Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 7 Líftaug þjóðarinnar er atvinnan. Kjarni þjóðfélagsins er fjölskyldan. Án nægrar atvinnu er engin líftaug og enginn kjarni. Samfélagið molnar í sundur. Félagsmálaráðuneytið áætlar að atvinnuleysið muni kosta rúmlega 7 milljarða á þessu ári. Er ekki betra að nota peningana í annað? Nú eru rúmlega 6000 manns á höfuðborgarsvæðinu atvinnulausir og daglega bætast yfir 40 manns á atvinnuleysisskrárnar, eða einn á 12 mínútna fresti. Ert þú næstur? Fjölmennum á Austurvöll í dag kl. 16:00 og knýjum á um úrbætur í atvinnumálum. Karlar, konur og börn: Takið ykkur frí kl. 16 í dag og fjölmennið á útifundinn. Skilaboðin til ríkisstjórnar og Alþingis eru einföld: Burt með atvinnuleysið! Verkalýðsfélögin á höfuðborgarsvæðinu ATUYGLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.