeins einn skíðagöngu- maður. Flestir em þeir í alpagrein- um, eða 33 talsins. Íshokkíliðið sem telur 26, 18 í sleðakeppni, sex í skíðastökki, fjórir í norrænni tví- keppni, fímm í skíðaskotfimi, fimm í skautahlaupi, einn í skíðafimi og -einn í skíðagöngu. Stúdentar gerðu sér lítið fyrir og skelltu meistaraliði HK í þriðja sinn á þessu leiktímabili er liðin mættust í íþróttahúsi Hagaskólans á Guðmundur mánudagskvöldið. Þorsteinsson þag blés reyndar ekki byrlega fyrir Stúd- entum í bytjun því HK vann fyrstu hrinuna nokkuð sannfærandi, 15:9 en eftirleikurinn varð annar en á horfðist í fyrstu. Hávörn Stúdenta fór í gang svo um munaði strax í annari hrinu og hún átti eftir að verða bana- biti meistaranna sem áttu í talsverð- um erfiðleikum með að koma skellum sínum í gegnum sannkallaðan kína- múr á köflum, en hrinurnar enduðu 15:9, 15:12 og 15:13. Hjá Stúdentum átti Zdravko Demirev stórleik og naut sín vel með „gamla refinn" Arn- grím Þorgrímsson í uppspilinu og ekki sakaði að Ólafur Viggósson og Kári Kárason léku betur en þeir hafa gert í langan tíma. Stúdínur á toppinn Stúdínur voru ekki lengi að ná fyrri stöðu í efsta sæti kvennadeildar- innar þegar þær tóku lið HK í bakarí- ið og skelltu gestunum 3:0. Stúdínur voru einfaldlega betri á öllum sviðum leiksins og það verður að segjast eins og er að leikur HK liðsins var ráðleys- islegur og allur í molum. Það sem gladdi augað kom helst frá Stúdínum og þar fór Friðrika Marteinsdóttir fremst ’í flokki en hún náð að senda upp 12 sinnum í röð í þriðju hrinunni og kórónaði góðan endi. TENNIS Steffi Graf mætir Date Steffí Graf sem leikið hefur í undanúrslitum á 27 slemmu- mótum, mætir japönsku stúlkunni Kimiko Date í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu. Date, sem er 23 ára, kemur frá borginni Kyoto. Þetta er í fyrsta skipti í 21 ár sem Japani hefur náð að komast í undan- úrslit. Date lagði Conchita Martinez, sem er í fjórða sæti á heimsstyrk- leikalistanum, í 8-manna úrslitum, 6-2, 4-6, 6-3. í hinum undanúrslita- leiknum mætast Arantxa Sanchez Vicario og Gabriela Sabatini, sem vann Jana Novotna 6-3 og 6-4. Myndir af handknatt- leiksmönnum á markað Komnar eru á markaðinn myndir af leikmönnum 1. deildarliðanna í handknattleik. Myndirnar eru seld- ar í pökkum og eru átta myndir í hveijum pakka. Það er einn aðal- stuðningsaðili HSÍ, Vífilfell hf., sem framleiðir og dreifir myndunum en allur ágóði rennur til styrktar HSÍ. FELAGSLIF Ráðstefna um knatt- spyrnuþjálfun Knattspyrnuþjálfarafélag íslands heldur ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara á laug- ardaginn, 29. janúar, ki. 10 til 18 íþrótta- miðstöðinni í Laugardal. Ráðstefnan er ætluð þjálfurum meistaraflokka jafnt sem yngri flokka. Bergur Guðnason og Eggert Steingrímsson fjalla um um skattamál knattspyrnuþjálfara, Guðjón Þórðarson um uppbyggingu og undirbúningsþjálfun, Gú- staf Björnsson, Ásgeir Eliasson og Guðni Kjartansson um hæfileikamótun KSI, greint verður frá þjálfararáðstefnum eriendis á síðasta ári og Árni Árnason fjallar um meiðsli knattspymumanna og fyrirbyggj- andi aðgerðir. Þá verða almennar umræður um félagið í nútið og framtíð. Þátttöku- gjald er kr. 3800, innifalið er hádegisverður og miðdegiskaffi. Þátttaka tilkynnist í sið- asta lagi í dag til einhvers eftirtalinna: Bjarni Jóhannsson (668566 eða 668660), Bjarni St. Konráðsson (30533 eða 630363), Hörður Helgason (93-12326), Kristinn Björnsson (27414). íþróttaskóli Leiknis íþróttaskóli Leiknis hefst laugardaginn 29. janúar og verður alla laugardaga til 5. mars. Fyrstu tvö skiptin verður kennt í íþróttahúsi Fellaskóla, tvö þau næstu f Sundlaug Breiðholts, innilauginni, og loks tvo síðustu laugardagana í íþróttáhúsi Fella- skóla. Kennt er í tveimur aldurshópum, 3-4 ára og 5-6 ára. Þátttökugjald er kr. 2.600 fyrir sex tíma. Skráning er í Leiknishúsinu eða í síma 78050. STJÖRNULEIKURINN 12. FEBRÚAR Árlegur stjörnuleikur í körfuknattleik, á vegum KKI og Samtaka íþróttafréttamanna, fer fram í Austurbergi laugardaginn 12. febr- úar, þar sem úrvalslið A- og B-riðils úrvalsdeildarinnar mætast. Les- endum gefst kostur á að'velja menn í liðið; fimm meiin úr hvorum riðli. A-RIÐILL B-RIÐILL (ÍBK, Snæfell, Skalla- (Njarðvík, Grindavík, grímur, ÍA, Valur) Haukar, KR, Tindastóll) ...................Bakvörður..................... ...................Bakvörður..................... ...................Framherji..................... ..................Framherji...................... ...................Miðherji...................... • Seðillinn sendist til KKÍ, Laugardal, 104 Reykjavík. Afturhvarf til fortíðar Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi frá Alfreð Þorsteinssyni, varaborgarfulltrúa Framsóknar- flokksins: „í tilefni skrifa Morgunblaðsins s.l. laugardag um breytingar á Laugardalshöll vegna HM 1995, þykir mér rétt að upplýsa, að þær tillögur, sem þar voru kynntar, hafa ekki komið 'fyrir augu borgarfull- trúa fyrr. Þær hljóta því að vera samdar af formanni íþrótta- og tómstundaráðs Júlíusi Hafstein og embættismönnum byggingardeild- ar borgarinnar og á ábyrgð þeirra. Varla geta tillögur, sem gera ráð fyrir því, að 2.200 manns verði troð- ið í stæði í LaugardalshöII, talist metnaðarfullar og í rauninni ekkert annað en afturhvarf til fortíðar, auk þess, sem draga verður í efa, að öryggissjónarmiðum verði almenni- lega við komið. AÐ Reykjavíkurborg standi ein og óstudd í þessu máli, eins og for- maður íþrótta- og tómstundaráðs hélt fram í viðtali við Morgunblað- ið, er hlægileg fyllyrðing, þegar forsaga þessa máls er skoðuð. Fyrr- verandi ríkisstjórn bauð allt að 300 millj. króna vegna byggingar nýrrar íþróttahallar. Var almennt reiknað með, að nýtt hús myndi rísa í Laug- ardal. En þessi sami formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Júlíus Hafstein, dró alla tíð lappirnar í málinu — með þeim afleiðingum, sem nú blasa við, að Reykvíkingar eru að eignast stærri gerðina af Hálogalandi — aðeins 5 árum áður ,en 21. öldin , r í ö________ i.ftikC’i.Aire »**■ “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.